Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 41
Leikhús Skoppa og Skrítla sjá um leikhúsaðlögun íslenskra barna. AF BARNALEIKHÚSI Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Allra yngsta kynslóðin hefur ásíðastliðnum árum verið við-urkennd sem áhorfenda- hópur innan leikhúsanna. Fyrir ekki svo löngu var Brúðubíllinn nánast það eina sem var í boði fyrir börn undir fjögra ára aldri. Það var síðan árið 2004 sem vinkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirs- dóttir áttuðu sig á því að eitthvað lít- ið var um að íslenskt mynd- og sviðs- efni væri aðgengilegt fyrir þennan hóp og réðust þær í gerð myndar- innar Skoppa og Skrítla í Hús- dýragarðinum. Einfaldleikinn sigr- aði yfirhlaðna framleiðslu og þessar litríku vinkonur læddu sér inn í hjörtu yngstu þegna landsins. Það má segja að Hrefna og Linda séu á vissan hátt brautryðjendur þegar kemur að metnaði og framleiðslu á efni fyrir þennan hóp en þær hafa sett upp leiksýningar hérlendis og erlendis, gefið út hljómdiska, kvik- mynd og sjónvarpsþætti og eru hvergi nærri hættar.    Síðan Þjóðleikhúsið setti fyrstupp sýningu með þeim stöllum hafa reglulega sprottið upp leikhús- perlur fyrir yngstu kynslóðina. Má þar til dæmis nefna Litla skrímslið og stóra skrímslið, brúðusýningar Bernds Ogdrodniks og Skrímslið litla systir mín. Sumum leikurum er líka einkar vel lagið að leika fyrir lít- il börn en það er vandaverk. Leik- arar eins og Friðrik Friðriksson, Guðjón Davíð Karlsson og að sjálf- sögðu Hrefna og Linda ættu að vera fastráðnir á öllum ungbarnasýn- ingum leikhúsanna. Spariklæddir og smáfættir leikhúsgestir mættu í Borgarleikhúsið um síðustu helgi með bros á vör til að sjá fyrstu sýn- ingu þeirra vinkvenna, Skoppa og Skrítla í leikhúsinu. Sýning sem hef- ur verið tekin upp að nýju en hún var fyrst sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 2006. Lítil augu stækkuðu um helming og hökur féllu niður í Litríkir boðberar kærleika og gleði bringu þegar goðin í litríku fötunum tóku á móti gestum sínum. Öllum var fagnað og allir sem vildu fengu sína stund með Skoppu og Skrítlu hvort sem það var í formi faðmlags, myndatöku eða kveðju.    Það þarf að kenna þessum litlukrílum að vera í leikhúsi og það gera Skoppa og Skrítla listavel. Þær bjóða börnunum að fara fram þegar þau vilja hvíla sig á sviðsleiknum, benda þeim sem á horfa á að sitja á rassinum en taka vel móti þeim sem eiga bágt með að fylgja þeirri reglu og príla upp á svið. Þær setja líka fingur á munn til að ítreka að í leik- húsum á að vera hljóð en innleggjum barna er samt sem áður fagnað og er reyndar stór hluti af uppsetningu þeirra. Sýningin er tilvalin sem fyrsta leikhúsreynsla barna enda hálfgerð leikhúsaðlögun.    Líkt og þær Hrefna og Lindalögðu upp með í upphafi ræður einfaldleikinn för í sýningum þeirra. Það eitt þegar Skrítla lætur Skoppu elta ljós fær börnin til að veltast um af hlátri. Börnunum finnst þau líka fá að eiga sinn hlut í sýningunni þeg- ar áhugasömum börnum er hleypt upp á svið og saman er kominn barnakór. Einn hængur er þar þó á. Kórnum fylgja of margir foreldrar með myndavélar og eiga þeir til að skyggja á síður hugrakka áhorf- endur sem sitja í fangi foreldra sinna.    Lítil tveggja ára vinkona undir-0ritaðrar hélt á jólaball um há- tíðarnar. Hún fékk þær fréttir að þar myndu koma fram jólasveinninn og Skoppa og Skrítla. Eftirvænting eftir jólasveininum bliknaði í sam- anburði við tilhlökkunina að fá að hitta þær Skoppu og Skrítlu. Eflaust eru þær ígildi nýs jólasveins. Þær eru boðberar kærleika og gleði og þær eiga ekki vafasama fortíð líkt og rauðklæddu bræðurnir þrettán. »Einfaldleikinnsigraði yfirhlaðna framleiðslu og þessar litríku vinkonur læddu sér inn í hjörtu yngstu þegna landsins. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Rúmlega 65 þúsund manns hafa séð Hobbitann hérlendis frá því myndin var frumsýnd fyrir tæpum þremur vikum, en um síðustu helgi var hún sýnd í alls ellefu bíósölum. Ekki er því ósennilegt að hún skáki brátt James Bond- myndinni Skyfall, en alls hafa tæplega 80 þúsund manns séð þá mynd á sl. þremur mánuðum. Þrjár nýjar myndir rata inn á topp tíu listann þessa vikuna, þeirra á meðal Amour sem valin var besta erlenda myndin á Gol- den Globe-verðlaunaafhending- unni. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 11.-13. janúar 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd The Hobbit: An Unexpected Journey 3D Jack Reacher The Impossible Life of Pi Sinister Rise Of The Guardians Hvíti Kóalabjörninn (Outback) Amour Sammy 2 Ryð og bein (De Rouille et D’os) 1 Ný 2 3 4 5 6 Ný 7 Ný 3 1 4 5 2 6 2 1 3 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinsæll Hobbitinn virðist falla afar vel í kramið hjá landanum. 65.000 séð Hobbitann Spennusagnahöfundurinn Patricia Cornwell, sem fræg er fyrir bækur um meinafræðinginn Scarpetta, hefur höfðað mál gegn fyrirtæki sem annaðist fjármál hennar. Fer hún fram á ríflega tólf milljarða króna í bætur fyrir vanrækslu og samningsbrot. Cornwell sagði upp samningum við fjárhaldsfyrirtækið árið 2009 þegar hún áttaði sig á því að sjóðir hennar höfðu minnkað umtalsvert, niður í 1,6 milljarða, en það jafn- gildir um eins árs tekjum hennar. Fyrir rétti héldu verjendur fyrir- tækisins því fram að Cornwell lifði hátt og væri eyðslukló. Cornwell staðhæfir hins vegar að eigendur fyrirtækisins hafi tekið milljónir dala hennar að láni án leyfis. Spennuhöfundur krefst tólf milljarða Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur 577 2150 - avon@avon.is Tæki til hársnyrtingar fyrir alla REMINGTON merkið sem fólkið treystir Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI -SÉÐ & HEYRT/VIKAN FRÁ FRAMLEIÐENDUM “PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS” 80/100 VARIETY 75/100 R. EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE  -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER  NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ 11ÓSKARSTILNEFNINGAR7 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNAM.A. BESTA MYND ÁRSINS NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 JACK REACHER VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 5 - 8:30 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY2D KL. 6 - 10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 SINISTER KL. 10:40 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:40 SINISTER KL. 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5:10 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 9 - 10:30 LIFE OF PI3D KL. 5:20 - 10:30 ARGO KL. 6:30 - 8 KEFLAVÍK JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:20 HVÍTI KÓALABJÖRNINN ÍSLTAL KL. 6 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6 AKUREYRI JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GOLDEN GLOBE BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.