Morgunblaðið - 14.11.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.11.2012, Qupperneq 44
Morgunblaðið/Ómar Markaður Svölurnar taka á móti varningi til 16. nóvember fyrir Svölumarkaðinn á Reykjavík Natura á laugardag. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þessi litlu börn sem eru með sjald- gæfa sjúkdóma eru mjög illa stödd. Þau fá litla athygli og við viljum beina henni að þeim. Sunna Valdís er ein af þeim. Hún er eina barnið á landinu með sjúkdóminn AHC, Alternating Hemiplegia of Childhood, og ein af 800 staðfestum tilfellum í veröldinni. Í ár vildum við styrkja hana og fjöl- skyldu hennar,“ segir Gréta Önund- ardóttir, ein af Svölunum. Næstkomandi laugardag, 17. nóv- ember frá klukkan 10-17 verður hald- inn markaður í Reykjavík Natura (gamla hótel Loftleiðir). Þar fæst allt fyrir börnin, allt nýtt eða sem nýtt á skikkanlegu verði. Þess má geta að á markaðnum í fyrra rann ágóðinn til Guðmundar Felix sem missti báða handleggi. Hann bíður eftir að komast í handa- ágræðslu. „Við reyndum að koma Guðmundi í aðgerð erlendis en hann bíður enn og er víst númer tvö á bið- lista,“ segir Gréta. Svölurnar láta gott af sér leiða Svölurnar voru stofnaðar árið 1974 og samanstanda af starfandi eða fyrr- verandi flugfreyjum og flugþjónum. Þær hafa veitt fleiri hundruð styrki frá stofnun. Undanfarin ár hafa þær styrkt þá sem ekki eru ríkisstyrktir, eins og t.d. MS- og MND-félögin. Þær styrkja ótal verkefni. Til að mynda vinna þær einnig að söfnun fyrir Móavað, fjölfötluð börn sem eru að safna fyrir bíl. Þá eru þær að aðstoða við kaup og þjálfun á hundi sem fylgir þriggja ára stúlku með sjúkdóminn Dravet. „Eftir að hún eignaðist hann hefur dregið mjög úr flogaköstunum. Hundinum fylgir mikið öryggi en hann lætur vita þegar hún fær flog. Auðveldara verður fyrir foreldrana að hvíla sig,“ segir Gréta og bendir á að við hljótum öll að geta tekið höndum saman og létt líf þeirra sem kljást við erfiða sjúkdóma. Stærri og erfiðari köst „Tvö síðastliðin skipti hefur Sunna verið að fá stærri og öðruvísi köst en hún er vön að fá. Við vitum ekki af hverju það stafar. Hún lamast frá mitti og upp úr og fær krampa í fæt- ur,“ segir Ragnheiður Erla Hjalta- dóttir, móðir Sunnu. „Þá er líkaminn alveg gagnslaus. Þegar kastið gekk yfir þá skiptumst við hjónin á að ganga með hana um gólf, það tekur ansi mikið á. Sunna þjáist mikið í köstunum en er með fullri meðvitund meðan á þeim stendur. Lyfin sem hún er með núna eru ekki að virka sem skyldi. Eftir köstin er hún ringl- uð og fúnkerar ekki vel á eftir, síðast tók það hana fjóra daga að jafna sig. En hún er rosalega ákveðinn ein- staklingur og heldur ótrauð áfram,“ segir Ragnheiður Erla. Svölurnar styrkja Sunnu Valdísi  Svölumarkaður- inn laugardaginn 17. nóvember MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Heimilistrygging er tilgangslaus“ 2. Hvattar til að vera samvinnuþýðar 3. Stúlkunum „leikið fram til fórnar“ 4. 