Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ný gögn í Geirfinnsmálinu 2. Kom út úr skápnum 3. Stundaði kynlíf á jökli 4. Kaus frelsið fram yfir Downton »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bassaleikarinn Árni Hjörvar Árna- son og félagar hans í hljómsveitinni The Vaccines eru tilnefndir til Brit- tónlistarverðlaunanna 2013 sem besta tónleikasveitin. Í sama flokki eru tilnefndar ekki ómerkari sveitir en The Rolling Stones, Coldplay, Muse og Mumford & Sons. Morgunblaðið/Styrmir Kári The Vaccines tilnefnd til Brit-verðlaunanna  Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson kom nýverið út á frönsku hjá forlag- inu Gallimard, en þetta er þriðja bók hans sem kemur út í Frakklandi. Í ritdómi sem birt- ist um bókina í bókmenntatímaritinu Esprit segir m.a.: „Jón Kalman tekur einstakt augnablik úr lífinu og gerir það ódauðlegt með því að umbreyta því í langa ljóðræna setningu um ást- ina, dauðann og einsemdina.“ Hjarta mannsins komin út á frönsku  Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kem- ur fram á Slippbarnum á Hótel Mar- ina nk. fimmtudagskvöld kl. 22. Þar hyggst hann ásamt hljómsveit sinni leika lög m.a. af nýrri plötu, God’s Lonely Man, sem hlotið hefur góðar við- tökur og var m.a. valin fimmta besta plata árs- ins á gogoyoko. Aðgangur er ókeypis. Pétur Ben leikur á Slippbarnum Á miðvikudag Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld, en snjómugga NA-til um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig. Á fimmtudag Hæg suðaustlæg átt, skúrir eða él sunnan- og vest- anlands, en hvessir talsvert með rigningu eða slyddu um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-15 og snjómugga eða slydda NA-til, snýst í suðvestan 8-13 með skúrum S- og V-til seinni part. VEÐUR Austurríska handknattleiks- sambandið hefur boðið Pat- reki Jóhannessyni, þjálfara karlalandsliðsins, nýjan samning. Taki Patrekur samningnum mun hann þjálfa austurríska lands- liðið fram á haustið 2015. „Ég reikna með að skrifa undir samninginn á næstunni,“ sagði Patrekur við Morgunblaðið. »1 Austurríkismenn vilja Patrek áfram Arnór Þór Gunnarsson fór að velta því fyrir sér þegar ljóst varð að Ólaf- ur Stefánsson yrði ekki í íslenska landsliðinu í handbolta á HM á Spáni, hvort nú væri komið að því að hans draumur um að spila á stórmóti í fyrsta sinn myndi rætast. Það gekk eftir og Arnór sló í gegn í sínum fyrsta leik þeg- ar hann skoraði 7 mörk gegn Síle. „Það er algjör draumur að fá þann heiður að vera hér með liðinu,“ segir Arnór. »2 Algjör draumur að vera hérna með landsliðinu „Ég er búinn að vera með samnings- tilboð frá Sundsvall í nokkurn tíma en þeir vildu fá mig út núna til að sjá allt þarna. Ég er bara að fara að skoða aðstæður og kíkja á bæinn. Eftir það tek ég ákvörðun,“ segir knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sig- urjónsson. Sundsvall hefur samið við Val um kaup á Rúnari sem gefur svar eftir skoðunarferðina. »3 Rúnar svarar eftir skoð- unarferð til Sundsvall ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Hann hefur að mínu mati ekki þróast nema að neyslan á súrmat hefur minnkað og meira er notað af fersku. Lambasteikin er mjög vin- sæl og þetta ósúra – það hefur aukist mikið magnið af því, en slátrið, bringukollar og lundabaggar er varla hreyft,“ segir Ole Olesen veit- ingamaður hjá Veisluþjónustu Suð- urlands sem afgreiðir súrmat og annan þorramat á fjölmörg þorra- blót á Suðurlandi ár hvert. Þorrinn hefst 25. janúar næstkomandi og nú undirbúa veitingamenn sig í gríð og erg víða um land fyrir „þorravertíð- ina“ og hefðin virðist vart á und- anhaldi. Ole segir mikla samkeppni í gangi og menn hiki ekki við að láta 50 króna mismun á tilboðum á skammt- inn ráða, jafnvel þó að mun lengra sé að sækja matinn. Blótað í öllum félagsheimilum Spurður að því hversu mörg blót hann geri tilboð í segir hann: „Það eru um 25 blót á Suðurlandinu frá Ölfusi og austur á Klaustur. Það er alls staðar blótað, í félagsheimilum og félagssamtökum á svæðinu.“ En hann á þó ekki lægsta boðið í þau öll, þó svo hann sjái um fjöl- mörg þeirra. „Það er rosalega misjafnt á milli ára. Það er svona upp undir helmingur kannski og stundum færra. Það er allur gangur á því,“ seg- ir Ole um fjöldann. Skammtarnir eru margir og meðan á viðtalinu stóð tók Ole saman það sem lá fyrir hjá honum á komandi þorra. „Þetta eru hátt í 2.000 manns. Frá 50 manna blótum og upp í um 550 manna. Oftast eru þetta milli hundrað og tvö hundruð.“ Spurður að því hvað valdi að súr- maturinn sé á undanhaldi segir hann: „Í sveitinni eiga menn þetta til – að minnsta kosti þar sem ég þekki til þá setja menn slátur í tunnur heima. Svo eru pungarnir aftur á móti og sultan að fara í meira magni.“ Ole segir nokkurn mun á milli staða. „Ég hef skynjað það þeg- ar ég fer austar að þar eru sviða- kjammarnir notaðir meira. Ég veit ekki af hverju það er, en sums staðar þarf ég að vera með extra mikið af kjömmum,“ segir hann. Þorri er eitt af gömlu íslensku mánaðaheitunum, fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstu- degi í 13. viku vetrar. Þorra lýkur á þorraþræl sem er laugardagur fyrir konudag og þá tekur góan við. Önnur matarvertíð að hefjast  Selur um 2.000 skammta af þorra- mat á Suðurlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorramatur Íslenskar hefðir eru fjölmargar. Nú eru jólin nýafstaðin og þá styttist í næstu matarhátíð, sem er þorr- inn með tilheyrandi hefðum. Veisluþjónusta Suðurlands mun afgreiða þorramat í um 2.000 munna á þorranum. Súr hvalur er nú orðinn á borðum vel flestra þorrablóta og á ný ríkur þáttur í þorrahefð landsmanna. Áður en veiðar á stórhveli hófust að nýju var gerð tilraun til þess að framleiða gervirengi sem var súrsað og framreitt. Það þótti þó misgott. „Það var hrefna í boði í tvö til þrjú ár áður en stórhvelið kom. Mínum kúnnum líkaði hún ekki – það var svo mikið kjöt, eiginlega helmingur kjöt á móti rengi. En svo eftir að súri hvalurinn kom er það allt annað mál og líkar miklu bet- ur,“ segir Ole Olesen veitinga- maður. Hann segir hákarlinn standa nokkuð í stað á milli ára. Hefð er fyrir því að bjóða upp á ýmislegt fleira en súrmat á þorra- blótum og má þar nefna soðin svið, lambasteik, saltkjöt, síld, harðfisk og jafnvel pottrétt. Súrt hvalrengi í sókn á þorra ÞORRAMATUR Ole Olesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.