Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. Kæri Sölvi. Þar sem þú leitaðir til mín við undirbún- ing þáttarins um úti- gangsmenn langar mig til að segja þér hvernig mér þótti tiltakast. Þegar við töluðum saman fyrst spurði ég þig eftir hvers konar upplýsingum þú ósk- aðir og hvaða áherslu þú ætlaðir þér að hafa. Þú sagðist vilja gera heildstæða úttekt á aðstæðum úti- gangsfólks þar sem allar upplýs- ingar um málaflokkinn kæmu fram. Mér fannst það jákvæðar upplýsingar þar sem svo margt já- kvætt hefur gerst undanfarin ár. Ég benti þér á grein sem ég skrif- aði í Fréttablaðið hinn 11. október sl. þar sem ég fór yfir þær um- bætur sem hafa orðið í mála- flokknum frá efnahagshruni (http://www.visir.is/aukin-- thjonusta-vid-utangardsfolk-i-- efnahagshruni/article/- 2012710119985). Ég sagði þér að þessa grein hefði ég skrifað því fjölmiðlaumfjöllun um málaflokk- inn er yfirleitt mjög einhliða og ósanngjörn að mínu mati. Því miður þá varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum með úttekt þína í þættinum. Ég er félagsráðgjafi, hef starfað sl. fjögur ár með utan- garðsfólki og hef yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum. Þér tókst ekki að búa til heildstæða umfjöllun sem sýnir raunveruleg- an aðbúnað utangarðsfólks. Þú fórst rangt með staðreyndir og gafst bæði rangar og villandi upp- lýsingar um málið. Þú valdir að viðhalda staðalmyndum um mála- flokkinn og undirstrikar 17 sek- úndna myndbrot af svínum í hús- dýragarðinum það. Þú segir að utangarðsfólk eigi bókstaflega trúfélögum lífið að þakka og nefnir þar Hjálpræðis- herinn og Samhjálp. Vissulega hafa þessi tilteknu félög staðið sig mjög vel í þjón- ustu við utangarðsfólk en þér láðist að nefna þátt Reykjavíkur- borgar í þeirra úr- ræðum. Þannig styrk- ir Reykjavíkurborg Dagsetur Hjálpræð- ishersins um 2,5 stöðugildi auk fjár- framlags. Samhjálp rekur Gistiskýlið og eitt áfangaheimili samkvæmt samningi við Reykja- víkurborg. Þannig er beinlínis vill- andi að halda því fram að ábyrgð á málaflokknum hafi verið sett á herðar trúfélaga. Þú segir að konur nýti sér helst ekki Gistiskýlið og í áraraðir hafi vantað sérstakan samastað fyrir þær. Þetta er rangt því Rauði krossinn hefur starfrækt nætur- athvarfið Konukot fyrir konur frá árinu 2004. Mér er það óskiljan- legt að rannsóknarblaðamaður sem vinnur að gerð fréttaskýr- ingaþáttar um útigangsfólk hafi unnið undirbúningsvinnuna þetta illa. Var þetta kannski bara „en sagan er betri …“, því ég sendi þér nafn og netfang verkefna- stjóra Konukots og fyrrnefnda blaðagrein en þar kemur fram umfjöllun um Konukot og hvers konar úrræði það sé. Sorglegt er að þú kaust að skilja fólk heima í stofu eftir með þá „vitneskju“ að ekkert næturskjól sé í boði fyrir konur og þær séu neyddar út í vændi til að þurfa ekki að sofa úti. Þú velur að leggja áherslu á það að Gistiskýlinu sé lokað klukkan 10 á morgnana og mönnum vísað út í hvaða veðri sem er. Þarna hafðir þú tækifæri til að greina frá borgarvörðum (samstarf Reykjavíkurborgar og lögregl- unnar). Eins og þú veist keyra borgarverðir um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk á marg- víslegan hátt þ.m.t. akstur úr Gistiskýlinu í Dagsetrið og til baka. Ennfremur hefði ég talið að fjalla hefði átt um skaðaminnk- unarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, þar sem veitt er nála- skiptiþjónusta, almenn hjúkrun og ráðgjöf fyrir fíkniefnaneytendur. Eins sagðir þú frá því að flestir hefðu farið í fleiri en eina áfengis- og vímuefnameðferð hjá SÁÁ. Það eru fleiri meðferðarúrræði fyrir hendi fyrir áfengis- og vímuefna- sjúka. Mér fannst allir