Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Leiðir okkar
Dúru skildi rétt eft-
ir tvítugt, hún til að
gifta sig og ég fluttist til Banda-
ríkjanna. Ég náði að vera við-
stödd brúðkaup þeirra Óla sem
fór fram á heimili Dúru á Brá-
vallagötunni. Mér líkaði strax vel
við Óla, hann var fágaður maður
og þau voru fallegt par.
Ég gleymi aldrei kvöldinu
þegar við Dúra kvöddumst, ég
var að fara með einum af Foss-
unum næsta dag. Hvoruga okkar
grunaði þá að við ættum eftir að
hittast víðsvegar í veröldinni og
einnig á Íslandi ár hvert.
Þú varst guðmóðir Erics
Thors, sonar míns, og hélst hon-
um undir skírn í San Francisco
1961. Það tók líka mikið á þig
þegar Eric dó snögglega í slysi.
Þið Óli voruð í San Francisco um
það leyti.
Ég og Flemming, maðurinn
minn, Dúra og Óli ferðuðumst
um Ísland, og gistum við oft hjá
ykkur á Þingvöllum í sumarbú-
staðnum ykkar. Mér er minnis-
stætt þegar Óli og Flemming
fóru að sofa eitt kvöldið og næsta
morgun vorum við Dúra enn sitj-
andi við baðhúsið í sólinni, við
höfðum ekki farið að sofa þá
nótt. Það er svo margs að minn-
ast og ekki er hægt að nefna allt
hér, en ég á mikið af myndum og
Guðrún G. Johnson
✝ Guðrún Gunn-laugsdóttir
Johnson fæddist í
Vestmannaeyjum
21.3. 1933.
Útför Guðrúnar
G. Johnson var gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 9.1. 2013.
minningum um
hvað við höfðum
það gott saman.
Dúra var ein af 8
vinkonum sem
komu saman ár
hvert síðan 1960.
Mikið var hlegið,
dansað og sungið,
oft alla nóttina.
Við fengum
tækifæri til að hafa
fjölskylduna henn-
ar hjá okkur í Chicago þegar
Helga Guðrún útskrifaðist frá
North Western University.
Ógleymanlegt er líka þegar þið
Óli komuð að heimsækja okkur í
Cape Town þegar við bjuggum i
Suður-Afríku. Einnig þegar við
hittumst óvart i Kaupmannahöfn
ein jól, þá nutum við Dúra okkar
að fara í verslanir saman og
kaupa jólagjafirnar. Síðan hitt-
umst við um nýárið þegar við
komum til Íslands.
Við Dúra sáumst síðast á af-
mælinu mínu í sumar þegar ég
hélt upp á það á Íslandi. Hún leit
svo vel út eins og alltaf. Dúra var
hreykin af fjölskyldu sinni og var
oft að segja mér hvað barna-
börnin voru að aðhafast.
Að lokum vil ég, Denise og
fjölskylda senda börnum, barna-
börnum og fjölskyldu Dúru okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Með þökk fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Svava vinkona.
Kær æskuvinkona er látin.
Við gengum saman í gagnfræða-
skóla og þegar ég segi gengum,
þá eru það orð að sönnu. Hvern
einasta skóladag gengum við
saman frá heimili hennar á Brá-
vallagötu. Gengum gegnum
miðbæinn og allan Laugaveginn
í Lindargötuskólann. Tvær 15-16
ára stelpur og það var ekki leið-
inlegt. Mestalla leiðina spjölluð-
um við saman og veltumst um af
hlátri. Það var sérstaklega einn
verslunargluggi sem vakti kát-
ínu okkar, með svo gamalli tísku
að leitun var að öðru eins. Aldrei
virtist skipt um skó eða fatnað í
glugganum en stundum var eins
og köttur hefði komist í
gluggann og allt var á rúi og stúi.
Og við stóðum þarna stöllurnar
og hlógum okkur máttlausar.
Eftir skóla fórum við oftast á
Adlon langabar, sem var kaffi-
hús þar sem skólafólk úr fram-
haldsskólum hittist. Peningaráð
voru lítil og pöntuðum við eina
eða tvær kókflöskur og sátum oft
sex til sjö við borðið yfir drykkn-
um. Þarna þekktust allir svo af-
greiðslustúlkurnar létu það gott
heita.
Við vorum miklar vinkonur og
skemmtum okkur saman um
helgar, skiptumst á fötum og
gátum talað saman í síma
löngum stundum, jafnvel þótt
leiðir hafi verið að skiljast, hún
haldið heim á Brávallagötu og ég
á Reynimel. Sumarlangt unnum
við einnig saman á barnaheimili í
Reykholti í Borgarfirði og vorum
herbergisfélagar.
