Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Ég styð Elínu Hirst því ég trúi að hún muni framfylgja sjálf- stæðisstefnunni. Sjálfstæð- isstefnan vill framfarir og réttlæti með hag allra stétta fyrir augum. Stétt með stétt. Elín stendur fyrir því að Ísland verði utan Evrópusambandsins, að vinna sé handa öllum og hér verði auknar fjárfestingar til verðmætasköpunar. Ennfremur leggur hún áherslu á launajafnrétti kynjanna, en þar eru hlutir ekki í lagi í landi voru. Elín er á besta aldri og með víðtæka reynslu í lífinu, hún er með góða menntun, glæstan starfsferil og hefur lagt hönd á plóginn til góð- gerðarstarfa. Ég treysti Elínu full- komlega til allra verka. Elín, bæði þorir, getur og vill. INGIBJÖRG BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR. Ég styð Elínu Frá Ingibjörgu Bergrós Jóhannesdóttur Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir Bréf til blaðsins Einn helsti styrk- leiki Íslendinga er sá að við búum við það að hér er að finna heilbrigðisstarfsfólk með gríðarlega góða menntun, kunnáttu og reynslu, ásamt metn- aði fyrir starfi sínu og ástríðu. Vandinn er bara sá að við höfum hingað til ekki með góðum hætti náð að virkja þann mannauð sem er að finna á heilbrigðisstofnunum lands- ins, og heldur ekki veitt stjórn- endum heilbrigðisstofnana það frelsi sem þeir þurfa í sínu starfi til þess að tryggja bætt gæði og af- kastameiri þjónustu fyrir lands- menn. Það skýtur skökku við í nútíma- samfélagi að veittir séu fjármunir til heilbrigðisstofnana án þess að sett séu skýr markmið sem eiga að nást fyrir féð. Ríkið er eins og kúnni sem veit ekki hvað hann vill kaupa en afhendir seðla í stórum stíl og segir: „Bara það besta, takk.“ Markviss vinna verður að eiga sér stað og verður peningum almennings að vera veitt af vand- virkni. Nú hefur átt sér stað niður- skurður í heilbrigðismálum hér- lendis vegna slæmrar stöðu rík- issjóðs, en það er mikilvægt að reyna að byggja upp framtíð- argrundvöll fyrir starfsemi á þessu sviði sem ekki gerir ráð fyrir að það ástand verði óbreytt. Þess vegna verður að vera til áætlun með skýr stefnumörk til fleiri ára og mælanleg mark- mið fyrir hvert ár sem gefur hinum stóra hópi fagmanna möguleika á að njóta sín í starfi ásamt því að upplýsa almenning um hvers er vænst af heilbrigð- isþjónustunni. Hvatakerfi Allur hvati til hagræðingar í heil- brigðisstofnunum landsins hefur ávallt horfið vegna þess að algengt er að ef stofnunin nýtir ekki alla þá fjármuni sem henni eru veittir er hætta á að þeir verði skornir niður í næstu fjárlögum. Það er brýn nauð- syn að taka upp kerfi sem byggist á því að ríkið kaupi þjónustu af heil- brigðisstofnunum í gegnum það að borga fyrir hverja aðgerð eða með- ferð. Með þessu er verið að tryggja að heilbrigðisgeiranum verði greitt á grundvelli framleiðslu og hvetur því til þess að hann verði afkasta- meiri þar sem slíkt skilar auknum fjármunum til stofnunarinnar. Það er grundvallaratriði að í slíku hvatakerfi verður að vera skýrt kveðið á um að þær greiðslur sem eiga sér stað verði í eigu þeirra stofnana sem tóku við þeim og að ekki skuli lækka það gjald sem greitt er fyrir aðgerðir á grundvelli þess að stofnuninn skilaði afgangi. Ef heilbrigðisstofnun skilar afgangi er það einmitt jákvætt, þar sem það verður undir stjórnendum slíkra stofnana komið hvernig þeir vilja nýta þá fjármuni sem eru til af- gangs. Rekstrarafgangur gæti farið til dæmis til tækjakaupa, til þess að mennta starfsfólkið eða verðlauna það fyrir vel unnin störf. Það er vitað mál að samspil fram- boðs og eftirspurnar er lögmál og þessa hvetjandi krafta sem þar er að finna er hægt að virkja með því að gefa heilbrigðisstofnunum sam- bærilegt svigrúm og gerist á al- mennum markaði. Það þýðir að op- inberar stofnanir fá að nýta markaðslausnir til þess að ná fé- lagslegum markmiðum, svipað og hefur verið gert víða á Norð- urlöndum. Markmið Markmiðið má ekki einungis vera að skera niður í sparnaðarskyni, þó svo að það sé vissulega mikilvægt á mörgum sviðum og hef ég skrifað um stöðu ríkissjóðs áður, en við verðum líka að reyna að skilja að það felst mikill sparnaður í því að geta fengið meiri og betri þjónustu fyrir sömu fjármuni. Ég hef mika trú á öllu því ágæta fólki sem starfar á heilbrigðisstofn- unum landsins og ég er sannfærður um að það séu fyrst og fremst þau sem munu finna nýjar lausnir og sýna vilja, getu og metnað til þess að takast á við þau vandamál sem er að finna í heilbrigðismálum landsins. Allt sem þau vantar er rétt umhverfi og tækifæri, og það er einmitt hlutverk stjórnmálanna að skapa umhverfi þar sem að- gerðafrelsi einstaklinga er sem mest til þess að tryggja betri þjón- ustu fyrir Íslendinga alla. Frelsum heilbrigðisgeirann Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson »Með þessu er verið að tryggja að heil- brigðisgeiranum verði greitt á grundvelli fram- leiðslu og hvetur því til þess að hann verði af- kastameiri Gunnlaugur Snær Ólafsson Höfundur sækist eftir 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Frank- lín Jónsson, viðskipta- fræðingur og stofn- andi og formaður Hægri grænna, flokks fólksins, lagði fyrir nokkrum árum fram ákveðnar og áhuga- verðar lausnir í gjald- miðilsmálum og mál- um tengdum þeim. Með leyfi Guðmundar langar mig að drepa á þessar hug- myndir hans. Upptaka erlendra mynta Margir hafa talið rétt að taka einhliða upp mynt annarra þjóða eða þá að ganga í ESB til þess að geta tekið upp evru. Helstu gallar við þessar hugmyndir eru í stuttu máli þeir, að til þess að taka ein- hliða upp gjaldmiðil annars ríkis þurfum við að kaupa hann, gjald- eyri með gjaldeyri, sem við eigum ekki og svo misstum við einnig stjórn á peningamálum okkar. Varðandi evruna týndum við einn- ig stjórn peningamála, sem færi þá til Evrópska seðlabankans, inn- göngu í ESB fylgir valdaframsal, innlimun í stórríkið og aðrar áhættur miðað við þróun mála á því svæði og Ísland er ekki neinni í stöðu til að uppfylla skilyrði evru- aðildar, þótt við vildum. Eigum við því að halda í krónuna, en hún hef- ur bæði sína kosti og galla? Í stórum dráttum eru kostirnir sveigjanleiki en gallarnir óstöðu- leiki. En er til önnur lausn, sem menn hafa e.t.v. ekki nægjanlega hugleitt? Bandaríkjadollar Það er staðreynd að bandaríkja- dollar er notaður í 90% heims- viðskipta og er varagjaldeyrisforði flestra ríkja veraldar. Aðrar stað- reyndir eru að mesti partur skulda íslenska ríkisins og stórfyrirtækja er í dollurum, innflutt hrávara s.s. bensín, olía og hráál er í dollurum og sala og útflutningur á raforku, áli o.fl. o.fl. er