Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 12
É g er alin upp af miklum matarsnillingi, Steinunni Guðlaugsdóttur mömmu minni, og tók náttúrlega eitt og annað með mér þegar ég flutti að heiman,“ segir Oddný Magnadóttir matgæðingur og verslunarkona. „Mamma var langt á undan sinni samtíð þegar kom að matargerð. Hún notaði aldrei unnar mat- eða kjötvörur og bakaði öll brauð og bakkelsi. Hún gerði mikið af alls konar fiskréttum og heilsuréttum og á meðan flestar húsmæður voru enn að sjóða ýsu og steikja kjötbollur fór mamma á námskeið í gerbakstri og lærði að elda grillmat, fisk-, bauna- og grænmetisrétti. Ég verð reyndar að viðurkenna að bauna- og græn- metisréttatímabilið var erfiður tími hjá okkur systkinunum og pabba. Sjálf byrjaði ég eiginlega ekki að elda fyrir alvöru fyrr en ég var kom- in hátt á þrítugsaldurinn. Ég hef mjög gaman af því að dunda mér í eldhúsinu og lít á það sem slökun eftir langan vinnudag. Maðurinn minn er veiðimaður þannig að hrá- efnið er alltaf til staðar, bæði lax og silungur, og svo villibráð en við borð- um töluvert af henni.“ Afmæli á jólum Oddný segir að sér þykir gaman að Mér finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt í matargerði ,þó að það slái kannski ekki alltaf í gegn. „Ég nýt þess líka að elda ofan í mig eina og þá útbý ég helst Mið- jarðarhafsmat, léttan og ferskan. Annars er ég ósköp venjulegur kjöt- súpukokkur; engir stælar, bara ástríða fyrir mat og bragði sem rek- ur mig áfram og svo finnst mér svo gott að borða.“ Aðspurð segist Oddný vera mikið jólabarn. „Mér finnst jólin, og þá að- allega aðventan, vera himneskur tími. Undanfari jólanna er eiginlega skemmtilegasti tími ársins. Svo á ég afmæli um jólin og geri alltaf tölu- vert mikið úr því.“ Bláberjavín með biscotti Oddný kst halda í hefðir í jólaund- irbúningnum. „Við Unnur vinkona mín tökum alltaf einn dag í upphafi aðventu og gerum hreindýrapaté og kjúklingalifrarpaté með vill- isveppum og púrtvíni og alls konar chutney og sultur. Bökum sörur og biscotti og dundum okkur heilan dag í eldhúsinu við kertaljós og tónlist. Ég geri alltaf konfekt en baka yf- irleitt ekki mjög mikið, fólkið mitt er ekki mikið smákökufólk. Það eru að- allega sörurnar og biscotti sem við borðum alla aðventuna. Svo hef ég gaman af því að búa til líkjöra og geri bæði aðalbláberjavín og lim- oncello; ég legg í bláberjavín að hausti og limoncello minnst átta vik- um fyrir jól,“ segir Oddný og heldur áfram „Við Lísa vinkona mín fengum eitt sinn þá flugu í höfuðið að við yrðum að læra að búa til alvörukonfekt fyr- ir jólin og fórum á námskeið hjá kon- fektmeistara, sem ég man ekki hver var enda yfir tuttugu ár síðan. Þarna eyddum við heilu kvöldi í að setja saman alls konar vínlegna ávexti og fylla döðlur og hjúpa með eð- alsúkkulaði, hnoða dýrindis súkku- laðitrufflur og velta upp úr kakói. Svo fór ég heim með afraksturinn, handviss um að ég myndi slá í gegn hjá fjölskyldunni, en það rættist ekki. Ég gerði aldrei aftur þannig konfekt.“ Rjúpur og bækur Móðir Oddnýar er húsmæðra- skólagengin og var þar aðstoð- arkennari og kennsluaðferðir skól- ans voru í hávegum hafðar. „Mamma gerði konfekt fyrir jólin, mjög einfalt, sem við borðuðum mik- ið af og spenningurinn fyrir konfekt- gerðinni var alltaf jafnmikill þegar ég var yngri. Nokkrum árum eftir mislukkað lúxuskonfektgerðaræv- intýrið ákvað ég að prófa að gera konfektið frá mömmu, sem hún lærði að búa til í Húsmæðraskól- anum árið 1963. Það er konfektið sem ég geri enn þann dag í dag og fjölskyldunni þykir alltaf jafngott.“ Oddný er fljót til svars þegar hún er spurð hvað sé það besta við jólin. „Kyrrðin sem færist yfir heimilið þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadag. Þá fyllist ég himneskum friði. Sam- veran með foreldrum og systkinum. Öll börnin mín, tengda- og barna- börn. Bækurnar, náttfötin, konfekt- ið, rjúpurnar og hláturinn. Afmælið mitt og allir dásamlegu vinir mínir sem halda upp á daginn minn með mér.“ Marsipankonfekt konfektmarsipan (ég nota Odense) þurrkaðar gráfíkjur, mjúkar og góðar steinlausar döðlur, góðar þurrkuð trönuber rúsínur heslihnetur, malaðar líkjör, ef vill núggat, ef vill (mömmu finnst það voðalega gott) hjúpsúkkulaði af bestu gerð Hægt er að útbúa alls kyns kon- fektmola, eftir smekk. Til dæmis gráfíkjumola, þá sker ég endana af gráfíkjum, set þær í matvinnsluvél og hakka þær í spað. Þá bæti ég marsipani út í og vinn það saman við fíkjurnar, skef síðan innan úr vélinni og hnoða allt saman á borði. Eða döðlumola, þá set ég döðlur í mat- vinnsluvél og hakka þær vel og hræri þeim síðan saman við marsip- anið með sömu aðferð. Í ár ætla ég að gera konfekt með þurrkuðum trönuberjum en þau fara afar vel með marsipani og súkkulaði. Það má setja hvað sem er saman við marsipanið og um að gera að leika sér svolítið. Það má leggja rús- ínur í romm eða einhvern annan góð- an líkjör og blanda þeim saman við marsipanið, ásamt við möluðum heslihnetum eða öðrum hnetum. Þegar búið er að móta litlar kúlur eru þær settar í ísskáp og kældar, þær mega alveg bíða til næsta dags, passið bara að setja matarfilmu yfir þannig að marsipanið þorni ekki og harðni. Súkkulaðið verður að vera gott, það skiptir öllu máli, og í ár ætla ég að nota ítalska súkkulaðið frá Frú Laugu. Hér eru eiginlega engin hlutföll og í rauninni er hægt að spila þetta af fingrum fram. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði, kúl- urnar hjúpaðar og skreyttar ef vill og kældar. Síðan raða ég konfektinu í smákökubox, set smjörpappír á milli laga og þá geymist það í ísskáp allan desember. beggo@mbl.is Himneskt í hálfa öld Oddný Magnadóttir matgæðingur ákvað fyrir mörgum árum að halda sig við gamla góða jólakonfektið úr Húsmæðraskólanum. Sælgæti Hægt er að útbúa alls kyns konfektmola, eftir smekk, til dæmis er upplagt að nota trönuber. ’Hér eru eiginlega engin hlutföll og í rauninni er hægt að spila þetta af fingrum fram. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólagleði Oddný Magnadóttir segist fyllast himneskum friði þegar kirkjuklukkurnar hringja inn heilög jólin klukkan sex á aðfangadagskvöld. 12 Jólablað Morgunblaðsins www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Jólagjöfin hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.