Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Bangsadagur Börn á heimleið eftir einkar ánægjulegan dag í Vogaskóla þegar þau fengu að koma þangað með eftirlætis bangsann sinn. Sum mættu í náttfötum til að hafa það aldeilis huggulegt. Golli Hún mamma mín varð 90 ára á dögunum. Hún er búin að vinna vel alla sína ævi, sem fóstra, ljósmóðir og við hjúkrun aldraðra, allt fram á áttræðisaldur. Hún varð ekkja fyrir 15 árum og hefur búið ein síðan. Þegar heilsan fór að gefa sig vildi hún ekki þiggja hjálp frá því opinbera, fannst það óþarfi og reyndi í lengstu lög að sjá um sig sjálf með hjálp fjölskyldunnar. Fyrir um það bil tveimur árum var komið að því að það gekk ekki lengur upp. Þá hófst bar- áttan við kerfið. Aftur og aftur var sótt um vistunarmat, án árangurs. Svörin voru á þá leið að „hún gæti verið heima með hjálp heimaþjón- ustu“, nú eða okkur var sagt að „reyna önnur úrræði“. Því er mér spurn hvor það sé virkilega viðmiðið í velferðarkerfinu að fólk, sem varla kemst á klósett, getur ekki þrifið sig og á í vandræðum með að mat- ast, sé fært um að vera eitt heima? Í mars á þessu ári hrasaði mamma heima og var send á bráðamóttöku. Hún reyndist sem sem betur fer ómeidd og fékk loks framgang í kerfinu. Fyrst og fremst vegna þess að við þekktum hlut- aðeigandi lækni, sem lagði okkur lið, því án hans hefði hún örugglega verið send heim aftur. Síðan í vor hefur mamma fengið að prufa a.m.k. 10-15 rúm í boði velferð- arkerfisins. Fyrst á Borgarspítalanum, síðan á mismunandi stofum og hæðum á Landakoti og nú síðast á Eir. Þegar hún komst á Landakot fékk hún loks vistunarmat. Til að tryggja að hún fengi endanlega einhversstaðar inni þá gáfu viðkomandi starfsmenn á Landakoti henni þá umsögn á hún væri alzheim- ersjúklingur á versta stigi. Í því felst m.a. að sjúklingarnir eru lokaðir inni. Þar sem það mat var ekki rétt þurfti ég að fara á fund vistunarmatatsnefndar til að fá það leiðrétt. Mamma er bara gömul og kölkuð kona, róleg og ánægð með flest sem að henni er rétt. Eftir vistina á Landakoti fékk hún loks inni á Eir, fyrst í biðplássi, en er nú komin í það sem á að vera hennar framtíðarheimili. Það er í þröngu og allt of litlu tveggja manna herbergi sem hún deilir með konu sem er erfið í sambúð. Sú þolir til að mynda ekki ef mamma er með ljós hjá sér eftir kvöld- matinn eða vill hlusta á út- varpið. Mamma er með einn stól og lítið borð hjá sér, enda tekur dót konunnar sem fyrir var mest af því litla plássi sem er í her- berginu. Þeir sem koma í heimsókn til að sinna hinni konunni í herberginu, ganga nærri því yfir mömmu. Frá upphafi var ljóst að hún vildi fá að vera í einsmannsherbergi, enda erfitt fyrir hvern sem er að deila herbergi með vandalausum til frambúðar og eiga þar sitt heimili. Ósk hennar hefur verið virt að vettugi, því mestallan þann tíma sem hún hefur verið á stofnunum hefur hún verið í þriggja manna herbergjum. Er þetta það sem við viljum fyrir for- eldra okkar? Nei – svo sannarlega ekki. Og til að bíta höfuðið af skömminni er viðkomandi rukkaður fyrir þessa þjónustu um öll sín eftirlaun að undanskildum 65.000 krónum sem Tryggingastofnun út- hlutar fólki náðarsamlegast í vasapening. Ekki er gerður greinamunur á því hvort einstaklingurinn borgar fyrir pínulítið herbergi sem hann þarf að deila með öðr- um eða fyrir stórt einsmannsherbergi á nýju hjúkrunarheimili. Ég vil samt taka fram að fólkið sem vinnur á þessum stofnunum er að gera sitt besta. Vonandi þurfa þínir foreldrar ekki að ganga í gegnum þetta. Virðingarfyllst. Eftir Þórhildi Hinriksd. Sigurjónsson » Lítil saga um gamla konu í íslenska vel- ferðarkerfinu. Þórhildur Hinriksdóttir Sigurjónsson Höfundur rekur ferðaþjónustu. Opið bréf til velferð- arráðherra Íslands Áhrif vaxta við að færa peninga til í þjóðfélaginu eru meiri en flesta