Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.12.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður velferðarnefndar, segir nefndina hafa fengið rangar upplýs- ingar frá velferðarráðuneytinu vegna frumvarps um eftirlitsgjald með lækningatækjum, sem staðið hefur nokkur styr um, m.a. vegna þess að það hækkar skatta á bleium, smokkum og dömubindum. „Frumvarpið kom inn í velferðar- nefnd með ákveðnum tollflokkum. Það komu inn athugasemdir við ákveðna tollflokka sem þarna heyrðu undir lækningatæki. Við fengum þær upplýsingar frá ráðu- neytinu að tollflokkarnir yrðu end- urskoðaðir í samræmi við markmið frumvarpsins. Við fengum síðar þær upplýsingar að búið væri að endur- skoða tollflokkana út frá skilgrein- ingum um lækningatæki og að það hefði aðeins verið gerð ein breyting. Flokkunin væri að öðru leyti í lagi,“ segir Sigríður og heldur áfram. Endurskoðuninni væri lokið „Ráðuneytið gaf þau svör að þarna væru þeir flokkar sem þyrfti til að þjóna mætti markmiðum lag- anna. Þannig að ég vissi hvað var þarna undir. Það sem kom mér á óvart var að við höfðum fengið upp- lýsingar sem síðan stóðust ekki. Við fengum þær upplýsingar að búið væri að endurskoða tollflokkana út frá markmiðum laganna. Sam- kvæmt frumvarpinu eru þetta vörur sem flokkast sem lækningatæki. Það kemur ekki skýrt fram að ekki eiga öll lækningatæki að lúta þessu eftirlitsgjaldi. Það er klúðrið í frumvarpinu. En þetta eru skil- greind lækningatæki. Það er vanda- málið. Það var ekki nógu skýrt af hálfu ráðuneytisins, hvorki í frum- varpinu né í þessum tollflokkum, að það væri ekki öll lækningatæki sem ættu að fara undir þetta eftirlits- gjald. Í því liggur vandinn.“ – Hversu flókið er að breyta því? „Ég á erfitt með að leggja mat á það. Ég ákvað sem formaður nefnd- arinnar að fresta umræðu um málið af því við vorum enn með fjölda mála inni í nefndinni sem þurfti að afgreiða fyrir áramót. Ég tel að það þurfi fyrst og fremst tíma til að fara yfir málið og endurskoða grundvöll þess,“ segir Sigríður Ingibjörg. Áhyggjur af tollskrám Fram kom í þingræðu Sigríðar Ingibjargar á miðvikudaginn var að áhyggjur af áhrifum gjaldsins þættu gefa tilefni til endurskoðunar. Orðrétt sagði þingmaðurinn: „Fram hafa komið áhyggjur af tollskrám og eftir eftirgrennslan mína sem formann nefndarinnar, þar sem ég hef farið aftur yfir málið, að þá tel ég fulla ástæðu til þess að fara yfir málið í nefndinni og við munum því að atkvæðagreiðslu lok- inni kalla málið til nefndar á milli 2. og 3. umræðu,“ sagði Sigríður. Pétur Reimarsson, forstöðumað- ur hjá Samtökum atvinnulífsins, kynnti sjónarmið SA fyrir nefnd- armönnum í velferðarnefnd 17. október sl., eða rúmum tveim mán- uðum áður en þingmaðurinn vék að áhyggjum hagsmunaaðila í ofan- greindri þingræðu. Var Sigríður Ingibjörg í hópi viðstaddra. Skilaði SA jafnframt inn greinargerð um málið 15. október. „Ég fór yfir umsögn SA og þá vöruflokka sem við töldum upp. Það slær mann þegar maður fer yfir tollflokkana að þar eru ekki aðeins lækningavörur, heldur líka hefð- bundnar neysluvörur, á borð við bleiur og smokka. Í frumvarpinu var lagt til að innflytjendur sem telja sig ekki vera með lækn- ingatæki geti fengið und- anþágu með umsókn til Lyfjastofnunar. Við mót- mæltum því kerfi enda væri með því verið að skapa um- stang vegna tækja sem ekki eru lækningatæki. Við bent- um á að kostnaðurinn við kerfið yrði sennilega meiri en tekj- urnar. Það kom mér á óvart að nefndin skyldi ekki breyta frumvarpinu strax.