16 ára stúlka átti fíkniefnin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fimm valinkunnir rithöfundar sem eru að gefa út nýjar skáldsögur lesa úr verkum sínum í Bókasafni Mos- fellsbæjar í kvöld klukkan 20. Á eftir stýrir bókmenntafræðingurinn og ráðherrann Katrín Jakobsdóttir um- ræðum um verkin, eins og hún hefur gert þar síðustu ár. Höfundarnir eru Auður Ava Ólafsdóttir, Einar Kárason, Kristín Steinsdóttir, Pétur Gunnars- son og Þórarinn Eldjárn. Morgunblaðið/Jakob Fannar Bókmenntafræðing- urinn og höfundarnir  Logi Bergmann Eiðsson, frétta- maðurinn settlegi í snyrtilegu jakka- fötunum, hefur sent frá sér Handbók hrekkjalómsins. Þar eru sagðar skemmtilegar sögur af hrekkjum, m.a. af því er hann og Svanhildur Hólm Valsdóttir „spegluðu“ íbúð vinahjónanna Illuga Gunnarssonar og Brynhildar Einarsdóttur og færðu til alla innanstokksmuni sem ekki voru naglfastir. Brynhildur hélt fyrst að brotist hefði verið inn og hringdi í bróður sinn: „Það er búið að breyta öllu hjá okk- ur!“ „Nú,“ svaraði bróðir hennar. „Braust Vala Matt inn hjá þér?“ Innlit/útlit  Svala Björgvins- dóttir og félagar hennar í Steed Lord eru búsett í Los Angeles og hafa ekki leikið hér á landi í þrjú ár. Nú eru þau hins vegar vænt- anleg og halda tónleika á Gamla Gauknum 1. desember næstkomandi. Steed Lord á Klak- anum eftir langt hlé Á fimmtudag Suðvestan- og vestanátt, 10-18 m/s. Rigning og síð- ar él en þurrt að mestu N- og A-til og léttir til þar síðdegis. Hiti 2 til 7 stig en kólnar síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðvestanátt, fyrst SV-til og fer að rigna síðdegis en áfram þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig. VEÐUR „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila og það verður bara að koma í ljós. Ég verð alla vega klár ef kallið kemur. Svo mikið er víst,“ segir Rúnar Már Sig- urjónsson, knattspyrnumaður úr Val, sem gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Andorra. Rúnar segir góðar líkur á að hann sé á leið í atvinnu- mennsku áður en langt um líður. »2 Vonast til þess að fá að spila Er ekki í handbolta til að vera varamaður Handboltamaðurinn Bjarki Már Elís- son, einn af lykilmönnum í liði Ís- landsmeistara HK, þarf að gangast undir aðgerð en komið hafa í ljós sprungur í báðum ristum leikmanns- ins. Bjarki verður frá æfingum og keppni í rúma tvo mánuði en hann leikur sinn síðasta leik í bili fyrir Kópavogsliðið á laugardaginn. »1 Bjarki Már þarf að gang- ast undir aðgerð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á „Köstin sem hún fær hafa mikil áhrif á þroskann. Hún hafði lært að segja pabbi en eftir eitt kastið gat hún ekki sagt það í ár á eftir, en það gekk til baka,“ segir Ragnheiður móðir Sunnu. Fjórtán mánaða gömul greindist Sunna með sjaldgæfan tauga- sjúkdóm, Alternating Hemiplegia of Childhood. Sunna er sú eina sem hefur greinst á Íslandi með þennan taugasjúkdóm. AHC einkennist af köstum sem skilja eftir sig tímabundna lömun á annarri eða báðum hliðum líkamans. Sunna er ekki farin að tala ennþá en er dugleg að nota Tákn með tali. Hún fer í Klettaskóla þrjá tíma á dag. Stóri bróðir Sunnu, Viktor Snær, styður dyggilega við bakið á systur sinni og hjóp Reykjavíkurmaraþon í sumar til styrktar Sunnu. Hætti að geta sagt pabbi AFLEIÐINGAR AHC, ALTERNATING HEMIPLEGIA OF CHILDHOOD Björgvin Páll Gústavsson fer frá Magdeburg eftir þetta tímabil og vill komast að hjá liði þar sem hann fær að spila meira. „Það hentar mér ekki að vera varamarkvörður. Ég vil vera númer eitt og bera þar af leiðandi meiri ábyrgð. Ég er í handbolta til að spila,“ segir Björgvin Páll. »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.