Það er margs að minnast frá
ungdómsárunum. Við giftumst
og eignuðumst börn og bú og
hittumst þá miklu sjaldnar, því
hver sinnti sínu, en alltaf héldum
við vinskapnum.
Því miður átti Dúra við mikla
vanheilsu að stríða eftir lát Ólafs
og gat því ekki hitt okkur vin-
konurnar eins oft og áður, þegar
Svava, sem búsett er í Banda-
ríkjunum, kom árlega til lands-
ins. Það var samt gleðiefni að
hún skyldi treysta sér í 80 ára af-
mæli Svövu í júlí í fyrra. Þar
mætti hún yndislega falleg að
vanda.
Dúra var einstaklega tilfinn-
inganæm og góð kona og vildi
öllum vel. Við lát hennar hvarflar
hugurinn aftur til æskuáranna
þegar lífið var svo létt og hug-
urinn náði varla lengra en vikuna
út.
Ég samhryggist innilega
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum.
Gengin er góð kona.
Sigrún Kaaber.
Það skiptast á skin og skúrir,
gleði og sorg. Sorg yfir að þú
skulir vera farin, elsku vinkona –
gleði þegar ég hugsa til allra
þeirra ótal stunda sem við áttum
saman.
Ég kveð þig með sárum sökn-
uði, elsku Dúra mín, megir þú
hvíla í friði.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Aðstandendum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og bið góðan Guð að vera með
ykkur.
Guðbjörg Pétursdóttir.
Dagar og nætur líða hraðar en
hugurinn getur áttað sig á, allir
þessir dagar og allar þessar næt-
ur verða að vikum, mánuðum og
árum, maður veitir því enga sér-
staka athygli fyrr en skyndilega
heilli mannsævi er lokið. Líf
slokknar á skammri stundu rétt
eins og blærinn hafi smogið inn
um glugga og slökkt á kerti.
Á kaldranalegum janúar-
morgni kvaddi Haukur Guð-
bjartsson mágur minn. Erfitt að
trúa því að lífi hans væri lokið.
Því lauk á jafnhógværan hátt og
öll hans ævi var; hljóðlát, án bylt-
inga og umbrota. Hann var dag-
farsprúður maður, bar sorg með
reisn, tók erfiðleikum af æðru-
leysi og stillingu.
Áður fyrr bjó fólk þeirra hjóna
flest í sveit, átti erindi til Reykja-
víkur og gisti hjá Hauki og
Stebbu, borðaði þar og var eins
og heima hjá sér, það var ekki
spurt hvort það væri pláss og það
var ekki spurt hvort maður mætti
gista. En hvort sem það var pláss
fyrir einn eða fimm eða engan var
alltaf sjálfsagt að gefa hlutdeild í
heimilinu. Allt þeirra fólk var æv-
inlega velkomið.
Haukur mágur minn var veiði-
maður. Það var lífið sjálft fyrir
hann. Að standa úti í á eða bara
fallegu vatni með silungsbröndu
syndandi í straumnum var hans
yndi og ánægja. Við heimkomu
úr góðri veiðiferð fékk maður
Haukur
Guðbjartsson
✝ Haukur fædd-ist 28. sept-
ember 1930 í Hvíta-
dal í Saurbæ. Hann
andaðist á dvalar-
heimilinu Grund
hinn 4. janúar síð-
astliðinn.
Jarðarför Hauks
fór fram frá Nes-
kirkju 14. janúar
2013.
ferðasöguna í smá-
atriðum, engu
sleppt.
Svo fyrst hann
fékk ekki lengri
tíma hér á jörðinni
leyfi ég mér að vona
að hjá himnaföður-
num sé nóg af ám og
vötnum þar sem
mágur minn elsku-
legur getur staðið
alla daga og fiskað,
gert að aflanum og sagt veiðisög-
ur.
Kæri mágur. Ég þakka inni-
lega fyrir alla þessa daga, öll
þessi ár sem við fylgdumst að, ég
þakka innilega fyrir hvað þú
varst alltaf góður við mig og ég
þakka þér innilega fyrir að
standa með mér í blíðu og stríðu.
Guð blessi minningu þína.
Anna.
Elsku afi minn, það tekur mig
sárt að þurfa að kveðja þig. Ég er
Guði þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að eiga góða
stund með þér áður en þú skildir
við okkur.
