Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 ✝ Haraldur Mar-inó Helgason fæddist á Hrapp- stöðum í Kræk- lingahlíð 8. febrúar 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. október 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ólafia Kristjánsdóttir, fædd á Hesjuvöll- um í Kræklingahlíð 21. júní 1876, d. 31. maí 1924, og Helgi Kolbeinsson, fæddur á Svert- ingsstöðum í Kaupangssveit 17. mars 1876, d. 12. janúar 1951. Albræður Haraldar voru Hauk- ur, f. 23. maí 1913, d. 7. október 1974, og Njáll, f. 18. nóvember 1916, d. 12. október 1973. Hálf- bróðir Haraldar er Kolbeinn Helgason, f. 1. ágúst 1928, móð- ir hans var Guðrún Emelía Jónsdóttir (1892-1984), seinni eiginkona Helga. Eiginkona Haraldar var Ás- laug Jónína Einarsdóttir (Ninna), f. á Akureyri 1. júlí 1921, d. 16. júlí 2006. Áslaug og Haraldur eignuðust þrjár dæt- ur. Þær eru: 1) Inga Ólafía læknaritari, f. 28. nóvember 1943, maki Jón Gunnar Gunn- laugsson viðskiptafræðingur. frá Barnaskóla Akureyrar 1933. Aðeins 12 ára gamall fór hann út á vinnumarkaðinn og hóf störf sem sendill í Kjötbúð KEA og síðar sem innanbúðarmaður þar. Í Kjötbúðinni vann hann samfleytt í 26 ár, eða til 1960, en þá var hann ráðinn kaup- félagsstjóri í Kaupfélagi verka- manna á Akureyri. Þar starfaði hann til 1981. Frá 1981 til 1986 var Haraldur sölumaður hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Frá 1986 og allt til 2011 starfaði hann sem sölumaður fyrir Kjarnafæði. Hann starfaði því við sölumennsku í 78 ár. Har- aldur var sæmdur Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 2008 fyrir verslunarstörf. Haraldur var formaður Íþrótta- félagsins Þórs á árunum 1960- 1980 í 20 ár lengur en nokkur annar. Hann var kjörinn heið- ursfélagi og heiðursformaður félagsins árið 1980. Hann var gerður að heiðursfélaga ÍSÍ auk þess sem honum var veitt heið- ursorða ÍSÍ. Gullmerki KSÍ og ÍSÍ. Haraldur starfaði mikið og lengi í Alþýðuflokksfélaginu á Akureyri og síðustu ár í Sam- fylkingunni. Hann var gerður að heiðursfélga Samfylking- arinnar á Akureyri árið 2007 fyrstur manna. Haraldur var fé- lagi í karlakórnum Geysi frá 1943 og söng með kórnum í fjölda ára. Útför Haraldar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 2. nóvember 2012, og hefst athöfn- in kl. 13.30. Börn þeirra eru: a) Halla, maki Snorri Jósefsson. Börn þeirra eru: Jón Sölvi, Arna Rós og Arnar Snær. b) Ás- laug Guðný, sam- býlismaður Jón Gíslason. Dætur þeirra eru: Íris Eik og Birta Marín. c) Haraldur Gunnar, sambýliskona Linda Hrönn Guðnadóttir, son- ur þeirra er Jón Gunnar. Fyrir á Linda á dæturnar Sögu Dröfn og Selmu Björk. 2) Helga Stef- anía, húsmóðir, f. 7. mars 1949, maki Kjartan Kolbeinsson slökkviliðsmaður. Börn þeirra eru: a) Stefanía, maki Björn Ró- bert Jensson. Dóttir þeirra er Ninna Þórey. b) Kjartan Mar- inó, sambýliskona Anna Soffía Ásgeirsdóttir. Synir þeirra eru: Haraldur Marínó og Andri Mar- ínó. 3. Bergljót Ása, lífeinda- fræðingur, f. 21. febrúar 1952, maki Sveinn Guðmundsson, raf- magnstæknifræðingur. Dætur þeirra eru: a) Þórdís, maki Jo- seph Valentine. Dóttir Þórdísar og Guðmundar Kristjánssonar er Ása Guðmundsdóttir. b) Ás- dís. Haraldur lauk fullnaðarprófi Nú er komið að kveðjustund. Laugardaginn 20. október kvaddi elsku