viðmælendur þínir standa sig vel. Það komst vel til skila hversu grafalvarlegur sjúkdómur alkóhólismi er. Ég vona að tekist hafi að minnka fá- fræði og fordóma gagnvart langt leiddum alkóhólistum því varpað var ljósi á hversu órökrétt en gríðarlega sterk fíknin er, hún nær út fyrir öll mörk. Ályktanir þínar fannst mér í heildina ekki góðar. Þú kaust að setja fókusinn á það neikvæða og gera minna úr því jákvæða. Það hefði t.d. verið áhugavert að tala við íbúa á heimili þar sem er sólarhringsþjónusta og heyra hvort lífsgæði íbúans hefðu breyst. Þannig hefði verið hægt að skoða hvort sú nálgun að bjóða upp á búsetu fyrir utangarðsfólk þar sem ekki er gerð krafa um edrúmennsku skili sér í bættum lífsskilyrðum. Það vantaði alla framtíðarsýn og ekki minnst á að frá árinu 2008 hefur Reykjavíkur- borg verið með sérstaka stefnu í málaflokknum sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og koma í veg fyrir útigang. Minn lærdómur er enn og aftur sá að fjölmiðlar einblína alltof mikið á neikvæða þætti samfélags- ins og eru alls ekkert hrifnir af því að draga fram það jákvæða sem gert er. Sorglegastur finnst mér þó sá möguleiki að einhver áhorfandi hafi verið skilinn eftir með þær niðurstöður að ein- staklingur sem býr í smáhýsi (þar sem verkefnastjóri er í fullu stöðugildi) sé skilinn eftir einn og í reiðuleysi á kojufylleríi og hafi ekki borðað eða sofið í viku, að utangarðskonum bjóðist ekkert næturskjól og þurfi að selja sig fyrir gistingu og síðast en ekki síst að við komum fram við fólkið okkar eins og svínin í húsdýra- garðinum. Með kveðju. Eftir Guðrúnu Þor- gerði Ágústsdóttur » Þér tókst ekki að búa til heildstæða umfjöllun sem sýnir raunverulegan aðbúnað utangarðsfólks. Þú fórst rangt með staðreyndir og gafst bæði rangar og villandi upplýsingar um málið. Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi. Opið bréf til Sölva Tryggvasonar vegna umfjöllunar um útigangsfólk Vegna fjárskorts, manneklu og nú tæk- jafátæktar heyrist að sjúkrahúsin anni vart þörf. Ég veit það á eigin skinni, að það getur verið erfitt að komast að hjá heim- ilislæknum og veit einnig að fólk í Reykjavík fer því oft á bráðamóttöku Land- spítalans, þegar hefði mátt sinna því á heilsugæslu- stöðvum. Ég hef einnig heyrt spít- alalækna kvarta yfir þessu og að vilja breytingar. Skilvirkni Búið er að reisa vel útbúnar heilsugæslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu og víða um land. Þær eru gjarnan yfirleitt aðeins opnar á skrifstofutíma og spurningin er þá, hvort þær séu nýttar sem skyldi og hvort þær með aukinni skilvirkni geti ekki þjónað fólki betur og þá einnig létt á dýrum spítölunum í leiðinni? Heilsugæslulæknar eru nú á föstum mánaðarlaunum, sem hef- ur það í för með sér, án þess að vilja móðga neinn, að þeir fá sömu greiðslu sama hve miklu þeir skila. Ég velti því fyrir mér hvort ekki megi breyta þessu fyrirkomulagi með jákvæðri hvatingu og bæta þar með alla nýtingu fjárfestinga og mannauðs og þjóna almenningi bet- ur, sem hlýtur að hafa verið aðal- markmiðið í upphafi? Ágæti einkareksturs Það er alkunna að fólk leggur sig mest fram, þegar það borgar pen- ingalega fyrir það. Ef heilsugæslu- læknar væru teknir af föstum laun- um og fengju í staðinn greitt fyrir veitta þjónustu og fengju alvöru- stjórnunarvald og tækju yfir rekst- ur stöðvanna, þá er þess að vænta að ýmislegt breyttist. Gera má ráð fyrir því að starfsánægja og afköst myndu aukast og þá að af- greiðslutími stöðvanna yrði svo langur umfram lágmarksmóttökutíma sem þörf krefði og öll önnur skilvirkni myndi batna. Væntanlega reyndu læknarnir einn- ig að reka stöðvarnar með hagnaði