Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Úrvalið í formannskosningumSamfylkingarinnar minnir
helst á vöruframboðið í sovéskri
kjörbúð forðum tíð.
Enda ekki óeðli-legt, því krat-
arnir sem ætluðu að
sameina alla vinstri-
menn í einn flokk,
undir sinni eigin
lipru leiðsögn, hafa
haft þrjá formenn
fram að þessu:
Sá fyrsti, Össur,kom úr Alþb.lag-
inu (eins og Margrét
undanfari Frímanns,
sem er eini formaðurinn sem endað
hefur á Litla-Hrauni, enn sem komið
er) og Ingibjörg S. kom frá Kvenna-
listanum, Jóhanna úr Þjóðvaka.
Og nú slást tveir „gamlir komm-ar“ um formennskuna.
Niðurstaðan skiptir ekki aðeinsmáli fyrir fækkandi fylgis-
menn Samfylkingar heldur einnig
fyrir trektarflokkinn Bjarta fram-
tíð.
Honum er ætlað að plata það fólksem vill ekki lengur kjósa
Samfylkinguna til að kjósa hana
samt gegnum samvaxna tvíburann.
Forystumenn litlu Samfylkingar-innar fylgjast því mjög spennt-
ir með kosningum í móðurflokknum.
Vinni Guðbjartur ætla þeir straxað breyta nafni flokksins í Guð-
bjarta framtíð.
En vinni hinn allaballinn haldaþeir helst að nafnið verði eftir
það: Björt framtíð en brún.
Guðbjartur
Hannesson
Hvað segir
nafnanefndin þá?
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00
Reykjavík -2 skýjað
Bolungarvík -3 alskýjað
Akureyri -4 alskýjað
Kirkjubæjarkl. -3 léttskýjað
Vestmannaeyjar 3 alskýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló -15 skýjað
Kaupmannahöfn -2 skýjað
Stokkhólmur -6 skýjað
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg -2 heiðskírt
Brussel -2 heiðskírt
Dublin 3 léttskýjað
Glasgow 2 léttskýjað
London 2 slydda
París 0 skýjað
Amsterdam -2 snjókoma
Hamborg -5 skýjað
Berlín -3 skýjað
Vín -1 alskýjað
Moskva -7 alskýjað
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 10 skýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -18 snjókoma
Montreal 3 léttskýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago -9 heiðskírt
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:55 16:21
ÍSAFJÖRÐUR 11:26 15:59
SIGLUFJÖRÐUR 11:10 15:41
DJÚPIVOGUR 10:30 15:44
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Í okkar löggjöf, sem byggist á EES-samningum,
er heimild til þess að sækja um það hjá Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA) að setja íþróttaleiki í opna
sjónvarpsdagskrá. Við höfum ekki haft vilja eða
ástæðu til að nýta þessa heimild. Þetta á við um
viðburði sem hafa þýðingu fyrir þjóðina og hand-
boltalandsliðið fellur líklega undir þann flokk,“
segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.
Fjölmargir hafa hvatt hana til að beita heimild
sem ráðherra hefur til þess að skylda 365 miðla til
að sýna leiki handboltalandsliðsins á HM á Spáni,
sem nú stendur yfir, í opinni dagskrá.
„Ég hef fengið fjölmörg bréf frá fólki sem hefur
áhuga á því að sjá leikina. En það er ljóst að við
munum ekki nota heimildina á mótinu núna árið
2013. En maður gæti ímyndað sér það í framtíð-
inni að þeim fjölmiðlum, sem eru með sýning-
arréttinn, verði gert skylt að sýna leikina í opinni
dagskrá,“ segir Katrín.
Katrín ætlar ekki að nýta heimildina
Margir hvetja menntamálaráðherra til að skylda
365 til að sýna handboltalandsleiki í opinni dagskrá
AFP
Ísland Handknattleikslandsliðið stendur nærri
þjóðarsálinni. Mörgum svíður að sjá ekki leiki liðs-
ins í opinni dagskrá. Þrýst hefur verið á ráðherra.
Katrín Jak-
obsdóttir
mennta-
málaráð-
herra segir
að í kjölfar
þess að 365
keyptu sýn-
ingarrétt á
leikjum
handbolta-
landsliðsins
árin 2011 og 2013 hafi verið
sett í gang ferli um að búa til
lista um mikilvæga sjónvarps-
viðburði sem sýna á í opinni
dagskrá. Sú vinna hófst árið
2010 og á Katrín von á því að
henni ljúki í árslok. „Þetta eru
ekki bara íþróttaviðburðir,
heldur hvað sem getur haft
þýðingu fyrir þjóðina. Vonandi
næst sátt um svona lista,“
segir Katrín.
Hún telur ríkið ekki bóta-
skylt ef ákveðið verður að sýna
í opinni dagskrá viðburði sem
einkareknar stöðvar hafa fjár-
fest í. „Almenningur vill að við
sýnum þessa viðburði. Það er
frekar að íþróttahreyfingin hafi
lagst gegn því þar sem um
einkaleyfissölu er að ræða,“
segir Katrín
Viðburðir
þjóðarinnar
UNNIÐ AÐ LISTA YFIR VIÐ-
BURÐI Í OPINNI DAGSKRÁ
Katrín
Jakobsdóttir
Texasborgari
Nautakjöt,
laukhringir, nachos,
jöklasalat, salsa
og jalapenosósa
Borgari, franskar,
gos og kokteilsósa
1.550 kr.
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23