Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 16
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga
skipt eftir sviðum Landspítalans
Kvenna- og barnasvið
Dagdeild BH
Bráðamóttaka BH
Barnadeild
Kvenlækningadeild
Lyflækningasvið
Öldrunarlækningadeild F
Lungnadeild
Endurhæfingardeild
Hjartagátt
Smitsjúkdómadeild
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Skilunardeild
Taugalækningadeild
Hjartadeild
Lyf- og húðlækningadeild
Heimahlynning
Krabbameinslækningadeild
Meltingar- og nýrnadeild
Blóðlækningadeild
Hjarta- og æðaþræðingastofur
Skurðlækningasvið
Bæklunarskurðdeild
Dagdeild skurðlækninga F
Skurðstofur K - rekstur
Heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild
Göngudeild þvagfærarannsókna
HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Skurð- og þvagfæraskurðlækningadeild
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Gjörgæsla H
Svæfing H
Dagdeild skurðlækninga H
Skurðstofur H - rekstur
Gjörgæsla F
Skurðlækningadeild
Svæfing F
Skurðstofur F - rekstur
10 20 30 40 50 60 70 80
Hjúkrunarfræðingar á deild Þar af sem hafa sagt upp störfum
Hlutfall (%) sem hefur sagt upp
4/1
19/7
34/13
18/8
10/1
24/3
18/3
18/3
22/4
5/1
19/4
22/5
46/11
12/4
8/4
20/10
27/14
21/11
7/5
23/1
10/1
16/2
22/3
7/1
20/6
27/10
23/9
48/19
31/13
9/4
33/18
55/31
21/13
24/15
29/22
25,0%
36,8%
38,2%
44,4%
10,0%
12,5%
16,7%
16,7%
18,2%
20,0%
21,1%
22,7%
23,9%
33,3%
50,0%
50,0%
51,9%
52,4%
71,4%
4,3%
10,0%
12,5%
13,6%
14,3%
30,0%
37,0%
39,1%
39,6%
41,9%
44,4%
54,5%
56,4%
61,9%
62,5%
75,9%
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Að óbreyttu munu 260 hjúkrunar-
fræðingar hætta störfum á Land-
spítalanum 1. mars nk. Tuttugu bæt-
ast við 1. apríl sem sögðu upp um
áramótin. Af þessum 280 hjúkr-
unarfræðingum eru 168 á skurð-
lækningasviði, 83 á lyflækningasviði
og 29 á kvenna- og barnasviði. Eng-
ar uppsagnir hafa verið á öðrum
sviðum spítalans, eins og á bráða-
sviði og geðsviði.
Alls eru starfandi 1.348 hjúkr-
unarfræðingar á spítalanum í 1.020
stöðugildum.
Uppsagnirnar
280 ná til ríflega
213 stöðugilda.
Þær jafngilda
því að fimmti
hver hjúkr-
unarfræðingur
hefur sagt upp
störfum. Hlut-
fallslega eru þeir
flestir á skurð-
lækningasviði,
eða 37,5%. Á lyflækningasviði er
hlutfallið 18,5% og 17% á kvenna- og
barnasviði.
Nái uppsagnirnar fram að ganga
koma þær mishart niður á ein-
stökum deildum sviðanna, eins og
sést hér til hliðar. Þannig hafa um
75% hjúkrunarfræðinga á skurð-
stofu í Fossvogi sagt upp og 71% á
hjarta- og æðaþræðingastofum á
Hringbraut, svo dæmi séu tekin.
Yrði grafalvarlegt
Hjúkrunarfræðingar eru með
kjarasamning fram á næsta ár en ár-
angurslausar viðræður hafa staðið
yfir um endurnýjun stofnanasamn-
ings fyrir þá. Svonefnd friðarskylda
ríkir og Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga er á samningstíma ekki
heimilt að boða til verkfalls. Fé-
lagsmenn geta hins vegar sagt upp
þegar þeir vilja.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, segir það vissulega graf-
alvarlegt mál ef uppsagnirnar taka
gildi. „Við þyrftum þá að breyta
starfseminni verulega og þjónustan
á skurðstofum og gjörgæslu yrði
ekki sú sama. Það segir sig sjálft að
svona brottfall hefur áhrif, þegar
uppsagnir eru komnar upp í 20% á
vinnustað sem búið er að tálga allt af
sem hægt er. Við vonumst hins veg-
ar til þess að það takist að leysa
þetta,“ segir Björn en fulltrúar spít-
alans og hjúkrunarfræðinga hafa átt
í viðræðum síðustu vikur.
Flestir á skurðdeildum
280 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp á Landspítalanum
Þar af 168 á skurðlækningasviði Vonast er eftir lausn
Björn
Zoëga
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Anna Lilja Þórðardóttir
annalilja@mbl.is
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar
hefur gengið frá samningi við Jón
Pálma Pálsson um starfslok hans
sem bæjarritara. Jón Pálmi hefur að
eigin frumkvæði endurgreitt bæjar-
sjóði tæplega 230.000 krónur vegna
ofgreidds aksturskostnaðar. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
bæjarstjórninni.
