Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Egill Ólafsson egol@mbl.is Dómari í máli íslensku stúlknanna, sem handteknar voru í Tékklandi í síðustu viku með kókaín falið í ferðatöskum, tjáði þeim að ef þær væru samvinnuþýðar væri hægt að ljúka málinu og kveða upp dóm innan þriggja mánaða. Stúlkurnar sögðu fyrir dómnum að þær vissu ekkert um fíkniefnin sem fundust í töskum þeirra. Stúlkurnar eru 18 ára gamlar. Þær voru að koma frá Brasilíu með millilendingu í München í Þýska- landi. Tollverðir í München urðu varir við fíkniefnin, en ákváðu að leyfa þeim að fljúga áfram til Tékklands þar sem þær voru hand- teknar. Enginn annar hefur verið handtekinn í tengslum við rann- sókn málsins. Í Tékklandi beið þeirra leigubíll. Bílstjóri hans sagði að hann hefði verið beðinn um að aka þeim frá flugvellinum á járn- brautarstöðina. Ekkert bendir til þess að hann tengist málinu. Enn óvissa um magnið Ekkert er því vitað um þá sem taldir eru hafa skipulagt fíkniefna- smyglið, en útilokað er talið að stúlkurnar hafi einar staðið að smyglinu. Ekki er búið að leggja fram upp- lýsingar um hversu mikið af fíkni- efnum var í töskunum en í fyrstu frétt tékkneskra fjölmiðla um mál- ið sagði að fundist hefðu tæplega átta kíló af kókaíni í töskunum. Ekki er víst að magnið sé svo mik- ið. Einnig á eftir að ljúka rannsókn á styrk efnanna. Stúlkurnar voru handteknar á miðvikudag og voru í yfirheyrslum fram á fimmtudagsmorgun. Þær komu síðan fyrir dómara á föstu- dag þar sem þær voru úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Ekki er óalgengt í Tékklandi að menn sem grunaðir eru um alvarleg brot séu dæmdir í svo langt gæslu- varðhald. Dómari sagði við stúlkurnar á föstudaginn að ef þær væru sam- vinnuþýðar væri hægt að ljúka rannsókn málsins og kveða upp dóm innan þriggja mánaða. Þær gáfu ekkert til kynna á föstudaginn að þær væru tilbúnar til að aðstoða við rannsókn málsins. Þær sögðust ekkert vita um fíkniefnin sem fundust í töskunum og gáfu því engar upplýsingar um hver hefði komið þeim þar fyrir eða hvað þær ætluðu að gera við efnin. Stúlkurnar eru hvor í sínu fangelsinu og munu að öllu óbreyttu verða þar næstu sjö mán- uðina eða þar til dómur fellur. Þær hafa ekki fengið að tala við for- eldra sína og raunar hefur enginn Íslendingur talað við þær síðan þær voru handteknar nema ræðis- maður Íslands í Prag. Reiknað er með að þær verði yfirheyrðar að nýju í þessari viku og þá reynir á hvort þær muni á einhvern hátt að- stoða lögreglu við rannsókn máls- ins. Búið að skipa lögmenn Búið er að skipa stúlkunum lög- menn og túlkur aðstoðar þær. Þær geta átt von á að fá þunga dóma. Verjendur þeirra vonast eftir að ungur aldur þeirra hafi áhrif á refsinguna, en eins geta þær átt von á vægari dóm ef þær aðstoða við rannsókn málsins. Frekar sjaldgæft er hins vegar að burð- ardýr segi til þeirra sem skipu- leggja fíkniefnasmygl. Hafa farið í meðferð Ekkert liggur fyrir um hvort stúlkurnar muni taka út refsingu á Íslandi, en það kemur ekki til álita fyrr en rannsókn lögreglu er lokið og búið er að dæma í málinu. Feður stúlknanna sögðu í Kast- ljósi Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld að báðar stúlkurnar hefðu byrjað ungar í vímuefnaneyslu og af- brotum. Þær hafa báðar farið í meðferðir vegna neyslu sinnar en ekki náð tökum á vandanum. Sögðust ekkert vita um efnin  Dómari í máli íslensku stúlknanna í Tékklandi hvatti þær til þess að vera samvinnuþýðar  Engir aðrir höfðu í gær verið handteknir í tengslum við málið Ljósmynd/celnisprava.cz Flugvöllurinn í Prag Kókaínið var falið innan undir klæðningu í töskunum. Í tilefni af alþjóðlega sykursýkis- varnadeginum, miðvikudaginn 14. nóvember, stendur Lions á Íslandi fyrir ókeypis blóðsykursmælingum í dag og næstu daga. Alþjóðahreyfing Lions stendur fyrir þessum degi, þar sem tilgangurinn er að fræða al- menning um sjúkdóminn og finna þá sem ganga með dulda sykursýki. Áunnin sykursýki er í mikilli sókn á Vesturlöndum um þessar mundir. Aukin þyngd manna og auknar kyrr- setur bjóða heim þessum vágesti. Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Í dag verða mælingar í Reykja- vík í Lyfju Lágmúla og Apótek- aranum í Mjódd frá kl. 14-17. Í Grindavík verða mælingar á föstu- daginn kl. 13-16 og í öllum heilsu- gæslustöðvum á Suðurlandi fara mælingar fram mánudaginn 26. nóv- ember nk. Á öðrum stöðum, s.s. á Suður- nesjum, Hornafirði, Vestmanna- eyjum og á Austfjörðum, verða mæl- ingar í boði og verða nánari tilhögun og tímasetningar tilkynntar sér- staklega á hverjum stað. Morgunblaðið/G.Rúnar Sykursýki Blóðsykursmæling er einföld og fljótleg aðgerð. Blóðsykur mældur í boði Lions

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.