Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 boðið var jólin 2004. Í febrúar árið 2006 fluttist amma á hjúkr- unarheimilið Skjól þar sem hún dvaldi til dánardægurs. Amma Fjóla hafði ánægju af því að gleðja aðra en það var líka mjög auðvelt að gleðja hana sjálfa. Mesta gleðin var að fá ættingja og vini í heimsókn. Það var gjöf í sjálfu sér að gefa ömmu gjöf því hún gladdist svo einlæglega. Væri um að ræða flík, slæðu eða skart var það um- svifalaust sett upp eða sveipað um sig og dásamað með vel völd- um lýsingarorðum. Amma hafði nefnilega ánægju af að gera sig fína og var hárið hennar mesta skart, fallega hrokkið, þykkt og mikið, og jafnan vel til haft. Amma hafði sérstaklega góða skapgerð, var mjög glaðsinna, þrátt fyrir að hafa átt við nokkur veikindi að stríða í gegnum tíð- ina, sem höfðu síðustu árin áhrif á hreyfanleika hennar. Upphaf veikindasögu hennar má rekja til þess að hún og tvíburasystir hennar Sóley, fengu kíghósta um tveggja mánaða gamlar. Þær voru báðar úrskurðaðar látnar og lagðar til í útihúsi. Móðir hennar neitaði að trúa að báðar litlu dætur hennar væru farnar og þegar henni sýndist litarraft Fjólu heldur líflegra en Sóleyjar, bar hún spegil að vitum hennar með þeim árangri að Fjóla lifði í 92 ár eftir dauða sinn. Amma Fjóla, blessuð sé minn- ing þín. Magnús Rósmar og Guðmundur Rósmar. Núna er ég kveð mína ynd- islegu Fjólu frænku sem lokað hefur augum sínum í hinsta sinn og lagt upp í sína síðustu ferð til æðri heima 92 ára gömul. Viljum við fjölskylda mín þakka henni af öllu hjarta, yndislegan kærleik og frábæra umhyggju sem hún sýndi okkur alla tíð og lét sér mjög annt um velferð okkar. Móðir mín Jóhanna og Fjóla voru systradætur og aldar upp saman frá unga aldri hjá móð- urbróður sínum Sigtryggi Ein- arssyni og konu hans Rósu Jóns- dóttur á Brekku á Hjalteyri. Hún Fjóla frænka mín var glæsileg kona í alla staði, var alltaf mjög vel til höfð snyrtileg og fín. Hún átti mjög fallegt heimili sem hún bjó sér og fjöl- skyldu sinni ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Bæringssyni á Vesturgötu 53b þar sem þau bjuggu lengst af. Á Vesturgöt- una var alltaf mjög gott að koma, Fjóla og Magnús voru frá- bærir gestgjafar allt það besta var borið á borð og passað að okkur liði sem allra best, þar átt- um við margar gleðistundir. Fjóla og Magnús eignuðust 3 börn Sigtrygg, Þóreyju og Hildi og er mér mikill sómi að því að vera svona nátengd þeim. Árið 1972 varð Fjóla og fjöl- skylda fyrir óbærilegri sorg þeg- ar Magnús varð bráðkvaddur að- eins 56 ára gamall, Fjóla stóð af sér storminn umvafinn börnum sínum, tengdabörnum og barna- börnum og hafa þau alla tíð síð- an umvafið hana kærleik og ást. Elsku frænka mín, er ég horfi á logann af kertinu þínu sé ég mynd þína renna upp fyrir mér og heyri innilegan hlátur þinn óma fyrir eyrum mér. Elsku frænka mín, vertu sæl að sinni, ég veit að þú fagnar núna með ástvinum þínum sem hafa tekið á móti þér og boðið þig velkomna á nýjar slóðir. Vertu að eilífu sæl og megi allt hið góða varðveita þig og blessa. Sendum öllum ástvinum Fjólu innilegar samúðarkveðjur. Rósa og Þóroddur. Þegar lítill strákur fór hönd í hönd með mömmu sinni í heim- sókn til Magga frænda og Fjólu fannst honum það vera eins sjálfsagt og dagurinn sem kæmi á morgun. Þannig var tilveran. Þessar heimsóknir eru honum dýrmætar minningar í gegnum lífið. Ég vil þakka þér, Fjóla mín, fyrir hvað þú varst alltaf góð við litla strákinn og hlustaðir á hann. Ég votta ykkur, kæru frænd- systkin, samúð mína. Daníel. „Amma Fjóla mín“ segir Val- mundur Rósmar (bráðum þriggja ára) jafnan þegar hann talar um langömmu sína, með áherslu á hvert orð og ekki minnst það síðasta. Valmundur Rósmar á lang- ömmu sinni að þakka seinna nafnið sitt. Hann heitir Rósmar í höfuðið á afa sínum Sigtryggi Rósmar, sem Fjóla lét skíra svo full hlýju til fósturforeldra sinna, Sigtryggs og Rósu, og heimilis- ins sem þau bjuggu henni á Brekku á Hjalteyri. Lýsing Fjólu á nafninu hljómaði svo: Rósmar er Rósa, mamma mín, og sjórinn sem fyllir Eyjafjörð speglandi Kaldbak eins og hann blasir við frá æskuheimili mínu Brekku á Hjalteyri. Hér má nefna að fyrir Fjólu var Kald- bakur fjall fjallanna og kraftur- inn frá Kaldbaknum kynngi- magnaður og mikil heilsubót. Fjóla hvatti á sínum tíma til þess að keypt yrði hús á Hjalt- eyri. Þar hafa börn hennar og fjölskyldur þeirra átt góðar stundir. Á Hjalteyri vilja allir vera sem oftast og lengst, ekki síst langömmubörnin – þar á meðal Valmundur Rósmar og Þorbjörg Gróa tvíburasystir hans. Valmundur Rósmar var með- an langamma hans lifði áhuga- samur um að heimsækja hana á Skjól og smitaði systur sína þeim áhuga. „Amma Fjóla mín er lasin“ sagði Valmundur og faðmaði hana þar sem hún lá í rúminu eða sat í hjólastól, lagði blíðlega kinn sína við hennar og sagði langt aaa. Þorbjörg Gróa lét hann um öll atlot en söng í staðinn hátt og snjallt fyrir lang- ömmu sína. Þau tóku oft með sér bollastellið sitt, pott og ausu, og drógu umsvifalaust fram og eld- uðu hnausþykkan hafragraut. Langamman tók af ánægju með fjörblik í augum þátt í leiknum og þáði jafnan annan skammt á sinn dúkkudisk eftir þann fyrsta sem þó var jafnan vænn og hraustlega útilátinn. Eftir hafra- grautinn var „ömmu Fjólu minni“ jafnan boðið upp á ilm- andi nýuppáhellt kaffi í dúkku- bolla og súkkulaðiköku. Þarf ekki að orðlengja það að bæði langamman og langömmubörnin voru himinlifandi með þennan leik og skemmtu sér hið besta. Ánægja langömmubarnanna í heimsókninni náði hápunkti í sykursælu þegar þau fengu hjá langömmu sinni rauðan og him- neskan kóngabrjóstsykur. En nú verða kaffiboðin með „ömmu Fjólu minni“ ekki fleiri. Valmundur Rósmar og Þorbjörg Gróa vita að nú er „amma Fjóla mín“ dáin og þykjast vita að hún sé hátt hátt upp í geim – eins og sagt er í leikskólanum þegar ról- að er á fullri ferð. Þau vita samt líka að hún verður jörðuð í kirkjugarðinum en þangað hafa þau komið að leiði annarra langamma og langafa. Valmundur Rósmar, sem er mikill vinnumaður, vel búinn skóflu og hjólbörum, var afar ósáttur við að presturinn ætti að jarða langömmu hans, og til- kynnti ákveðinn að hann myndi jarða ömmu Fjólu sína sjálfur og vildi Þorbjörg Gróa strax taka þátt í því með honum. Víst er að tvíburasystkinin munu fara að leiði langömmu sinnar í kirkju- garðinum, geta þá tekið með sér nauðsynleg jarðvinnuverkfæri til að setja blóm á leiðið hennar á sumrin og kertaljós í svartasta skammdeginu. Blessuð sé minning Fjólu Jós- efsdóttur. Eggert. ✝ GuðfinnaHenný Jóns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1950. Hún andaðist á Sólvangi þriðjudaginn 23. október sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Dór- is Erikka Jónsson, f. 31. maí 1925, d. 11. febrúar 1982, og Jón Ragnar Jónsson, f. 16. ágúst 1923, d. 11. júlí 2005. Guðfinna var ein fjögurra systkina, en hin eru 1) Sólveig, f. 1949, gift Sæv- ari Gunnarssyni, f. 1946, synir þeirra eru a) Ragnar Már, b) Sverrir Þór, giftur Sigrúnu Sig- urjónsdóttur, dætur þeirra eru Aron Logi og Erika Ósk, 3) Jón Auðunn, f. 1957, kvæntur Ólafíu Sigríði Guðjónsdóttur, f. 1959, börn þeirra eru a) Jón Ragnar b) Guðjón Geir, unnusta hans er El- ísabet Sif Símonardóttir c) Þor- gerður Edda. Guðfinna fæddist á Tjarn- arbraut 23, Hafnarfirði, en fjög- urra ára fluttist hún með fjöl- skyldu sinni að Fögrukinn 13, Hafnarfirði, og bjó þar upp frá því. Eftir andlát móður sinnar hélt hún heimili með föður sínum og systurdóttur. Guðfinna lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg en fór eftir það til Noregs og stundaði þar nám við lýðháskóla veturinn 1967-1968. Fyrstu starfsárin vann Guðfinna á