Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
✝ Hannes Hall-dórsson, söðla-
smiður, fæddist 2.
ágúst 1921 á Más-
stöðum í Vatnsdal.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 23. des.
2012.
Foreldrar hans
voru Halldór Jóns-
son, f. 6.5. 1894 í
Galtanesi Breiða-
bólsstaðasókn, d. 11.9. 1968 og
Þorbjörg Jónsdóttir, f. 4.1. 1900
á Hólabaki í Sveinsstaðahreppi,
d. 24.11. 1952. Systur hans voru
Elínborg Margrét, f. 31.5. 1920,
d. 16.7. 1999 og Guðrún Jónína,
f. 28.2. 1935, d. 2.5. 2012. Upp-
eldissystkini Hannesar voru El-
ínborg Jónsdóttir, móðursystir
hans, og Þorsteinn Guðmunds-
son en þau eru einnig látin. Eig-
inkona Hannesar var María
Steinþórsdóttir, f. 9.8. 1928 en
hún lést 17.9. 2011. Foreldrar
fimm. Fyrir átti María Gylfa
Sigurðsson, f. 1953. M. Anna
Rósa Traustadóttir, f. 1958,
börn þeirra: Anna Dögg, f.
1990, Axel Finnur, f. 1993 og
Agnes Rún, f. 1999, fyrir átti
Gylfi Gunnar Sævar, f. 1972 og
Ingibjörgu Aðalheiði, f. 1975 og
Anna Rósa átti fyrir tvö börn.
Langafabörn Hannesar eru
átta.
Hannes ólst upp á Más-
stöðum, Vatnsdal, hjá afa sínum
Jóni Kr. Jónssyni og seinni konu
hans Halldóru Gestsdóttur.
Hannes flutti til Reykjavíkur
um tvítugt og bjó með for-
eldrum sínum í Bjarmahlíð.
Hannes og María gengu í
hjónaband 1956 og þau stofnuðu
sitt fyrsta heimili við Vest-
urbrún í Reykjavík. Lengst af
bjuggu þau á Meistaravöllum en
síðustu árin á Lindargötu 66 og
61. Síðustu mánuðina bjó hann á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Hannes vann lengst af ævi sinn-
ar sem söðlasmiður, fjölda ára
rak hann sitt eigið verkstæði að
Laugvegi 30-B, síðustu starfsár
sín vann hann í Ástund. Hannes
lét af störfum þar 1997.
Útför Hannesar fór fram 8.
jan. sl. frá Fossvogskirkju.
hennar voru Stein-
þór Einarsson, f.
27.9. 1895 í Ball-
arárgerði á Skarðs-
strönd, d. 12.6.
1968 og Jóhanna
Stefánsdóttir, f.
24.7. 1897 á Galt-
ará í Gufudalssveit,
d. 21.10. 1987.
Dætur Hannesar
og Maríu eru Þor-
björg Halldóra og
Jóhanna Steinunn. Þorbjörg, f.
1956, m. Guðmundur K. Magn-
ússon, f. 1958, synir þeirra:
Magnús Már, f. 1982 og Hannes
Freyr, f. 1987, fyrir átti Þor-
björg Árna Þór Ómarsson, f.
1976. Jóhanna, f. 1958, synir
hennar og Jóns Gunnars Þór-
mundssonar, f. 1956, d. 2002
eru: Hannes Sigurbjörn, f. 1975,
Halldór Gunnar, f. 1980 og
Heimir Snær, f. 1985. Sambýlis-
maður Jóhönnu er Ólafur Har-
aldsson, f. 1954. Börn Ólafs eru
Nú þegar þú ert búinn að fá
hvíldina, elsku pabbi minn, og
að vistaskiptum er komið lang-
ar mig að þakka þér samfylgd-
ina. Ljúfar og góðar minningar
streyma fram. Pabbi fæddist í
Vatnsdalnum og ólst þar upp,
alla hans ævi var sveitin hans
honum kær og þó að hann hafi
farið þaðan ungur maður og
sest að í höfuðborginni var
hann innst inni alltaf sveita-
maður. Söðlasmíði lærði hann
hjá afa sínum sem ungur maður
norður í Vatnsdal. Hann vann
lengst af ævinnar sem söðla-
smiður og rak sitt eigið verk-
stæði í um 24 ár að Laugavegi
30-B.
