Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í dag, 2. nóvember, er liðin rétt öld frá stofnun fyrsta skátafélags á Íslandi. Að- dragandi þeirrar stofnunar var nokkuð langur, en Helgi Tómasson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, kynntist skátastarfi veturinn 1910– 11 af lestri greina í dönsku blöð- unum sem hann sá hjá föðurömmu sinni, en hann var þá í 2. bekk Menntaskólans. Robert Baden- Powell hafði komið skátahreyfing- unni á laggirnar nokkrum árum fyrr. Sumarið 1911 kom til Reykja- víkur Ingvar Ólafsson, sonur versl- unarstjórans hjá Duus, og stofnaði hann skátaflokk sem nefndur var „spæjarafélag“, sbr. „spejder“ á dönsku. Helgi gekk undireins í flokk Ingvars, en Helgi varð síðar yfirlæknir á Kleppi og skátahöfð- ingi Íslands frá 1938 til 1958 og dóttir hans Ragnhildur Helgadóttir, síðar ráðherra, var fyrsti varafor- maður Skátasambands Reykjavík- ur. Ingvar Ólafsson var aðeins fimmtán ára en hann hafði kynnst skátastarfi í Ringsted í Danmörku í árdaga dönsku skátahreyfing- arinnar. Þar starfaði hann sem flokksforingi og hlaut heiðursmerki danska skátabandalagsins, Det danske spejderkorps, fyrir störf sín. Drengirnir í flokki Ingvars stunduðu skátastarf af miklum móð þá um sumarið, leystu ýmsar þraut- ir og héldu í útilegur inn að Elliða- Skátahreyfingin á Íslandi í 100 ár Skátahreyfingin á Íslandi hefur vaxið og dafnað í 100 ár og hafa margir af áhrifamestu ráðamönnum þjóðarinnar tekið virkan þátt í starfi hennar. Í dag fagna skátar á Íslandi 100 ára afmæli hreyfingarinnar og verður af því tilefni afhjúpaður skjöldur við Menntaskólann í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Afmæli Skátar fagna því að öld er liðin frá því að skátastarf hófst á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Landsmót Skátar skemmtu sér á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni í sumar. Nú er lag að skella sér inn á heima- síðu Hins hússins www.hitthusid.is og skoða dagskrá Unglistar, sem fer af stað í dag. Hin árlega hátíð Unglist er listahátíð ungs fólks þar sem ungt og upprennandi listafólk reiðir fram tónlist, dans, hönnun, myndlist, gjörninga, leiklist og allskonar list- sköpun. Í kvöld verða tónleikar í kjall- ara Hins hússins og eru þeir hluti af Iceland Airwaves Off-Venue við- burðum. Á morgun sýna ungar lista- spírur afrakstur vinnu sinnar í Gall- eríi Tukt. Tískusýning nemenda fataiðnbrautar Tækniskólans verður annað kvöld í Sjóminjasafninu. Ung- leikur verður í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld, en þá sýna leikarar 16-25 ára leikverk eftir leikskáld á sama aldri. Danssýning, Myndlistar- maraþon, klassík í Dómkirkjunni og margt fleira. Ókeypis er inn á alla við- burði Unglistar. Koma svo! Vefsíðan www.hitthusid.is Morgunblaðið/Kristinn Svalt Dansari úr Dance Center Reykjavík á sýningu Unglistar í fyrra. Stuð á Unglist sem hefst í dag Þessa hrekkjavökuhelgi er tilvalið að bregða sér í bíó og koma sjálf- um sér á bragðið með biksvartar myndir. Núna á sunnudagskvöld kl. 20 verður fyrsta sýning hins nýstofnaða cult og klassík hóps sem kallar sig Svartir sunnudagar í Bíó Paradís. Þetta er myndin Dawn of the Dead, frá 1978 eftir George A. Romero. Þetta er sann- kölluð hryllingsmynd sem fjallar um uppvakninga. Aðrar myndir sem áætlað er að sýna næstu vik- urnar eru m.a. One Million Years B.C., Big Trouble in Little China, Black Sunday ofl. Svartir sunnu- dagar halda svo áfram í viku hverri fram á vor. Endilega … … kíkið á Svarta sunnudaginn Undanfarinn mánuð hefur Myndlista- skólinn í Reykjavík starfrækt listbúð- ir í Fellaskóla í Breiðholti sem bera heitið Töfralampinn. Nemendur í 3. bekk úr Hólabrekku-, Breiðholts- og Fellaskóla hafa allir tekið þátt í búð- unum og sótt þær í fjóra daga sam- fellt. Í dag kl. 12 verður haldin síðasta sýningin á verkefnum nemenda og er það tilvalið tækifæri til að sjá þann fallega töfraheim sem börnin hafa skapað í listbúðunum. Í Töfralamp- anum í Breiðholti hefur verið unnið með ljós og skugga og hreyfimyndir gerðar til að festa töfrana á filmu sem verða til við þann leik. Umsjón- armenn Töfralampans eru Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Elsa Dóróthea Gísla- dóttir og Ragnheiður Gestsdóttir, myndlistarmenn og kennarar við Myndlistaskólann í Reykjavík. Þetta er í fimmta skiptið sem listbúðir Myndlistaskólans í Reykjavík eru settar upp frá því þær fóru fyrst fram árið 2004. Á Vimeo-síðu Myndlista- skólans í Reykjavík má sjá hreyfi- myndirnar sem börnin unnu af skuggaborgum sínum. Sýning á Skuggaborgum í dag í Fellaskóla Grunnskólakrakkar í listbúðum vinna með ljós og skugga Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 •www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.