Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 6
„Framkvæmda-
stjórinn hefur
tekið tillit til
þess ásetnings
íslenskra stjórn-
valda að taka
ekki upp fleiri
samingsstöður
fyrir þingkosn-
ingarnar sem áformaðar eru
27. apríl 2013,“ sagði Peter
Stano, talsmaður Stefans
Füle, framkvæmdastjóra
stækkunar- og nágranna-
stefnu ESB, spurður um við-
brögð Füle við tíðindum gær-
dagsins á Íslandi.
Stano segir ráðamenn Evr-
ópusambandsins ekki í nokkr-
um vafa um að aðild að sam-
bandinu myndi koma Íslandi
til góða.
„Framkvæmdastjórnin held-
ur áfram að vera sannfærð um
að aðild Íslands að ESB myndi
koma báðum aðilum til góða
og er sem fyrr staðföst í að
fylgja Íslandi eftir á leið lands-
ins til ESB-aðildar,“ sagði
Stano í lauslegri þýðingu.
Hann svaraði því ekki hvort
fyrir því væru fordæmi að um-
sóknarríki hægi á aðildarferli,
líkt og íslenska ríkisstjórnin
hefur nú gert, né hvenær þess
væri að vanta að rýniskýrsla
um sjávarútvegsmál liggi fyrir,
þannig að samingaviðræður
um þann þátt geti hafist, eða
hvenær raunhæft sé að við-
ræðunum ljúki. Þá svaraði
hann því ekki hvaða áhrif
þetta hefði á aðlögunarferlið.
Sannfærður
um ágæti
aðildar
TALSMAÐUR STÆKKUNAR-
STJÓRANS TJÁIR SIG
Stefan Füle
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við sjáum til með það. Ég er fyrst
og fremst að horfa til þess hvernig
málstaðurinn fær best brautargengi.
Ég hef lagt mig allan fram og tel
mig vera að fylgja stefnu flokksins,“
segir Jón Bjarnason, þingmaður VG,
aðspurður hvort hann ætli að sitja á
þingi fram að alþingiskosningum í
vor, í ljósi atburða gærdagsins.
Sem kunnugt var Jón settur út úr
utanríkismálanefnd jafnframt því
sem hann var tekinn úr efnahags- og skattanefnd. Var
ákvörðun um þetta tekin á þingflokksfundi VG í gær.
Kom Þuríður Backman í hans stað í utan-
ríkismálanefnd en Árni Þór Sigurðsson tók sæti Jóns í
hinni nefndinni. Með því er fallinn meirihluti í utanrík-
ismálanefnd fyrir breytingum á aðildarviðræðunum.
Meirihlutinn hefur krafist breytinga
Ræðir þar annars vegar um bókun sem Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir, þáverandi þingmaður VG, lagði
fram í nefndinni í maí í fyrra um að efna þyrfti til
þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta, fyrir lok árs 2012,
um hvort þjóðin vildi ganga inn í Evrópusambandið
eða ekki. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks í nefndinni tóku undir bókunina, sem meiri-
hluti var fyrir.
Hins vegar er um að ræða þingsályktunartillögu sem
meirihluti utanríkismálanefndar lagði fram á fundi
nefndarinnar um miðjan desember sl. þess efnis að við-
ræðurnar við ESB skyldu settar til hliðar og þær ekki
hafnar að nýju nema með samþykki þjóðarinnar í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skýrir brottvikninguna
Jón telur einsýnt að andstaða hans við aðild að ESB
hafi valdið því að honum var „úthýst“ úr nefndinni.
„Það er ljóst að afstaða mín í Evrópusambandsmál-
unum ræður því að þingflokkurinn vill úthýsa mér úr
utanríkismálanefnd en þar eru þessi mál til meðferðar
og þar hef ég verið flutningsmaður að tillögu um að
gera fullkomið hlé á þessum viðræðum og að þær fari
ekki í gang aftur fyrr en þjóðin hefur samþykkt í
þjóðaratkvæðagreiðslu að sækja um aðild – og að með
því hættum við þessum skollaleik sem nú er í gangi.
Ég tel reyndar að þessi tillaga sé í fullu samræmi við
stefnu míns flokks, sem var jú stofnaður til þess að
berjast gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu.“
– Áttu lengur samleið með VG?
„Þingflokkurinn er greinilega á annarri skoðun í
Evrópusambandsmálum en ég. Það er alveg augljóst.“
– Áttu þá lengur heima í VG?
„Ég fylgi grunngildum VG og því sem ég var kosinn
til og því sem lofaði kjósendum og við það hef ég stað-
ið. Ég hef verið sjálfum mér samkvæmur í þessum efn-
um og það er ljóst að fyrrverandi félagar í VG og
meirihluti þjóðarinnar vill berjast áfram gegn þessari
umsókn … Undirlægjuhátturinn gagnvart Samfylking-
unni í þessum efnum gengur að mínu mati alltof, alltof
langt hvað Evrópusambandsumsóknina varðar,“ segir
Jón.
Jón útilokar ekki að
verða óháður þingmaður
Segir sér „úthýst“ úr utanríkismálanefnd vegna ESB
Jón Bjarnason
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Baldur Arnarson
Hallur Már
„[Þ]að er ekki verið að leggja neitt
á ís eða fara með neinum hætti fram
með formlegt hlé eða að fresta mál-
um,“ sagði Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra í þingræðu í gær
í tilefni af því að ríkisstjórnin ákvað
að opna ekki nýja samningskafla við
ESB fyrir kosningar.
„Ég hef líka sagt það, meðal ann-
ars hér í dag, að ég tel að það sé
málinu til farsældar að við reynum
að hafa það ekki sem bitbein í kosn-
ingum. Það mun koma að því að það
verða kosningar og síðan tekur við
ný ríkisstjórn, hver sem hún verð-
ur, og hún verður að hafa ráðrúm.