Frá þeim tíma eigum við
systkinin ekkert nema góðar
minningar og mörgum stundum
eyddum við að fylgjast með
honum vinna og hlusta á karl-
ana sem komu til hans, því að-
allega voru þetta karlar sem
komu. Við systkinin nutum góðs
af því að pabbi smíðaði úr leðri,
öll mættum við með nýjar leð-
urskólatöskur þegar skólaganga
okkar hófst. Allt angaði af leðri
og leðurlyktin fylgdi honum
heim og meira segja matvör-
unni sem hann bar heim. Við
sögðum oft að það væri leð-
urbragð af kexinu sem hann
keypti handa okkur, en hann
dekraði við okkur krakkana
með því að kaupa þann munað.
Pabbi var sérstaklegar ljúfur
og elskulegur maður, mikill ró-
lyndismaður og skipti eiginlega
aldrei skapi. Tók lífinu öllu með
miklu æðruleysi. Hann ásamt
móður okkar bjó okkur gott og
hlýlegt heimili og hlúði að okk-
ur með sinni ljúfu og notalegu
lund.
Pabbi talaði alltaf vel um
samferðafólk sitt, með mikilli
hlýju um foreldra sína, afa sinn,
systur og uppeldissystkini.
Hann var ekki margmáll maður
og naut sín ekki sérstaklega vel
í margmenni en naut návistar
fjölskyldunnar og náinna ætt-
inga og auðvitað vinnunnar
meðan hann gat stundað hana.
Hann var vinnusamur og hefði
helst kosið að geta unnið fram á
síðustu stundu. Pabbi var 76
ára þegar hann hætti að vinna
sem söðlasmiður í Ástund og
reyndist það honum erfitt en þá
var sjón hans orðin léleg. Hann
var þrautseigur og ansi þrjósk-
ur og gafst aldrei upp og vildi
geta bjargað sér og sýndi það
sig vel síðustu ár hans þar sem
viljinn var oft meiri en getan.
Pabbi unni hestum og hesta
átti hann sem ungur maður
norður í Vatnsdal en aldrei eftir
að suður kom. Þrátt fyrir það
áttu hestar hug hans allan og
fylgdist hann vel með öllu sem
þeim viðkom. Mér er minnis-
stæð ein ferð okkar norður í
land með honum. Ákveðið var
að við þrjú, ég, maðurinn minn
Guðmundur og pabbi, myndum
taka þátt í að reka fé Jóns
frænda í Kambshól á heiði.
Ekki voru tilburðir okkar hjóna
sem hestamenn til að státa af
en pabbi þá kominn á sjötugs-
aldur þeyttist um móa og mela
eftir rolluskjátum eins og þaul-
vanur hestamaður. Þótti mér og
öðru samferðafólki mikið til
hans koma og greinilegt að
hann hafði engu gleymt þegar
þeyst var um Vatnsdalinn á
hans yngri árum.
Nú að leiðarlokum þakka ég
og fjölskylda mín þér, elsku
pabbi, fyrir samfylgdina og alla
elsku þína og er ég sannfærð
um að við eigum eftir að hittast
síðar. Blessuð sé minning þín.
Þorbjörg Halldóra.
Elsku besti pabbi minn, nú
er komið að kveðjustundinni
sem olli mér alltaf kvíða þegar
ég var lítil stelpa. Þú varst
kletturinn minn sem barn, en
eins undarlegt og allt lífið getur
verið, þá kveið ég fyrir því að
þú fengir „hvíldina“ eins og þú
orðaðir það, eða þegar þú sagð-
ir: „Æ, mig er nú farið að langa
að hafa vistaskipti,“ en mér
fannst þetta svo fallega orðað.