svo þeir geti bætt aðbúnað sinn, starfsfólks og sjúklinga sinna og vera ekki upp á náð og miskunn hins opinbera komnir. Einnig má búast við að læknar sæki þá frekar í þessi störf en nú er, komi fyrr heim að ut- an úr námi eða fari síður úr landi, en það mun vera skortur á læknum þarna eins og víða annars staðar. Einkarekstur á heilbrigðissviði hef- ur reynst afar vel hér á landi og ekki veit ég hvernig ástandið væri ef læknar tækju ekki á móti skjólstæð- ingum sínum á stofu eða fremdu að- gerðir á eigin göngudeildum sínum. Óbreytt greiðsluskylda hins opinbera Ekki væri verið að breyta hlut- verki sjúkratrygginga ríkisins með slíku fyrirkomulagi, aðeins því hvar og hverjum þær greiða. Ég yrði ekki hissa á að með þessu hlytist sparnaður hjá sjúkratryggingunum og er nokkuð viss um að þjónustan og ánægja sjúklinga myndi aukast til muna. Í leiðinni má hugleiða hvort ekki ætti að leyfa samkeppni á milli sjúkrastöðva í sama tilgangi í stað þess að hafa þær hverf- atengdar. Allt eru þetta verðug markmið og því þess vert að hug- leiða þessi mál af víðsýni og með skynsemi. Heilsugæslustöðvar Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson »Einkarekstur á heilbrigðissviði hefur reynst afar vel hér á landi. Höfundur er fyrrv. forstjóri og stuðn- ingsmaður XG, Hægri-grænna. Guðmundur og Jón Páll skora grimmt í Kópavogi Fimmtudaginn 10 janúar hélt áfram þriggja kvölda Monrad-tví- menningur hjá Bridsfélagi Kópavogs. Guðmundur Pálsson og Jón Páll Sig- urjónsson fengu 62,1% skor og tóku afgerandi forystu samanlagt með 118,5% samanlagt úr kvöldunum tveimur. Sigmundur Stefánsson og Hallgrímur Hallgrímsson voru með hátt í 70% skor vel fram eftir kvöldi en gáfu eftir í síðustu setunni. Heild- arstaðan í prósentum þegar eitt kvöld er eftir er þessi: Jón Páll Sigurjónss. - Guðm.Pálss. 118,1 Jón Sigurbjörnss. - Björk Jónsd. 111,2 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 109,9 Þórður Jónsson - Björn Jónsson 108,9 Friðjón Þórhallss. - Sigtr. Sigurðss. 108,7 Sautján borð í Gullsmáranum Glæsileg þátttaka var í Gullsmára mánudaginn 7. janúar. Úrslit í N/S: Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 345 Örn Einarsson - Jens Karlsson 305 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 299 A/V: Jón Ingi Ragnarss.- Sæmundur Árnas. 322 Jón Jóhannss. - Sveinn Sveinss. 312 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 306 Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 13.1. var spilaður tví- menningur á 12 borðum. Hæsta skor kvöldsins í norður/suður: Gróa Guðnad. – Unnar A. Guðmundss. 247 Benedikt Egilss. – Sigurður Sigurðsson 244 Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðms. 241 Austur/vestur Jórunn Kristinsd. – Stefán Óskarsson 246 Ólöf Ingvarsd. – Sigrún Andrews 238 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 234 Næsta sunnudag, 20.1., hefst fimm kvölda tvímenningskeppni. Þar gilda fjögur bestu kvöldin til úrslita. Félag eldri borgara Reykjavík Fimmtudaginn 10. janúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Fé- lags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 13 borðum. Meðalskor var 312. Hæsta skor í N-S: Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 388 Örn Ísebarn – Örn Ingólfsson 370 Haukur Harðars. – Ágúst Helgason 340 A-V: Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 404 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 379 Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartanss. 372 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.2013)
https://timarit.is/issue/370835

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.2013)

Aðgerðir: