Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 41
Þorkell var aðstoðarmaður heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, síðast iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, 1991-93 og var
settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti 1993-96.
Hann var orkumálastjóri, 1996-
2007 og sérfræðingur í iðn-
aðarráðuneytinu fyrsta ársfjórð-
ung 2008.
Þorkell var forstöðumaður
reiknistofu Raunvísindastofnunar
Háskólans, 1972-74 og 1979-83,
fulltrúi í háskólaráði 1974-76, for-
maður stærðfræðiskorar í tvö ár,
sat í stjórn Rannsóknaþjónustu
Háskólans 1986-90, var stjórn-
arformaður Raunvísindastofnunar
Háskólans 1983-87, var varafor-
maður stjórnar verðbréfafyrirtæk-
isins Kaupþings hf. 1986-90, sat í
stjórn náttúruvísindadeildar Vís-
indaráðs 1987-91, í ráðgjafarnefnd
Hafrannsóknastofnunar 1988-91,
var stjórnarformaður Sjáv-
arútvegsstofnunar Háskólans
1989-91, sat í norrænni ráðgjaf-
arnefnd um fjöltegundarannsóknir
1989-91, var formaður stjórnar
Hávöxtunarfélagsins hf. 1990-92, í
nefnd um mótun sjávarútvegs-
stefnu 1991-93, formaður stjórnar
Heilsugæslustöðvarinnar í Reykja-
vík 1992-93, sat í stjórn Iðnþróun-
arsjóðs 1993-96, var varamaður í
stjórn Norræna fjárfestingarbank-
ans 1993-95, formaður Íslands-
deildar Alþjóðaorkuráðsins 1996-
2007, sat í stjórn Norrænu orku-
rannsóknanna 1997-2003 og
formaður eitt árið, var stjórn-
arformaður Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 1998-2006, sat í verkefn-
isstjórn Rammaáætlunar um nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma 1996-
2007 og var ráðgjafi landskjör-
stjórnar í hlutastarfi frá maí 2008
og þar til hann settist í stjórnlag-
aráð.
Þorkell hefur auk þess annast
ráðgjöf fyrir stjórnvöld á sviði
kosningamála, skattamála og fisk-
veiðistjórnunar. Hann hefur sinnt
ýmsum rannsóknum, í upphafi
einkum í hreinni stærðfræði og
netafræði en síðar við beitingu að-
gerðargreiningar á ýmsum sviðum
fiskifræði og fiskveiðistjórnunar.
Þorkell hefur ritað greinar í dag-
blöð, tímarit, ritsöfn og erlend
fræðirit.
Þorkell kom að Sumartónleikum
í Skálholtskirkju allt frá upphafi
þeirra 1975-2004, sat um hríð í
stjórn Tónlistarbandalags Íslands,
sat í dómnefnd um Menning-
arverðlaun DV, sat í hreppsnefnd
Bessastaðahrepps 1989-94 og sat í
stjórnlagaráði.
Fjölskylda
Eiginkona Þorkels var Helga
Ingólfsdóttir, f. 25.1. 1942, d.
21.10. 2009, semballeikari, helsti
frumkvöðull að og listrænn stjórn-
andi Sumartónleikanna í Skál-
holtskirkju. Hún var dóttir Ingólfs
Davíðssonar grasafræðings og
Agnesar Davíðsson húsfreyju.
Sambýliskona Þorkels frá 2011
er Henrietta Griebel, frá Þýska-
landi.
Systkini Þorkels eru Þorsteinn,
f. 16.4. 1946, sagnfræðingur og há-
skólakennari; Þorlákur Helgi, f.
24.9. 1948, kennari og sérfræð-
ingur í eineltismálum; Þorvaldur
Karl, f. 9.4. 1950, prestur og fyrrv.
biskupsritari; Þorgeir Sigurbjörn,
f. 13.10. 1953, jarðfræðingur hjá
Almennu verkfræðistofunni; Þóra
Elín, f. 22.2. 1962, arkitekt og
skólaritari.
Foreldrar Þorkels: Helgi Þor-
láksson, f. 31.10. 1915, d. 18.10.
2000, skólastjóri, og Gunnþóra S.
Kristmundsdóttir, f. 10.6. 1922,
húsfreyja.