„Vertu blessaður, elsku karl-
inn minn“ eru síðustu orðin sem
þú sagðir við mig, faðmaðir mig
og kysstir. Ég hafði ekki búist við
því að þetta yrði sú síðasta stund
sem ég mundi fá að hitta þig, en
er þó þakklátur fyrir að hafa
fengið að kveðja þig með knúsi.
Elsku afi, þú varst mér alltaf
góður og vildir öllum vel. Þú
varst veiðimaður mikill, með
stórt hjarta og er ég þakklátur
fyrir þær ófáu veiðiferðir sem við
fórum saman í, allt frá Veiðivötn-
um til Hólmavatns.
Ég man alltaf þegar við vorum
staddir á Fossálum að veiða við
gömlu brú og ég spurði þig hvort
þú værir farinn að hugsa um
dauðann og næsta líf. „Já, elsku
drengurinn minn, þegar dauðinn
kemur og sækir mig er ég tilbú-
inn að fara yfir, enda eru svo
margir sem bíða eftir mér hinum
megin,“ sagði hann.
Þú varst fjölskyldunni mikil
fyrirmynd, ákveðinn stjórnandi
og það fór ekki á milli mála hver
réð ferðinni þegar fjölskyldan
ferðaðist, enda ein af fyrstu
minningum mínum um þig þegar
fjölskyldan var á leið til Veiði-
vatna og var „Fordinn stóri með
húsinu á“ oftar en ekki fremstur í
flokki.
Þegar svo kom að seinni ár-
unum voru ófáar veiðiferðirnar á
„Hvíta drekanum“ og í flestum
tilfellum stoppað í Geirabakaríi í
Borgarnesi til að tryggja sér ný-
bökuðu ástarpungana sem voru
ómissandi ferðafélagi í ferðum
þínum vestur á land.
Elsku afi minn, með þessum
orðum kveð ég þig og bið Guð að
geyma þig, þú skilur eftir þig
stóra fjölskyldu og yndislega
konu. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu og vil ég þakka Guði
fyrir tímana sem við áttum sam-
an.
Guð geymi þig, elsku afi.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir; innst í hjarta
hún er geymd, þú heilsaðir mér
og kvaddir.
Benjamín Hrafn Böðvarsson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Ástkær mágkona mín,
SIGRÍÐUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hábergi 3,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn
30. desember, verður jarðsungin frá kirkju
Óháða safnaðarins við Háteigsveg
miðvikudaginn 16. janúar kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóra Vilbergsdóttir,
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
PÁLMA ÞÓRS PÁLSSONAR,
Hraunholti,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E á Landspítalanum
við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Soffía Friðgeirsdóttir,
Gunnar Þór Pálmason, Ida Surjani,
Þórhildur Pálmadóttir, Hjörtur Hreinsson,
Haukur Örvar Pálmason, Kristín Haraldsdóttir,
Sunna Guðný Pálmadóttir, Brynjar Þór Sumarliðason
og barnabörn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Sæbólsbraut 26,
Kópavogi,
sem andaðist 23. nóvember.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E
Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun
og starfsfólks leikskólans Álfatúns í Kópavogi.
Óskum ykkur öllum gæfuríks nýs árs.
Jón Hallgrímsson,
Garðar Jónsson, Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir,
Arnfinnur Þór Jónsson, Lofthildur Kristín Bergþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur frændi okkar og mágur,
ÁSMUNDUR GUÐBJÖRNSSON
pípulagningameistari,
Espigerði 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 7. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 17. janúar kl. 15.00.
Systkinabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
GUÐBJÖRG ÓLÍNA GUÐNADÓTTIR,
Lóló,
lést fimmtudaginn 3. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Laugaskjóls
fyrir einstaka umönnun.
Valdemar Friðriksson
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug í veikindum eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐNA EGILS GUÐNASONAR,
og samúð við andlát og útför hans.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir einstaka
alúð og umönnun.
Brita Marie Guðnason,
Jóhann Guðnason, Rósa Hrund Guðmundsdóttir,
Guðni Albert Guðnason,
Ingólfur Guðnason, Sigrún Elfa Reynisdóttir,
Kjartan Guðnason, Sesselja Traustadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju,
fimmtudaginn 17. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins.
Jón Árni Þórisson, Guðrún Hafsteinsdóttir,
Guðbjörg Þórisdóttir,
Sverrir Þórisson,
Guðný Þórisdóttir, Åke Lindell,
Gylfi Þór Þórisson, Sigurbjörg Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.