Morgunblaðið - 14.11.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.11.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Við eigum 15 ára afmæli Af því tilefni eru þessar vélar á sérstöku afmælistilboði Borvél 14.4 volt Gírar 2 36Nm, með dioðuljósi, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr. 26.900.- Borvél 12 Volta Gírar 2, 30Nm, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr.17.900.- Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Hörður Ægisson hordur@mbl.is Greiðsluþroti gríska ríkisins var af- stýrt í gær þegar stjórnvöldum tókst að selja ríkisvíxla til skamms tíma fyrir ríflega fjóra milljarða evra. Kaupendur voru grískir bankar. Fimm milljarðar evra í skammtíma- lánum eru á gjalddaga næstkomandi föstudag, en á næstu dögum munu grískir ráðamenn ganga frá því að tryggja sér það fjármagn sem þarf til viðbótar til að greiða skuldina. Á síðustu dögum hefur kastljós evrópskra stefnusmiða og fjárfesta enn á ný beinst að skuldastöðu Grikklands. Fyrri efnahagsáætlanir hafa ekki gengið eftir. Samdráttur í hagkerfinu hefur reynst djúpstæð- ari en vonir stóðu til og harkalegar aðhaldsaðgerðir hafa að sama skapi ekki skilað settu marki. Fjármála- ráðherrar evruríkjanna samþykktu því á fundi sínum í fyrradag að veita grískum stjórnvöldum lengri frest – til ársins 2016 í stað 2014 – til að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. Að sögn greinenda munu skuldir gríska ríkisins nema um 190% af vergri landsframleiðslu árið 2014. Á fundi fjármálaráðherranna var því hins vegar frestað um eina viku að taka ákvörðun um 31,3 milljarða evra greiðslu til Grikklands af neyð- arláni sem því var veitt fyrr á árinu. Ágreiningur ríkir ennfremur á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forystumanna evrusvæðisins um þær aðgerðir sem grípa þarf til í tengslum við skuldavanda Grikk- lands. Jean-Claude Juncker, sem er í forsvari fyrir evruríkin, lét hafa það eftir sér á fjölmiðlafundi að veita ætti Grikklandi frest til ársins 2022 til að ná því markmiði að skuldir rík- isins verði ekki umfram 120% af vergri landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa breytt afstöðu sinni um að því mark- miði verði að ná árið 2020. Frá því er greint í Financial Times að Juncker hafi brugðist við ummælum Lagarde með því að endurtaka fyrri afstöðu sína og sagt að hann hafi ekki verið að gera að gamni sínu. Lagarde var ekki skemmt og hristi þá höfuðið og ranghvolfdi augunum. Samdráttur sjötta árið í röð Greinendur benda á að áhersla AGS á að ekki verði horfið frá fyrri tímasetningu undirstriki þá skoðun sjóðsins að nauðsynlegt sé að ráðast í afskriftir á skuldum Grikklands. Að öðrum kosti verði skuldastaða ríkisins aldrei sjálfbær. Í þeim efn- um er ekki síst horft til þeirra lána sem evruríkin og Evrópski seðla- bankinn hafa veitt Grikklandi. Ljóst þykir þó að lítill áhugi sé af hálfu þessara aðila á að tapa á lánveit- ingum sínum. Það er hins vegar hætt við því að fáir aðrir valkostir séu í stöðunni. Hagfræðingar telja að lenging lána eða lægri vextir hrökkvi skammt til. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagkerfið dragist saman sjötta árið í röð. Að öðru óbreyttu er það mat AGS að skuldir ríkisins verði um 160% af landsframleiðslu 2020. Greiðsluþroti Grikk- lands afstýrt enn á ný  Grískir bankar keyptu ríkisvíxla  AGS og evruríkin deila AFP Blikur á lofti Skuldir gríska ríkisins verða 190% af landsframleiðslu 2014. Langt í land » Grískir bankar keyptu rík- isvíxla í gær af gríska ríkinu fyrir ríflega 4 milljarða evra. Greiðsluþroti ríkisins afstýrt. » Ágreiningur á milli AGS og evruríkjanna um hvernig eigi að taka á skuldavanda Grikkja. » Engar líkur taldar á því að skuldir gríska ríkisins verði undir 120% árið 2020. Nýlegar hagspár hafa ofmetið vöxt einkaneyslu hér á landi að því er greining- ardeild Íslands- banka segir. Kortaveltutölur benda til þess að vöxtur einka- neyslu á seinni