barna- og unglingaheimili við Dalbraut. Seinna vann hún við leikskólastörf og ræstingar í Hafnarfirði. Guðfinna verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 2. nóv. 2012, og hefst at- höfnin kl.13. Sara Mjöll og Sonja Dís, fyrir á Sigrún dótturina Selmu Lind, c) Daníel, sambýliskona hans er Jóna Margrét Jónsdóttir, dóttir þeirra er Emilía Ósk, 2) Jenný, f. 1955, dætur hennar eru a) Eva Lind Ágústsdóttir, gift Jóhanni Á. Sigurð- arsyni, börn Evu eru Ari Freyr, Yrsa Rós, Dagný Björk og Elísa Rut, börn Jóhanns eru Hjördís Þöll, Heiðrún Ósk, Sigurður Ragnar og Hildur Brynja, b) Dóris Ósk Guðjónsdóttir, sam- býlismaður hennar er Hrannar Már Ásgeirsson, börn þeirra eru Elsku systir mín, þá er komið að kveðjustundinni, svo alltof fljótt. En nú ertu laus úr þeim fjötr- um sem veikindin hafa bundið þig í undanfarin ár. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú ertu sofnuð, elsku systir mín. Með þakklæti, söknuð og sorg í hjarta kveð ég þig. Takk fyrir allt. Jenný. Ég var staddur uppi á hásléttu Suður-Afríku á mánudaginn í fyrri viku þegar ég fékk skila- boðin að heiman um að lokaorr- ustan væri hafin hjá henni Guð- finnu systur minni. Daginn eftir fékk ég svo þau boð að henni væri lokið. Ég hafði gengið út frá því að ég yrði við þessum tíðindum búinn enda lá fyrir, allt frá því að baráttan við hinn illvíga sjúkdóm hófst, að hún gæti einungis farið á einn veg. Andstæðingurinn var ósigrandi og því aðeins tíma- spursmál hvenær hann næði end- anlega yfirhöndinni. Við ættingj- ar hennar höfum síðustu misserin búið okkur undir þessa niðurstöðu og reynt að brynja okkur sem best gegn áfallinu. Þær varnir reyndust mér þó haldlitlar þegar til kom. Sársauk- inn var engu minni og mikið óskaplega var erfitt að vera svona langt í burtu þegar kallið hennar kom. Þá fjóra daga sem tók okkur að komast til byggða og í flug heim var hugurinn hjá henni. Nægur tími gafst til að rifja upp liðnar stundir og þrátt fyrir að farið væri um mikil æv- intýralönd með stórkostlegri náttúru, reikaði hugurinn alltaf jafnharðan að því sama. Hún Guðfinna var mér ekki að- eins systir heldur dýrmætur vin- ur og félagi. Ég veit ekki hvort henni rann eitthvað blóðið til skyldunnar eftir að mamma féll frá, en hún leit greinilega á það sem eitt af sínum mikilvægustu verkefnum að styðja mig og mína í öllum þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem þau voru stór eða smá. Hún var órjúfanlegur hluti fjölskyld- unnar og þátttakandi í öllu lífi okkar. Mér auðnaðist aldrei að launa henni að fullu alla ræktarsemina. Ég veit þó að hún naut þess vel að vera með okkur, hvort sem var í hversdaglífinu eða á hátíðum og mikilvægum tímamótum. Hún var góður ferðafélagi og nutum við iðulega félagsskapar hennar á ferðalögum bæði innan lands og utan. Hún naut þess að vera úti í íslenskri náttúru og blómstraði hreinlega þegar hún komst með okkur í tjaldútilegu en því meiri var ánægjan sem börnin voru fleiri með í ferð. Þannig var hún systir mín, en ekki bara gagnvart okkur, heldur öllum sem að henni stóðu. Í raun eru það hugtök eins og ræktar- semi, fórnfýsi, traust og trúnaður sem lýsa henni best. Þess vegna skilur hún eftir sig svo ljúfar minningar um konu sem vildi engum illt en vildi öllum veita styrk. Blessuð sé minning hennar. Jón Auðunn Jónsson. Með brostið hjarta og tár á hvarmi sest ég nú niður til að skrifa þessi fátæklegu orð til minningar um mágkonu mína og góðu vinkonu, Guðfinnu Henný Jónsdóttur. Ég var óttalegur krakki þegar bróðir hennar kynnti mig fyrir henni fyrst. Þá vissi ég ekki hvað þessi yndislega kona átti eftir að fylla stórt rúm í lífi mínu og hjarta um ókomin ár. Það er svo margt sem ég hef lært af henni og reynt að taka mér til fyrirmyndar. Guðfinna eignaðist aldrei börn sjálf en hún átti samt mörg börn. Hún elskaði börn og vann