Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Leifur Örn Svavarsson,fjallagarpur með meiru, ernýlentur heima á Íslandiþegar blaðamaður hittir
hann í miðbæ Reykjavíkur. Leifur
Örn er nýkominn af suðurpólnum þar
sem hann eyddi jólunum í hátíðar-
skreyttu tjaldi með göngufélögum
sínum. Leifur Örn hélt af stað frá Ís-
landi 10. desember en hann hefur áð-
ur komið á Suðurskautslandið og kleif
þá hæsta tind þess, Vinson-Massif.
Sörur á suðurpólnum
„Ég fór sem leiðsögumaður
gangandi á suðurpólinn með þrjá
menn frá mismunandi heimshornum.
Við fórum nú ekki jafn langt og Vil-
borg heldur flugum inn á 89° gráður
suður og gengum þaðan. Það er eðli-
legt að mæla þetta í lengdarmínútum
sem eru 60 og hver lengdarmínúta
verður þarna 1,8 km sem gerir þá 111
km sem við gengum á pólnum. Við
lentum í 2.800 metra hæð og fundum
því strax fyrir því hvað loftið er þunnt
til pólanna. Fyrstu dagana tókum við
það rólega en samferðamenn mínir
eru allir vanir menn sem vissu út í
hvað þeir væru að fara. Markmið
fyrsta dagsins var bara að svitna
ekki, næsta dag gengum við í fimm
tíma og svo settum við smám saman í
gír og fórum að ganga hraðar,“ segir
Leifur Örn. Jólin héldu þeir félagar
hátíðleg á pólnum en Leifur Örn hafði
tekið með sér jólaskraut að heiman
sem hann skreytti tjaldið með og
einnig hafði hann meðferðis jóla-
pakka handa hópnum frá Íslandi sem
allir innihéldu eitthvað gott að borða.
Í einum pakkanum voru t.a.m. sörur
frá tengdamömmu hans. Áramót-
unum var hins vegar fagnað á Union
Glacier þar sem flogið er inn á Suð-
urskautslandið með einkafyrirtæki.
Þar voru áramót haldin eftir staðar-
tíma þjóðlandanna og hófu Rússarnir
hátíðarhöld klukkan 17 og buðu í helj-
armikið snjóhús sem búið var að
hlaða.
„Þetta var skemmtileg upplifun
þó ég myndi ekki vilja eyða öllum há-
tíðum svo langt í burtu frá fjölskyld-
unni. Ég þurfti að sækja um leyfi hjá
yngstu dóttur minni, sem er sjö ára,
til að vera úti yfir jólin með því skil-
yrði að ég yrði kominn heim fyrir af-
mælið hennar núna í janúar sem og
stóðst,“ segir Leifur Örn.
Kuldinn venst illa
Hópurinn deildi flugi með tveim-
ur Bretum en annar þeirra er Jeff
Summers sem varð nokkuð þekktur
árið 1990 fyrir að fara þvert yfir
heimskautið á hundasleðum. Nú eru
hvorki dýr né plöntur leyfðar á póln-
um og allir skór sótthreinsaðir auk
þess sem flogið er með allan úrgang
frá pólnum. Langt flug er til og frá
pólnum og þar er ferðast með skíða-
vél og síðan gengið á skíðum með all-
an farangur sem til þarf. Þeir Leifur
Örn og félagar gengu 111 km að póln-
um og voru þá einir í viku en einnig
gekk Leifur Örn á tinda sem aldrei
hafa verið klifnir áður.
Með jólaskraut og
sörur á suðurpólnum
Leifur Örn Svavarsson, einn stofnenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, hefur klif-
ið nokkra af hæstu tindum heims og farið í gönguferðir víða um heiminn. Hann
er nú nýkominn af suðurpólnum en stefnir næst á að klífa Mount Everest í vor og
ætlar að þjálfa sig fram að því með leiðsögumannastarfi í verkefninu Toppaðu
með 66°Norður og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Víkingur Nýkominn heim eftir mikið ferðalag á suðurpólinn.
Göngugarpur Leifur Örn starfar sem leiðsögumaður og hefur gengið víða.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Líkamleg heilsa er mikilvæg en erf-
iðara getur verið að njóta hennar sé
hugurinn ekki samstiga. Heilinn er
enn mikil ráðgáta í læknavísindunum
þótt vissulega sé þó margt búið að
finna út um starfsemi hans.
Líkt og nafn vefsíðunnar sharp-
brains.com gefur til kynna má þar
finna ýmsar æfingar sem taldar eru
virka vel til að viðhalda viðbragðs-
hraða og virkni heilans. Á vefsíðunni
má einnig lesa sér til um rannsóknir
er gerðar hafa verið á heilastarfsemi.
Margt forvitnilegt er að finna á þess-
ari vefsíðu og má mæla með henni
fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa sér
til um hið flókna líffæri heilann.
Vefsíðan www.sharpbrains.com
Heili Líkan af einu flóknasta líffæri mannslíkamans og því mikilvægasta.
Viðbragðshraði og virkni
Nú styttist í að kylfingar dusti ryk-
ið af golfkylfunum og fari að búa
sig undir golfvertíðina. Golfform
býður upp á sérhæfða líkams-
þjálfun fyrir kylfinga en nám-
skeiðin eru haldin í Veggsporti og
hefst næsta námskeið um miðjan
janúar.
„Það eru engir tveir kylfingar
með eins sveiflu og því þurfa æf-
ingarnar að hæfa hverjum og ein-
um. Kylfingurinn kemur í mælingu
og fær sérhæft æfingakerfi. Þetta
eru skemmtilegar og krefjandi sér-
hæfðar golfæfingar sem eiga að
henta hverjum og einum. Með
þessu aukast líkur kylfingsins á að
hann spili golf verkjalaus og eigi
auðveldara með sveiflubreytingar,“
segir Hallgrímur Jónasson, eigandi
Golfforms og þjálfari á námskeið-
unum. Hallgrímur segir að hægt sé
að koma í fjarþjálfun án mælinga
en þá er unnið eftir stöðluðu kerfi
eftir því hvaða áherslur kylfing-
urinn vill vinna með; stöðugleika,
högglengd eða almenna stigvax-
andi líkamsþjálfun. Einnig er einka-
þjálfun í boði.
Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga
Dregur úr
verkjum og
auðveldar
sveiflubreyt-
ingar kylfinga
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ef þú hefur tækifæri á því yfir daginn
má mæla með að fá sér stuttan orku-
lúr. Það getur tekið smáæfingu að
geta sofnað í svo stuttan tíma en það
er sagt hafa ýmsa kosti. Sagt er að
slíkir ofurlúrar auki afköst yfir dag-
inn og auðveldi okkur að meðtaka
nýja kunnáttu. Korter getur nægt í
lúrinn þótt þú hafir lítið sofið nóttina
áður enda á ofurlúr ekki að vera of
langur. Komdu þér vel fyrir og hlust-
aðu jafnvel á útvarpið, það getur ver-
ið ágæt leið til að líða rólega inn í
draumheima.
Endilega …
… fáðu þér
orkulúr
Lúr Hundur er með svefninn á hreinu.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Eðlileg gagnvirkni
– heyrnartækin sem virka fyrirhafnarlaust
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali,
skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða.
Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra.
Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound.