Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 62

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 62
62 Jólablað Morgunblaðsins É g baka jólakökuna í lok október en fyrstu sneiðina fæ ég mér ekki fyrr en með síðdegiskaffinu á jóladag,“ segir Paul Newton, eigandi versl- unarinnar Pipar og salt. „Kakan þarf að standa í átta vikur og á meðan vökva ég hana reglulega með koníaki.“ Paul er fæddur og uppalinn á Englandi þar sem jólakaka tilheyrir matarhefð jólahátíð- arinnar. „Að mati flestra Englendinga er hún hreinlega ómissandi á jólum. Á mínu heimili var alltaf heimabökuð jólakaka borðuð með teinu á jóladag og ég hef sjálfur gert mína köku frá því að ég byrjaði að búa um þrítugs- aldurinn.“ Kökumix í pakka Paul lætur jólakökuna standa í tvær vikur að loknum bakstri. „Þá vökva ég hana með ko- níaki og endurtek það svo vikulega þangað til tvær vikur eru til jóla. Þá þek ég kökuna með marsipani og viku fyrir jól set ég á hana syk- urhúð og skreyti hana með marsipanfígúrum.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi fólk haft meiri tíma til að einbeita sér að jólakökugerð- inni, en hin síðari ár hafi þróunin orðið sú að margir kjósi nú að kaupa kökuna tilbúna. „Enskar jólakökur fást mjög góðar, við selj- um til dæmis hjá okkur í búðinni kökur frá tveimur gæðaframleiðendum. Við seljum ým- islegt sem þarf til kökugerðarinnar, svo sem form og sykraða blandaða ávexti. Við göngum þó ekki svo langt að selja tilbúið jólakökumix í pakka, eins og ég sá í fyrsta sinn í verslun í London í haust.“ Ensk jólakaka 350 g ósaltað smjör 350 g púðursykur 450 g hveiti 6 egg salt á hnífsoddi ½ tsk. kanill ½ tsk. múskat ½ tsk. negull 300 g sykraðir blandaðir ávextir (fæst í Pipar og salt) 450 g ljósar rúsínur 450 g kúrennur 125 g rúsínur 125 g möndluflögur 30 ml síróp ½ tsk. matarlitur 1 bolli koníak Notið springform, 23 cm í þvermál, eða tvö lítil, 18 cm í þvermál. Setjið þrjú lög af smjör- pappír á botninn og smyrjið með smjörinu. Sama gildir um hliðar formsins, þær eru huld- ar með smjörpappír og síðan er brúnum mask- ínupappír vafið utan um formið og bundið með bómullargarni. Á bökunarplötuna eru sett tvö lög af brúnum maskínupappír; kakan er bökuð í allt að sex klukkustundir og margfaldur pappír kemur í veg fyrir að hún brenni. Að þessu loknu hefst vinnan við deigið. Blandið saman í skál kúrennum, ljósum rús- ínum, venjulegum rúsínum, ávöxtum, möndlu- flögum og kryddi. Þeytið í annarri skál smjör og púðursykur uns það verður létt og ljóst og bætið svo einu og einu eggi í og hrærið saman. Sigtið hveitið og blandið í eggjahræruna. Blandið nú eggjahrærunni saman við ávext- ina og hrærið. Að lokum er matarlit blandað saman við sírópið og því bætt út í blönduna ásamt koníaki, deigið er tilbúið ef það dettur af sleif. Deigið er nú sett í formið og það má alveg fylla það því kakan lyftir sér lítið enda ekkert lyftiduft í uppskriftinni. Margir geyma kökuna nú í ísskáp fram á næsta dag en það má líka baka hana strax. Úð- ið aðeins yfir kökuna með vatni og hyljið svo með tveimur lögum af smjörpappír sem búið er að smyrja aðeins með smjöri og klippa á loftgat. Kakan er bökuð við 140 gráða hita í sex klukkustundir, en ef formin eru tvö er hún bökuð í þrjár klukkustundir. Þegar kakan hefur kólnað þarf að pakka henni inn eftir kúnstarinnar reglum. Fyrst er henni pakkað í tvöfalt lag af smjörpappír og pappírinn festur kirfilega með gúmmíteygjum. Næst er kökunni pakkað inn í álpappír og hún sett í loftþétt kökubox. Þar fær kakan að standa óhreyfð í tvær vikur. Þá er hún tekin fram og gerðar litlar holur í botn og topp með grillprjóni og koníaki hellt yfir, ca tveimur matskeiðum í hvert skipti. Þetta er endurtekið vikulega, þangað til tvær vikur eru til jóla. Marsipan og marmelaði 1 krukka hreint apríkósumauk 550 g möndlumarsipan Þegar hálfur mánuður er til jóla er kakan tekin úr umbúðunum og pensluð rækilega með apríkósumauki sem búið er að hita í potti. Það er gert til þess að marsipanið festist betur við kökuna. Möndlumarsipanið er því næst rúllað út og lagt yfir kökuna (marsipan má líka kaupa tilbúið í stórmörkuðum eða hjá bakara). Flórsykurbráð 675 g flórsykur 4 eggjahvítur 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. glýserín (fæst í apóteki) Viku fyrir jól er svo komið að skreytingu kökunnar með flórsykurbráð. Sigtið flórsykur. Þeytið eggjahvítur uns þær eru orðnar að hálf- gerðu frauði. Bætið þá saman við flórsykri, einni matskeið í einu, ofurhægt, og þeytið vel á milli. Bætið við sítrónusafa og glýseríni og haldið áfram að þeyta þangað til blandan er orðin eins og marengs. Hyljið skálina með rök- um klút og geymið í 1-2 klukkustundir þannig að loftbólur myndist á yfirborðinu. Flórsykursbráðina má lita með matarlit ef vill. Berið hana nú varlega á kökuna, byrjið á toppi hennar og jafnið bráðina út með pönnukökuspaða. Látið þorna í að minnsta kosti eina klukkustund áður en byrjað er á hliðum kökunnar. Þegar kakan er öll hulin flórsykurbráð er hún skreytt með marsip- anskrauti sem hægt er að lita í jólalegum litum að vild. beggo@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Deig Kakan inniheldur meðal annars kúrennur, ljósar rúsínur og sykraða, blandaða ávexti. Morgunblaðið/Ásdís Umbúðir Kökunni er pakkað inn eftir kúnstarinnar reglum í smjörpappír og álpappír. Bakað með hægð Jólaundirbúningurinn hefst hjá Paul Newton í lok október með enskri jólaköku sem hann nostrar við og vökvar reglulega með koníaki fram að hátíð. Morgunblaðið/Ómar Hefðir Paul Newton vandar vel til verka, en hann hefur bakað enska jólaköku á hverju ári frá því að hann byrjaði að búa um þrítugt. ’Á mínu heimili var alltaf heimabökuð jólakaka með teinu á jóladag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.