Úr frændgarði Þorkels Helgasonar
Þorkell
Helgason
Jóhann Guðnason
b. í Skíðbakkahjáleigu
Guðný Stefánsdóttir
húsfr. í Skíðbakkahjáleigu
Kristmundur Jóhannsson
sjóm. og verkam. í Eyjum
Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir
húsfr. í Eyjum
Gunnþóra S. Kristmundsdóttir
fyrrv. skólaritari
Sigurbjörg Indriðadóttir
húsfr. í Eyjum
Þorsteinn Hálfdánarson
útgerðarm. í Eyjum
Vigfús Runólfsson
b. á Búlandi
Þorlákur Vigfússon
b. og kennari í Múlakoti á Síðu
Helga Guðný Bjarnadóttir
húsfr. í Múlakoti
Helgi Þorláksson
skólastj. Vogaskóla
Bjarni Bjarnason
hreppstj. í Hörgsdal
Helga Pálsdóttir
húsfr. í Hörgsdal
Björn Runólfsson
hreppstj. í Holti
Oddný Runólfsdóttir
húsfr. í Skál á Síðu
Jón Björnsson
rith.
Jón Kjartansson
alþm.ogritstj.Morgunblaðsins
Elías Bjarnason
yfirkennari og námsbókahöf.
Guðríður Pálsdóttir
húsfr. í Ásum
Gísli Sveinsson
alþingisforseti
Sveinn Sveinsson
b. í Fossi á Síðu
Páll Sveinsson
sandgræðslustj.
Runólfur Sveinss.
sandgræðslustj.
Sveinn
Runólfsson
landgræðslustj.
Páll Pálsson
b. í Hörgsdal
Guðlaug Pálsdóttir
húsfr. í Hrólfsskála
Guðrún
Pétursdóttir
biskupsfrú
Pétur
Sigurgeirsson
biskup Íslands
ÍSLENDINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012
90 ára
Ingólfur Bjarnason
Jón Hannesson
85 ára
Ólafur Jón Jónsson
Sigurður S. Waage
Valgerður Ármannsdóttir
80 ára
Anna Friðrika Guðjónsdóttir
Hallbjörn S. Bergmann
Helga Egilsdóttir
Hilmar Örn Tryggvason
Sigurður Jensson
Svava Jónsdóttir
75 ára
Jón Helgason
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Sigurður V. Ólafsson
70 ára
Áslaug Guðjónsdóttir
Benedikt Guðmundsson
Guðríður Ágústsdóttir
Guðrún Emilía Guðnadóttir
Sólveig Birna
Marteinsdóttir
Tómas Helgason
60 ára
Guðmundur Smári
Guðnason
Gunnar M. Malmquist
Gunnarsson
Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir
Kjartan Sigurðsson
Sesselja Oddsdóttir
Snæbjörn Gíslason
Viktor Artiukh
50 ára
Aldís Sigurðardóttir
Andrés Freyr Gíslason
Arnar Magnússon
Árni Arnarson
Galina Voronkova Ananiev
Guðrún Svanhildur
Stefánsdóttir
Halldór Sighvatsson
Jensína S. Steingrímsdóttir
Kolbrún Brynja Egilsdóttir
Laufey Grétarsdóttir
Letetia Beverley Jonsson
Margrét Thorsteinsson
Ómar B. Aspar
Sigurbergur D. Pálsson
40 ára
Anna María H.
Sigmundsdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir
Börkur Jónsson
Davíð Bjarnason
Elín Sif Sigurjónsdóttir
Eva B. Sólan Hannesdóttir
Fjölnir Björgvinsson
Grétar Lárus Sigurólason
Guðrún Jóna Reynisdóttir
Gunnhildur Una Jónsdóttir
Gunnlaug Gissurardóttir
Haukur Guðberg Einarsson
Stefán Jónsson
Sveinn Óðinn Ingimarsson
30 ára
Adam Miroslaw Sworowski
Berglind Hrönn
Edvardsdóttir
Erna Vigdís Kristjánsdóttir
Guðni Rúnar Skúlason
Gunnar Gíslason
Helgi Bjarnason
Ingólfur Jökull Róbertsson
Ísabella Ruth
Borgþórsdóttir
Ísak Davíð Ómarsson
Jóhannes Snævarr
Páll Már Reynisson
Vala Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Helga ólst upp í
Kópavogi, er iðjuþjálfi í
hlutverkasetri og zumba-
kennari við Aqua Zumba
hjá Helgu.
