Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Notkun sýklalyfja hefur haldist
nokkurn veginn óbreytt síðustu ár
hér á landi. Í nýútkominni skýrslu
landlæknisembættisins, sem gerir
grein fyrir sýklalyfjanotkun á Íslandi
árið 2011, kemur fram að notkun
sýklalyfja hefur nokkurn veginn
staðið í stað síðustu fimm árin. Þessi
notkun er að
mestu leyti utan
heilbrigðisstofn-
ana, eða 90%.
Sýklalyfjanotkun
er mæld út frá
sölutölum á
landsvísu annars
vegar og lyfja-
ávísunum utan
sjúkrastofnana
hins vegar.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á
sóttvarnarsviði Landslæknisemb-
ættisins, segir að sýklalyfjanotkun sé
alltaf breytileg á milli ára, svo það
þurfi að varast að oftúlka minnihátt-
ar sveiflur.
„Ég held að við stöndum okkur
ekkert illa. Það hefur verið átak í
gangi með heilsugæslunni um að
bæta notkun sýklalyfja en við höfum
verið í samvinnu við heilsugæslurnar
á Suðurlandi og á Austurlandi, að
þeirra frumkvæði. Það á eftir að
koma betur í ljós hversu miklum
árangri það skilar. En við erum
endalaust að hvetja til ábyrgrar og
skynsamlegrar notkunar á sýklalyfj-
um og hömrum á því,“ segir Þórólfur.
Börn nota mest af sýklalyfjum
Sýklalyfjanotkun er mest á fyrstu
fjórum árum ævinnar en minnst á
aldrinum 10-14 ára. Notkunin eykst
svo með hækkandi aldri eins og sést
á súluritinu hér fyrir ofan. Á því er
aðeins notkun sýklalyfja utan heil-
brigðisstofnana, notkun innan hjúkr-
unarheimila er að hluta til ekki inni í
þeim tölum svo notkun sýklalyfja
meðal eldri einstaklinga er því meiri
en kemur fram í súluritinu.
Pensilínlyf eru mest notuðu sýkla-
lyfin á Íslandi og hefur notkunin ver-
ið nokkuð stöðug síðustu árin. Líkt
og með sýklalyf almennt er notkun
pensilínslyfja mest á fyrstu fjórum
árum ævinnar en tæplega helmingur
barna undir fimm ára fær ávísað
pensilíni að minnsta kosti einu sinni á
árinu 2011. Heimilis- og heilsugæslu-
læknar ávísa mest af sýklalyfjum og
eins og vænta má eru það frekar
barnalæknar og háls-, nef- og eyrna-
læknar sem ávísa sýklalyfjum á börn.
Í fyrra var byrjað að bólusetja
börn gegn lungnabólgubakteríunni
og segir Þórólfur að það verði fróð-
legt að sjá hvort það muni draga mik-
ið úr öndunarfærasýkingum, eyrna-
og lungnabólgu og fleiri sjúkdómum í
kjölfarið og þar af leiðandi draga úr
notkun sýklalyfja. „Það er von okkar
að svo verði og það hafa önnur lönd
séð gerast.“
Sýklalyfjanotkun er mest á höfuð-
borgarsvæðinu og Suðurlandi en
minnst á Norðurlandi eystra. Á flest-
um landsvæðum hefur sýklalyfja-
notkun minnkað eða staðið í stað frá
árinu 2007, nema á Austfjörðum og
Vestfjörðum þar sem hún hefur auk-
ist.
Ísland trónir á toppnum
Í samanburði við hinar Norður-
landaþjóðirnar er sýklalyfjanotkun
mest á Íslandi þegar samanburður á
heildarsölu sýklalyfja alls staðar á
Norðurlöndunum er gerður. Hún er
þó mjög svipuð hér og í Finnlandi.
Minnst notkun er í Svíþjóð. Smá-
vægileg aukning hefur orðið á sölu
sýklalyfja á Íslandi, Danmörku og
Noregi á tímabilinu 2009 til 2011 en
hins vegar minnkaði salan í Svíþjóð á
árunum 2008 til 2010. Ekki fengust
tölur fyrir árið 2011 frá Finnlandi og
Svíþjóð við vinnslu skýrslunnar og í
Svíþjóð er sala á sýklalyfinu mete-
namíni ekki talin með sem er gert í
öðrum löndum.
Spurður hvort það sé ekki
áhyggjuefni að Íslandi tróni þarna á
toppnum svarar Þórólfur að hinar
Norðurlandaþjóðirnar nálgist nú Ís-
land óðfluga. Mismunandi vinnu-
brögð og sýkingatíðni geti spilað
þarna inn í auk þess hvaða lyf löndin
nota.
Sýklalyfjanotkun óbreytt
Notkun sýklalyfja hefur staðið í stað síðustu fimm árin á
Íslandi Sýklalyfjanotkun er mest á aldrinum 0 til 4 ára
Notkun sýklalyfja á Íslandi
mælt í fjölda ávísana, utan heilbrigðisstofnana 2007-2011, eftir aldri
2007 2008 2009 2010 2011
Fj
öl
di
áv
ís
an
a
á
hv
er
ja
1.
00
0
íb
úa
á
ár
i
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
0-4 ára 5-9 ára 10-14 ára 15-19 ára 20-39 ára 40-64 ára 65 ára+
Þórólfur
Guðnason
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Þrír af fjórum sakborningum í Al-
Thani-málinu svonefnda voru mætt-
ir í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær-
morgun. Sigurður Einarsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Kaup-
þings, Magnús Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings í
Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson,
sem átti stóran hlut í bankanum,
sátu rólegir og að mestu svip-
brigðalausir á meðan fjallað var um
frávísunarkröfu þeirra og Hreiðars
Más Sigurðssonar, fyrrverandi for-
stjóra Kaupþings, sem þó lét ekki
sjá sig að þessu sinni.
