Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það hafa orðið tafir á þessu vegna mikilla efa- semda sem fjárfestar hafa um fjárfestingar á Ís- landi og stöðu efnahagsmála. Því miður hefur gengið verr að sannfæra menn um það að staðan á Íslandi sé ekki eins erfið og margir telja. Fjár- festar sýna verkefninu ennþá áhuga og viðræður halda áfram. Þetta mun því tefjast eitthvað áfram,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórn- arformaður Situsar, en félagið hefur verið í við- ræðum við erlenda fjárfesta um að fjármagna og reisa hótel við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Efasemdir um gjaldmiðilinn Vonir stóðu til að skrifa undir samninga sl. vor um byggingu nærri 270 herbergja hótels við Hörpu. Áttu framkvæmdir að hefjast á þessu ári og hótelið skyldi opnað árið 2015. Pétur segir ljóst að þessar áætlanir muni ekki alveg ganga eftir. „Fyrst og fremst er það gjaldmiðillinn sem fjár- festarnir hafa efasemdir um og hversu óstöðugur hann er og ótryggur. Við erum í reglulegum við- ræðum og skiptumst á upplýsingum. Þessi stærri fyrirtæki hafa öflugar hagdeildir sem vilja halda þeim í ákveðnu skjóli og öryggi,“ segir Pétur. Félagið Situs heldur utan um lóðarréttindi Hörpu og hefur verið í viðræðum við fjárfestana. Áformin hafa miðast við 264 herbergja hótel, fjög- urra eða fimm stjörnu með tilheyrandi aðstöðu eins og veislu- og fundarsölum, veit- ingahúsi, líkamsrækt og bíla- geymslu með 180 stæðum, svo það helsta sé nefnt. End- anlegar teikningar fyrir hót- elið liggja ekki fyrir en of- anjarðar er gert ráð fyrir að byggingin standi sjálfstæð við hliðina á Hörpu, þar sem nú er opinn grunnur sunnan við tónlistarhúsið. Neð- anjarðar yrði gangur á milli bygginganna og um leið á milli bílakjallaranna. Ein besta lóðin á Norðurlöndum „Við höfum ekkert gefist upp. Við vitum að þetta er ein besta hótellóðin á Norðurlöndum í dag og menn gera sér grein fyrir því. Þess vegna er þetta mál ennþá lifandi,“ segir Pétur J. Eiríks- son. Hótelfjárfestar hræddir við Ísland  Tafir á viðræðum um fjármögnun Marriott-hótels við Hörpu  Fjárfestar hafa efasemdir um stöðu efnahagsmála á Íslandi  Framkvæmdir áttu að hefjast á þessu ári og hótelið opnað 2015 Morgunblaðið/Júlíus Harpa Óljóst hvenær eða hvort hótel rís. Harpa sameinuð » Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa var opnað í maí árið 2011. » Um tvær milljónir gesta hafa sótt húsið heim. » Verið að sameina öll félög um rekstur hússins undir einn hatt; Harpa - tónlistar- og ráð- stefnuhús ehf. » Félagið Austurhöfn mun heyra sögunni til en Situs heldur áfram utan um lóðarmálin. » Marriott er ein stærsta hótelkeðja heims, með um 3.700 fasteignir í 74 löndum undir sín- um merkjum. Pétur J. Eiríksson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Alls hafa 22 geislafræðingar á Land- spítalanum í Fossvogi sagt upp störfum vegna óánægju með breyt- ingar á vaktafyrirkomulagi. Þetta er stór hluti geislafræðinga í Fossvogi og langflestir þeirra sem ganga vaktir. Alls starfa 69 geislafræðingar á Landspítalanum; 9 á geislaeðlis- fræði- og geislameðferðardeild og 60 í myndgreiningu, þar af 32 í Foss- vogi og 28 á Hringbraut. Bætast þessar uppsagnir við óánægju fé- lagsmanna vegna endurnýjunar stofnanasamnings, sem ekkert þok- ast áfram. Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir félagið ekki eiga aðkomu að uppsögnunum, um sé að ræða ákvarðanir geisla- fræðinganna sjálfra sem séu orðnir langþreyttir á stöðugum breytingum á vinnutíma. „Mér skilst að þetta sé í fimmta sinn frá árinu 2008 sem er verið að hringla með vaktirnar. Nú fannst þeim nóg komið,“ segir Katr- ín en breytingin að þessu sinni sneri aðallega að því að bæta við vöktum fram á kvöld en flestir geislafræð- inganna í Fossvogi hafa gengið vakt- ir, eða 27 af 32. Katrín óttast að fleiri muni segja upp. „Geislafræðingar tilheyra stétt sem hefur orðið á eftir í kjörum. Þeir eru orðnir langþreyttir á ástandinu. Þetta hefur verið svona síðan löngu fyrir kreppu, kjör geislafræðinga bötnuðu ekkert í góðærinu. Starfið hefur breyst mikið í seinni tíð og menntunin um leið, en það hefur hins vegar ekki skilað sér í bættum kjör- um,“ segir Katrín. Geislafræðingar segja upp störfum Morgunblaðið/ÞÖK Geislafræðingar Mikil óánægja ríkir innan stéttarinnar með kaup og kjör.  Nú fannst þeim nóg komið, segir formaður Félags geislafræðinga  Óánægja með breytt vakta- fyrirkomulag á Landspítalanum í Fossvogi  22 hafa sagt upp  Stór hluti þeirra sem ganga vaktir Tónlistin færir mörgum nauðsynlegan innblástur þeg- ar þeir stunda líkamsrækt. Þessi ungi menntskælingur lét ekki kuldann á sig fá og skokkaði við Reykjavíkur- tjörn með tónhlöðu í hendinni. Morgunblaðið/Ómar Ljúfir tónar og létt skref Margir skokka í kringum tjörnina sér til heilsubótar Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu hafa borist 5-7 nýjar kærur á hendur Karli Vigni Þor- steinssyni sem grunaður er um að eiga að baki áralanga sögu misnotkunar gegn börnum. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar er um að ræða full- orðna einstaklinga í öllum til- vikum. Í kærunum kemur fram að brotin eru nýleg og því ekki fyrnd. „Um er að ræða 5-7 einstaklinga sem leggja fram kæru. Þetta eru allt kærur fullorðinna einstaklinga gegn Karli Vigni í eigin nafni. Í þessum tilvikum er um að ræða nýleg brot sem eiga að hafa gerst þegar fólk var á fullorðinsaldri,“ segir Björgvin. vidar@mbl.is 5-7 nýjar kærur gegn Karli Vigni  Fullorðnir ein- staklingar kæra nýleg ófyrnd brot Björgvin Björgvinsson Félag geislafræðinga hefur ver- ið í viðræðum við stjórnendur Landspítalans um endurnýjun stofnanasamnings fyrir stétt- ina. Félagið skilaði nýverið inn drögum að slíkum samningi. Haldnir hafa verið tveir fundir, sem engu hafa skilað, að sögn Katrínar. Ekki er búið að boða nýjan fund. „Viðbrögðin sem félagið hef- ur fengið eru á þá leið að ekkert sé hægt að gera fyrir geisla- fræðinga, ekkert sem kostar peninga,“ segir Katrín. Gengur ekkert STOFNANASAMNINGUR Um helmingur sjúklinga á einni af endurhæfing- ardeildunum á Landakoti er með einkenni nórósýkingar og hafa þeir verið settir í ein- angrun. Þá hafa kröfur um sýk- ingavarnir á deildinni verið hertar. Að sögn Vilhelmínu Haralds- dóttur, framkvæmdastjóra á lyf- lækningadeild, hefur verið einkar mikið um nórósýkingar í samfélag- inu síðustu vikur. Þær berist inn á spítalann með veiku fólki og þá sé fólk að smitast inni á spítalanum. Þó hefur ekki verið mikið um það að sögn Vilhelmínu enda hefur reglum um sýkingavarnir verið fylgt fast eftir. Vilhelmína segir að óvenjulega erfitt sé að berjast við nórósýkingar í ár. Húsakostur spít- alans hjálpi þar ekki. Mun auðveld- ara sé að koma í veg fyrir smit séu sjúklingar í einbýli en erfiðara sé að viðhalda sýkingavörnum þurfi sjúklingar að deila salerni. Helmingur með nóró- sýkingu  Húsakostur tor- veldar baráttuna Pest Nórósýking getur verið skæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.2013)
https://timarit.is/issue/370835

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.2013)

Aðgerðir: