Morgunblaðið - 15.11.2012, Page 48

Morgunblaðið - 15.11.2012, Page 48
FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Gamla heimili Steinunnar Ólínu 2. Braust Vala Matt inn hjá þér? 3. Sykursýki leggur fólk að velli 4.Nýliðinn innsiglaði sigur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigur Rós heldur í tónleikaferð um Norður-Ameríku í mars á næsta ári og verður ferðin sú umfangsmesta sem hljómsveitin hefur farið í um það svæði. Umgjörð tónleikanna verður ný og auk þess mun sveitin flytja glæný lög. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 24. mars. Þá hefur verið til- kynnt að hljómsveitin muni leika á næstu Hróarskelduhátíð í Danmörku. Morgunblaðið/Styrmir Kári Stærsta Ameríku- förin og Hróarskelda  Kristinn Sig- mundsson óperu- söngvari mun syngja hlutverk Zaccaria æðsta- prests í Nabucco eftir Giuseppe Verdi í Peking næsta vor. Með titilhlutverk óperunnar fer Placido Domingo sem hefur fært sig úr hlutverki tenórs í barítón með góð- um árangri, að mati tónlistar- heimsins. Kristinn syngur með Placido Domingo  Íslenska tísku- og hönnunarhúsið ATMO, Laugavegi 91, verður opnað í dag kl. 16.30. Í versluninni má m.a. finna fatnað, skó, gjafavöru, snyrtivör- ur og skartgripi og eru vörurnar allar íslensk hönnun. Um 60 vörumerki má finna í verslun- inni. Ásta Krist- jánsdóttir er fram- kvæmdastjóri ATMO. Um 60 íslensk vöru- merki í ATMO Á föstudag Vestlæg átt, 5-13 m/s, skýjað með köflum og stöku él, hægt vaxandi norðan- og norðvestanátt með snjókomu norðan til. Á laugardag Hvöss norðanátt og snjókoma, en þurrt að kalla fyrir sunnan. Hægari vindur suðaustan til á landinu fram eftir degi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 10-18 m/s. Hægari sunnan til. Skúrir og él og kólnandi veður, léttir til á Austurlandi. VEÐUR Íslendingar báru sigurorð af Andorramönnum, 2:0, í vin- áttulandsleik en þjóðirnar áttust við í Andorra í gær. Rúnar Már Sigurjónsson fékk óskabyrjun með A- landsliðinu en þessi 22 ára gamli miðjumaður úr Val skoraði í sínum fyrsta lands- leik og þá skoraði Jóhann Berg Guðmundsson sitt fyrsta landsliðsmark en hann lék í gær sinn 22. landsleik. »3 Óskabyrjun hjá Rúnari Má „Þetta líf er endalaus fótbolti,“ segir Skagamaðurinn Bjarki Gunnlaugsson í viðtali við Morgunblaðið en þessi sí- ungi knattspyrnumað- ur, sem lagði loks skóna á hilluna eftir langan feril í haust, er ekki hættur af- skiptum af knatt- spyrnu. Bjarki er fluttur til Nijmegen í Hol- landi þar sem hann rekur útibú frá umboðs- skrifstofu fyrir fótboltamenn. »4 Bjarki segir lífið snúast endalaust um fótbolta Sigurganga Keflvíkinga í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik hélt áfram í gærkvöld en Keflavíkur- konur unnu sinn 9. leik og eru með fullt hús stiga. Keflavík hafði betur gegn Grindavík á útivelli. Í Frosta- skjóli fagnaði KR sætum eins stigs sigri á móti Val, Haukar lögðu Njarðvík og Snæfell burstaði Fjölni. »2 Keflavíkurkonur áfram á sigurbrautinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég hef ekki farið með þessa vinnu fyrr að heiman,“ segir Laufey Skúladóttir, bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði með meiru, um jólaskreytingar sem hún og Krist- jana, tvíburasystir hennar og bankastarfsmaður á Akureyri, hafa verið að útbúa úr norðlenskri nátt- úru undanfarna daga en þeim verð- ur komið fyrir í veitingasölum og víðar á Icelandair Hótel Reykjavík Natura við Öskjuhlíð. „Nafnið á hótelinu og áherslur hótelstjórans passa svo vel við það sem við erum að gera úr náttúr- unni,“ heldur Laufey áfram og vísar til þess að hótelið, sem áður hét Hótel Loftleiðir, og umhverfi þess var tekið í gegn í fyrra með áherslu á aukna umhverfisvernd. Laufey hefur ásamt fleiri lista- mönnum rekið Gallerí Surtlu í gömlu hlöðunni á Stórutjörnum undanfarin ár. „Allt efnið sem við notum er úr Vaglaskógi og Ljósa- vatnsskarði,“ segir Laufey og máli sínu til stuðnings bendir hún á sag- aða og þurrkaða platta frá Skóg- ræktinni í Vaglaskógi, grjót, hrein- dýramosa, köngla, sortulyng, beitilyng, krækiberjalyng, bláberja- lyng, eini og ullarepli. Ekkert fer til spillis Systurnar hafa unnið að verkefn- inu á hótelinu og koma efninu hag- anlega fyrir á plöttunum og í mis- munandi stórum glervösum. „Þetta er ódýrt hráefni sem við nýtum á skemmtilegan hátt,“ segir Laufey. Það er svolítill munur á því að skreyta stof- una á Stórutjörnum og eitt stærsta hótel landsins, en systurnar taka á málinu eins og hverju öðru verkefni. „Ég undirbjó þetta vel og þess vegna höfum við getað gengið í þetta,“ segir Laufey um leið og hún hengir jólasveina- kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum á stórt jólatré. „Sólborg Steinþórs- dóttir hótelstjóri er snillingur í að hugsa þetta út, hugsar þetta allt út frá íslensku jólasveinunum og þess vegna erum við með þá í skreyting- unum. Þetta eru öðruvísi skreyt- ingar en á öðrum hótelum.“ Laufey safnar efninu á haustin og frystir þá lyngið til þess að litirnir og berin haldi sér. „Með því að taka þetta úr frysti núna helst það yfir jólahátíðina,“ segir hún áður en hún leggur smiðshöggið á verkið. „Við ætlum að vera komnar aftur heim áður en óveðrið skellur á.“ Norðlensk náttúra á Natura  Sérstakar jóla- skreytingar á hót- elinu við Öskjuhlíð Morgunblaðið/RAX Jól Kristjana og Laufey Skúladætur sjá um skreytingar fyrir jólahlaðborðið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Það er nóg að gera á kúabúinu á Stórutjörnum. Hjónin eru með 230.000 lítra kvóta, um 45 til 50 kýr og auk þess 150 kindur. Þau sluppu við skaða í óveðrinu í septem- ber, smöluðu daginn áður og voru því með allt fé inni. „Við vorum mjög heppin,“ segir Laufey, sem nefnir gallerí sitt eftir einni rollunni. „Ég kem inn í svona verkefni með henni,“ segir Kristjana um jólaskreytingarnar og leggur áherslu á að stutt sé frá Akureyri í sveitina. Föndrið sé líka góð leið til þess að tengjast náttúrunni. „Þetta er dásamlegt og getur ekki verið skemmtilegra,“ segir hún. „Við göngum líka mikið og erum miklar berjakonur,“ botnar Laufey. Náttúrubörn að norðan KRISTJANA OG LAUFEY SKÚLADÆTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.