“ Upplýsingar ráðuneytis stóðust ekki  Formaður velferðarnefndar ákvað að fresta umræðu um frumvarp um gjöld á lækningatæki  Velferðarráðuneytið sagði endurskoðun tollflokka lokið  SA bentu á áhrif gjaldsins á bleiur Morgunblaðið/Arnaldur Gjöldin áttu að hækka SA bentu á að frumvarpið næði m.a. til smokka. Spurð hvort það hafi e.t.v. ekki verið nógu skýrt af hálfu ráðu- neytisins í frumvarpi um eftir- litsgjald með lækningatækjum, að ekki ættu öll lækningatæki að falla undir þetta eftirlitsgjald, segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi á skrifstofu samhæfingar og þróunar hjá velferðarráðuneytinu, að málið verði skoðað. „Hvort þetta hafi verið nógu skýrt eða ekki af hálfu ráðuneyt- isins verður skoðað og tekið upp í viðræðum við velferðarnefnd þar sem frumvarpið er nú til umfjöllunar,“ sagði Margrét. Vilhjálmur Egils- son, fram- kvæmdastjóri SA, segir það stefnu- stjórnvalda „að hnoðast áfram og hlusta ekki á málefnaleg rök, sérstaklega ef þau koma frá Samtökum at- vinnulífsins.“ Ráðuneytið skoðar málið MÁLIÐ VERÐUR RÆTT Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Íslensk stjórnvöld luku í vikunni við að greiða til baka lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í byrjun árs 2009 í kjölfar banka- hrunsins. Færeyingar urðu fyrstir þjóða til að leggja Íslendingum lið með þessum hætti á erfiðum tím- um eftir hrunið en lánið var viðbót við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ætlað að efla gjaldeyrisvarasjóð Íslands. Það var strax í október árið 2008 á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki sem Færeyingar buðust til þess að lána Íslendingum alls 300 milljónir danskra króna, jafn- virði um 6,6 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Þann 23. mars 2009 skrifuðu þeir Steingrímur J. Sigfússon, þá- verandi fjármálaráðherra, og Jó- annes Eidesgaard, færeyskur starfsbróðir hans, svo undir lána- samninginn í Þórshöfn í Færeyj- um. Þurftu íslensk stjórnvöld ekki að greiða af höfuðstóli lánsins, heldur aðeins vextina. Þeir voru hinir sömu og færeyska landstjórnin greiddi af þeim. Stefna á frekara samstarf „Þetta er nýtt og ánægjulegt hlutverk fyrir Færeyjar. Það er ánægjulegt að vera fjármálaráð- herra Færeyja og geta rétt hjálp- arhönd. Þekki einhver hvað það þýðir fyrir land að vera í kreppu, þá erum það við. Það eru aðeins 16 ár síðan við vorum sjálf í erfiðri kreppu,“ sagði Jóannes Eidesga- ard þegar bráðabrigða- lánasamningurinn var undirritaður fyrir rúmum fjórum árum. Í gær fundaði Katrín Júlíusdótt- ir, fjármálaráðherra, með Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Fær- eyja. Ræddu þau meðal annars um að efla samstarf og auka tengsl þjóðanna tveggja. Ríkisstjórn Íslands hefur jafn- framt samþykkt að standa straum af kostnaði við ráðstefnu um at- vinnu- og nýsköpunarmál landanna tveggja á næsta ári. Verður fjórum milljónum króna varið til þess verkefnis. Morgunblaðið/Kristinn Tengsl Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, og Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra Íslands, í gær. Færeyjalánið greitt upp  Urðu fyrstir til að lána Íslendingum í kjölfar bankahruns- ins árið 2008  Vilji til að efla tengslin milli þjóðanna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Fiskislóð 39 AFGREIÐSLUTÍMI TIL JÓLA: Laugardagur 22.12. kl. 10–19 ÞORLÁKSMESSA Sunnudagur 23.12. kl. 10–19 AÐFANGADAGUR Mánudagur 24.12. LOKAÐ Föstudagur 21. des., Laugadagur 22. des., Sunnudagur 23. des. frá kl. 12:00 til 20:00 Skata, Saltfiskur, Kartöflur, Rófustappa, Hangiflot Studio 29, Á horni Laugaveg Snorrabrautar, sími 511 3032, 861 2319 Skata - Skata - Skata

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.