pabbi okkur. Sólin skein í heiði og Akureyri skartaði sínum fegurstu haustlitum. Óteljandi minningar koma upp í huga okk- ar. Ást og umhyggja hans og mömmu umvöfðu okkur og hjá þeim áttu langamma og langafi öruggt skjól á sínum efri árum. Við minnumst æskuáranna, pabbi að vinna í kjötbúðinni og síðar í KVA. Pabbi að fara á kór- æfingu hjá Geysi, fundi hjá Íþróttafélaginu Þór, en því veitti hann formennsku í 20 ár. Í nokk- ur ár áttu Þórsarar sér samastað í kjallaranum í Goðabyggðinni, vísi að félagsheimili. Þar höfðu þeir fundi sína og gátu hellt upp á könnuna. Oft var það mamma sem skenkti strákunum kaffi en litlu pollarnir þeirra sátu í kjall- aratröppunum á meðan á fundi stóð og þáðu djús og góðgæti. Nú eru þetta orðnir fullorðnir menn. Við getum ekki láta hjá líða að að minnast jólanna. Pabbi og mamma voru mikil jólabörn ekki síður en við systur. Heimilið fal- lega skreytt, pabbi að senda pakka í allar áttir. Þá stóðum við systur og spekúleruðum í því, hvernig pabbi kæmi þessu nú öllu fyrir í kassanum. Þetta tókst þó alltaf og við alltaf jafnhissa. Pabbi var gjafmildur svo af bar og margir fengu góðgæti frá hon- um fyrir jólin. Við minnumst ferðanna í berjamó en þar naut pabbi sín sannarlega. Við vorum ekki fyrr komin á áfangastað en sá í iljarnir á honum upp hæstu brekkurnar. Við sáum hann ekki fyrr en seinnipart dags koma til baka með fullar fötur af berjum, alltaf tíndi hann mest. Við minn- umst einnig ferðanna í Vagla- skóg, en þar átti Einar afi sum- arbústað. Pabbi var tryggur fjölskyldu sinni og félögum og alltaf boðinn og búinn til að leggja fram vinnu sína og aðstoð. Dugnaður, ósérhlífni og hógværð var honum í blóð borin. Hann var fastur á sínum skoðunum eins og t.d. eitt sinn Volvo alltaf Volvo. Allt var öruggt sem hann tók að sér. Við minnumst pabba að fara á frímúrarafundi, í kjól og hvítu, angandi af rakspíra. Mamma fékk alltaf skeggkossinn og svo komum við á eftir. Pabba var jafnaðarmennskan í blóð borin og í mörg ár starfaði hann með Al- þýðuflokknum og síðar Samfylk- ingunni. Síðustu árin vann pabbi fyrir Kjarnafæði, allt þar til hann varð níræður. Í starfi sínu þar og við störf sín fyrir Þór eignaðist hann fjölda góðra vina og nefnum við hér sérstaklega þá Karl Gunnlaugsson og Guðjón Stein- dórsson. Við þökkum þeim inni- lega fyrir sanna vináttu sem pabba var ómetanleg. Sama má segja um Þórsarana, félaga í Samfylkingunni, Geysi og frí- múrarareglunni. Þeim færum við sérstakar þakkir fyrir hjálpsemi og væntumþykju á sorgarstund. Okkur systrum er svo tamt að tala um mömmu og pabba sem eitt en þannig unnu þau, studdu og hjálpuðu hvort öðru hvort sem var í pólitík eða öðrum fé- lagsskap. Við kveðjum pabba með orð- unum, sem hann notaði alltaf þegar við hringdum til hans á kvöldin til að bjóða honum góða nótt. „Guð gefi þér góða nótt og sofðu nú vært og rótt í alla lið- langa nótt.“ Elsku pabbi, hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Stelpurnar þínar. Inga Ólafía, Helga og Ása. Haraldur Helgason tengdafað- ir minn er látinn. Hann lést í hárri elli, á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, saddur lífdaga. Haralds minnist ég sem „The grand old man“ Hann var mörg- um góðum kostum búinn sem því miður eru of sjaldgæfir í dag á tímum hraðans og oft yfirborðs- mennskunnar. Haraldur var ákaflega vandaður maður, aldrei hef ég heyrt nokkurn mann segja styggðarorð um hann. Halli frest- aði aldrei því sem hægt var að gera í dag til morgundagsins. Hann hljóp ekki eftir stundarvið- urkenningu, kom ávallt beint að kjarna málsins. Ég kom fyrst í Goðabyggðina þegar ég var í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. Þar kynntist ég elstu heimasætunni á heimilinu, henni Ingu Lóu, og er nú farið að styttast í gullbrúð- kaup hjá okkur. Við Inga Lóa byggðum okkur hús á Álftanesi og þá var nú gott að eiga Halla að. Hann var boðinn og búinn til að gera sitt til að byggingin gengi að óskum. Hann talaði við banka- stjóra, skrifaði upp á víxla, útveg- aði afslátt af byggingarvörum og hann gerði meira. Hann munaði ekki um að útvega tvo múrara til að múra húsið. Það þarf ekki að geta þess að múrararnir voru Þórsarar. Einu sinni um páska kom Halli með pípulagninga- mann, auðvitað Þórsara, svo var unnið sleitulaust og málið klárað. Svona var Halli, sá lausnir og kom þeim í framkvæmd, alltaf reiðubúinn að vinda sér beint í málin. Nú skilur leiðir, hann Halli er nú kominn til hennar Ninnu sinn- ar og sjálfsagt farinn að skipa málum til betri vegar í himnaríki. Blessuð sé minning Halla. Jón Gunnar Gunnlaugsson. Að skrifa minningargrein um Halla afa er efni í heila bók, jafn- vel bókasafn, veit ekki hvar skal byrja. Hann afi var Þórsari, krati, kaupmaður, söngvari og margt fleira en umfram allt var hann afi fram í fingurgóma, veit ekki um neitt sem hann neitaði barna- börnum sínum um. Þegar ég var barn og bjó í Reykjavík fór ég norður þegar tækifæri gafst, stundum með fjöl- skyldu minni en einnig fórum við frænkurnar af og til norður í orlof til afa og ömmu, þá var sko dekr- að við okkur. Ég minnist þess þegar afi var kaupfélagstjóri í Kaupfélagi Verkamanna að ég fékk að raða ullarsokkum í hillurnar, mér fannst ég svo mikil búðarkona. Þegar við Áslaug Guðný fórum í sumarbúðir á Vestmannsvatn og afi og amma náðu í okkur eftir nokkra daga var komið við í Kaupfélaginu. Þá var á leið okkar í Goðó keypt nammi og ís. Eftir að hafa farið í sturtu var skriðið upp í rúm með bók og ís. Það var svo gott að vera í Goðabyggðinni að ég velti því fyrir mér sem barn hvort þessi frábæra gata ætti ekki frekar að heita Góðabyggð. Þegar ég var unglingur flutti ég norður og bjó þar um tíma, þá var yndislegt að geta komið í Goðó til afa og ömmu, enda alltaf til góðgæti með kaffinu. Ég minnist einnig skemmti- legrar ferðar sem við fórum í til Danmerkur og Þýskalands, þar sem 17. júní var haldinn á eftir- minnilegan hátt og Kjartan Mar- inó komst í bjórinn á flugvellinum á leiðinni heim, en hann var þá átta ára. Afi var mikill sælkeri og fannst gott að fá eitthvað sætt með kaffinu, það var mjög gaman að koma með eitthvað gott til hans því þá ljómaði hann af gleði. Bláber hafa sennilega verið mjög ofarlega á lista hjá afa því margar ferðirnar voru farnar í berjamó, hann átti meira segja sérstök föt sem hann klæddist þegar haldið var í berjamó. Eitt sinn fór ég í berjamó í Flateyj- ardal með pabba, afa Halla og afa Kolla. Þegar leið á daginn og við fórum að huga að nestinu okkar komumst við að því að nestið var búið. Saddar og sællegar kind- urnar voru