Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Skipulagsstofnun telur að kerfis-
áætlun Landsnets, annars vegar
fimm ára áætlun um raforkuþörf
og hins vegar áætlun um þróun
flutningskerfisins til ársins 2026,
falli ekki undir lög um umhverfis-
mat áætlana. Meginástæðan er sú
að kerfisáætlunin er ekki samþykkt
af stjórnvöldum.
Landsnet hefur hug á því að
leggja nýja flutningslínu frá
Blönduvirkjun til Akureyrar. Það
er umdeild framkvæmd. Skipulags-
stofnun er með til athugunar frum-
matsskýrslu fyrirtækisins vegna
Blöndulínu 3.
Í einni athugasemd við frum-
matsskýrsluna var þess farið á leit
við Skipulagsstofnun að kerfis-
áætlun Landsnets yrði tekin til um-
hverfismats.
Kerfisáætlunin er unnin sam-
kvæmt ákvæðum raforkulaga og
reglugerð sem á þeim er byggð.
Skipulagsstofnun vekur þó athygli
á því að áætlunin er ekki undirbúin
af stjórnvöldum og uppfylli þar af
leiðandi ekki skilyrði laga um um-
hverfismat áætlana.
„Þrátt fyrir að í kerfisáætluninni
sé fjallað um framkvæmdir sem
falla undir viðauka laga um mat á
umhverfisáhrifum þá getur áætl-
unin aldrei falið í sér viðmið eða
skilyrði sem hefur áhrif á ákvarð-
anatöku svo sem um skipulag og
framkvæmdir, þar sem áætlunin er
ekki samþykkt af stjórnvöldum,“
segir meðal annars í úrskurði
Skipulagsstofnunar.
Kærufrestur til umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins er einn mán-
uður frá birtingu tilkynningar um
ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kerfisspá Landsnet gerir áætlanir um raforkuþörf og byggingu kerfisins.
Kerfisáætlun ekki
í umhverfismat
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
Dynjandi hefur úrval af
vönduðum kuldafatnaði
fyrir alla, börn og fullorðna.
Komdu og skoðaðu úrvalið.
Dynjandi örugglega fyrir þig!
GEFÐU ELSKU
NNI ÞINNI
HLÝJA GJÖF
KULDAFATNA
ÐUR FYRIR A
LLA
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
26
92
1
www.bygg.is
LANGALÍNA 15-23
Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 28 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi við
Löngulínu 15-23 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru frá 67-157 fm.
Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás
og vönduðum AEG eldhústækjum.
Íbúðirnar verða ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd.
Stæði í bílageymslu fylgja flestum íbúðum.
150 m gönguleið í leikskóla og
350 m í grunnskóla
Fjölskylduvænt hverfi í
fallegu umhverfi
R E Y N S L A • F A G M E N N S K A • M E T N A Ð U R
NÝTT
Sjálandi Garðabæ
Sími: 520 9586 – Fax: 520 9599
Sími 562 4250
www.fjarfesting.is
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA EHF
BORGARTÚNI 31