Kveikjan að því að málið var upp-
haflega tekið til skoðunar á vett-
vangi Akraneskaupstaðar var
ábending frá Samtökum sveitarfé-
laga á Vesturlandi um að bæjarritar-
inn, fulltrúi Akraneskaupstaðar í
stjórnum Heilbrigðiseftirlits Vestur-
lands og Menningarráðs Vestur-
lands, krefði fleiri en einn aðila um
akstur og þóknun fyrir setu á sömu
fundum.
Lögmenn og endurskoðendur
Akraneskaupstaðar könnuðu málið í
framhaldinu að ósk formanns bæjar-
ráðs. Í áliti þeirra kemur fram að
bæjarritarinn hafi ekki farið að
reglum sem gilda hjá Akranes-
kaupstað varðandi greiðslur fyrir
bifreiðaafnot. Hann hafi krafið í
nokkrum tilvikum um greiðslu og
fengið greitt í tvígang fyrir sama
aksturinn á árunum 2011 og 2012.
Málin varða Akraneskaupstað ann-
ars vegar og Heilbrigðiseftirlit Vest-
urlands eða Menningarráð Vestur-
lands hins vegar.
Í áliti lögmanna og endurskoð-
enda Akraneskaupstaðar kemur
einnig fram að bæjarritarinn hafi í
nokkrum tilvikum krafið um og
fengið greitt fyrir sömu fundina hjá
fleiri en einum aðila en setið fundina
í nafni Akraneskaupstaðar. Þetta
samrýmist ekki reglum sem gilda
um fundargreiðslur hjá Akranes-
kaupstað.
„Málinu lokið af okkar hálfu“
„Við mátum það svo að þær skýr-
ingar sem voru gefnar í greinargerð
væru ekki nægilega sannfærandi til
að koma í veg fyrir þann trúnaðar-
brest sem orðinn var,“ segir Sveinn
Kristinsson, forseti bæjarstjórnar
Akraness, um málefni Jóns Pálma
sem var settur bæjarstjóri og hafði
starfað í 25 ár hjá bænum. „Hann
fær sinn uppsagnarfrest og fimm
mánaða laun til viðbótar,“ segir
Sveinn.
Starfslok vegna
gruns um fjársvik
Endurgreiddi bænum 230 þúsund
krónur Fékk aksturinn ofgreiddan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Akranes Styr ríkir á Akranesi í
kjölfar starfsloka bæjarritara.
„Þau vinnubrögð sem bæjarstjórn hefur viðhaft í þessu máli eru for-
dæmalaus og þegar litið er til meðalhófs og tilefnis aðgerðanna í and-
stöðu við almennar reglur stjórnsýslulaga. Staðreyndir málsins eru þær
að í ljós kom að ég hafði fengið ofgreiddan bifreiðarstyrk,“ segir Jón
Pálmi Pálsson, fyrrverandi bæjarritari Akraness, í yfirlýsingu.
Niðurstaða rannsóknar endurskoðanda og lögmanns kaupstaðarins
leiddi í ljós að Jón hafði fengið 230 þúsund krónur ofgreiddar á tíma-
bilinu. „Mistök mín voru óveruleg eins og fjárhæð endurgreiðslunnar ber
með sér og enginn vafi uppi um önnur störf mín sem bæjarritari, sem
spanna aldarfjórðung. Bæjarstjórn hafnaði því að ég kæmi aftur til
starfa, enda reiddi hún hátt til höggs áður en upplýsingar lágu fyrir, “seg-
ir Jón Pálmi m.a. í yfirlýsingunni.
„Mistök mín óveruleg“
JÓN PÁLMI GAGNRÝNIR VINNUBRÖGÐ BÆJARSTJÓRNAR
Sigurður Ingi Jó-
hannsson alþing-
ismaður hlaut
100% gildra at-
kvæða í fyrsta
sætið á lista
Framsóknar-
flokksins í Suður-
kjördæmi. List-
inn var sam-
þykktur á
fjölmennu kjör-
dæmisþingi framsóknarmanna í
Suðurkjördæmi á laugardaginn var
á Hótel Selfossi. 450 manns mættu á
tvöfalda kjördæmisþingið sem kaus
um sjö efstu sætin og samþykkti
aukafundur í kjölfarið listann í
heild sinni.
Þrír sóttust eftir öðru sætinu.
Það voru þau Silja Dögg Gunnars-
dóttir, Páll Jóhann Pálsson og Birg-
ir Þórarinsson sem kepptu um sæt-
ið og hafði Silja Dögg vinninginn
með rúmlega 60% atkvæða. Páll Jó-
hann hlaut 3. sætið með 66% at-
kvæða. Í fjórða sæti er Haraldur
Einarsson og Fjóla Hrund Björns-
dóttir er í því fimmta.
Fékk 100% kosn-
ingu í 1. sætið
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir þá sem hönnun