Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 108
108 Jólablað Morgunblaðsins
Skólavörðustíg 7, Rvk, sími 551 5814, www.th.is
Verð 8.600.- kr.
Verð 11.500.- kr.
Verð 4.900.- kr.
Verð frá 4.200.- kr.
Herralúffur 7.700 kr.
Dömulúffur frá 6.500.-
Súkkulaðimús með
karamelluhúðuðum
hnetumulningi
Súkkulaðimús
1 poki Dumle-karamellur
3 dl rjómi
Karamelluhúðaðar hnetur
4 msk sykur
2 msk smjör
2 dl blandaðar hnetur (t.d.
heslihnetur, pekanhnetur og
möndlur)
Skerið Dumle-karamellur í bita og
leggið í skál. Hitið rjóma í potti að
suðu og hellið yfir karamellurnar.
Hrærið í blöndunni þar til karamell-
urnar hafa bráðnað og blandan er
orðin slétt. Geymið í ísskáp yfir nótt.
Setjið sykur, smjör og hnetur á
miðlungsheita pönnu. Hrærið reglu-
lega varlega í blöndunni. Þegar syk-
urinn er bráðnaður og byrjaður að
brúnast er blöndunni hellt á bökunar-
pappír og hún látin kólna. Í lokin er
hnetublandan grófhökkuð með hníf.
Takið karamellurjómann úr ís-
skápnum og hrærið í hrærivél þar til
réttri súkkulaðimúsaráferð er náð.
Setjið í skálar og stráið hnetumuln-
ingnum yfir.
Sírópskökur
100 g smjör við stofuhita
1 dl sykur
2 msk síróp
2¼ dl hveiti
½ tsk matarsódi (eða 1 tsk
lyftiduft)
1 tsk vanillusykur
1 tsk engiferkrydd
Hitið ofninn í 175°. Hrærið smjör,
sykur og síróp mjúkt. Blandið hveiti,
matarsóda, vanillusykri og engifer
saman og hrærið í deigið. Skiptið
deiginu í tvennt og rúllið út tvær
lengjur. Setjið lengjurnar á ofnplötu
klædda bökunarpappír og þrýstið
aðeins ofan á þær. Bakið í miðjum
ofni í 12-15 mínútur, eða þar til
lengjurnar hafa fengið á sig fallegan
lit. Látið þær kólna aðeins og skás-
kerið þær þá í sneiðar, leyfið sneið-
unum að kólna á bökunarplötunni.
Bismarck-ís
3 dl rjómi
3 eggjarauður
1 msk vanillusykur
3 msk flórsykur
2 dl mulinn bismarck-brjóst-
sykur
Skraut:
grófmulinn bismarck-brjóst-
sykur
Myljið brjóstsykurinn í smáa bita.
Hrærið eggjarauður og flórsykur
saman í skál þar til blandan verður
ljós og létt.
Stífþeytið rjóma og vanillusykur í
annarri skál. Hrærið stífþeyttum
rjómanum saman við eggjarauðu-
blönduna með sleif og bætið brjóst-
sykrinum út í.
Setjið blönduna í form og frystið í
a.m.k. 5 klst áður en ísinn er borinn
fram. Skreytið í lokin með grófmuld-
um brjóstsykri.
Karamellutoppar
3 eggjahvítur
200 g ljós púðursykur
150 g karamellukurl (Nói-Síríus)
150 g rjómasúkkulaði með
hrískúlum
Stífþeytið eggjahvítur og púð-
ursykur. Skerið súkkulaði í smáa
bita og hrærið saman við ásamt
karamellukurli.
Myndið litla toppa með teskeiðum
og bakið við 150°í ca 15 mínútur.
Jólalegar
súkkulaðibitakökur
115 g smjör
1 dl sykur
1½ dl púðursykur
1 egg
3½ dl hveiti
2⁄3 tsk salt
½ tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
½ msk kanil
½ msk engifer
½ tsk negull
200 g suðusúkkulaði
Hrærið smjör, sykur og púð-
ursykur mjúkt. Bætið eggi saman
við og hrærið vel. Bætið öllum hrá-
efnum, fyrir utan súkkulaðið, saman
við og hrærið í deig. Grófhakkið
súkkulaðið og blandið í deigið.
Hnoðið kúlur úr deiginu og leggið
á ofnplötu klædda bökunarpappír.
Bakið kökurnar við 180° í um 15 mín-
útur.
Súkkulaðimús með karamellu-
húðuðum hnetumulningi.
Sírópskökur
Bismarck-ís
Karamellu-
toppar
Jólalegar súkku-
laðibitakökur.