Dómari málsins hefur úr vöndu
að ráða en Björn Þorvaldsson, sak-
sóknari í málinu, taldi allt að tíu frá-
vísunarkröfur sem haldið er uppi og
fór hann yfir þær lið fyrir lið. Sem
vera ber krafðist hann þess að dóm-
ari hafnaði þeim öllum og notaði
orðin „fásinna“ og „fráleitt“ óspart.
Svona ef maður má taka sér bessa-
leyfi þá virtist Birni – í augum leik-
manns – takast að hrekja flest atrið-
in. Einkum þá vegna þess að
dómstólar hafa áður tekið þau fyrir,
s.s. hvað varðar greinargerð rann-
sakenda, handtökuheimild Sigurðar
Einarssonar og afhendingu gagna.
Hins vegar verður fróðlegt að
heyra hvað dómarinn segir um þá
staðreynd að þó svo Magnús sé
ákærður vanti nafn hans í rökstuðn-
ingi, eða athugasemdum, með ákær-
unni. Eins og Karl Axelsson, verj-
andi Magnúsar, benti á, þá hefur
það eflaust vakið undrun Magnúsar
við lestur ákæruskjalsins að finna
ekki nafn sitt í rökstuðningi ákæru-
valdsins um tiltekin ákæruatriði,
þar sem aðrir sakborningar eru
nefndir.
Karl velti því fyrir sér í hálfkær-
ingi hvort hugsanlega hefði eitthvað
misfarist í prófarkalestri og sá sak-
sóknari sig knúinn til að taka undir
þau orð. Mistök hefðu þar verið
gerð og ágætt að kenna próf-
arkalestri um.
Björn sagði þó að þetta ætti ekki
að leiða til frávísunar, ekki frekar
en nokkurt annað atriði, þar sem
það biði efnismeðferðar í málinu.
Þar yrði komið inn á rökstuðninginn
og bætt úr honum.
Einnig má nefna eina af nokkrum
ástæðum Sigurðar fyrir frávísun.
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar,
sagði að grundvallarréttindi hefðu
verið brotin og að engu höfð. Beitt
hefði verið ólögmætum aðgerðum til
að fá Interpol til að gefa út hand-
tökuskipun, svonefnda rauða eftir-
lýsingu.
Skilyrðin sem Gestur nefndi fyrir
rauðri eftirlýsingu eru að viðkom-
andi hafi verið ákærður eða sak-
felldur. Fyrir héraðsdómi hefði því
verið haldið fram að veruleg hætta
væri á því að Sigurður kæmist und-
an handtöku fengi hann vitneskju
um að handtaka væri yfirvofandi,
mikilvægt væri að koma honum að
óvörum svo hann kæmist ekki und-
an og það næðist að taka af honum
skýrslu. „Fréttir um að hann væri
eftirlýstur voru samstundis birtar í
fjölmiðlum á Íslandi, en einnig í öðr-
um löndum. Og tilvitnuð orð sér-
staks saksóknara um þörfina á að
geta komið Sigurði á óvart reyndust
vera án nokkurs innihalds. [...] Eng-
in önnur ályktun er tæk en að emb-
ætti sérstaks saksóknara hafi vísvit-
andi veitt Interpol rangar
upplýsingar í því skyni að hann yrði
eftirlýstur. Og ég geri mér grein
fyrir því að þetta eru þung orð.“
Saksóknari sagði þetta fráleitustu
ástæðu fyrir frávísun af þeim tíu
sem bornar voru upp. „Ef menn eru
ranglega eftirlýstir, ætti það að
leiða til frávísunar. Það er fjar-
stæða. Hvað ef þetta væri morðmál
sem við værum að tala um?“ spurði
Björn. Afar brýnt hefði verið að lýsa
eftir Sigurði. Nokkrir menn voru í
gæsluvarðhaldi á sama tíma og bera
hefði þurft undir hann ýmislegt.
Tíu kröfur toppanna um frávísun
Verjandi Sigurðar Einarssonar segir ákæruvaldið hafa blekkt Interpol til að fá eftirlýsingu
Magnús Guðmundsson fann ekki rökstuðning í ákærunni fyrir meintum brotum sínum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Topparnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson á góðri stundu.
Meðal þess sem Karl Axelsson,
verjandi Magnúsar Guðmunds-
sonar, benti á var sú staðreynd
að þó svo Magnúsar hefði verið
getið í sjálfu ákæruskjalinu vant-
aði nafn hans í athugasemdir
með ákærunni.
Karl sagði að sökum þessa
væri ekki nokkur leið fyrir Magn-
ús að sjá fyrir hvað hann væri
ákærður, þ.e. nákvæmlega hvaða
verknað. Aðrir væru nefndir í at-
hugasemdunum og hvað þeir
gerðu í meintum brotum en nafn
Magnúsar vantaði.
Björn Þorvaldsson, saksóknari
í málinu, sagði ákæruna skýra.
Fjölmörg atriði sem tæpt væri á í
ákærunni biðu hins vegar aðal-
meðferðar þar sem þau fengju
efnismeðferð. Hann viðurkenndi
þó að það gætu hafa verið mis-
tök að nafn Magnúsar vantaði í
athugasemdirnar við ákæruna,
en sagði það ekki koma að sök.
Mistök með
Magnús
ÓSKÝR ÁKÆRA?
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Grillsteikt Hrossalund með
steiktum sveppum
og béarnaise