mjög ánægðar með þetta fína nesti. Volvo, já afi átti aldrei annað en Volvo, eitt sinn var reynt að telja honum hughvarf og fenginn að láni jepplingur í nokkra daga. Þá lét afi bara einhverja aðra keyra fyrir sig, svo var bílnum skilað og afi fór og keypti sér Volvo án þess að svo mikið sem prófa hinn bílinn né reyndar Volvoinn. Síðustu jólin þín áttum við saman í fyrra í Goðabyggðinni og mun ég minnast þess um ókomna tíð. Núna ertu kominn til Ninnu ömmu og ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt, elsku afi. Stefanía Kjartansdóttir. Elsku Halli afi, tengdaafi og langafi. Notalegheit, hlýja, öryggi og góðvild eru tilfinningar sem koma í hugann þegar við hugsum til þín og allra yndislegu sam- verustundanna. Dyrnar ykkar ömmu stóðu okkur og öllum öðr- um alltaf opnar. Björtu brosi fylgdi langt og innilegt faðmlag. Þú hafðir góða kímnigáfu og brosið sem lék um varirnar þegar þú hallaðir höfðinu örlítið niður og leist upp til manns, þetta var nokkuð sem fékk bros Monu Lisu til að blikna í samanburðinum. Þú varst alltaf með allt þitt á hreinu vannst verk þín vel og með þeim hætti að þau virtust átakalaus. Öllum þótti mjög vænt um þig og þér var svo lagið að stjórna að þú fékkst alla með þér í lið án nokk- urs erfiðis, þú kunnir að selja öðr- um það sem þú vildir ná í gegn án þess að maður áttaði sig endilega á því. Þú varst mikið snyrtimenni og hélst öllu í röð og reglu. Húsið ykkar ömmu og garðurinn voru alltaf sérstaklega falleg, alltaf allt nýmálað og garðurinn fallegur og alltaf nýsleginn. En þú kunnir líka að slaka á. það geta ekki allir státað af langafa sem las reyfara og horfði á bíómyndir langt fram eftir nóttu. Þú stóðst alltaf þétt að baki íþróttafélaginu þínu og þegar Þór átti leik örlaði á hjátrú, úrslitin gátu ráðist af því hvort rauðu tób- aksklútarnir væru tiltækir eða ekki. En þegar kom að vinnunni var ekkert nema fagmennska sem skipti máli. Starfsævin varð mjög löng enda byrjaðir þú barn- ungur að vinna sem sendill og starfsþrekið og eljan entist langt fram á níræðisaldurinn. Þú kunn- ir öðrum betur listina að selja og það var enginn talnagleggri en þú. Það var mjög gaman að verða vitni að því hvað þú sinntir við- skiptavinum þínum vel, þeir kunnu að meta það og viðskipta- tengslin entust áratugum saman. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samveru þinnar. Þú hvattir alltaf alla í kringum þig og lattir aldrei og þú studdir okkur alltaf í því sem við vildum gera. Þegar ég (Halla) var hjá ykkur ömmu sem unglingur datt mér í hug að afla aukatekna með tínslu ánamaðka, og þá studdir þú mig alla leið, smíðaðir fyrir mig kassa til að halda utan um ánamaðkana, fitaðir þá á rjóma og hjálpaðir mér einnig að selja þá. Það varð ótrúlega mikið úr ánamaðkapeningunum þetta sumar og dugðu þeir fyrir hjóli um haustið. Þegar við Snorri hóf- um búskap færðuð þið amma okkur pottasett og leirtau og þeg- ar við byrjuðum að fjölga mann- kyninu fengum við senda fulla ferðatösku af barnafötum svo dæmi séu nefnd. Síðar meir varstu alltaf að gauka að okkur smágjöfum og matarsendingarn- ar að norðan voru alltaf kær- komnar. Þú vildir alltaf gleðja þá sem voru í kringum þig. Elsku afi, tengdaafi og langafi, við kveðjum þig með orðum sem féllu af vörum Arnars Snæs (6 ára) þegar amma Inga Lóa sagði honum að þú værir kominn til guðs. „Mér þykir svo leiðinlegt að hann langafi skuli vera dáinn.