Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Sex lykilstjórnendum Eimskips sem féllu frá umsömdum kaupréttum vegna óánægju lífeyrissjóða var ekki umbunað fyrir það með öðrum hætti. Þetta segja Hilmar Pétur Valgarðs- son, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs fyrirtækisins, og Bragi Þór Marinósson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Eim- skips, í samtali við Morgunblaðið. En þeir áttu kauprétti. „Við mátum það svo í ljósi umræð- unnar að það hefði skaðað hagsmuni Eimskips ef við hefðum haldið kaup- réttunum,“ segir Hilmar Þór, og nefnir að stjórnendurnir sex hafi viljað tryggja framgang félagsins og hlutafjárútboðsins. „Þetta var því hið eina rétta.“ Aðspurður hvort stjórnendunum hafi verið einhvern veginn umbunað fyrir að falla frá samningunum, t.d. frá einhverjum öðrum en Eimskipi, segir hann nei. „Við, stjórnendurnir, tókum þessa ákvörðun einhliða.“ Bragi Þór staðfestir ummæli Hilmars. Hann segir að þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða stjórn- endanna. – Horfið þið til þess að fá kauprétti á næsta aðalfundi? „Nei,“ segir Bragi Þór. „Það er ekki okkar að semja um þetta, held- ur eigenda að ákveða það. Þetta væri ákvörðun stjórnar,“ segir hann og bætir við: „Ákvörðunin var tekin ein- hliða af okkur og við áttum ekki í við- ræðum við aðra um hana.“ Á aðalfundi Eimskips árið 2010 var samþykkt af nýjum hluthöfum fyrirtækisins kaupréttaráætlun fyrir sex lykilstjórnendur. Árin tvö á eftir voru fleiri kaupréttir samþykktir og áttu þeir rétt á að kaupa samtals 4,4% hlut í fyrirtækinu. Gengið á fyrri tveimur kaupréttunum var 0,839 evrur eða 137,4 krónur. Gengið á þriðja réttinum átti að miðast við útboðsgengið á fyrirtækinu. Þeir höfðu rétt á að leysa út fyrsta kaup- réttinn á næsta ári, og þann seinni á þarnæsta ári. Útboðsgengi Eim- skipa er 208. Mismunurinn er 66%. Almennu hlutafjárútboði Eim- skips lýkur í dag og ef allt gengur að óskum getur fyrirtækið siglt á hluta- bréfamarkað. Ferlið hófst með út- boði meðal fagfjárfesta. Gildi líf- eyrissjóður, sem samþykkti kaup- réttaráætlunina á aðalfundi Eim- skips árið 2010, vildi ekki fjárfesta í fyrirtækinu því launakjör og kaup- réttir væru of háir, sem og verðið hátt á bréfunum. LSR tók sambæri- lega ákvörðun. Auk þess lagði t.d. Almenni lífeyrissjóðurinn fram til- boð í bréfin með þeim skilyrðum að fallið yrði frá kaupréttunum. Fara á mis við háar fjárhæðir Það var þó ekki sjálfgefið að stjórnendurnir sex myndu falla frá kaupréttunum. Þeir höfðu samninga undir höndum sem þeir gátu hagnast vel á. Ef horft er til kaupréttanna sem sexmenningarnir máttu leysa út á næsta ári og þarnæsta, en rétt er að hafa í huga að um það bil helming- urinn af kaupréttunum var gerður við Gylfa Sigfússon forstjóra, og að því gefnu að sölugengi bréfanna verði hið sama og í útboðinu nemur hagnaðurinn 494 milljónum króna. Kaupréttir eru skattlagðir líkt og um tekjur sé að ræða og því fer hið op- inbera einnig á mis við töluverðar fjárhæðir. Ekki umbunað fyrir að falla frá kaupréttum  Stjórnendur Eimskips fara á mis við háar fjárhæðir Háar fjárhæðir Það var ekki sjálfgefið að stjórnendur Eimskips myndu falla frá kaupréttunum enda með góðan samning í höndum fyrir þá. Hilmar Pétur Valgarðsson Bragi Þór Marinósson Það má gera ráð fyrir því á þess- um kosninga- vetri að „ein- staka stjórn- málamenn“ og jafnvel stjórn- málaöfl muni sjá ástæðu til þess að „hnýta í fjár- málafyrirtækin af misjöfnu til- efni,“ segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í ávarpi í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kom út í gær. Hann segist vona að í umræðu um lánaumhverfi og skuldamál heimila verði „gengið fram af sann- girni og ábyrgð. Fjármálafyrir- tækin hafa ekki færst undan eða veið dragbítur en úrlausnarefnið er flókið og þurfa álitamál að fara í gegnum skilgreind ferli til að fram komi nauðsynleg niðurstaða“. Höskuldur, sem er jafnframt stjórnarformaður