Ég reyndi að ýta sársaukanum
frá, af því ég vissi að sá tími
kæmi. Þú varst orðinn fullsadd-
ur lífdaga, sem er ekkert skrít-
ið, því heilsa og minni voru orð-
in léleg og sjóndepran hrjáði
þig mikið undanfarin ár. Ég hef
verið lánsöm að hafa verið sam-
ferða þér í rúmlega 54 ár.
Það var svo gefandi að koma
til þín á Skógarbæ og spjalla,
þú varst alltaf svo þakklátur
fyrir komuna og mér leið alltaf
svo vel þegar ég fór frá þér. Þú
varst yndislegasti pabbi sem
hugsast gat. Ég hef alltaf verið
mikil pabbastelpa og gott var
að hafa þig á Laugaveginum við
vinnu langt fram á kvöld.
Þegar við Nonni byrjuðum að
búa og ég ófrísk að nafna þín-
um, aðeins 16 ára, þá var líka
þannig, að ef ég var eitthvað
leið eða eitthvað lítil í mér, þá
sagði Nonni: „Jóhanna mín,
farðu út á verkstæði til pabba
þíns, þá hressist þú,“ og það
gerði ég. Pabbi tók alltaf vel á
móti mér, litlu stelpunni sinni,
eins og þegar ég var döpur sem
lítil stelpa. Alltaf fór ég hress-
ari frá honum og Nonni sagði:
„Ég sagði þér að það væri nóg
fyrir þig að fara til pabba þíns.“
Þegar við fluttum í Kópavog
árið 1977, í okkar nýju íbúð, fór
ég að gráta fyrstu nóttina, ég
saknaði pabba svo mikið, ég
vissi að ég sæi hann ekki á
hverjum dagi framvegis. Þetta
eru minningar sem koma alltaf
upp hjá mér, þegar ég hugsa til
pabba og auðvitað er fullt af
öðrum minningum, en þessar
finnst mér bara svolítið
skemmtilegar, því ég átti víst
að heita orðin fullorðin, gift
kona og orðin mamma.
Elsku pabbi minn, mér mun
alltaf þykja vænt um þig. Óli
biður að heilsa og þakkar fyrir
yndisleg kynni.
Kærar þakkir til starfsfólks
Skógarbæjar/Austurbæjar fyrir
hlýhug, frábæra viðkynningu og
alúð sem þau sýndu Hannesi og
fjölskyldu hans.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir,
Jóhanna.
Á þessum tímamótum
streyma fram ljúfar minningar
þegar ég hugsa til afa. Þar á
meðal heimsóknir til hans og
ömmu á Meistaravelli sem og
fjölmargar heimsóknir okkar
mömmu og bræðranna til hans
á verkstæðið í Ástund þar sem
afi dró alltaf fram einhverjar
veitingar. Enn þann dag í dag
tengi ég gráfíkjukex sérstak-
lega við hann.
Afi tilheyrði þeirri kynslóð
Íslendinga sem tók þátt í því að
byggja upp Ísland eftir krepp-
una miklu og heimsstyrjöldina
síðari. Kynslóðinni sem með
elju sinni og fórnfýsi lagði
grunninn að velferðarsamfélagi
dagsins í dag. Afi starfaði líkt
og fjölmargir Íslendingar fyrir
hernámsliðið á heimsstyrjaldar-
árunum áður en hann gerðist
söðlasmiður sem var sú starfs-
grein sem hann stundaði lengst
af. Bæði í sjálfstæðum atvinnu-
rekstri og undir merkjum
Ástundar.