“ „En, amma, ég geymi hann í hjarta mínu“ og það gerum við öll. Halla Jónsdóttir, Snorri Jósefsson, Jón Sölvi Snorra- son, Arna Rós Snorradóttir og Arnar Snær Snorrason. „Haraldur Helgason hér,“ Þannig hljómaði Halli Helga í hvert sinn er hann hringdi og kynnti sig fyrir sínum viðskipta- vinum. Ekki það að hann þyrfti að kynna sig sérstaklega fyrir sínu fólki. Halli hringdi nefnilega ávallt á sama tíma til viðskipta- vina sinna. Það mátti stilla klukk- una eftir því. Eftir að hafa spjall- að lítillega tók hann niður pöntun, handskrifaði hana á blað og lagði saman söluna í huganum. Þegar formlegum vinnudegi var lokið fór hann akandi í sinni Volvo-bif- reið til Kalla í Kjarnafæði, afhenti honum pöntunina og vörurnar voru komnar í flug eða á bíl dag- inn eftir. Svona gekk þetta dag eftir dag ár eftir ár. Þessu starfi tók hann að sinna fyrir Kjarna- fæði um það leyti sem samferða- menn hans fóru á eftirlaun. Halli var lunkinn við að halda sínum viðskiptavinum enda heiðarlegur og vinnusamur með eindæmum. Annað sem einkenndi Halla var að þegar hann tók ákvörðun þá skyldi staðið við hana og má segja að flækjustig hans hafi ekki verið hátt. Haraldur fann sér konu og unni henni allt hennar líf. Hann byggði sér hús og bjó þar. Hann valdi sér vini og hélt tryggð við þá. Ekkert flókið en hefur þó reynst mörgum erfitt. Sömu sögu mátti segja um lífsskoðanir hans. Ef rýnt er í stefnuskrá Alþýðu- flokksins er nefnt sérstaklega að Alþýðuflokkurinn styður einstak- lingsrekstur sem ekki er stór í sniðum né fjármagnsfrekur. Ætla mætti að þessi partur úr stefnuskránni hefði verið sniðinn utan um starfsemi Halla er hann starfaði sjálfstætt fyrir Kjarna- fæði en Halli var krati mikill. Nóg um það. Halli var ekki mikill maður vexti né var hann sérstaklega kvikur í hreyfingum. Halli hreyfði sig einhvern veginn hægt en fumlaust. En ætti ég að rita allt er karl kom í verk er ég hræddur um að þá þyrfti að splæsa í sérblað. Hann var til dæmis söngvari mikill og söng með Karlakórnum Geysi. Þá var hann formaður Þórs í tugi ára og ásamt Ninnu konu sinni heiðurs- félagi síðustu árin. Umfram allt var Halli Helga þó maður fjöl- skyldunnar og hann hélt vel utan um sitt fólk. Ekkert þótti honum betra en fá börn sín, barnabörn og að lokum barnabarnabörnin í heimsókn norður yfir heiðar. Þessa rólegu, glaðlegu og um- hyggjusömu stemningu sem þau hjón þá mynduðu í Goðó er ekki hægt að framkalla nema hugur fylgi máli. Enda fengu gestir allt- af sömu spurninguna í helgarlok. „Eruð þið að fara?“ „Þetta var stutt stopp hjá ykkur í þetta sinn, þið stoppið kannski lengur næst.“ Við nútímafólkið sem búum ekki yfir sömu stóísku ró og einkenndi Halla töfsuðum eitthvað um að við þyrftum að vinna og lofuðum öllu fögru um að stoppa lengur næsta sinni, sem auðvitað aldrei var staðið við. Sjálfur var Halli litlu skárri er hann þurfti til Reykjavíkur, norður vildi hann sem fyrst. Halli Helga skilur eftir sig stórt skarð, skarð sem engum er ætlað að fylla en við hin sem eftir erum gætum án þess að ofgera okkur, reynt að lifa eftir svipuð- um einfald- og heiðarleika og hann gerði. Björn Róbert Jensson. Margt