Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 107
Brownies
85 g dökkt súkkulaði
115 g ósaltað smjör
265 g sykur
2 egg
1 tsk vanillusykur
1⁄2 tsk maldonsalt
85 g hveiti
Hitið ofninn í 175°. Klæðið 20 × 20
cm form með bökunarpappír og
smyrjið það.
Bræðið súkkulaði og smjör sam-
an í potti. Takið pottinn af hitanum
og hrærið sykri, eggjum (einu í
einu), vanillusykri og salti saman
við.
Blandið hveiti saman við með
sleikju og skrapið vel niður með
hliðunum.
Hellið deiginu í bökunarformið og
dreifið úr því. Bakið í 25-30 mín-
útur.
Látið kökuna kólna og skerið hana
svo í bita. Kakan er mjög sæt og því
er tilvalið að hafa bitana smáa og
geyma þá í ísskáp.
Jólablað Morgunblaðsins 107
Súkkulaðisprungur
100 g 56% súkkulaði
2 dl hveiti
3 msk kakó
1 tsk lyftiduft
smávegis maldonsalt
60 g smjör
11⁄2 dl púðursykur
1 egg
1⁄2 tsk vanillusykur
1⁄4 tsk kardemomma
1⁄4 dl mjólk
1 dl sykur
1⁄2 dl flórsykur
Hakkið súkkulaðið og bræðið það
yfir vatnsbaði (í skál yfir sjóðandi
vatni). Látið kólna aðeins. Hrærið
saman smjör og púðursykur. Hrær-
ið egginu saman við. Bætið van-
illusykri, kardemommu og bræddu
súkkulaðinu saman við og blandið
vel saman.
Hrærið saman hveiti, kakói, lyfti-
dufti og salti í skál. Hrærið blönd-
unni saman við deigið ásamt mjólk-
inni, deigið á að vera blautt. Setjið
það í plastfilmu og geymið í ísskáp í
nokkra tíma.
Hitið ofninn í 175°. Mótið kúlur úr
deiginu og þrýstið létt á þær. Veltið
upp úr sykri og síðan vel upp úr flór-
sykri. Setjið á ofnplötu klædda bök-
unarpappír og bakið í miðjum ofni í
ca 15 mínútur.
Hvítar súkkulaðitrufflur
með piparkökuhjúp
20 g hvítt súkkulaði
1⁄2 dl rjómi
25 g smjör
fínrifið hýði af 1⁄2 sítrónu
2 msk ferskur sítrónusafi
10-15 fínmuldar piparkökur
Hitið rjómann að suðu í potti.
Takið pottinn af hitanum og hrærið
smjöri og hökkuðu súkkulaði sam-
an við. Hrærið þar til allt hefur
bráðnað saman. Bætið sítrónuhýði
og sítrónusafa saman við. Setjið
blönduna í ísskáp í a.m.k. klukku-
tíma.
Myljið piparkökurnar í mat-
vinnsluvél. Mótið kúlur úr súkku-
laðiblöndunni og veltið upp úr pip-
arkökumylsnunni. Geymið í ísskáp.
Bounty-kúlur
Fylling
50 g smjör
1⁄2 dl síróp
1⁄2 dl flórsykur
2 dl rjómi
200 g kókosmjöl
Hjúpur
200 g ljóst hjúpsúkkulaði
Setjið smjör, síróp, flórsykur og
rjóma í pott og látið sjóða í 5-8 mín-
útur, eða þar til deigið byrjar að
verða seigt. Bætið kókosmjöli sam-
an við og kælið. Rúllið í litlar kúlur,
leggið á smjörpappír og látið
standa á köldum stað í a.m.k. 1
klst.
Bræðið súkkulaðihjúpinn yfir
vatnsbaði og dýfið kókoskúlunum of-
an í. Látið hjúpinn harðna. Geymið
bounty-kúlurnar í ísskáp.
Brownies
Hafrakökur með
banönum og Nutella
Súkku-
laðisprungur
Hvítar súkkulaðitrufflur
með piparkökuhjúp
Bounty-kúlur
Hafrakökur með
banönum og Nutella
210 g hveiti
220 g sykur
1⁄2 tsk matarsódi
1⁄2 tsk salt
200 g smjör
2 stórir bananar
1 egg
175 g haframjöl
140 g Nutella
Hitið ofninn í 200°. Blandið hveiti,
sykri, matarsóda og salti saman í
skál. Skerið smjör í bita og blandið
saman við þurrefnin. Stappið ban-
ana og blandið við deigið ásamt egg-
inu. Bætið höfrum í deigið og bland-
ið öllu vel saman. Setjið Nutella út í
með hnífi, það á ekki að blandast vel
við deigið heldur að vera í klumpum
víðs vegar um deigið.
Klæðið ofnplötu með bök-
unarpappír. Notið teskeiðar til að
setja deigdropa á bökunarpappírinn
(deigið er nokkuð blautt í sér). Bakið
í 8-10 mínútur. Kökurnar má frysta.