Afi var samviskusamur, afar
nægjusamur og setti aðra en
sjálfan sig í fyrsta sæti. Mikið
ljúfmenni sem hallmælti fólki
ekki, nema þá helst stjórnmála-
mönnum sem hann almennt séð
gaf ekki mikið fyrir. Afi var yf-
irvegaður, maður fárra orða
sem fékkst helst á skrið þegar
talið barst að æskunni, fjöl-
skyldunni og heimahögunum í
Húnavatnssýslu sem hann var
einkar stoltur af.
Fyrir mér var afi búinn fjöl-
mörgum eiginleikum sem fleiri
mættu temja sér, þar á meðal
ég. Ég kveð góðan mann með
söknuði og treysti á að hans
bíði á nýjum vettvangi hestar
og góð sjón.
Magnús Már.
Komið er að kveðjustund
elsku afi minn. Ég tel mig vita
að þú hafir sofnað sáttur og
tilbúinn í ferðalagið sem bíður
okkar allra.
Það var enginn eins og þú,
elsku afi, í mínum huga, þú
varst og ert besti afi í heimi!
Ég er svo heppinn að hafa feng-
ið að vera mikið hjá ykkur
ömmu þegar ég var lítill, sama
hvort það var heima hjá ykkur
á Meistaravöllunum eða á verk-
stæðinu hjá þér á Laugaveg-
inum.
Minningarnar eru góðar og
margar sem ég ylja mér við
núna; rölt út í ísbúð, spilaður
manni við þig og ömmu, rölt í
fjöruna við Ægisíðuna, fylgjast
með þér smíða hnakka eða gera
við reiðtygi, hlusta á sögur um
það hvernig lífið var þegar þú
varst að alast upp í Vatnsdaln-
um, allar strætóferðinar sem
við fórum saman því þið amma
voruð ekki með bílpróf og svona
get ég haldið áfram.
Söðlasmíðin var þér í blóð
borin og sérlega skemmtilegt
var að fylgjast með þér þegar
þú varst að smíða hnakka því
eins og þú sagðir: „Hnakkur er
ekki bara hnakkur og það sem
mestu máli skiptir við smíði
hnakka er að hestinum líði vel
með hnakkinn og knapann á
bakinu.“ Það skipti þig miklu
máli að hestunum liði vel og var
hugsað út í hvert smáatriði er
sneri að þeim.
Ég hef hitt marga hestamenn
sem komu á Laugaveginn til
þín og allir minnast á hversu
góður maður þú varst og
hversu gott var að koma til þín.
Já, góður maður varst þú, elsku
afi, við alla og öllum vildir þú
vel. Ég hef oft sagt að betri
mann en afa væri ansi erfitt að
finna.
Síðustu árin þegar minni
þínu fór að hraka var sérlega
gaman að spjalla um gamla
tíma og þá var fátt sem stopp-
aði þig í frásögnum af mönnum
og hestum á þínum yngri árum.
Við vorum búnir að ræða það
nokkrum sinnum hvað biði okk-
ar þegar jarðvist okkar lyki. Þú
sagðir mér að þú myndir vaka
yfir mér og mínum og hef ég
trú á því. Þinn tími er kominn
og enn einn engilinn á himnum
bætist í englahjörð mína og
fjölskyldunnar.
Elsku afi, þú munt alltaf eiga
stóran stað í minnningabanka
mínum og veit ég að þú munt
ávallt fylgja mér, við sjáumst
síðar.
Hannes Sigurbjörn.
Mannvinurinn og ljúfmennið
Hannes Halldórsson er látinn
91 árs að aldri. Hannes var ein-
staklega ljúfur, hógvær og góð-
ur maður. Hann vildi öllum vel
og átti aldrei í útistöðum við
nokkurn mann. Manngæska,
umburðarlyndi, trygglyndi og
jafnaðargeð eru orð sem lýsa
lundarfari hans best.
Hannes var kvæntur móður-
systur minni, Maríu Steinþórs-
dóttur frá Bjarneyjum í Breiða-
firði, sem lést í september 2011.
Hannes var uppeldisbróðir föð-
ur míns, Þorsteins Guðmunds-
sonar frá Mástöðum í Vatnsdal.
