Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
Hafrún Ásta Hafsteinsdóttir stundar nám við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún stefnir að því aðlæra textílmennt. Hún segir námið mikla vinnu en það sé
skemmtilegt og fjölbreytt og í dag, á afmælisdaginn, sé einmitt skila-
frestur á verkefni sem krafðist bæði hugvits og hæfileika. „Við erum
búin að vera að taka upp nútímaútgáfu af Mjallhvíti,“ segir Hafrún, „í
anda raunveruleikaþáttarins Bacheloretta,“ bætir hún við.
Þrettán manna verkefnahópurinn þurfti alfarið að sjá um upp-
tökur, klippingu, handritasmíð og leik en að auki var farið fram á að
myndbandið snerti á hinum ýmsu námsgreinum sem kenndar eru í
grunnskóla. „Í staðinn fyrir eplið beit Mjallhvít t.d. í bollaköku og þá
ertu komin með heimilisfræðina. Svo upplýsingatækni og tjáningu,
því við þurftum náttúrlega að taka upp og klippa sjálf og leika. Svo
handavinna, en við bjuggum sjálf til rósirnar, og spegilinn og leik-
myndina,“ útskýrir Hafrún.
Þegar hún hefur skilað af sér stendur til að kíkja í mat með vinkon-
unum en Hafrún segist allt eins eiga von á því að börnin hennar þrjú
bjóði í pitsuveislu um kvöldið í tilefni dagsins. Hafrún, sem er mikil
handavinnukona, segist aðeins vera farin að huga að jólaundirbúningi
en hann verði með breyttu sniði vegna námsins. „Ég hef föndrað um
70 jólakort á hverju ári í ansi mörg ár en ég geri það ekki með skól-
anum,“ segir Hafrún, sem losnar ekki úr prófum fyrr en 17. desem-
ber. holmfridur@mbl.is
Hafrún Ásta Hafsteinsdóttir er 37 ára í dag
Börnin Hafrún segir fjölskylduna halda „samverujól“ en ekki „versl-
unarjól“ en próflestur mun setja mark sitt á jólaundirbúninginn.
Nútíma-Mjallhvít
beit í bollaköku
Þ
orkell fæddist í Vest-
mannaeyjum en ólst að
mestu upp í Reykja-
vík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1962,
var við nám í MIT haustið 1962, í
stærðfræðinámi við háskólanum í
Göttingen 1963-64 og háskólann í
München 1964-69, lauk þaðan
MA-prófi (Diplom) í stærðfræði
1967, var við nám í hreinni og
hagnýtri stærðfræði við MIT
1969-71 og lauk þaðan dokt-
orsprófi 1971.
Ráðgjafi, prófessor, ráðu-
neytisstjóri og orkumálastjóri
Þorkell var sérfræðingur við
Reiknistofnun Háskólans 1971-72,
dósent í stærðfræði við HÍ 1972-
85 og prófessor í stærðfræði og
aðgerðagreiningu 1985-96 en var í
leyfi frá 1991.
Þorkell Helgason, fyrrv. orkumálastjóri – 70 ára
Morgunblaðið/Jim Smart
Eldsneytisspá Hér kynnir Þorkell, þá orkumálastjóri, spá um eldsneytisnotkun yfir tímabilið 2001-2030.
Stærðfræðingur
og tónlistarunnandi
Tónlistarfrumkvöðull Helga Ingólfsdóttir semballeikari, eiginkona Þor-
kels, stofnaði til og þróaði hið mikla tónlistarstarf sem fólst í Sumartónleik-
unum í Skálholti allt frá 1975. Hún lést fyrir aldur fram, árið 2009.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hálfdán Ingi Jensen, Kríuhólum 5, Reykjavík, er
áttræður á morgun, 3. nóvember. Af því tilefni
býður hann ættingjum og vinum til kaffi-
samsætis kl. 14 til 17 í sal félagsheimilis Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12 (að sunnanverðu).
Árnað heilla
80 ára
„Íslendingar“ er nýr
efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu.
Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem hjónavígslum,
barnsfæðingum eða öðrum
tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900
Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur
Allar GSM rafhlöður
2.990.-
SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali -
Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick
Gerið verðsamanburð!
iPad borðstandur - Festing fyrir
sætisbak fylgir 5.990.-
Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum!
Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad
og aðra spilara eða síma.
Innbyggð rafhlaða. 4.990
Allt fyrir IPod og Ipad
Ipad bílhleðslutæki
1.490.-
Öll GSM bílhleðslutæki
990.-
12V tvídeilir 1490.-
Flott úrval 12V fjöltengja
í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið.
12V þrídeilir með Micro-USB
útgangi og viðvörunarljósi ef raf-
geymirinn í bílnum er að tæmast
2.990.-