Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Elsku Auður Mjöll. Mig setti hljóða er ég frétti að þú værir dáin. Elsku Ísak, Elsa og fjölskylda. Megi algóður guð veita ykkur styrk. Ég kveð þig Auður mín með þessum ljóðlínum. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver - athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Þín frænka, Auður Ingólfsdóttir. Það er nánast ómögulegt að rifja upp hvenær við Auður urðum vinkonur. Við bjuggum í Hátúninu á Eskifirði, það var bara eitt hús á milli okkar og alltaf mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna. En fimm ára aldursmunur er talsvert mikið á æskuárum og eflaust hef- ur mér langt fram eftir aldri fund- ist Auður ægilegt smábarn. Mig rámar í að hún hafi með sérstöku leyfi fengið að skoða herbergið mitt stöku sinnum og verið afar hrifin, en sennilegt þykir mér að við Björgvin frændi hennar höfum oftar sagt henni að snáfa heim og vera ekki að trufla okkur við mik- ilvæg skyldustörf. Auður Mjöll Friðgeirsdóttir ✝ Auður MjöllFriðgeirsdóttir fæddist í Neskaup- stað 24. febrúar 1976. Hún lést í Reykjavík 24. des- ember 2012. Auður Mjöll var jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju 8. janúar 2013. Auður var glaður og orkumikill krakki og sem unglingur var hún óvenjulega þroskuð. Þegar ég bjó í gula húsinu við lækinn og Auður tók að venja komur sín- ar þangað var hún fimmtán ára en ég tvítug. Mér þótti hún svo skemmtileg að næsta vetur á eftir, þegar ég kenndi á Reyðarfirði en hún stundaði nám í 10. bekk á Eskifirði, þá sótti ég hana stund- um og hún gisti eftir að við höfðum borðað pítsur og snakk, horft á vídeó og spjallað langt fram á nótt. Í Reykjavík árið eftir héldum við uppteknum hætti og fljótlega átt- aði ég mig á því að í Auði hafði ég eignast vinkonu fyrir lífstíð. Þegar Auður var átján ára gömul lenti hún í hörmulegu bíl- slysi ásamt Kristínu Fönn systur- dóttur sinni, sem lést í slysinu. Auður fékk enga faglega hjálp til þess að vinna úr þessu áfalli og vitaskuld setti það mark sitt á hana. Sumarið eftir vann ég með henni í frystihúsinu á Eskifirði og það sló mig að sjá hversu breytt hún var. Áhyggjuleysið var á bak og burt og það hvíldi yfir henni skuggi sem ég hygg að hún hafi verið alla ævina að reyna að losa sig við. Auður vakti aðdáun allra sem fylgdust með henni þegar hún, ein með Ísak lítinn, reif sig upp úr frystihúsinu og sótti sér menntun yfir á Neskaupstað. Hún útskrif- aðist seinna sem hjúkrunarfræð- ingur og vann það sem hún átti eftir ólifað við fagið, lengst af á barnadeild Hringsins. Hún var dugnaðarforkur og tók oft marg- faldar vaktir, en auk þess hóf hún meistaranám fyrir fáeinum árum, þótt henni auðnaðist ekki að ljúka því. Auður bjó alltaf að því að eiga ástríka foreldra og stóran og sam- heldinn systkinahóp. Þau Ísak voru líka mjög náin og það var gaman að fá þau í afmælisveislur Óskars, þar sem Ísak brá stund- um á leik og sýndi töfrabrögð og þau mæðginin sátu lengur en aðr- ir gestir, til að spjalla og skemmta sér og okkur. Því Auður var sér- deilis skemmtileg manneskja og það var gott að hlæja með henni. Hún var fyndin og orðheppin, hafði góða hermigáfu og átti ein- staklega létt með að sjá spaugi- legri hliðar tilverunnar. Það var auðvelt að umgangast hana og al- veg óhjákvæmilegt að elska hana. Elsu, Ísak og