Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
François Hollande, forseti Frakk-
lands, hefur verið gagnrýndur fyrir
að vera óákveðinn og tvístígandi í
mikilvægum málum en talið er að sú
ákvörðun hans að fyrirskipa franska
hernum að gera árásir á íslamista í
Malí geti breytt þeirri ímynd hans.
Skoðanakannanir benda til þess
að fylgi Hollande hafi snarminnkað
frá því að hann var kjörinn forseti
fyrir átta mánuðum. Það hefur eink-
um verið rakið til efnahagsstöðn-
unar, skuldavanda Frakklands, svik-
inna kosningaloforða og kúvendinga
forsetans í nokkrum málum.
Með því að fyrirskipa hernaðar-
íhlutunina fékk Hollande tækifæri til
að sýna að hann geti verið einarður
leiðtogi og tekið erfiðar ákvarðanir,
að sögn franskra stjórnmálaskýr-
enda. Þeir telja að hernaðaríhlut-
unin geti markað tímamót í þeirri
viðleitni Hollande að snúa vörn í
sókn og vinna kjósendur á sitt band.
Þeir benda þó einnig á að forsetinn
tók mikla áhættu.
Langflestir stjórnmálaflokkar
Frakklands styðja hernaðaríhlut-
unina og franskir fjölmiðlar fögnuðu
ákvörðun Hollande. „Franska hern-
aðaríhlutunin í Malí var óhjá-
kvæmileg,“ sagði hægriblaðið Le
Figaro. „Ef íslamistum væri leyft að
ná Malí á sitt vald myndi það stofna
allri Vestur-Afríku í hættu og
hryðjuverkamenn fengju griðastað í
næsta nágrenni við Evrópu.“
Hóta hryðjuverkum
Íslamistar í Malí hótuðu í gær að
svara hernaðaríhlutuninni með
hryðjuverkum í Frakklandi og varað
hefur verið við því að hún geti orðið
til þess að íslamskir öfgamenn myrði
átta Frakka sem þeir hafi tekið í
gíslingu í Afríku. Le Figaro sagði að
þótt þessi hætta væri áhyggjuefni
vægi hún minna en sú ógn sem staf-
aði af valdatöku íslamista í Malí.
Vinstriblaðið Liberation hrósaði
Hollande fyrir að stöðva „talibana
eyðimerkurinnar“ en sagði að stjórn
hans þyrfti að útskýra betur áform
sín til lengri tíma litið. Vinstriblaðið
Le Monde tók í sama streng og sagði
að hætta væri á að hernaðurinn
drægist á langinn. „Við vitum hvern-
ig slíkar hernaðaríhlutanir hefjast,“
sagði blaðið. „Við vitum hins vegar
aldrei hvernig þeim lýkur. Eða rétt-
ara sagt þá vitum við að margar
þeirra enda illa.“
Amel Boubekeur, sérfræðingur í
stjórnmálum Afríkuríkja sem eink-
um eru byggð múslímum, segir að
ákvörðun Hollande hafi komið á
óvart vegna þess að hann hefur hing-
að til lagt áherslu á að slík vandamál
verði leyst með pólitískum við-
ræðum og fjölþjóðlegum aðgerðum.
Frakkland er eina Evrópuríkið
sem er enn með varanlegar her-
stöðvar í Afríku en Frakkar hafa
reynt að draga úr hlutverki sínu sem
„lögregla“ fyrrverandi franskra ný-
lendna í álfunni. Hollande synjaði
t.a.m. nýlega beiðni forseta Mið-
Afríkulýðveldisins um aðstoð í bar-
áttunni við uppreisnarmenn.
Eftir að íslamistar náðu norður-
hluta Malí á sitt vald beittu Frakkar
sér fyrir því að öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna samþykkti ályktun
sem heimilar hersveitum undir for-
ystu Afríkuríkja að hjálpa hernum í
Malí að ná yfirráðum yfir norður-
hlutanum úr höndum íslamistanna.
Hernaðaríhlutun afrísku hersveit-
anna á þó ekki að hefjast fyrr en í
september og þangað til hyggjast
Evrópuríki þjálfa hersveitir
stjórnarhersins í Malí.
Franska stjórnin neitaði því í
fyrstu að Frakkar myndu taka þátt í
hernaðinum en afstaða hennar
breyttist eftir að íslamistar gerðu
óvænta árás í vikunni sem leið á bæ í
grennd við höfuðborgina Bamako og
gerðu sig líklega til að ráðast á hana.
Átökin í Malí hófust í mars á liðnu
ári þegar herinn steypti forseta
landsins og tók völdin í sínar hendur
vegna óánægju hershöfðingja með
slælega frammistöðu stjórnarinnar í
baráttu við uppreisnarmenn af þjóð-
flokki touarega í norðurhluta lands-
ins. Valdaránið varð til þess að upp-
reisnarmenn, sem berjast fyrir
sjálfstæðu ríki á svæðum touarega,
sóttu í sig veðrið og náðum stórum
svæðum í norðurhlutanum á sitt
vald. Íslamistarnir hröktu síðan upp-
reisnarlið touarega í burtu og náðu
rúmum helmingi landsins á sitt vald,
eða svæði sem er á stærð við Frakk-
land.