einnig í dollurum. Gengisfesting – ríkisdalur Hugmynd Guðmundar Franklín er að taka hér upp nýja íslenska mynt, ríkisdal og tengja hann við bandaríkjadollar, dal á móti dollar. Með því öðluðumst við æskilegan gengisstöðugleika og héldum sam- tímis eigin stjórn peningamála. Með slíkri nýrri ís- lenskri mynt gæfist sveigjanleiki til ým- issa hagkvæmra að- gerða, s.s. afnáms verðbólgumarkmiða, almennrar verðtrygg- ingar húsnæðis- og neyslulána, gjaldeyr- ishafta og minnkun lánsgjaldeyr- isvaraforða Seðla- bankans. Stjórn á stýrivöxtum væri ennþá hjá okkur, en hefði nú virki- leg áhrif einnig með stóraukinni bindiskyldu viðskiptabankanna, sem þarf að koma á hvort eð er. Þannig hefði Seðlabankinn loks þau meðöl, sem þarf til þess að takast á við verðbólguna. Aflandskrónur Talið er að svonefndar aflands- krónur, innanlands og utan, séu nú um 1.200 milljarðar. Ef gamla ís- lenska krónan væri lögeyrir sam- hliða ríkisdalnum um einhverra mánaða skeið þyrftu eigendur, þ.m.t. íslenskir eigendur íslenskra króna erlendis, að koma með þær heim til að skipta yfir í ríkisdalinn eða týna þeim ella. Sömuleiðis mætti bjóða eigendum jökla- bréfanna, sem kosta íslenska skattgreiðendur milljarða á ári í vexti, að skipta þeim yfir í afborg- analaus skuldabréf í dollurum til mjög langs tíma á mjög lágum vöxtum og nota féð til þess að greiða niður skuldir, í arðbærar fjárfestingar og lækkun skatta, en þetta mundi auk þess minnka mjög þrýstinginn á útflæði gjaldeyris. Ef ekki þá yrðu þeir að skipta afla- ndskrónunum yfir í ríkisdalinn t.d. á genginu 0,25 og við nota hagn- aðinn til þjóðþrifamála. Athyglisverðar hugmyndir Þessar hugmyndir eru allrar at- hygli verðar. Guðmundur Franklín telur að leiðin sé einföld, auðvelt og ódýrt að koma henni á og hún yrði afar þjóðhagslega hagkvæm. Lesa má ítarlega um efnið á xg.is – hjá Hægri grænum, flokki fólksins. Gjaldmiðilsmál Eftir Kjartan Örn Kjartansson »Með nýrri íslenskri mynt gæfist sveigj- anleiki til ýmissa hag- kvæmra aðgerða. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri. Bridsfélögin á Suðurnesjum Hafinn er þriggja kvölda Butler með þátttöku 16 para, þ.e. spilað á 8 borðum sem er ágætt. Brynjar Vilmundarson og Skafti Þórisson leiða mótið með 31 impa skor. Fast á hæla þeirra eru Trausti Þórðarson og Guðjón Óskarsson með 30 impa og Gunnar Guðbjörns- son og Hafsteinn Ögmundsson þriðju með 24. Stutt er í næstu pör sem eru með 22 og 23 impa. Önnur umferðin verður spiluð nk. miðvikudagskvöld og hefst spila- mennskan kl. 19 í félagsheimilinu. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 30. október var spil- að á 17 borðum. Jón H. Jónsson og Sigtryggur Jónsson náðu mjög góðu skori 69,94%. Úrslitin í N/S: Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 359 Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 356 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimar 353 Örn Isebarn – Magnús Jónsson 341 A/V Jón H. Jónsson – Sigtryggur Jónsson 436 Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 399 Sigrún Andrews – Jórunn Kristinsd. 377 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 331 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða• fisléttar og sterkar• flott hönnun• litríkar• Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.