Morgunblaðið - 22.12.2012, Side 18

Morgunblaðið - 22.12.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 2 dagar til jóla Íslensku jólasveinarnir hafa nú kom- ið við daglega kl. 11 á Þjóðminja- safninu undanfarna daga. Von er á síðustu sveinunum en Gáttaþefur kemur í dag, laugardaginn 22. des- ember, Ketkrókur 23. desember og á aðfangadag lítur Kertasníkir inn kl. 11. Ókeypis aðgangur er að jóla- sveinaskemmtun Þjóðminjasafnsins og allir velkomnir. Íslensku jólasveinarnir eru öld- ungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási bisk- upi. „Þeir eru klæddir þjóðlegu föt- unum sínum og reyna að krækja sér í það sem þá langar helst í. Þessir hrekkjóttu pörupiltar eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en finnst gott að koma í Þjóðminjasafnið því þar er svo mik- ið af gömlum munum,“ segir í til- kynningu. Síðustu sveinarnir að koma í bæinn Jólaabasar Kunstschlager að Rauð- arárstíg 1 lýkur á Þorláksmessu. Á basarnum má finna verk yfir 60 listamanna á öllum aldri og enn eru fleiri að bætast í hópinn. „Þar er til- valið tækifæri til að fjárfesta í myndlist á góðu verði og njóta jóla- stemmningar,“ segir í tilkynningu. Opið er alla daga frá kl. 16-20. Jólabasar Þá er komið að lokahelgi í Jóla- þorpinu í Hafnarfirði. Í dag, laug- ardag, verður opið eins og venju- lega kl. 13-18, en á Þorláksmessu verður opið frá kl. 13-22. Efnt verður til jóla- og friðargöngu eins og fyrri ár á Þorláksmessu, en það eru Rótarýklúbburinn Straumur og Hafnarfjarðarbær sem standa fyrir göngunni. Gangan hefst hjá Fríkirkjunni kl. 19.30 og endar í Jóla- þorpinu klukkan 20. Kammerkór Hafnarfjarðar leiðir gönguna með söng. Í Jólaþorpinu verða síðan hátíðlegir Þorláksmessutónleikar kl. 20 með þeim Sigríði, Elísabetu og Elínu Eyþórsdætrum. Lokahelgi í Jólaþorpinu í Hafnarfirði Í dag, laugardag, eru síðustu for- vöð fyrir fólk að velja sér jólatré í Fossárskógi í Hvalfirði. Skógurinn er opinn fyrir alla sem vilja koma frá kl. 10.30 til 15.00. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbygg- ingar útivistarsvæðis í Fossárskógi. Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga þetta svæði og hafa plantað þar í 40 ár. Til að komast í skóginn er ekið inn Hvalfjörðinn yfir Laxá framhjá Hálsi í Kjós, Hvammsvík og framhjá Hvítanesi. Fossá er síðan fljótlega á hægri hönd, svæðið er vel merkt og við flöggum íslenska fánanum og fána Fossár skógrækt- arfélags. Opið í skóginum Sunna Óska Logadóttir sunna@mbl.is Þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands fann tveggja vetra hryssu sem var frosin föst úti í miðri tjörn þegar sveitin leitaði strokufangans Matt- híasar Mána Erlingssonar í grennd við fangelsið á Litla-Hrauni í fyrra- dag. Hryssan var illa á sig komin en er nú að braggast. Bersýnilega frosið föst „Við vorum að leita þarna í kring- um fangelsið þegar við rákum augun í hestinn þar sem hann stóð úti í miðri tjörn, en það var allt í litlum tjörnum þarna. Það var bersýnilegt að hann var frosinn fastur,“ segir Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ákveðið var að breyta leitinni að fanganum í björgun og var þyrlunni lent við næsta sveitabæ. Þar ræddu gæslumenn við bóndann sem ætlaði að aka á staðinn og bjarga hrossinu. „Hesturinn átti væntanlega ekki mikið eftir. Það sást ekkert í tjörn- ina né hestinn frá veginum og það var í raun engin leið að sjá hann nema að vera í haganum.“ Þar sem bóndinn ók af stað hélt þyrlusveitin áfram leit sinni að fang- anum. „Við renndum svo aðeins síð- ar yfir svæðið aftur og sáum að bóndinn var í vandræðum með að komast á svæðið. Þannig að við lent- um hjá honum, tókum hann og ann- an mann upp í og flugum með þá að hestinum. Þeim tókst að brjóta ísinn, losa hestinn og koma honum á þurrt land,“ segir Björn. Dýralæknir gerði kraftaverk „Hryssan er að braggast,“ segir Steinn Skúlason á Eyrarbakka, faðir Skúla, eiganda hryssunnar. „Við héldum að hún myndi drepast, hún var svo illa á sig komin. Í gær vorum við að því komnir að aflífa hana en svo kom dýralæknir og gerði krafta- verk. Hún stóð upp og er á réttri leið.“ „Ég, sonur minn og fleiri fórum strax á staðinn og þá var ástand hennar orðið mjög lélegt,“ segir Steinn, en sonur hans, Skúli, er eig- andi hryssunnar. „Við urðum að setja hana í traktorsskóflu og flytja hana þannig heim í hús.