Ég tel til dæmis að það sé lýðræðis-
legt af okkar hálfu að búa svo um
þetta mál að ný ríkisstjórn geti sett
mark, ekki bara á framvindu máls-
ins, heldur sérstaklega á samnings-
afstöðuna í þeim tveimur mála-
flokkum sem eru
langmikilvægastir,“ sagði Össur
einnig.
Til í fjögurra flokka stjórn
Í samtali við mbl.is sagði Össur
þetta ekki vonbrigði fyrir Samfylk-
inguna, enda hefði alltaf verið rætt
um að hægja á ferlinu í kringum
kosningarnar. Hann leyndi hins
vegar ekki vonbrigðum með hvern-
ig sjávarútvegs- og landbún-
aðarmálin hefðu farið. Heima-
tilbúinn vandi hefði tafið för í
landbúnaði og makríldeilan átt sinn
þátt í að tefja sjávarútveginn.
Þá sagði hann Evrópumálin ekki
mundu verða hindrun frekara sam-
starfs VG og Samfylkingar. „Tölu-
verðir möguleikar“ séu á þriggja
flokka stjórn, hvort sem Björt
framtíð eða Framsókn eru með
Samfylkingu og VG í för.
„Ég segi það … að ég elska alla.
Ég gæti þess vegna verið með þeim
öllum fjórum,“ sagði Össur og átti
við mögulegt samstarf við VG,
Bjarta framtíð og Framsókn-
arflokkinn.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, sagði niðurstöðuna
„skynsamlega“ og „ábyrga“ í sam-
tali við mbl.is. Það væri svo stjórn-
arflokkanna að móta framhaldið.
„Ég tel að við sýnum með þessu
að við erum þeim vanda vaxin að
halda á vandasömum málum í sam-
skiptum flokkanna eins og þetta er,
og svo er það auðvitað hvers flokks
um sig á sínum fundum og í sínum
kosningaáherslum að móta sinn
vilja um framhaldið.“
Afdráttarlaus kaflaskil
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra boðaði kaflaskil í aðild-
arferlinu á þingi í gær.
„Hægagangur í viðræðum við
Evrópusambandið um aðild Íslands
að bandalaginu er engin niðurstaða
í því máli. Það er ekki mín framtíð-
arsýn að við verðum hér um næstu
ár eða áratugi í viðræðum við Evr-
ópusambandið um þetta efni … Ég
er síðan á því máli að við lok þessa
kjörtímabils verði afdráttarlaus
kaflaskil í þessu máli og mín skoðun
er sú að það eigi ekki að taka upp
viðræðuferlið að nýju nema að af-
lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu þar
sem fengin hefur verið afstaða þjóð-
arinnar inn í hvaða farveg hún vill
setja þessi mál.“ Ekki náðist í Ög-
mund í gær.
Valgerður Bjarnadóttir, þing-
maður Samfylkingar, segir þetta
ekki hafa nein áhrif á fyrirhugaða
útdeilingu IPA-styrkja.
„Það er mjög eðlilegt að hægja á
samningaferlinu þegar kosningar
eru í nánd. Vinnan við það sem hef-
ur verið opnað í viðræðunum heldur
áfram. Þetta er spurning um að
geyma það að birta nýja samnings-
afstöðu í fjórum köflum. IPA-
styrkirnir – og annað sem hafið er
vegna viðræðnanna – heldur
áfram,“ sagði Valgerður.
Þykir ekki skrítið né undarlegt
„Svo vill til að ég þekki töluvert
til þess hvernig svona hlutir eru
unnir. Þetta er alveg fullkomlega
eðlilegt. Það er alveg öruggt að
þetta þykir hvorki skrítið né und-
arlegt hjá bjúrókrötunum í Brussel.
Ég hugsa að þeir hefðu orðið hissa
ef svona lagað hefði ekki komið
fram. Það er verið að hægja á þessu
og vinnan heldur áfram. Það verður
engin önnur breyting, ef breytingu
skyldi kalla,“ bætti Valgerður við.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir málið óljóst.
„Þetta er svolítið óljóst vegna
þess að utanríkisráðherra fullyrðir
að þetta breyti engu um ferlið. Það
má svo sem segja að það var ljóst að
Evrópusambandið yrði ekki tilbúið
að ræða sjávarútvegs- og landbún-
aðarmálin fyrir kosningar. Þannig
að af skýringum Össurar að dæma
virðist þetta vera sýndarmennska
og til þess ætluð að fela málið fram
yfir kosningar, þá væntanlega fyrst
og fremst fyrir VG svo þeir geti sett
það í einhvers konar dvala og komið
sér hjá því að ræða það á þessum
forsendum … Tillaga meirihluta
utanríkismálanefndar um að setja
viðræðurnar á ís og hefja þær ekki
á ný nema með samþykki í þjóðar-
atkvæðagreiðslu hefur greinilega
þótt svo hættuleg að Jóni Bjarna-
syni var vikið úr nefndinni,“ sagði
Sigmundur Davíð.
Ekki náðist í Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokksins, í
gær.
Hægt á aðildarviðræðum
Utanríkisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki vilja hafa ESB-málið sem bitbein í kosningunum
Formaður VG segir málið fara til flokkanna Innanríkisráðherra boðar kaflaskil fyrir kosningar
Morgunblaðið/Kristinn
Fundað Utanríkismálanefnd hittist í gær til að ræða ESB-málið og þá ákvörðun að hægja á samningaferlinu.
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar.
Þetta sérblað verður með
ýmislegt sem tengist
þorranum s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið
út sérblað tileinkað Þorranum