auð- veldlega hug þeirra og hjörtu. Sérstaklega tók hún systkina- börn sín og systkinabarnabörn undir sinn verndarvæng strax frá fæðingu. Öll áttu þau skjól í örm- um hennar og vísan stað í hennar stóra hjarta. Fátt vissi hún skemmtilegra en að gleðja þau, hvort sem það var með smá góð- gæti, prjónuðum flíkum eða stórum afmælis- og jólagjöfum enda áttu þau í henni hvert bein. Hjálpsemi var aðalsmerki Guðfinnu. Ef eitthvað stóð til í fjölskyldunni, hvort sem um var að ræða veisluhöld, breytingar á húsnæði eða veikindi, þá var Guð- finna mætt og beið þess ekki að vera beðin. Hún gekk í öll verk sem þurfti að vinna og var alltaf til taks. Hún málaði, bakaði, skóf glugga, lagði á borð, gætti barna, hvað sem þurfti að gera, hún var þar. Ég fæ henni seint þakkað fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig. Í sorg og í gleði stóð hún alltaf sem klettur við hlið mér. Fjölskyldan var Guðfinnu mjög mikilvæg. Ekki bara systk- ini hennar og við sem næst henni stóðum, heldur ekki síst stórfjöl- skyldan, Grófarættin. Hún var ákaflega stolt af þessum rótum sínum og lét engan þann viðburð framhjá sér fara sem Grófarætt- in stóð fyrir, en þar voru jólaböll og útilegur árvissir viðburðir. Hún nýtti líka hvert tækifæri sem gafst til að heimsækja frænkur sínar og frændur og lagði metnað sinn í að fylgjast með þegar nýir einstaklingar bættust í hópinn og lærði nöfn þeirra og afmælisdaga og fylgd- ist svo vel með uppvexti þeirra og þroska. Eitt það skemmtilegasta sem Guðfinna gerði var að gefa. Gjaf- mildari manneskju var ekki auð- velt að finna. Þegar kom að því að velja gjafir, hvort sem var fyrir jól, afmæli eða önnur tækifæri, þá var aldeilis ekki kastað til hendinni. Hver gjöf var vandlega valin, hún þurfti að hæfa tilefninu og móttakandanum vel. Gjöfin átti helst bæði að gleðja og koma að góðum notum. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar Guðfinna veiktist og við sáum fram á hvert stefndi. Ég sem hélt að hún myndi alltaf standa við hlið mér, hugga mig og hvetja þegar á bátinn gæfi en hlæja með mér og gleðjast á ham- ingjustundum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari hjartagóðu og hjálpsömu konu. Guðfinna bjó síðustu tvö árin á Sólvangi. Ég þakka starfsfólki Sólvangs fyrir að hafa hugsað svo vel um hana og hlúð að henni með mikilli alúð og hlýju allt þar til yf- ir lauk. Ólafía S. Guðjónsdóttir. Guðfinna Henný Jónsdóttir ✝ Útför DÓMHILDAR JÓNSDÓTTUR sem fara átti fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 2. nóvember verður frestað til mánudagsins 5. nóvember kl. 14.00 vegna veðurs. Jón Hallur Pétursson, Guðríður Friðriksdóttir, Pétur Ingjaldur Pétursson, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Auður Anna Jónsdóttir. ✝ Okkar yndislegi faðir, félagi, vinur, sonur og bróðir, GÍSLI ÖRN ÆVARSSON Drouin Victoria, Ástralíu, lést mánudaginn 8. október. Bálför hefur farið fram í Drouin. Minningarathöfn fer fram síðar. Sarah Hempill, Daniel James Gíslason Hempill, Matthilda Ena Gísladóttir Hempill, Helga Bragadóttir, Ævar Ásgeirsson, Brynja Guðmundsdóttir, Siggeir Ævarsson, Sunna Ævarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK ELDJÁRN KRISTINSSON, Vitateigi 3, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, mánudaginn 29. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Þórný Elísdóttir, Kristinn Eldjárn Friðriksson, Þóra Björgvinsdóttir, Elís Friðriksson, Auður Gudjohnsen, Ágústa Friðriksdóttir, Elvar Elíasson, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞORSTEINN JÓHANNSSON mjólkurfræðingur, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala miðvikudaginn 31. október. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, Rut María Pálsdóttir, Sigurður Kristinn Pálsson, Jóhann Ásgrímur Pálsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.