SFF, segir „of- hlaðið regluverk“ og skattaálögur auka kostnað fjármálafyrirtækja sem aftur lendi að lokum á við- skiptavinum þeirra. Þótt fjár- málageirinn sé margfalt minni þá skilar hann ríkissjóði meiri tekjum en árið 2007. Höskuldur segir þó að „ekkert lát virðist vera á þeim ein- beitta vilja stjórnvalda að hækka álögur á fjármálageirann“. Hann bendir á að stærsti eigandi verðtryggðra íbúðalána er Íbúða- lánasjóður og stærstu kaupendur verðtryggðra bréfa eru lífeyris- sjóðir. Höskuldur telur mikilvægt að „halda þessu til haga, enda er sá misskilningur algengur að íslenskt bankakerfi hafi einhvern sérstakan hag“ af verðtryggingu. Bankar ekki verið dragbítur  Höskuldur kallar eftir sanngirni Höskuldur Ólafsson Icelandair hagnaðist um 51,4 millj- ónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæp- lega 7 milljarða króna, á þriðja árs- fjórðungi þessa árs. Þetta er 7,6 milljónum dölum meira en á sama tíma fyrir ári og nemur aukningin því 17%. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fé- lagsins var 77,9 milljónir dala og jókst um 7,4 milljónir dala á milli ára. Tekjuaukningin var 8% frá fyrra tímabili, en eiginfjárhlutfallið var 39%. Handbært fé frá rekstri var 10,1 milljón dala, samanborið við 5,3 milljónir árið áður. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu að ánægjulegt hafi verið að sjá afkom- una, þegar horft er til árangurs annarra flugfélaga. „Afkoma margra flugfélaga í heiminum hefur að undanförnu versnað vegna ótryggs efnahags- ástands og viðvarandi hás elds- neytisverðs. Af þeim sökum er gleðilegt að sjá hversu góðum ár- angri Icelandair Group nær á sama tíma. Sveigjanleiki í viðskiptalíkani, sterk vörumerki ásamt góðu og ötulu starfsfólki hefur gert okkur kleift að takast á við krefjandi ytri aðstæður og sýna mjög ásættanlega afkomu.“ Greining Íslandsbanka segir að uppgjör félagsins á þriðja fjórðungi, sem er sá mikilvægasti í rekstri þess, hafi verið í takt við áætlanir. Á það er bent að heildarkostnaður hafi hins vegar vaxið um 17,4 millj- ónir dala, sem er 8% aukning frá fyrra tímabili. Kostnaðarhækkanir eru þó að mestu leyti tilkomnar vegna meira framboðs, sem jókst um 13%. Stærsti einstaki kostn- aðarliður Icelandair er sem fyrr eldsneytiskostnaður og jókst hann um 16% á tímabilinu. Icelandair hagn- ast um 7 milljarða  Hagnaður flugfélagsins jókst um 17% á milli ára á þriðja ársfjórðungi Morgunblaðið/Golli Forstjóri Björgólfur Jóhannsson. ● Fram Foods ehf. sem að fullu er í eigu Eignabjargs ehf., dótturfélags Ar- ion banka hefur selt dótturfélag sitt Fram Foods AB í Svíþjóð til sænska fé- lagsins Domstein Sverige AB, en bæði félögin eru með höfuðstöðvar í Lysekil í Svíþjóð. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. sá um söluferlið. Við kaupin greiðir Domstein Sverige AB hálfa milljón evra fyrir allt hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Arion banka. Á árinu 2011 námu tekjur Fram Foods AB um 18 milljónum evra en hjá félag- inu starfa rúmlega 50 manns. Fram Fo- ods AB sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kældum sjávarafurðum undir eigin vörumerkjum sem og vörumerkj- um samstarfsaðila. Fram Foods AB selt ● Hlutabréf í japanska raftækjaris- anum Panasonic lækkuðu um tæp 20% á mörkuðum í Asíu í gær, en í fyrradag gaf fyrirtækið það út að fyrirsjáanlegt væri að gríðarlegt tap yrði á rekstrinum á þessu ári eða um 9,6 milljarðar dala (um 1.200 milljarðar króna). Þegar kauphöllinni í Tókýó var lokað í gær hafði verð bréfanna lækkað um 19,45%. Enginn arður verður greiddur út til hluthafa eftir árið. Það hefur ekki gerst í áratugi Verðhrun hjá Panasonic Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ ,01.23 +,-.4- ,+./,- ,,.03- +/.30- +12./5 +.-4+4 +31.22 +5,./2 +,5.++ ,01.3/ +,5.+, ,+.//3 ,,.+5 +/.35 +1-.,2 +.-451 +32.0, +51.1 ,,-.1134 +,5.2+ ,02.24 +,5.23 ,+.3-1 ,,.,,- +3.0+- +1-.5, +.-/03 +32.5 +51.45 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.