grunar. Það er þekkt að ef einhver stofnun gæti haldið pen- ingum í til dæmis 3,5% raunávöxtun í nokkur hundruð ár, eignaðist viðkom- andi stofnun öll verðmæti heimsins. Sú hug- mynd að ætla að fjármagna líf- eyrissjóðina með 3,5% vöxtum og vísitölubindingu voru mis- tök. Þessi ákvörðun hefur pínt upp vexti í landinu og komið í veg fyrir eðlilega uppstokkun lána. Lán frá Íbúðalánasjóði hækkar um meira en helming við undirskrift. Þegar lántakandinn skrifar upp á lán hjá húsnæðisstjórn til 40 ára með 4,7% raunvöxt- um er lántakandinn, óháð verð- bólgu og vísitölum, að skuld- binda sig til að borga 2,2 milljónir fyrir 1 milljónar króna lán sem er meira en helmingi meira en viðkomandi fékk lánað (reiknivél Íbúða- lánasjóðs). Það væri því eðli- legast að sú upphæð sem við- komandi skuldar í raun eftir undirskrift, þ.e.a.s. 2,2 millj- ónir kæmi fram á skuldarvið- urkenningunni. Ef láns- fjárhæðin hefur verið 80% af íbúðarverðinu er ljóst strax við undirskrift að veðið dugar að- eins fyrir hluta skuldarinar þó aðhúsnæðið haldi verðgildi sínu. Þar fyrir utan er það vísi- tölutryggingin. Sá heimur að lánskjaravísitala, laun og hús- næðisverð hækki í takt hefur hafði. Eru þessir rándýru líf- eyrissjóðir eða stjórnvöld að mylja undir gamla fólkið í dag? Þegar upp er staðið er það framlegð þjóðfélagsins, hæfni þess til að sjá þeim sem ekki vinna fyrir framfærslu, það sem skiptir máli, ekki tölur á blaði. Áföll geta verið að manna- völdum eins og hrunið 2008. Hér verða líka hrun sem góð efnahagsstjórn getur ekki komið í veg fyrir. Í þjóðfélagi eins og okkar, með viðvarandi vonda efnahagsstjórn og mikl- ar náttúrulegar sveiflur, er glapræði að koma í veg fyrir að innbyggður búnaður hag- kerfisins, verðbólgan/ öryggislokinn virki. Við eigum að hætta að pína unga fólkið til að borga ok- urvexti ofan á verðtryggð lán. Best væri að taka upp gegn- umstreymislífeyrissjóði. Banna vísitölubindingu og láta verð- bólguna jafna hagstærðir, þar á meðal hengjuna. Verkalýðs- hreyfingin gæti þá hætt að verja okurvexti og vísitölu og snúið sér að því að verja kaup- ið. Í framhaldi gætum við reynt að taka upp öðruvísi og betri hagstjórn sem lágmark- aði þörf fyrir verðbólgu. ekki verið til og verður ekki. Undanfarið hef- ur lánskjara- vísitalan hækkað meira en laun og húsnæðisverð lækkað að raun- virði. Þetta gerir þessi rándýru húsnæðislán óbærileg fyrir marga. Ef lánið yrði fært niður um 55% á þeim degi sem skrifað væri undir það fengi lánveitandinn, þ.e.a.s. Íbúðalánasjóður, engu að síður allt sitt. Niðurfærslan væri bara vaxtalækkun. 100% nið- urfelling eftir 19 ára greiðslur af 40 ára láni væri líka ein- göngu vaxtalækkun. Það er dapurlegt að heyra stjórnmálamenn lýsa því yfir að séreign sé ekki lengur raun- hæfur kostur fyrir meginþorra fólks. Eins og leiguverð hljóti ekki líka að endurspegla vexti og vísitölutryggingu. Ein rökin fyrir núverandi kerfi eru að hér áður var öllu sparifénu stolið af gamla fólk- inu. En var öllu stolið af gamla fólkinu? Efnahagsstjórnun hefur ver- ið afleit frá því að lýðveldið var stofnað. Annað af tveimur stuttum þokkalegum tímabil- um var viðreisnarstjórnar- tímabilið. Á meðan hún var við völd hrundi síldarstofninn. Þá var engin vísitala. Peningarnir töpuðu verðgildi sínu, verð- bólgan virkaði eins og örygg- isloki sem jafnaði stærðir í þjóðfélaginu. Eftir stóð þjóð- félag sem á ótrúlega skömm- um tíma náði að rífa sig af stað. Þjóðfélag sem sá gömlu fólki farborða eins og verið Eftir Gunnar Einarsson » Lán frá Íbúða- lánasjóði hækka um meira en helm- ing við undirskrift. 55% afsláttur af 40 ára láni við undir- skrift væri ekki eft- irgjöf heldur vaxta- lækkun. Gunnar Einarsson Höfundur er bóndi á Daðastöðum í Núpasveit. Hugleiðingar um vexti og vísitölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.