Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þrátt fyrir að vetur sé genginn í garð og hitastigið farið að nálgast frost- mark á daginn halda verkamenn ótrauðir áfram við gangstéttar- framkvæmdir í höfuðborginni. Þessi gulklæddu hörkutól létu kuldann ekkert á sig fá og voru í óðaönn að slétta úr undirlagi fyrir gangstétt við Sæbraut í Reykjavík þegar ljós- myndari átti leið þar framhjá í vikunni. Viðhaldsframkvæmdum haldið áfram inn í veturinn Morgunblaðið/Golli Ennþá gangur í gangstéttunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð. Það ber allt á milli í við- ræðunum. Öllum okkar kröfum hef- ur verið hafnað. Fundurinn var því árangurslaus,“ segir Adolf Guð- mundsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, um stöðu kjaraviðræðna við sjómenn eftir fund hjá ríkissáttasemjara í gær. Samningar urðu lausir 1. jan- úar í fyrra og stefnir í verkbann. „Stjórn LÍÚ kemur saman 16. nóvember til þess að meta framhald- ið. Samþykkt var á aðalfundi okkar í síðustu viku að ef ekki gengi að semja skyldi því vísað til stjórnar að leita eftir verkbanni. Við þurfum að leita eftir leynilegri atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna,“ segir Adolf sem vill ekki spá um framhaldið. Spurður út í sjónarmið útgerðar- manna í viðræðunum bendir Adolf á að áætlað sé að lagðir verði á 15 milljarðar króna í veiðigjöld í ár. Við það bætist 15 milljarða kostnaður sem falli á útgerðina vegna mikillar hækkunar á olíuverði síðan skipta- hlutfall útgerðar og sjómanna var ákveðið. Hlutfall útgerðar sveiflist frá 70-80% miðað við að olíuverðið sé 143-305 Bandaríkjadalir tonnið. Verðið hafi síðan hækkað í 978 dali. Á fjórða tug milljarða Þá hafi tryggingargjald hækkað um 41% og áætlað að kolefnisgjald sé 1.600 milljónir króna á ári. Samanlagt halli því á útgerðina um 30-33 milljarða, kostnaðarauki sem geri henni ómögulegt að koma til móts við kröfur sjómanna. Ef af verkbanni verður stöðvast öll útgerð og fiskvinnsla innan vé- banda LÍÚ og þar með stærstur hluti útgerðar og fiskvinnslu. Kröfur sjómanna fela m.a. í sér að útgerðin bæti þeim upp að sjó- mannaafsláttur skuli hafa verið af- lagður. Þá vilja sjómenn breytta verðmyndun á fiski við samninga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir menn hafa orðið sammála um að ekki sé tilefni til að boða annan fund. Það sé í höndum ríkissáttasemjara hve- nær næst verður fundað. „Ekki inni í myndinni“ „Við sjáum ekki tilefni til þess að lækka skiptakjörin á sama tíma og útgerðin er rekin með samanlagt tugmilljarða hagnaði. Útgerðar- menn vilja að við tökum meiri þátt í útgerðarkostnaði. Það er hins vegar ekki inni í myndinni,“ segir Sævar. Hann segir útvegsmenn ræða um að taka 30-35 milljarða af óskiptum afla, auk þeirra 30% sem útgerðin taki af brúttóafla í útgerðarkostnað. Allt stefnir í verkbann  Stál í stál í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna  Útgerðin telur sjómenn þurfa að taka tillit til stóraukins rekstrarkostnaðar  Sjómenn benda á hagnaðinn Adolf Guðmundsson Sævar Gunnarsson Verslunin Pelsinn, sem verið hefur til húsa í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg í Reykjavík í um þrjátíu ár, verður opnuð í nýrri byggingu í Tryggva- götu 18 í næstu viku. „Við sáum fram á að það væri kannski kominn tími til að breyta til og prófa nýjan stað. Tryggvagatan er að verða aðalsvæðið í borginni. Hafnarsvæðið