Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Út er komið tilvitnanasafnið Peace
and War: Niagara of Quotations sem
Jón Ögmundur Þormóðsson hefur
tekið saman. Jón lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla Íslands 1971 og meist-
araprófi í lögum, með áherslu á
þjóðarétt, frá Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum 1972. Hann starfaði
í utanríkisþjónustunni 1972-1979 og
síðan í viðskiptaráðuneytinu frá
1983 og hefur verið skrifstofustjóri í
ráðuneytinu frá 1988 (nú atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu).
Hann hefur áður gefið út ritið Drög
að íslenskri hraðritun, ritstýrði bók-
inni Heimurinn þinn og gaf út ljóða-
bókina Fegursta kirkjan á Íslandi
sem skreytt var ljósmyndum hans af
íslenskum kirkjum.
33 ára verkefni
Jón segir að Peace and War: Ni-
agara of Quotations hafi orðið til
sem eins konar andsvar við
stúdentaóeirðunum 1968 í París og
víðar, en þá var hann formaður
Stúdentafélags Háskóla Íslands.
„Ég benti m.a. á í útvarpsþætti að
Íslendingar hefðu barist friðsamlega
í ræðu og riti og farnast það vel og
ákvað ég að gera eitthvað í málinu
síðar. Þegar ég sagði upp í utanrík-
isþjónustunni 1979 hóf ég svo að
safna efni og ákvað að gera strax í
upphafi nógu mikið til þess að ég
yrði að ljúka verkinu seinna,“ segir
hann og bætir við að hann hafi unnið
skipulega að verkinu, lesið m.a.
mannkynssöguna fyrst og síðan til-
vitnanabækur til að gleyma ekki
mikilvægum atriðum. „Verkið tók að
meðaltali þrjá tíma á dag um 33 ára
skeið. Á tímabilinu 1998-2009 fór ég
nokkrar ferðir á Harvard-bókasöfn-
in í Bandaríkjunum á sumrin og var
þar venjulega 4-6 vikur í senn. Ég
fór í tölvubókaskrá Harvard hér
heima fyrir hverja ferð, fann nauð-
synlegar bækur og upplýsingar um
hvar þær væru. Síðan fann ég hverja
bók á safninu, vinsaði nothæft efni
úr henni með hraðlestraraðferð og
ljósritaði en vann úr því hér heima.“
Ekki vanþörf á fræðslu
Bókinni er skipt í útdrátt tilvitn-
ana frá öllum skeiðum sögunnar,
flestum löndum og ýmsum greinum,
tilvitnanirnar sjálfar með skýr-
ingum og viðbótum og víða athuga-
semdum höfundar til að undirstrika
eitthvað eða fá menn til að hugsa um
frið og stríð. „Eiginlega er þetta
glæpasagan á Íslandi í ár, mann-
kynssagan með sínum ótrúlegu
glæpum, ekki bara nasista. Það er
því ekki vanþörf á aðgengilegri
fræðslu til að reyna að koma í veg
fyrir styrjaldir. John Steinbeck
sagði að í Grikklandi að fornu hefði
verið sagt að stríð þyrfti að vera
a.m.k. með tuttugu ára millibili,
þannig að það rifjaðist upp fyrir
mönnum hvað stríð væri,“ segir Jón.
„Sagan endurtekur sig og því er gott
að hafa rit sem þetta við höndina.
Þetta getur gagnast mörgum, t.d.
þjóðhöfðingjum, stjórnmálamönn-
um, hermönnum, fréttamönnum,
kennurum og öllum þeim sem láta
sig frið og stríð skipta. Afganist-
anstríðið hefur staðið yfir tíu ár.
Hefði stríðið hafist hefði Banda-
ríkjaforseti lesið tilvitnun þess efnis
að auðveldara væri að láta Niagara
renna upp í móti en stöðva stríð sem
hafið væri?
Ég hef reynt að hafa bókina sem
fjölbreytilegasta, í sjálfu sér fulla af
sögum, m.a. persónulegum harm-
sögum óþekktra einstaklinga, og er
víða komið við, t.d. leitað í málaralist
og tónlist. Pablo Casals sagði að líf
eins barns væri meira virði en öll
tónlist hans. Og þó lék hann á selló
verk gömlu meistaranna. Þetta nefni
ég en líka mesta björgunarafrek Ís-
landssögunnar er íslenskir flugliðar
ásamt fleirum björguðu lífi allt að
einnar milljónar barna í Bíafrastríð-
inu.“
Bókin er mikil að vöxtum, rúmar
1.300 síður í tveimur bindum. Hún
er m.a. til sölu á vefsetri Amazon og
er prentuð eftir pöntun hjá Create-
space, dótturfyrirtæki þess í Banda-
ríkjunum. Þá er hún til sölu í helstu
bókabúðum Eymundssonar hér á
landi.
