Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 38
Snorturt Upphleypingin á servíettunni gefur henni mjög skemmtilegan svip. Eins og sjá má á sjalinu er engillinn íslenskur að ætt og uppruna. H önnunarfyrirtækið Heklaíslandi hóf starfsemi sína árið 1996 og er stofnað ut- an um hönnun og list Heklu Bjarkar Guðmundsdóttur listakonu. Íslensk náttúra er inn- blásturinn í hönnuninni en íslenska sauðkindin, hesturinn, lóan, flóra Ís- lands og ósnert náttúra eru oft við- fangsefni. Hekla er útskrifuð úr fjöl- listabraut Listaháskóla Íslands. Þegar námi lauk fór Hekla hins veg- ar að prófa sig áfram með málverkið, Fljótlega má segja að hún hafi fund- ið þar sína hillu og eftir að einföld form af kindum rötuðu á strigann varð ekki aftur snúið. Þó að mikið vatn sé runnið til sjávar síðan Hekla málaði fyrstu kindina og mikil þróun og heilu vörulínurnar hafi litið dags- ins ljós krefst Hekla þess að nota málverkið sem fyrsta stig hönnunar. Ekki er haldið áfram með frekari vinnslu verk fyrr en málverkinu hef- ur verið lokið og það rétta valið. „Auðvitað er þetta tímafrekt og lengir vinnsluferla en þetta er hluti af minni sérstöðu,“ segir Hekla. „Þó að ég viti að myndinni sem ég mála sé ætlað að enda á kerti, löber eða annarri vöru vil ég ekki fara í frekari vinnslu fyrr en ég er ánægð með málverkið. Það kemur ekki til greina að tölvuvinna hluti frá grunni.“ Ört stækkandi Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt en fyrst í stað stóð Hekla ein í öllu en eftir því sem verkefnum hef- ur fjölgað hefur hún þurft að bæta við sig fólki. Nú starfa þrjár konur hjá fyrirtækinu en auk Heklu sér Guðrún Axelsdóttir um grafíska vinnslu og bókhald og Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir hefur markaðs- og kynningarmál með höndum. Jólahefð hjá mörgum Vörurnar frá Heklaíslandi eru orðnar að jólahefð á mörgum heim- ilum. „Við höfum heyrt af mörgum fjölskyldum sem finnst jólin ekki vera komin fyrr en jólaservíetturnar frá okkur eru komnar á borðið,“ seg- ir Anna Ólöf. „Þegar við komum fyrst með jólavörur vissum við ekki hvað við vorum að fara út í. Okkur fannst við þurfa að panta mikið magn að lágmarki og höfðum dálitl- ar áhyggjur af þessu.“ Þær áhyggjur reyndust ástæðu- lausar því að fyrsta pöntunin seldist fljótt upp og önnur pöntunin seldist upp á meðan hún var á leiðinni í skipi þannig að það þurfti að panta í þriðja sinn til að anna eftirspurn. Þetta voru servíettur með myndum af krökkum í rauðum lopafötum sem enn eru mjög vinsælar á jólunum „Þó okkur hafi ekki fundist það þegar á því stóð þá kann það að hafa unnið með okkur að koma með fyrstu jólalínuna fyrir jólin 2008 þegar áhersla á íslenskt jókst til muna,“ segir Anna Ólöf. „Við lentum í að geta ekki leyst út vörurnar í byrjun hruns og okkur leist ekkert á þetta til að byrja með, en að lokum komust nú vörurnar í búðirnar. Þau viðbrögð sem vörurn- ar okkar hafa fengið til þessa hafa verið okkur mikil hvatning og fyrir þau erum við mjög þakklát.“ Íslendingar vilja einfalda, íslenska hönnun Hjá Heklaíslandi er lögð mikil áhersla á séríslensk einkenni. „Við höfum séð það á þeim sýn- ingum sem við höfum farið á að okk- ar hönnun sker sig úr hvað varðar hreinleika. Hjá flestum öðrum er meira um skraut og smáatriði á með- an við höldum okkur við einfaldleik- ann og hreina hönnun. Þetta höldum við að sé meðal þess sem skapar okkur sérstöðu. Mikil áhersla er lögð á að framleiða vörurnar hér á landi en það hefur ekki alltaf reynst mögulegt. Allt sem við getum fram- leitt á Íslandi framleiðum við hér. Við höfum þó þurft að leita út fyrir landsteinana með hluti sem ekki er hægt að framleiða á Íslandi vegna tækniatriða eða annar annmarka,“ segir Anna Ólöf. Vörum fjölgar Jólakortin og merkimiðarnir hennar Heklu hafa alltaf verið vin- sæl en þegar fyrirtækið fór að hanna og framleiða fleiri jólavörur komu jólaservíetturnar með krökkunum fyrst en smám saman hefur vör- unum fjölgað. Kerti, eldspýtu- stokkar, jólapappír og löberar bætt- ust við en fyrir síðustu jól kom fyrirtækið með gjafapoka sem notið hefur mikilla vinsælda jafnt hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Í ár hefur súkkulaði verið bætt við vörulínuna en Englagott og Hrein- dýragott, eins og það er kallað, er dökkt súkkulaði sem Nói Síríus framleiðir sérstaklega fyrir Hekla- íslandi. Starfskonur Heklaíslandi vonast til að það verði góð viðbót í gjafapakkann og eigi eftir að bráðna í munni sem flestra landsmanna. Engir venjulegir englar Mikil vinna liggur að baki hönnun jólalínunnar hjá Heklaíslandi. „Ég byrjaði að mála englana í febrúar og það tók mig rúma þrjá mánuði að ljúka verkinu þannig að ég væri ánægð.“ segir Hekla. Þegar því var lokið valdi hún þrjá engla sem eru á servíettunum en hver þeirra hefur sín sérkenni. „Þá fór framleiðsluferlið í gang en engla- servíetturnar eru upphleyptar en það er nýjung sem okkur langaði til að prófa. Það fer ekkert á milli mála að englarnir eru íslenskir. Íslenskir englar klæðast flíkum með íslensku mynstri, þeir þekkjast á því,“ segir Hekla sposk. Þakklæti fyrir móttökur „Við erum þakklátar fyrir okkar útsölustaði og þær móttökur sem vörurnar okkar hafa fengið og með því að halda okkur við þá seljendur sem hafa tekið okkur vel og sýnt okkur hollustu viljum við halda tryggð við þá og sýna þakklæti okk- ar í verki. Við vonum innilega að nýja jólalínan fái eins góðar viðtökur og þær sem á undan hafa komið,“ segir Guðrún að lokum. halldorbach@gmail.com Jólavörur frá Hekla- íslandi vinsælli með hverju árinu Fimmta árið í röð býður hönnunarfyrirtækið Heklaíslandi upp á nýjar jólavörur. Jólalínan í ár einkennist af séríslenskum englum en hún hefur verið í hönnun og vinnslu síðan í febrúar. Ævintýrið hófst árið 1996. Súkkulaði Englagott og hluti af nýju jólalínunni frá Heklaíslandi. Ljósmyndir/Halldór Bachmann Fallegt Jólavörur frá Heklaíslandi verða vinsælli með hverju árinu sem líður. Guðrún, Hekla og Anna Ólöf standa þétt saman að Heklaíslandi. ’Þá kann það að hafa unnið með okkur að koma með fyrstu jóla- línuna fyrir jólin 2008 þegar áhersla á íslenskt jókst til muna. 38 Jólablað Morgunblaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.