er hér og Marínahót- elið. Það er mikil umferð af fólki og skemmtilegt í kringum okkur,“ segir Karl Steingrímsson, eigandi Pelsins, en hann byggði húsið sem verslunin er nú komin í. Í nýju versluninni mun Ester Ólafsdóttir, kona Karls, einnig selja ýmislegt handverk úr eigin smiðju á borð við vefnaðarvöru og skartgripi. Þrátt fyrir langa sögu í Kirkju- hvoli segist Karl ekki sjá eftir gamla staðnum. „Við erum búin að yfirgefa Kirkjuhvolinn í sátt og erum mjög glöð að hafa tekið þessa ákvörðun,“ segir hann. Pelsinn fluttur á nýjan stað  30 ára sögu við Kirkjutorg lokið Morgunblaðið/Styrmir Kári Flutt Hin gamalgróna verslun Pelsinn verður opnuð í Tryggvagötu í næstu viku. Verslunin byrjaði á Njálsgötu en hefur verið í þrjá áratugi við Kirkjutorg. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 35% í nýj- um þjóðarpúlsi Gallups og eykst um 3% frá síðustu könnun. Sjálfstæðis- flokkurinn mælist stærstur. Fylgi hans mælist 36,2%, en var 37,1% síðast. Nokkrar sveiflur eru á fylgi flokk- anna frá síðasta þjóðarpúlsi. Þannig fer Samfylkingin úr 19,4% í 22,1%. Framsóknarflokkurinn tap- ar fylgi, fer úr 14,2% í síðasta þjóð- arpúlsi í 12,1% nú. Þá bætir Björt framtíð talsvert við fylgi sitt, fer úr 4,9% í 6,9% og er það mesta fylgi sem hefur mælst við flokkinn. Vinstri-grænir tapa fylgi og mæl- ast með 11,7% stuðning, borið sam- an við 12,4% í síðustu könnun. Hægri-grænir mælast með 3,8% fylgi en höfðu 4,4% síðast. Fylgi Dögunar mælist einnig 3,8% en það var 3,6% síðast. Þá sögðust 1,9% að- spurðra styðja Samstöðu en þeir voru 2,4% aðspurðra síðast. Fleiri styðja stjórnina  Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur Sólskinsstundir mældust 121,7 í Reykjavík í október og er það um 38 stundum meira en í meðalári. Hafa þær ekki verið jafnmargar síðan í október 2006. Þetta kemur fram í samantekt frá Veðurstofu Íslands en þar segir einnig að á Akureyri hafi sólskins- stundirnar mælst 83,2 og er það 31 stund umfram meðallag. Mun það jafnframt vera mesta sólskin á Akureyri í október síðan 1986. Meðalhiti í Reykjavík var 4,4 stig og er það í meðallagi áranna 1961 til 1990, að sögn Veðurstofunnar. Morgunblaðið/Ómar Haustlitir Fólk á göngu í Reykjavík í októ- ber sl. Sólskinsstundir voru þá margar. Október var sólríkur mánuður í Reykjavík Afbrotum í Breiðholti hefur fækkað á undanförnum árum en tíðni inn- brota er hins vegar aðeins fyrir of- an meðaltal höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tölum sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu kynnti fyrir íbúum í hverfinu á fundi í gærkvöldi. Fjöldi tilkynntra þjófnaða var nokkuð undir meðaltali höfuðborg- arsvæðisins í Breiðholti á fyrstu níu mánuðum þessa árs en þeir voru 13,2 á hverja þúsund íbúa. Hins vegar var fjöldi tilkynntra innbrota 4,7 á hverja þúsund íbúa hverfisins. Þar af voru innbrot á heimili 1,6 á hverja þúsund íbúa. Hvort tveggja er aðeins yfir með- altali á höfuð- borgarsvæðinu. Á móti kemur að samkvæmt tölum lögregl- unnar hefur inn- brotum fækkað um 38% í Breið- holti frá árinu 2007, ofbeldisbrotum um 33%, eignaspjöllum um 28% og slysum á vegfarendum um 63%. Þá segjast fleiri telja sig örugga þegar þeir eru einir á gangi í hverfinu. kjartan@mbl.is Innbrot yfir með- altali í Breiðholti  Brotum fækkað mikið síðustu ár Myndin er sviðsett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.