fer í gegn um hugann þegar ég minnist Haraldar Helgasonar eða Halla eins og hann var jafnan kallaður. Halli var ekki mikið fyrir að breyta til. Halli og Ninna föðursystir byggðu sér heimili í Goðabyggð- inni rétt fyrir miðja síðustu öld og bjuggu þar til æviloka. Um tólf ára aldur fór ég oft með Halla í Kaupfélag verka- manna til að sortera flöskur eða taka vínber upp úr tunnum sem lágu í korki. Ferðir í sveitina þeg- ar hann seldi bændum fóður eða keypti af þeim naut á fæti til slátrunar. Halli kenndi mér mikið í sölutækni, hann var með hana á tæru, eins og hann sagði: „Allir viðskiptavinir stórir sem smáir skipta máli“. Hann bar ávallt virðingu fyrir viðskiptavininum. Ráðagóður var hann mér oft, sem og öðrum. Skondið í minningunni er að Halli ákvað oft hádegismat- inn fyrir fasta viðskiptavini í Kaupfélaginu. Og það stóðst að kl. 11 að morgni var Raggi Mar bílstjóri mættur með það sem Halli valdi í poka að hurð hús- freyjanna. Mér er mjög minnistætt þegar ritstjórar Alþýðumannsins komu niður á skrifstofu til Halla að fá hjálp hjá honum við að koma blaðinu út, hann sagði þeim að gefa út blaðið, tók síðan upp sím- ann og 10 mínútum síðar var hann búinn að safna því sem vant- aði upp á. Stundir okkar hin síðari ár í hádeginu við eldhúsborðið í Goðabyggðinni þar sem hann bauð upp á skyr með rjóma, við gátum spjallað saman í ró og næði um allt og ekki neitt, síðan sagði hann að nú væri kominn tími til að taka blund, sem varð að fastri venju eftir matinn. Hægt er segja að Halli Helga hafi farið héðan sáttur, og tími hans hafi verið kominn. Nú sé ég hann fyrir mér kom- inn til Ninnu sinnar, þau leiðist hönd í hönd í himnasölum. Blessuð sé minning Haraldar Helgasonar. Einar Stefánsson. Látinn er Haraldur M. Helga- son, fóstri minn eins og ég nefndi hann ætíð en ég naut þess að dvelja hjá þeim hjónum Ninnu og Halla alla mína skólatíð í Mennta- skólanum á Akureyri, fyrst á Eyrarlandsvegi 12 þar sem móðir Ninnu, Ingibjörg Austfjörð, bjó einnig með manni sínum og börn- um. Ninna og Halli reistu sér síð- an fallegt hús í Goðabyggð 2 og fylgdi ég þeim þangað þegar þau fluttu. Halli byrjaði feril sinn sem sendill í Kjötbúð KEA aðeins 12 ára gamall og vann síðan hjá KEA í 25 ár. Hann var svo kaup- félagsstjóri Kaupfélags verka- manna og eftir það við sölustörf. Halli var hvers manns hugljúfi enda einstakur drengskaparmað- ur. Halli var glæsimenni og man ég alltaf eftir því þegar hann var búinn að klæða sig í kjól og hvítt þegar hann var á leið á söng- skemmtanir hjá Karlakórnum Geysi, en Halli var söngmaður góður og naut félagsskaparins í Geysi. Halli hafði mikið dálæti á íþróttum og var íþróttafélagið Þór honum einkar hugleikið. Ég man eftir því að neðri hæð Goða- byggðar 2 varð að nokkurs konar félagsheimili Þórsara eftir að Jón Austfjörð og Stefanía, afi og amma Ninnu hurfu úr þessum heimi, en þau bjuggu í fallegri íbúð á neðri hæðinni. Samheldni fjölskyldunnar var einstök. Það eru margir nemend- ur Menntaskólans á Akureyri sem hafa búið í húsakynnum þessara glæsilegu hjóna, Halla og Ninnu, og er þeirra minnst með þakklæti og gleði. Ninna lést árið 2006. Halli var alltaf mikill jafn- aðarmaður og fór það honum vel. Haraldur Marinó Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.