Telja hernaðinn óhjákvæmilegan
Ákvörðun Hollande mælist vel fyrir
en forsetinn tók áhættu með íhlutuninni
AFP
Ráðamenn á rökstólum François Hollande forseti (2. frá hægri) á fundi um
Malí með æðstu embættismönnum frönsku stjórnarinnar í París í gær.
400 km
BAMAKO
BÚRKÍNA
FASÓGÍNEA
FÍLABEINSSTR.
MÁRITANÍA
ALSÍR
Malí
Gao
Mopti
Kidal
Svæði á
valdi
íslamista
Frakkar hafa gert loftárásir
á stöðvar íslamista
Timbuktu
Nig
er
Konna
Grimmir ofstækismenn
» Grannríki Malí og stjórnvöld
á Vesturlöndum styðja hernað
Frakka gegn íslamistum sem
hafa stjórnað með harðri hendi
samkvæmt sjaría-lögum á yfir-
ráðasvæðum sínum í Malí.
» Fólk hefur m.a. verið tekið af
lífi eða aflimað fyrir brot á lög-
unum. Dæmi eru um að pör
hafi verið grýtt til bana fyrir að
drýgja hór.
Börn sem borða
skyndibita þrisv-
ar sinnum í viku
eru mun líklegri
til að fá asma og
exem en önnur
börn, að sögn
vísindamanna.
Þeir segja að
rannsókn, sem
náði til rúmrar hálfrar milljónar
barna í meira en 50 löndum, bendi
til þess að óhollur matur kunni að
vera ástæða þess að börnum með
asma eða exem hefur fjölgað víða
um heim. Þrettán og fjórtán ára
börn, sem borðuðu skyndibita á
borð við hamborgara þrisvar í
viku, eru 39% líklegri til að fá al-
varlegan asma en önnur börn. Hjá
sex og sjö ára börnum jukust
líkurnar á asma um 27% ef þau
borðuðu óholla skyndibita þrisvar
í viku.
Skyndibitar auka
líkur á asma og
exemi barna
RANNSÓKN
Milljónir hindúa böðuðu sig í hinu helga Ganges-
fljóti á Indlandi í gær þegar fjölmennasta reglu-
lega trúarhátíð heimsins hófst. Gert er ráð fyrir
að allt að 100 milljónir manna taki þátt í hátíð-
inni, sem nefnist Puma Kumbh Mela, næstu 55
daga. Yfirvöld sögðu að þátttakan hefði aldrei
verið jafnmikil á fyrsta degi hátíðarinnar og í
gær, þegar um tíu milljónir manna böðuðu sig í
fljótinu. Búist er við að mannfjöldinn verði mest-
ur 15. febrúar og að 20 milljónir manna taki þá
þátt í hátíðinni. Þátttökumet var sett á hátíðinni
árið 2001 þegar um 40 milljónir manna böðuðu
sig í Ganges-fljóti á einum degi.
Hátíðin Puma Kumbh Mela er haldin á tólf ára
fresti í borginni Allahabad. Svipaðar hátíðir eru
haldnar á öðrum stöðum á Indlandi á þriggja ára
fresti en þær eru fámennari.
Hátíðin hefst í dögun með því að naktir gúrú-
ar, smurðir ösku, hlaupa í kalt fljótið, sumir
vopnaðir sverðum og þríforkum.
Hátíðin á rætur að rekja til goðsagna hindúa
um að nokkrir dropar af ódáinsveig hafi fallið á
Allahabad og þrjá aðra staði á Indlandi, Nasik,
Ujjain og Haridwar, þegar guðir og djöflar hafi
barist um veigina.
Hindúar trúa því að baðið í Ganges-fljóti
hreinsi þá af syndum og veiti þeim blessun.
Margir þátttakendanna fá sér nokkra sopa úr
fljótinu þótt varað hafi verið því að vatnið sé
mjög mengað.
Um 12.000 lögreglumenn eru á hátíðarsvæð-
inu til að reyna að koma í veg fyrir mannskæðan
troðning. Tugir þúsunda manna höfðust við í
tjöldum á svæðinu í gær.
Nær 7.000 rútur og hundruð lesta flytja fólkið
á svæðið. Sett hafa verið upp 35.000 salerni, auk
fjórtán bráðabirgðasjúkrahúsa, 22.000 götu-
ljósa, 150 kílómetra af bráðabirgðavegum og
átján brúa.
Fjölmennasta trúarhátíð heims hafin
AFP
Breska konungs-
fjölskyldan til-
kynnti í gær að
barnið sem Vil-
hjálmur prins og
eiginkona hans
Katrín eiga von á
eigi að fæðast í
júlí. Talsmaður
fjölskyldunnar
sagði að líðan
Katrínar hefði
batnað eftir að hún var útskrifuð af
sjúkrahúsi vegna þungunar-
uppkasta. Hann staðfesti einnig að
Katrín ætti aðeins von á einu barni.
Konur sem fá þungunaruppköst
eru þrisvar sinnum líklegri til að
ganga með tvíbura en aðrar barns-
hafandi konur og fjölmiðlar voru
því með vangaveltur um að Katrín
gengi með tvíbura.
BRETLAND
Katrín á ekki von
á tvíburum
Katrín hertoga-
ynja.