fjölskyldunni allri vottum við Brynjar og Óskar okk- ar innilegustu samúð. Far í friði, góða og skemmti- lega vinkona. Þórunn Hrefna. Það var að kvöldi jóladags að ég fékk hringingu og frétti að þú, elsku vinkona mín og yndislegi samstarfsmaður til fjölda ára, værir látin. En þú varst ein af bestu hjúkkunum sem ég hef unn- ið með og áttum við margar góðar stundir saman og gátum hlegið mikið, sérstaklega á næturvökt- um en þær tókum við ófáar sam- an. Kveð ég þig með söknuði, elsku Auður Mjöll. Elsku Ísak, megi Guð styrkja þig á þessum sorgartímum. Lilja Jónína Héðinsdóttir. Elsku gamla og góða vinkona mín. Nú ert þú farin frá okkur og söknuðurinn er mikill. Þrátt fyrir lítil samskipti síðustu ár þá eru minningarnar margar góðar og síðast en ekki síst fyndnar, við átt- um svo virkilega góða tíma saman. Svo margt hef ég rifjað upp síð- ustu daga, eins og þegar við send- um Arnari símskeyti út á sjó og óskuðum honum til hamingju með bókina, stökkin sem þú tókst iðu- lega eins og fimleikastjarna á leið út frá þér þegar ég kom og sótti þig á rúntinn, ferðina á uxa, Reykjavíkurferðina þegar við sáum e.p. út um gluggann og bil- uðumst úr hlátri, þetta skiljum bara ég og þú. Tíminn sem þú varst hjá mér inni í dal þegar mamma og pabbi voru í burtu því ég gat ekki verið ein vegna myrk- fælni, þá var sko margt brallað. Sumt sem ég er búin að hlæja að þegar ég minnist þín ætla ég að hafa okkar á milli en það er margt … og það vitum við báðar. Svo man ég alltaf þegar ég fékk bílprófið. Þá var ég búin að eign- ast bíl og þú tókst bílinn minn heim til þín kvöldið áður en ég mátti sækja skírteinið á löggu- stöðina, sóttir mig svo morguninn eftir, keyrðir mig á löggustöðina og við náðum í skírteinið og ég fékk að keyra alla leið út í frysti- hús, alsæl. Ég vona nú að þú sért á góðum stað, elsku vinkona, stað sem þér líður vel á. Sjáumst síðar, elsku Auður, kveð þig með tár á hvarmi. Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska. Elsku Elsa og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi guð geyma ykkur. Erna Hrund Grétarsdóttir. Elsku yndislega Auður mín. Það var eins og að fá högg í mag- ann, fréttin um andlát þitt. Ég vildi ekki trúa því, reyndi að hringja strax í þig en þú svaraðir ekki. Það er svo stutt síðan ég heyrði röddina þína og svo hlát- urinn á eftir einhverju fyndnu sem þú sagðir því þú varst óendanlega fyndin og skemmtileg alltaf. Þeg- ar ég kynntist þér í framhalds- skóla var eins og við værum stillt- ar á sömu útvarpsrás. Við mynduðum fljótlega traust vin- áttusamband og gleði og glaumur var við völd. Þú hefur alltaf verið traust og hughreystandi vinkona og það var hægt að segja þér allt. Þú dæmdir aldrei, það var eins og þú værir þroskaðri en flestir sem þú hittir, langt á undan öllum öðr- um í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Hjúkrunarnámið veittist þér afar létt, þú gistir alltaf hjá mér fyrir norðan þegar þú komst og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þær stundir með þér. Það var ótrúlegt að fylgjast með þér í náminu, þetta var svo ekkert mál fyrir þig, eins og að drekka vatn. Enda dúxaðirðu og varst með hæstu meðaleinkunnina við út- skrift. Þú varst alltaf að bralla eitthvað meðfram náminu, alltaf nóg að gera hjá þér og við áttum svo skemmtilegar stundir saman. Á þessum tíma var ennþá skemmtilegt að djamma og ekki nokkurri stund sleppt sem hægt var að gleyma sér. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig, við áttum löng samtöl símleiðis á þessum tíma og það var alltaf svo gaman að heyra í þér. Þú hafðir alltaf einhver góð ráð við hinu og þessu, slóst flestu upp í grín og aldrei kvartaðirðu yf- ir neinu. Þótt það kæmu langir tímar þar sem við töluðum lítið saman var það alltaf eins og við hefðum heyrst í gær þegar við heyrðumst. Það finnst mér ein- kenna góðar vinkonur. Það kom aldrei vandræðaleg þögn, það var ekki hægt með þig á línunni. Ég mun aldrei geta þakkað þér lífgjöfina sem þú gafst mér í sum- ar og allan styrkinn sem þú gafst mér í mínum málum, en hvatning- in var sterk. Stuttu eftir að ég eignaðist Orra minn kíktirðu við og gafst mér sængurgjöf. Þá höfð- um við ekki hist í fleiri ár, þessi óvænta heimsókn var mér dýr- mæt. Ég er svo óendanlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga þig að í lífi mínu, eftir allt sem þú hef- ur þurft að ganga í gegnum varstu full vilja til að láta öllum líða sem best. Þegar við kynntumst eignað- istu pláss í hjarta mér sem ég mun ávallt geyma hjá mér og minning- in um þig mun aldrei dvína. Ég sakna þín meira en orð fá lýst og það nístir mig í hjartastað að vera að skrifa þessi orð til þín. Elsku Ísak, Elsabet og aðstandendur, ég bið Guð að styrkja ykkur í missi ykkar og vaka yfir ykkur. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Halldóra Kristín Halldórsdóttir. ✝ GuðmundurÞór Sigur- björnsson fæddist 20. ágúst 1920 og lést 26. desember 2012 á Sjúkrahúsi Akraness. Foreldrar hans voru hjónin Úrsúla Guðmundsdóttur frá Melaleiti á Akranesi, f. 9.1.1894, d. 7. 10. 1986 og Sigurbjörn Jónsson frá Háa- rima í Þykkvabæ, f. 2. 8. 1887, d. 13.7. 1923. Seinni maður Úrsúlu var Ásgrímur Ragnar Sigurðsson, f. 10. 3. 1896, d. 23.11. 1982. Alsyst- ur: 1. Sigurrós Gróa Sigurbjörns- dóttir, f. 28.5. 1916, d. 6.5. 1980. 2. Sigríður Jóna Sigurbjörnsdóttir, f. 24.2. 1923. Hálfsystur sammæðra: 1. Ragnheiður Arnfríður Ásgríms- dóttir, f. 22.5. 1928. 2. Ásta Ingi- björg Ásgrímsdóttir, f. 30.1. 1930, d. 1.12. 1989. 3. Sigríður Fjóla Ás- grímsdóttir, f. 11.1. 1932, d. 11.11. 2003. Fósturforeldrar Guðmundar frá árinu 1923 voru móðursystir hans, Ásgeira Guðmundsdóttir, f. 24.1. 1895, d. 15.9. 1968 og Sig- urður Ólafsson, f. 1.10. 1892, d. 18.8. 1955. Börn: Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, f. 22.8. 1978 og Snorri Vilhjálmsson, f. 16.7. 1980. Barnabörn eru 3. D. Salvör Guð- mundsdóttir, f. 7.3. 1959. Gift Stefáni H. Stefánssyni, f. 4.6. 1959. Barn: Hafliði Stefánsson, f. 3.4. 1996. E. Sigurbjörn Guð- mundsson, f. 23.11. 1962, í sambúð með Svandísi Ásgeirsdóttur, f. 17.12. 1964. Börn: Haukur Sigur- björnsson, f. 25.3. 1984, Hjalti Sig- urbjörnsson, 25.3. 1984, Trausti Sigurbjörnsson, f. 25.9. 1990. Barnabörn eru 2. Guðmundur átti heima fyrstu árin með foreldrum sínum í Ný- lendu og síðar á Teigi á Akranesi. Eftir lát föður síns fór hann í fóst- ur til móðursystur sinnar Ásgeiru og Sigurðar manns hennar og átti sitt heimili hjá þeim upp frá því. Þau bjuggu þá í Árnesi við Suð- urgötu á Akranesi og í Garði á Reykjanesi. Árið 1935 flutti Guð- mundur með fósturforeldrum sín- um í nýbyggt hús þeirra á Suð- urgötu 64 á Akranesi og átti sitt heimili í því húsi frá 1935 þar til í júlí 2011 að hann flutti á Dvalar- heimilið Höfða. Guðmundur byrj- aði ungur að vinna og hóf akstur vörubíls aðeins 10 ára gamall og upp frá því var nær öll hans atvinna tengd bílum, akstri, við- gerð og útgerð þeirra. Útför Guðmundar Þórs fór fram 10. janúar 2013. 25.11. 1968. Guð- mundur kvæntist 30.3. 1946 Krist- björgu Sesselju Guð- ríði Vilhjálmsdóttur, f. 5. 8. 1924, d. 7.1. 2001, en hún var dóttir hjónanna í Efstabæ á Akranesi, Salvarar Guðmunds- dóttur, f. 8.9. 1896, d. 18.7. 1974, og Vil- hjálms Benedikts- sonar, f. 22.10. 1894, d. 14.7. 1979. Börn þeirra eru: A. Sigurður Villi Guðmundsson, f. 28.9. 1946. Kvæntur Dagbjörtu Friðriksdóttur, f. 16. 5. 1947. Börn: Guðmundur Þórir Sigurðs- son, f. 19.7. 1970, Pálína Sigurðar- dóttir, f. 28.9. 1974 og Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 18.11. 1976, d. 25.6. 1998. Barnabörn eru 8. B. Þórunn Guðmundsdóttir, f. 19.6. 1950. Gift Bjarna Ásmunds, f. 14.4. 1935. Börn Geir Sigurður Jónsson, f. 3.8. 1973, Margrét Vil- borg Bjarnadóttir, f. 18.8. 1977 og Sindri Bjarnason, f. 11.4. 1980. Barnabörn eru 4. C. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, f. 23.5. 1954, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f. Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem þú veittir okkur. Það frábæra, kærleiksríka andrúms- loft sem þér tókst alltaf að búa til, alveg sama hvernig viðraði, var einstakt og alltaf svo hlýtt og gott að koma til þín. Gafst þér alltaf tíma fyrir alla og vildir alltaf hjálpa þegar hjálpar var þörf. Mér er efst í huga þegar ég ætlaði að ganga frá hjólinu mínu á kvöldin á Suðurgötunni og þú varst þá yfirleitt búinn að gera það fyrir mig, elsku afi minn. Þú varst og ert einstakur. Ástarkveðja. Trausti og Ásdís Thelma. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, HAFÞÓR ÖRN SIGURÐSSON, Þverbraut 1, Blönduósi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi sunnudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Von, styrktarfélag, kt. 490807-1010, rkn. 512-26-3147, eða orgelsjóð Blönduósskirkju. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Hafþórsson, Edda Brynleifsdóttir, Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir, Óli Guðlaugur Laursen og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri, GRÉTAR ÓLAFUR SÍMONARSON bóndi, Goðdölum, Skagafirði, lést laugardaginn 12. janúar á Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Goðdalakirkju, laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþór Smári Borgarsson, Sigríður Sveinsdóttir. ✝ Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÁSMUNDSDÓTTIR, Höfða, Akranesi, áður Vesturgötu 80, lést laugardaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Garðarsson. Bróðir okkar og mágur, GUÐMUNDUR REYNIR JÓHANNSSON, lést laugardaginn 12. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hildur Ósk Jóhannsdóttir, Jón Bjarni Jóhannsson, Anna Ingibjörg Benediktsdóttir, Lóa Björg Jóhannsdóttir, Bergsteinn Karlsson, ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR HAFSTEIN GUÐMUNDSSON, Heiðargarði 16, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtu- daginn 24. janúar kl. 13.00. Svava Hallgrímsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Ásdís Sigurðardóttir, Einir Guðjón Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.