Mannkynssagan
með sínum glæpum
Tilvitnanasafn Jóns Ögmundar um stríð og frið Varð
til sem eins konar andsvar við stúdentaóeirðunum 1968
Morgunblaðið/RAX
Verklok Þegar Japanir setja sér markmið mála þeir gjarna augastein á
pappírsbrúðu. Þegar markmiðinu er náð er hinn augasteinninn málaður.
Jón málaði fyrri augasteininn á brúðu sína asamt þátttakendum í ráðstefnu
í Tókýó 1995 og seinni augasteininn eftir útkomu bókarinnar.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sigurvegarar hinnar árlegu ein-
leikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar
Íslands og Listaháskóla Íslands
munu stíga á svið í kvöld ásamt Sin-
fóníuhljómsveitinni í Eldborgarsal
Hörpu og spila valin verk. Alls tóku
tíu einstaklingar þátt í keppninni í ár
en hún hefur verið haldin árlega frá
árinu 2002. Mist Barbara Þorkels-
dóttir, deildarforseti tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands, segir keppn-
ina vera spennandi tækifæri fyrir
unga tónlistarmenn.
„Sigurvegarar keppninnnar fá að
spila valin verk sín með Sinfónínu-
hljómsveit Íslands og það er mikill
lærdómur fyrir unga tónlistarmenn
að spila í þeim gæðaflokki sem Sin-
fónían býður upp á.“
Keppnin er opin öllum nemendum
á háskólastigi, óháð því hvaða skóla
þeir sækja. Þá segir Mist keppnina
frábrugðna öðrum keppnum að því
leyti að hún leggi ekki endilega mat
á hæfileika hvers keppanda almennt
umfram aðra heldur sé verið að
meta hvaða tónlistarmenn ná fram
bestum flutningi á ákveðnum verk-
um. „Keppnin fer fram þannig að
nemendur sækja um og tilgreina þá
strax ákveðið keppnisverk sem ekki
verður breytt. Þannig er keppt um
að leika eða syngja tiltekið verk með
Sinfónínunni. Þetta er því ekki mat á
því hvort einn tónlistarmaður sé
betri en annar heldur einungis
hvaða flutningur nær bestri nálgun
með Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir
hún.
Stór stund að stíga á svið
Sigurvegarar keppninnar í ár eru
þau Einar Bjartur Egilsson píanó-
leikari, Geirþrúður Anna Guð-
mundsdóttir sellóleikari, Sólveig
Steinþórsdóttir fiðluleikari og Unn-
steinn Árnason söngvari. Tónleik-
arnir í kvöld verða sérstakir fyrir
þær sakir að áhorfendum gefst tæki-
færi til að fylgjast með þroska og
framför þessa unga listafólks en
fæstir sigurvegarar keppninnar hafa
áður fengið tækifæri til að spila fyrir
fullum Eldborgarsal Hörpu ásamt
sjálfri Sinfóníuhljómsveitinni. „Tón-
leikarnir með Sinfóníunni eru vissu-
lega stór stund fyrir flesta sigurveg-
ara keppninnar en fæstir hafa spilað
fyrir framan fullum sal í stærsta tón-
listarhúsi þjóðarinnar,“ segir Mist.
Keppnin og tónleikarnir eru ekki
liður í hefðbundnu tónlistarnámi,
hvorki hjá Listaháskólanum né öðr-
um skólum, en Mist segir keppnina
gefa þátttakendum einstakt tæki-
færi til að upplifa þá pressu og fag-
mennsku sem því fylgir að æfa og
spila verk sem flytja á með stórri og
virtri hljómsveit eins og Sinfóníu-
hljómsveitinni. „Keppendur fá ein-
stakt innsæi inn í þann heim sem
fylgir því að spila verk með hljóm-
sveit eins og Sinfóníunni en allir
keppendur þurfa að þekkja verk sín
110 prósent.“
Tónlistarmenn Einar Bjartur Egilsson, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir,
Sólveig Steinþórsdóttir og Unnsteinn Árnason spila með Sinfóníunni.
Stigið á svið
með Sinfóníunni
Tónleikar með ungum einleikurum
Ný rannsókn
sýnir að LED-
lýsing með ljós-
díóðum, sem
komið hefur ver-
ið fyrir í mörgum
listasöfnum, ekki
síst til að spara
rafmagn, gerir
gula litinn í sum-
um málverkum
sem máluð voru
19. öld smám saman brúnan.
Rannsóknin var gerð í Van Gogh-
safninu í Hollandi en listamaðurinn
hélt mikið upp á krómgulan lit sem
er mjög skær. Það er umrædd lýsing
sem hefur áhrif á frumefnið króm,
sem er í litnum, og veldur því að lit-
urinn breytist frá gulu í brúnt. Fleiri
heimsþekktir listamenn notuðu
þennan lit mikið í málverk sín, þar á
meðal Gauguin og Cézanne. Söfn
þar sem slík verk eru sýnd þurfa nú
að breyta lýsingunni.
Gulu blómin
verða brún
Brúnni Sólblóm
Van Goghs.