Maki: Bjarki Jónas Magn-
ússon, f. 1978, verkfræð-
ingur hjá tæknideild Ice-
landair.
Foreldrar: Kristbjörg Ás-
mundsdóttir, f. 1949, leið-
beinandi í hlutverkasetri,
og Ólafur Ingólfsson, f.
1948, vélstjóri á Hval 8
hjá Hval hf.
Guðrún Helga
Ólafsdóttir
40 ára Soffía er sjúkra-
þjálfari frá HÍ og starfar við
og er einn eigenda Eflingar
Maki: Bjarni Jónsson, f.
1965, úrsmiður.
Börn: Jón Oddur, fóst-
ursonur, f. 1991; Einar
Breki, f. 1995; Brynja Mar-
ín, f. 2001, og Katla, f.
2007.
Foreldrar: Einar Guð-
bjartsson, f. 1951, bólstr-
ari, og Sigríður Eyfjörð
Hreiðarsdóttir, f. 1951, d.
2008, sjúkraliði.
Soffía
Einarsdóttir
30 ára Guðrún er með
BA-próf í ítölsku, er IAK-
einkaþjálfari og stundar
MA-nám í heilbrigði og
heilsuuppeldi.
Maki: Hjörtur Einarsson,
f. 1981, sjómaður.
Börn: Aníta, f. 2007;
Styrmir Freyr, f. 2010, og
Viktor Bergur, f. 2012.
Foreldrar: Jóhanna
Magnúsdóttir, f. 1952,
starfar við talmeinastofu,
og Arngrímur Brynjólfs-
son, f. 1952, skipstjóri.
Guðrún
Arngrímsdóttir
Pálmi Þór Þorbergsson hefurvarið doktorsritgerð sína viðTækniháskólann í Lundi í
Svíþjóð. Heiti doktorsverkefnis
hans er Merkjalíkön og gagna-
minnkun fyrir þráðlaus heilaviðmót
„Signal Modeling and Data Reduc-
tion for Wireless Brain-Machine
Interfaces“.
Í verkefninu er fjallað um líkön
af þeim merkjum sem mæld eru
með heilaviðmótum (e. „brain-
machine interfaces“) og einnig að-
ferðir til að minnka það gagna-
magn sem sent er gegnum þráð-
laus heilaviðmót án þess að skaða
upplýsingainnihald þeirra. Slík
gagnaminnkun er nauðsynleg til að
þráðlaus heilaviðmót framtíð-
arinnar ráði við að flytja það gríð-
arlega magn mæligagna sem skap-
ast. Merkjalíkön eru grunnforsenda
þess að hægt sé, með kerf-
isbundnum hætti, að meta frammi-
stöðu viðmótsins við gagnaminnk-
un.
Ritgerðina, sem m.a. inniheldur
þær blaðagreinar sem Pálmi Þór
hefur skrifað og varðar efni rit-
gerðarinnar, má nálgast á vefsíðu
bókasafns Háskólans í Lundi
(http://www.lub.lu.se/) eða með því
að hafa samband við höfundinn,
Pálma Þór Þorbergsson gegnum
netfangið: palmith@gmail.com
Pálmi Þór var stúdent frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti 1999.
Var í rafmagnsverkfræðideild Há-
skóli Íslands 2001-2003, og í fram-
haldsnám við rafmagnsverk-
fræðideild Háskólans í Lundi
Svíþjóð 2003-2007. Hann lauk
meistaranámi 2007 og hóf dokt-
orsnám sama ár.
Pálmi Þór fæddist í Reykjavík
25. september 1978. Hann er sonur
hjónanna Þorbergs Þórhallssonar
og Sigurborgar Þórarinsdóttur,
Kópavogi. Eiginkona hans er Char-
lotte Wennberg og eiga þau soninn
Oliver.
Doktor
Doktor í
rafmagns-
verkfræði
Gjafabréf Lækjarbrekku
eru tilvalin í jólapakkann
Jólahlaðborð Lækjarbrekku
Alltaf sígild - Alltaf ljúf í 30 ár
Bankastræt i 2 • 101 Reykjav ík • Sími : 551 4430 • info@laekjarbrekka. is
laekjarbrekka. is
Salir Lækjarbrekku eru:
Kornhlaðan
(40-100 manns)
Litla Brekka
(18-70 manns)