Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Sigríður Aðalsteinsdóttir og Gunn- ar Guðbjörnsson verða gestir kammerhópsins Stillu á hádeg- istónleikum í Háteigskirkju í dag milli kl. 12.30 og 13. „Sigríður og Gunnar eru vel þekkt í sönglífi Íslendinga en sam- an sungu þau síðast á sviði Íslensku óperunnar í óperu Stravinskis, Flagari í framsókn. Nú bjóða þau upp á fjölbreytta dagskrá undir heitinu Rómantískar söngperlur. Tónlistin er eftir tónskáld úr ýms- um áttum, Wagner, Strauss, Saint- Saëns og Donizetti auk Sigvalda Kaldalóns, Sigfúsar Einarssonar og Bjarna Þorsteinssonar,“ segir m.a. í tilkynningu. Kammerhópurinn Stilla er skip- aður Lilju Eggertsdóttur píanóleik- ara og listrænum stjórnanda tón- leikaraðarinnar, Sólrúnu Gunnars- dóttur fiðluleikara, Diljá Sigur- sveinsdóttur fiðluleikara, Önnu Hugadóttur víóluleikara og Grétu Rún Snorradóttur sellóleikara. Rómantískar söngperlur í hádeginu Óperusöngvarar Sigríður og Gunnar. Í tilefni allrasálnamessu verður boðið upp á Kvöld hinna glötuðu verka á Hverfisgötu 61 í kvöld kl. 20. Kvöldið er, að sögn skipuleggj- enda, tileinkað hinum dauðu, lif- andi áhorfendum á svæðinu og listamönnunum sjálfum á allra- sálnamessu. Listamenn kvöldsins eru: Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Þóroddur Bjarnason, Hulda Vilhjálmsdóttir, Leó Ágústs- son, Rakel McMahon, Óskar Gísli Petzet og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. „Viðburðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir verk sem enginn veit um eða verk sem hafa ekki ennþá fengið tækifæri til að verða. Við vitum ekki hversu langt kvöldið verður. Myndavélar eru bannaðar,“ segir m.a. í tilkynningu. Kvöld hinna glötuðu verka Listamaður Hrafnkell Sigurðsson er einn þeirra listamanna sem fram koma. Það er líklega ekki öfundsvertað vera maki sérviturs ogsjálfhverfs listamanns ogþað kemur bersýnilega í ljós í sögulegu skáldsögunni Par- ísarkonan eftir Paulu McLain. Sagan er byggð á hjónabandi Had- ley Richardson og rithöfundarins Er- nest Hemingway en þau voru saman í um sex ár á þriðja áratugnum. Hadley var fyrsta konan hans af fjórum og það er hún sem segir okkur söguna að undanskildum örfáum skáletruðum síðum þar sem Hemingway fær að út- skýra sína hlið málsins. Þegar þau kynnast er Hadley hæg- lát siðprúð stúlka og Hemingway kveikir lífsneistann í henni, sömuleiðis hefur hún góð áhrif á hann, er klett- urinn sem hann þarf á halda þegar skáldagyðjan leiðir hann á ólíklegustu og undarlegustu staði. Án hennar hefði hann kannski ekki orðið neitt, kannski hefði hann orðið miklu meira. Þau flytja til Parísar og þar kynn- ast þau fólki sem var þá orðið og varð seinna þekkt í listaheiminum. Það sækjast allir í félagsskap Hemingway en Hadley finnst hún standa fyrir ut- an hópinn. Hadley er oft ekki öfunds- verð, hún þarf að takast á við hverf- lyndi Hemingway, aðdáun kvenna á honum og fólkið sem hann um- gengst. Þau elska hvort annað óskap- lega mikið en þrátt fyrir tíðarandann er afskaplega pirr- andi hvað Hadley er ósjálfstæð lufsa. Hemingway kveikti í henni lífsneistann en drap hann kannski líka í leiðinni, allt henn- ar líf snýst um hann. Hún er eig- inkona Hemingway og fátt annað. Ég vona að hin eina sanna Hadley hafi verið sterkari en þessi uppskáldaði vælukjói. Þrátt fyrir að Hadley leiki loksins aðalhlutverkið í þessari bók nær hún samt ekki að vera miðpunkt- urinn, persónutöfrar Hemingway voru þekktir, hann var aðalmaðurinn og er það hér líka. Parísarkonan fjallar um ástir og til- finningaátök. McLain tekst vel að skapa tregann og sveitta drykkju- stemninguna sem einkennir vinahóp Hemingway. Hún dregur upp sann- færandi mynd af listaheiminum í Par- ís á þessum árum og þó að sumum geti fundist hann heillandi fann ég bara fyrir áþreifanlegri óhamingju fólksins. Í Parísarkonunni er áhugaverð mynd dregin upp af nokkrum árum í lífi Hemingway og Hadley. Það ættu allir að geta haft skoðun á hjónakorn- unum sem eru heillandi og óheillandi persónur hvort á sinn hátt. Sagan er snyrtilega skrifuð hjá McLain, sögu- sviðið er grípandi og ekki skemma all- ar áhugaverðu aukapersónurnar fyrir hrífandi skáldsögu. Persónurnar „Þrátt fyrir að Hadley leiki loksins aðalhlutverkið í þessari bók nær hún samt ekki að vera miðpunkturinn, persónutöfrar Hemingway voru þekktir, hann var aðalmaðurinn og er það hér líka.“ Ástir og tilfinningaátök Skáldsaga Parísarkonan bbbmn Eftir Paula McLain. Þýðing: Herdís Magnea Hübner. Salka 2012. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ástríða fyrir tónlist. Það er sam- nefnari fyrir starfsemina þar sem KEXP er til húsa í Seattle. Á út- varpsstöðinni ægir saman litríkum plakötum, glettnum ljósmyndum, vínylplötum, slagorðum – öllu sem snertir tónlist. Þar með talið heims- korti með ótal títuprjónum, sem sýna hversu dreifðir hlustendur eru um heiminn sem hafa sett sig í sam- band við stöðina. Daginn sem blaðamann ber að garði eru íslenskar hljómsveitir kynntar á KEXP í tilefni af hátíðinni Reykjavik Calling. Apparat er í stúdíóinu grafið í snúruflækjum og þetta er „létta útgáfan“ af tónleika- farteskinu. Hinumegin í húsinu spilar Kevin Cole af fingrum fram, ef svo má segja, lagavalið ræðst af hans sýn og tilfinningu. „Við höfum frítt spil þeg- ar við þeytum skífum, en það gerir líka meiri kröfur til okkar,“ segir hann og munar ekki um að vera í við- tali um leið og hann bloggar og skiptist á skoðunum við áheyrendur, bæði á fésbók og tísti. Cole er sem í leiðslu yfir tónlist sem blaðamaður hefur aldrei heyrt áður. En þannig er það líka með tón- listina á KEXP. Þetta er sjálfs- eignarstofnun með þann tilgang að uppgötva nýja tónlist og auðga með því tónlistarupplifun áheyrenda. „Við fluttum hingað fyrir ellefu árum og vorum nýbyrjuð að láta tón- listana flæða um netið,“ segir Cole. „Við höfum alltaf verið framarlega í tækniþróun og nýjum miðlum á net- inu, enda í samstarfi við Háskólann í Washington – þar liggja ræturnar. Þess vegna erum við með hlustendur á suðurskautinu, af því að háskólinn hefur stundað rannsóknir þar.“ Á töflu á veggnum hangir líka árituð mynd frá geimfara NASA, sem er mikill áhangandi stöðv- arinnar og hlustaði á tónlistina úti í geimnum. „Við fréttum bara af því eftir á,“ segir Cole. Það má finna alla dagskrá síðasta hálfan mánuð á netinu og hafa 80 milljónir heimsótt KEXP-rásina á Youtube. „Þetta eru að mestu óþekktar sveitir, að minnsta kosti til að byrja með, en sumum tekst að skapa sér nafn. Efst á lista er Flo- rence and the Machine með sex milljónir heimsókna og næst Of Monsters and Men með fjórar.“ Svo mikil er áherslan á að kanna framandi lendur að útvarpsmenn- irnir leggja árlega leið sína norður í höf, nánar tilgreint á útkjálkaeyjuna Ísland, eru með beina útsendingu þaðan og taka upp tónlist og mynd- skeið með hljómsveitum og tónlist- armönnum sem troða upp á Airwa- ves. Upptökur fara fram á Kexinu og njóta gestir staðarins góðs af. Hlustað í geimnum  Útvarpsstöðin KEXP er staðsett í Seattle, nær eyrum hlustenda víða um heim og sendir út frá Airwaves á Kexinu Apparat Tónleikar undirbúnir í hljóðveri útvarpsstöðvarinnar KEXP. Kevin Cole Spilar af fingrum fram. Hjartað Plötusafn í hjarta hússins. 13:00 – Ojba Rasta 15:00 – Ghostigital 17:00 – Sólstafir 18:30 – Úlfur Úlfur 20:30 – Sin Fang Dagskrá KEXP á Kexinu í dag ER ÞITT HJARTA Í ÖRUGGUM HÖNDUM? Nýtt námskeið í heilsuborg Hentar einstaklingum sem hafa fleiri en einn áhættu- þætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall og vilja gera reglulega þjálfun að hluta að sínum lífsstíl til frambúðar Hefst 6. nóvember - 8 vikur• Þri og fim kl. 07:00 - 08:00 og tími í tækjasal• Þjálfun, fræðsla og einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara• Einstaklingsmiðuð þjálfunaráætlun vistuð á lykli• Frjáls aðgangur í heilsuræt á æfingatímabilinu• Verð19.900 kr. pr. mán (39.800 kr. samtals)• Þjálfari: Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari• Að námskeiðinu koma: Hjúkrunarfræðingur, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingur og sjúkraþjálfarar. Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.