Morgunblaðið - 02.11.2012, Síða 52

Morgunblaðið - 02.11.2012, Síða 52
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Nauðguðu vinkonum dóttur sinnar 2. Fannst bundin ásamt dóttur sinni 3. Kramdist til bana í lyftu 4. Ætla sér að komast yfir aðra… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  500 myndbönd voru send í keppn- ina Jólastjörnuna sem snýst um leit að söngvara, 16 ára eða yngri. Sig- urvegari hennar mun koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórs- sonar, Jólagestum Björgvins, í Laug- ardalshöll 16. desember. Tíu þátttak- endur verða boðaðir í prufur og verður gefin út plata með þeim. Morgunblaðið/Eggert Metþátttaka í Jólastjörnunni í ár  Ráðstefna skap- andi greina, You are in Control, verður haldin í Hörpu 4.-6. nóv- ember. Meðal fyrirlesara verða Tracey Moberly, bresk listakona og frumkvöðull í notkun farsíma við myndlistarsköpun og -dreifingu, og Andie Nordgren, sem hefur umsjón með tækniþróun á net- leiknum EVE Online hjá CCP. Upplýs- ingar má finna á youareincontrol.is. Ráðstefna skapandi greina haldin í Hörpu  Skáldsaga Friðriks Erlingssonar, Bróðir Lúsífers, kemur út í Bretlandi um þessar mundir undir titlinum Boy on the Edge. Áður hafa verið gefnar út þar í landi skáldsögur hans Benja- mín dúfa og Góða ferð, Sveinn Ólafsson. Bandarískt forlag hefur einnig tryggt sér út- gáfuréttinn að Boy on the Edge sem Friðrik þýddi sjálfur í sam- starfi við ritstjóra sinn, Lucy Cuthew. Bróðir Lúsífers gefin út í Bretlandi Á laugardag Minnkandi norðanátt, 13-18 m/s um kvöldið. Snjó- koma eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 20-28 m/s, hvassast austast. Talsverð snjókoma eða él norðan- og austanlands og slydda við austurströndina, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig. VEÐUR Lyfjaeftirlit ÍSÍ heyr nær óvinnandi baráttu og tekur um 150 sýni á hverju ári en iðkendur skipta tugum þús- unda. Fimmtán afreksmenn eru í skráðum lyfjapróf- unarhópi og í honum er flest besta íþróttafólk landsins í einstaklings- greinunum. „Líkurnar á að vera tekinn í lyfjapróf eru ekkert sérstaklega miklar,“ segir verkefnastjóri ÍSÍ, Örvar Ólafsson. »4 Líkur á lyfjaprófi ekki mjög miklar Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst hafa tekið rétt skref með því að yfirgefa Füchse Berlín og ganga til liðs við Rhein Neckar Löwen. Það hafi verið gott fyrir fjölskylduna að fara úr stórborg í smærri bæ og síðan gangi liðinu allt í haginn undir stjórn Guð- mundar Þ. Guðmundssonar, sem Alexander þekkir mætavel. »1 Alexander tók rétt skref með að fara til Löwen ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Grindavík- ur í Dominos-deild karla í körfu- knattleik í gærkvöld en liðin átt- ust við á heimavelli ÍR-inga, Hellinum. Stjarnan tyllti sér á topp deildarinnar með sigri gegn Njarðvíkingum í tvíframlengdum leik og Keflvíkingar burstuðu Fjölnismenn á heimavelli. »2-3 ÍR-ingar lögðu meistarana í Hellinum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 60 árum, nánar tiltekið 1. október 1952, gekk Helgi Sigurðsson úrsmiður fyrst inn á úraverkstæði til þess að læra iðnina en þessi einyrki hefur verið ein helsta kjölfestan neðst á Skólavörðustígnum í nær hálfa öld. Til að byrja með vann Helgi innan um annað fólk og ber því vel söguna. „Á