helmingi ársins verði mun hæg- ari en á fyrri helming ársins og að vöxtur einkaneyslu gæti verið of- metinn í nýlegum hagspám. Í ný- birtum tölum Seðlabankans kemur fram að kortavelta einstaklinga innanlands í október óx um 1,4% að raungildi frá sama mánuði fyrra árs, en kortavelta á þennan mæli- kvarða gefur góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Þetta er minni vöxtur en verið hefur undanfarið, en það sem af er þessu ári hefur vöxturinn á þennan mælikvarða verið að meðaltali 2,4% í mánuði hverjum borið saman við sama mánuð fyrra árs. Greiningar- deildin segir að fyrstu 10 mánuði ársins hafi kortavelta einstaklinga innanlands aukist um 2,1% að raun- gildi frá sama tímabili í fyrra og því ljóst að með sama áframhaldi verði vöxturinn á þessu ári heldur minni en á síðasta ári þegar kortavelta á þennan mælikvarða jókst um 4,6%. Greiningardeildin segir að korta- velta á síðari helmingi ársins sé að- eins um 0,7% og að þetta bendi til þess að vöxtur einkaneyslu verði mun hægari á seinni helmingi árs- ins en þeim fyrri og gætu nýlegar hagspár verið að ofmeta vöxt einkaneyslu á þessu ári haldi þessi þróun áfram. Hafa of- metið vöxtinn  Einkaneysla að dragast saman Kort Minni velta – minni einka- neysla. Rickard Gustafson, forstjóri SAS- flugfélagsins, er nú staddur í Kaup- mannahöfn þar sem hann hyggst ræða við starfsfólk fyrirtækisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir sem opinberaðar voru í gær. Danskir flug- liðar fyrirtækisins eru ævareiðir vegna framgangs stjórnar SAS. Félag flugliða hjá SAS, sem heitir SAS Cabin Crew, segir að stjórn fyr- irtækisins hafi höfðað beint til félags- ins í gegnum fjölmiðla, en láðst að hafa nokkur samskipti við stéttar- félag flugfreyja og -þjóna, Cabin Att- endants Union, CAU, eins og reglur segi til um. „Við hjá CAU gerum okkur fulla grein fyrir sérstöðu þessa ástands. En það gefur fólki ekki leyfi til að brjóta þær reglur sem eru í gildi um samskipti starfsfólks og vinnuveit- anda,“ segir í yfirlýsingu frá CAU sem birt er á danska fréttavefnum Epn.dk. Vegna þessa hefur stór hluti danskra flugliða SAS ekki í hyggju að mæta á þá fundi sem boðaðir hafa verið á vegum fyrirtækisins í vikunni. Um 1.400 danskir flugliðar starfa hjá SAS. Ljóst er að uppsagnir þeirra 800 starfsmanna sem starfa í höfuðstöðvum fyrirtækisins munu fyrst og fremst bitna á Dönum, en 400 þessara uppsagna verða í Dan- mörku. Danskir starfs- menn SAS reiðir  Ætla að hunsa boðaða fundi AFP Reiðir Danskir flugliðar hjá SAS eru stjórn félagsins ævareiðir. ● Skráð atvinnu- leysi í október síð- astliðnum var 5,2%, en að með- altali voru 8.187 án atvinnu í október og fjölgaði um 305 frá september. Þetta kemur fram á vef Vinnu- málastofnunar. Meðalatvinnuleysi tímabilið janúar til október á þessu ári var 5,8%, en 7,5% á sama tímabili 2011. Körlum á atvinnuleysisskrá fjölg- aði um 199 og konum um 106. Atvinnu- lausum fjölgaði um 106 á höfuðborg- arsvæðinu en um 199 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 5,8% á höfuðborg- arsvæðinu og fór úr 5,6% í september. Atvinnuleysi nú 5,2% Atvinnuleysi 5,2% eru án vinnu. ● Útboð á ríkisvíxlum fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gær. Alls bárust 13 gild tilboð í flokkinn RIKV 13 0215 að fjárhæð 7.850 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 7.350 m.kr. að nafnverði á verðinu 99,214 (flatir vextir 3,10%). Alls bárust 11 gild tilboð í flokkinn RIKV 13 0515 að fjárhæð 2.100 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 1.500 m.kr. að nafnverði á verðinu 98,368 (flatir vextir 3,30%). Ríkisvíxlar fyrir 8,8 ma Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./+ ,01.-2 +,-.3 ,+./++ ,,.4,1 +/.0+ +45.22 +.2,,, +/2.5 +24.1+ +,/.,, ,05.42 +,/.0- ,+./35 ,,.4/ +/.022 +42.01 +.2,2/ +/3.0/ +24.-3 ,,3.,/43 +,/.54 ,05.-2 +,/.12 ,,.04/ ,,.152 +/.+,, +42.1, +.24+2 +/3.2- +21.44 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.