Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Hljómsveitin Valdimar, meðsöngvarann og básúnu-leikarann Valdimar Guð-mundsson í fararbroddi, hefur endurtekið leikinn, sent frá sér aðra stórgóða hljómplötu, Um stund. Með þeirri fyrstu, Undralandi, stimplaði hljómsveitin sig inn í ís- lenskan poppheim með glæsibrag og var margan smell- inn að finna á þeirri skífu. Á nýju skífunni er meiri tregi á ferð í text- um en á fyrstu plötunni, þung- skýjað en sólargeislarnir ná þó að stinga sér í gegnum grámann. Vonin er alltaf til staðar. Hljómheimurinn er orðinn stærri hjá hljómsveitinni, raftónlist orðin meira áberandi sem og hljóðgervlar og þéttur slagverks- leikur setur sinn brag á plötuna. Það er mikið lagt í útsetningar og frágang laga, platan er fágaðri í alla staði en sú fyrsta enda mun hljómsveitin hafa tekið sér góðan tíma í að fínpússa hana. Lagið „Sýn“ er gott dæmi um hinn stækkandi hljóðheim. Í því fer hljómsveitin á mikið og marglaga flug og gítarleikurinn sem ómar und- ir viðlaginu minnir á U2 þegar hún var upp á sitt besta. Hljóðfæraleikur Valdimars-manna er hnökralaus líkt og söngur Valdimars. Segja má að á plötunni skiptist á skin og skúrir, bæði hvað texta varðar og lagasmíð- ar. Lögin byrja mörg hver á rólegu nótunum og fara svo stigvaxandi upp í kraftmikið popprokk. Mörg glæsi- leg lög er að finna á Um stund og má af þeim nefna fyrrnefnt lag, „Sýn“, „Beðið eftir skömminni“, titillagið „Um stund“ og „Leitina“. Platan hef- ur að geyma tólf lög, grípur við fyrstu hlustun og fer vaxandi eftir því sem oftar er á hana hlýtt. Þá er umslagið fallega hannað og í takt við innihald- ið. Skin og skúrir Valdimars Valdimar - Um stund bbbbn Breiðskífa hljómsveitarinnar Valdimar. Hljómsveitina skipa Valdimar Guð- mundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Guð- laugur Guðmundsson, Þorvaldur Hall- dórsson, Kristinn Evertsson og Högni Þorsteinsson. Hljómsveitin gefur út. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Í sókn Það er mikið lagt í aðra breiðskífu hljómsveitarinnar Valdimar, Um stund. Allt smellur saman og platan vex við hverja hlustun. Ljósmynd/Guðmundur Vigfússon Hugmyndin sem unnið erút frá í nýjustu teikni-mynd Disney-stórveld-isins, Wreck-It Ralph, er stórskemmtileg. Persónur eru sótt- ar í tölvuleiki, gamla sem nýja, og þeim gefið sjálfstætt líf. Myndin höfðar því bæði til foreldra sem ólust upp við gamla tölvuleiki á borð við Donkey Kong og barna sem vanist hafa öllu þróaðri og flóknari leikjum nútímans. Aðalpersóna myndarinnar, Ralph, er vondi kallinn í gömlum spila- kassaleik, Fix-it Felix, og hefur það hlutverk að rústa fjölbýlishúsi sem hetjan Felix „fixari“ lagfærir jafn- harðan. Ralph leiðist þetta hlutskipti sitt og þráir að vera hetja eins og Felix. Hann yfirgefur leikinn og heldur inn í annan nýmóðins og stór- hættulegan skotleik þar sem granda þarf skaðræðispöddum. Þar leiðir föngulegt herkvendi sveit þung- vopnaðra manna. Ralph stelur sér hetjuorðu í leiknum og er skotið fyr- ir slysni út úr honum í flóttahylki. Förin endar í sykursætum heimi kappakstursleiksins Sugar Rush þar sem Ralph situr fastur af ýmsum ástæðum. Þegar Felix og félagar í spilakassaleiknum komast að því að Ralph er týndur verður uppi fótur og fit, leikurinn óvirkur og hætta á að kassinn verði tekinn úr sambandi og leikurinn og allir sem honum til- heyra tortímist. Felix hefur leit að Ralph og verður ástfanginn af her- kvendinu fyrrnefnda. Allt útlit myndarinnar er eins og best verður á kosið og skemmtilega leikið með andstæður hins gamla og nýja, hægfara heim gamalla tölvu- leikja og háþróaðan heim hinna nýju. „Hvílík upplausn,“ stynur Fel- ix þegar hann sér herkvendið föngu- lega. Það vantar ekki ærslin og hamaganginn í myndina en fyndnari mætti hún vera. Sagan er ósköp þunn og teygð á langinn, í 101 mín- útu. En þetta er fínasta afþreying fyrir fjölskylduna og tveir fimm ára guttar sem fylgdu gagnrýnanda sögðu myndina „geggjaða“. Tvennir tölvuleikjatímar Sambíóin og Laugarásbíó Wreck-It Ralph bbbmn Leikstjóri: Rich Moore. Bandaríkin, 2012. 101 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Skemmdarvargur Ralph dreymir um að verða hetja eins og Felix. J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS STÓRBROTIN KVIKMYNDAVEISLA! NÁNAR Á MIÐI.IS CLOUD ATLAS KL. 8 16 PITCH PERFECT KL. 8 12 SKYFALL KL. 5.20 - 10.10 12 HOTEL TRANSYLVANIA KL. 6 7 CLOUD ATLAS KL. 4.30 - 8 16 PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 11 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 - 5.50 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 11 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.30 L DJÚPIÐ KL. 11 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS -ROGER EBERT CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 SKYFALL KL. 9 - 10.10 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 SKYFALL Sýndkl.7-9-10(Power) WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.6 PITCH PERFECT Sýndkl.8-10:15 TEDDI 2D Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 12 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Söluumboð fyrir Ray-Ban á Íslandi í 30 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.