Vesturgötunni var ég með sömu útihurð og Halli og Kalli, rakarar úr Vestmannaeyjum. Það var smáþil á milli okkar og ég hefði átt að skrifa eitthvað niður af bullinu sem þar var, en eins og þú veist eru menn síkjaft- andi á rakarastofum og ég heyrði hvert einasta orð. Eitt sinn kom til dæmis maður sótsvartur inn á stof- una og spurði pilt hvernig honum dytti í hug að láta klippa sig þegar hann ætti að vera í vinnu við upp- skipun. „Hárið vex í vinnutímanum,“ svar- aði strákurinn pollrólegur. „Já, en ekki allt,“ sagði þá maðurinn. „Nei, enda læt ég ekki klippa allt.“ Ekki tímabært að hætta „Ég er svo heppinn að mér hefur aldrei leiðst í vinnunni,“ heldur Helgi áfram. „Fólk kemur hérna gapandi og spyr: „Ertu ennþá að vinna?“ „Já,“ svara ég. „Og ekki búinn að skrifa uppsagnarbréfið enda er ég ekki viss um að ég myndi taka við því.“ Ég bý á Klapparstígnum, geng í vinnuna og sé enga ástæðu til þess að hætta á meðan ég hef heilsuna. En maður verður auðvitað að hafa hausinn og hendurnar í lagi.“ Helgi hefur lengst af unnið einn og segist ekki geta bætt við sig. „Það er ekki pláss fyrir tvo hérna. En það er nóg að gera og alltaf eitthvað sem bíður eftir mér.“ Bætir samt við að hann hafi séð um allar viðgerðir fyrir Bandaríkjamenn á Keflavíkur- flugvelli í tólf ár og þá hafi verið mun meira að gera enda hafi hann stytt viðverutímann á verkstæðinu um klukkutíma á dag. Á verkstæðinu er Helgi með fulla mjólkurflösku af mis- munandi rafhlöðum í úr. „Fólk kemur hérna og spyr hvort ég eigi ekki batt- erí og þá bendi ég því á flöskuna og spyr hvort það vilji ekki finna það sem passar en hérna er ég með um 60 mismunandi tegundir.“ Helgi stendur vaktina frá 11 til 18 alla virka daga en er hættur að vinna á laugardögum á sumrin. „Það verður ekkert úr helgunum ef maður er með opið á laugardögum,“ segir hann. Á árum áður var Helgi öflugur sundmaður í Ægi, varð tvisvar í þriðja sæti á eftir tveimur Svíum á Norðurlandamótum og setti m.a. Ís- landsmet í 400 og 1.500 m skriðsundi. „Ég fer í sund fjögur til fimm kvöld í viku,“ segir hann og hækkar í útvarp- inu þegar við kveðjum. Uppsagnarbréfið óskrifað  Er ekki viss um að hann tæki við því að svo stöddu Morgunblaðið/RAX Sögumaður Helgi Sigurðsson lætur fara vel um sig á verkstæðinu og leiðist ekki að segja sögur. „Ég ætla að lækka í útvarpinu,“ segir Helgi Sigurðsson úrsmiður áður en við byrjum að spjalla. Hann lærði úrsmíði hjá Jóhannesi Norðfjörð í Austurstræti 14. Búðin var þar sem Kaffi París er að hluta til núna en verkstæðið var uppi á 4. hæð. „Það hefur gengið á ýmsu síðan ég byrjaði 1952,“ segir hann og bendir á að hann eigi líka hús- næðið við hliðina á verkstæðinu. „Í gamla daga hugsaði ég stundum um að færa mig í betra pláss en gallinn við mig er að ég er svo lítill kaupmaður. Það á miklu betur við mig að vera í viðgerðunum og þessari þjónustu. Ég læt það bara duga.“ Engar tvær klukkur virðast sýna sama tíma á verkstæðinu sem er í um 10 fermetra húsnæði á jarð- hæð á Skólavörðustíg 3. „Ég byrj- aði í kjallaranum í Vesturveri, Moggahúsinu við Aðalstræti, 1958 og flutti verkstæðið svo á Vestur- götu 3 1960, en hef verið hérna síðan 1966,“ segir Helgi. Um 60 ár síðan hann byrjaði HELGI SIGURÐSSON ÚRSMIÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.