Hannes og Mæja, eins og hún
var jafnan kölluð voru því mjög
nánir vinir og frændur fjöl-
skyldu minnar og í minningu
uppeldisáranna voru þau nánast
eins og aðrir foreldrar mínir.
Mikill samgangur var á milli
heimilanna og oft mikið fjör hjá
okkur krökkunum í afmælis-
veislum, jólaboðum og ferðalög-
um sem við fórum saman í.
Sama á hverju gekk, alltaf var
hann Hannes svo pollrólegur og
skipti aldrei skapi, þó hávaðinn
í okkur frændsystkinunum ætl-
aði alla að æra og mæður okk-
ar, með sitt breiðfirska skap,
létu okkur svo sannarlega
heyra það.
Hannes var Húnvetningur í
allar ættir og dvaldi sem barn
og unglingur mörg sumur hjá
fjölskyldu sinni á Másstöðum í
Vatnsdal. Hvergi kunni hann
betur við sig eða leið betur en á
Másstöðum. Hann var alin upp í
ást á landinu og náttúrunni og
Másstaðir voru hans líf og yndi.
Óvíða er náttúran fallegri en á
Másstöðum, fjallið bratt og
skriðurunnið og Flóðið og hólm-
arnir fullir af lífi. Sveitalífið átti
vel við Hannes og áhugi hans á
góðum hestum var mikill.
Hannes var völundur í hönd-
unum og þá sérstaklega er kom
að leðurvinnu. Hann vann alla
ævi við söðlasmíði og þeir eru
ófáir hnakkarnir og beislin sem
hann smíðaði. Oft kom maður
með skólatösku eða annan leð-
urvarning til hans til viðgerðar
og alltaf tók hann á móti manni
með þeirri hlýju og því góða
brosi sem einkenndu jafnan
framkomu hans. Hann var
lengst af með verkstæði á
Laugaveginum í þröngu hús-
næði en þrátt fyrir plássleysið
þá var stöðugur straumur vina
og vandamanna sem komu við
hjá honum til að njóta samvista
við hann.
Hannes og Mæja voru al-
þýðufólk, alin upp í vinnusemi,
heiðarleika og umhyggju fyrir
öllu fólki. Þannig var þeirra líf,
þannig ólu þau upp sín börn og
þannig minnist ég þeirra. Ég vil
þakka þeim fyrir allar ljúfar
stundir sem ég átti með þeim
og sérstaklega fyrir gott og
kært samband sem þau áttu við
foreldra mína og fjöskyldu.
Við Þóra og fjölskylda send-
um þeim, Gylfa, Þorbjörgu og
Jóhönnu og þeirra fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur og
biðjum um styrk þeim til
handa.
Blessuð sé minning Hannes-
ar og Maríu.
Ragnar Þorsteinsson.
Hannes
Halldórsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Minningargreinar
Ýmislegt
Teg. 804502 Vandaðir dömu-kulda-
skór úr mjúku leðri, fóðraðir með
lambsgæru. Stærðir: 36 - 42.
Verð: 23.750.
Teg. 802501 Vandaðir dömu-kulda-
skór úr mjúku leðri, fóðraðir með
lambsgæru. Stærðir: 36 - 42.
Verð: 23.750.
Teg. 7310 Vandaðir dömu-kuldaskór
úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36 -
42. Verð: 16.700.
Teg. 804 Vandaðir dömu-kuldaskór úr
mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir. 36 - 42.
Verð: 17.500.
Teg. 39441 Vönduð dömustígvél úr
leðri, fóðruð. Litir: svart og brúnt
Stærðir: 36 - 41. Verð: 27.950.
Teg. 8480 Vönduð dömustígvél úr
leðri, fóðruð. Litir: svart og brúnt.
Stærðir: 36 - 40. Verð: 25.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - föst. 10 - 18.
Opið laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
mbl.is
alltaf - allstaðar