“ Feðgarnir settu sig í samband við dýralækni og hryssan fór undir teppi og reynt var með öllum ráðum að hnoða í hana hita og líf. „Hún hefur legið á ísnum í ein- hvern tíma, ég veit ekki hve lengi,“ segir Steinn. Hann segir hryssuna líklega hafa runnið á ísnum á tjörn- inni og ekki getað staðið upp aftur. Hins vegar hafi hún reynt það af öll- um mætti, örmagnast og svo kólnað og loks frosið föst við ísinn. „Svo lá hún alveg flöt inni í hest- húsi hjá mér undir teppi. Í gær kom dýralæknirinn og gaf henni stera og fljótlega stóð hún upp. Þegar hún stóð upp urðum við vonbetri um að hún myndi hafa þetta af.“ Ætla að nefna hana Þyrlu Steinn segir hryssuna, sem er mó- vindótt að lit, í miklu uppáhaldi hjá Skúla syni sínum. Hún sé undan Glym frá Skeljabrekku og því talin efnileg. Hún er þó aðeins tveggja vetra og hingað til hefur hún ekki haft nafn. En eftir þessar hremm- ingar, fær hún þá nafn? „Já, við erum að hugsa um að kalla hana Þyrlu,“ segir Steinn þótt það sé ekki endanlega ákveðið. Steinn segir alveg á hreinu að hefði þyrluáhöfnin ekki komið auga á hana hefði hún drepist. „Þeir björguðu henni, blessaðir dreng- irnir. Svo útkallið var ekki til einsk- is, þótt strokufanginn hafi ekki fund- ist,“ segir Steinn sem segir að hryssan verði í miklu dekri yfir jólin. Leit breyttist í björgun hryssu úr íshafti Ljósmynd/Guðmundur Karl Hresst hross Skúli Steinsson, eigandi hryssunnar, eftir að hann endurheimti hrossið sem sat fast í vök. Þyrla Land- helgisgæslunnar sá hrossið þegar hún var við fangaleit. Hryssan braggaðist fljótlega eftir komu dýralæknis.  Sat föst í fros- inni tjörn þegar þyrlan flaug yfir Sjálfstæðisflokkurinn • www.xd.is PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 26. janúar 2013 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefst þann 27. desember og verður sem hér segir: Akureyri: Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi/Mýrarveg Tengiliður: Guðmundur Skarphéðinsson 892-1846 Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 14. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 14. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 14. Frá 16. janúar til 25. janúar, virka daga frá 15- 18 og helgina 19. og 20. janúar frá kl. 10- 14. Egilsstaðir: Kaupvangur 2, 2. h. Tengiliður: Þórhallur Harðarson 892-3091 Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 14. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 14. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 14. Frá 16. janúar til 25. janúar, virka daga frá 15- 18 og helgina 19. og 20. janúar frá kl. 10- 14. Ólafsfjörður: Túngata 19 Tengiliður: Þorbjörn Sigurðsson 867-5414 Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 14. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 14. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 14. Frá 16. janúar til 25. janúar, virka daga frá 15- 18 og helgina 19. og 20. janúar frá kl. 10- 14. Seyðisfjörður: Golfskáli Seyðisfjarðar Tengiliður: Svava Lárusdóttir 861-3295 Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 14. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 14. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 14. Frá 16. janúar til 25. janúar, virka daga frá 15- 18 og helgina 19. og 20. janúar frá kl. 10- 14. Fjarðabyggð: Hótel Capitano, Hafnarbraut 50, Neskaupstað Tengiliður: Magni Kristjánsson 861-4747 Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 14. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 14. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 14. Frá 16. janúar til 25. janúar, virka daga frá 15- 18 og helgina 19. og 20. janúar frá kl. 10- 14. Reykjavík: Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll 2. – 25. janúar, virka daga kl. 9–17. Tengiliður: Petrea Jónsdóttir 515-1715 Grímsey Fimmtudaginn 27. desember kl. 10- 12. Föstudaginn 28. desember kl. 10- 12. Miðvikudaginn 2. janúar kl. 10- 12. Tengiliður: Bjarni Magnússon Athugið: Kjósa skal sex frambjóðendur hvorki fleiri né færri. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn búsettir í Norðausturkjördæmi sem náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdaginn. Einnig þeir sem eiga kosningarétt við alþingiskosningar í vor og undirrita inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar 26. janúar nk. Kjósendur þurfa að vera viðbúnir því að sýna persónuskilríki. Nánari upplýsingar – sjá www.islendingur.is og www.xd.is Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.