Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú munt hljóta viðurkenningu fyrir
framlag þitt og það mun koma þér á óvart
hversu vel þér verður tekið. Gættu þess bara
að láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni.
20. apríl - 20. maí
Naut Það gætu komið upp erfiðleikar í sam-
bandi sem reyna á krafta þína. Þú þarft að
vinna að því að auka styrk þinn og sjá greini-
lega hvað gengur upp í lífi þínu og hvað ekki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert kappsfullur með áhuga á
mörgum sviðum og átt auðvelt með að laða
fólk til samstarfs. Ástvinir vilja alla þína at-
hygli og tíma ekki að deila henni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hugsast getur að svokallaður „óvin-
ur“ sé ómeðvitað viðhorf eða trú sem þú ert
ekki til í að sleppa. Tryggðu frama þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú nýtur svo mikillar velgengni í fjár-
málunum þessa dagana að þú átt erfitt með
að treysta því að hún sé varanleg. Farðu vel
með vald þitt og hafðu aðgát í nærveru sálar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þráir að gleðja augu þín, kitla
snertiskynið og opna eyrun fyrir dásamlegri
tónlist. Í kvöld færðu útrás, ferskt loft og
hittir uppáhaldsmanneskjuna þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Notaðu hluta úr deginum til þess að
taka til og bæta skipulagið á heimilinu.
Stattu með upphaflegu hugmyndinni þinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt líklega samsinna yf-
irmanni þínum til að komast hjá árekstrum í
dag. Einkum þar sem þér eru óvenjuljós
markmið þín og tilgangur um þessar mundir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur góðan byr í seglin en
þarft að gæta þess að fara ekki fram úr sjálf-
um/sjálfri þér. Borðaðu minna af skyndibita-
mat og meira af ávöxtum og grænmeti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði
þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Spurðu
réttu spurninganna til að staðfesta eða
hrekja grun þinn. Láttu engan binda þig
nauðugan í hlekki vanans.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Umræður um ferðalög, æðri
menntun og útgáfudrauma ganga vel.
Gakktu þó ekki svo hart fram að þú skemmir
fyrir þér því það getur haft örlagaríkar afleið-
ingar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar yfir
afrekum þínum er ekki eins víst að fjöl-
skyldan sé á sömu skoðun. Klappaðu þér á
bakið fyrir að reyna svona á þig og slakaðu
svo á í kvöld.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fíaá Sandi, sló á létta strengi um
útlitið:
Í fyrradag ég fór að hátta
fúl yfir útlitsgöllunum.
Jólagrömmin, eitt og átta
eru á mjaðma stöllunum.
Síðan mátti ég sættast og
mér sjálfri að heita ráðum.
Ég ætla að kaupa aðra vog
og annan spegil, bráðum.
Þetta minnti Davíð Hjálmar á
Stallana heima í gamla daga:
„Framan í bröttum og háum sjáv-
arbakka upp af Lausu-Hlein voru
grasi vaxnar torfur og mátti kom-
ast þangað eftir einstigi. Þarna
urpu svartbakar og sóttum við
strákarnir mjög í Stallana eftir
eggjum.
Ekki finna grömm og galla
gagnaugun á köllunum
skyldi verpa veiðibjalla
víða þarna á stöllunum.“
Björn Ingólfsson orti að bragði:
Fjallamenn á Fíustapa fúsir leggja,
Davíð fremstan sé ég seggja
síga í björg og leita eggja.
Þá Sigrún Haraldsdóttir:
Íhugið og ekki gleyma,
af þessu er mikil bót,
á stöllunum er gott að geyma
gleraugu og fleira dót.
Loks Davíð Hjálmar:
Gaman er um gróinn stall
að ganga af spekt og viti,
útbúinn með eggjadall
þótt allt sé hált af driti.
Vísnagáta Sigrúnar birtist í
Vísnahorninu á föstudag og var lof-
að ráðningu í dag. Gátan er svo-
hljóðandi:
Fyrst ég konu freista hlaut.
Fröken eitrað kæfði.
Valin bæði í vín og graut.
Vilhjálmur mig hæfði.
Helgi R. Einarsson sendi lausn til
Vísnahornsins:
E er fyrst með pomp og prakt.
P við það sig bítur.
L að auki er í takt.
I í kjölfar flýtur.
Kristbjörg F. Steingrímsdóttir
svaraði í bundnu máli:
Adams varúð eplið sæfði
eplið Mjallhvít næstum kæfði
Villi ör í eplið skaut
epli duga í vín og graut.
Og Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Fía á Sandi:
Eva gamla eplið leit
í Eden og fór að brugga vín.
Mjallhvít í það bara beit
en best er eplakakan mín.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahornið
Af stöllum og vísnagátu
Í klípu
„ÉG VAR TÖFRAMAÐUR. FYRST VAR ÉG
ÁKÆRÐUR FYRIR MORÐ EN SVO FYRIR
SVIK, ÞVÍ ÉG HAFÐI BARA ÞÓST SAGA
KONU Í TVENNT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NEI, ÉG GET BARA EKKI LESIÐ NEITT Á
ÞESSU SPJALDI, ÞÚ HELDUR ÞVÍ ALLTOF
NÁLÆGT AUGANU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast vænna
hvoru um annað með
hverjum degi sem líður.
DAGATAL
LEYFÐU MÉR AÐ HALDA
HURÐINNI FYRIR ÞIG, LÍSA.
ÉG ER SVODDAN
HERRAMAÐUR.
ÞETTA ER
SKÁPUR.
HANN ER
KURTEIS,
EKKI
KLÁR
ÞAÐ ÞARF AÐEINS AÐ LAPPA
UPP Á SKIPIÐ MITT, EN ÞAÐ ER
ENN Í ÁBYRGÐ. ÞÚ BÆTIR TJÓN
Í ÁBYRGÐ, ER ÞAÐ EKKI?
JÚ, HERRA,
EN ...
GOTT!
Samstarfskona Víkverja sem allajafna er í hressari kantinum
mætti þung á brún til vinnu í gær og
fyrirskipaði kyrrð, aðgát og hlut-
tekningu í Hádegismóum. Hvers
vegna? spurðu fávísir. Jú, Matthew
er látinn! Fórst öllum að óvörum í
bílslysi að kveldi sunnudags.
Og hver er þessi Matthew? kann
einhver að spyrja. Jú, hann mun
hafa verið ein af lykilpersónunum í
breska framhaldsþættinum Down-
ton Abbey, sem RÚV hefur sýnt
undanfarin misseri. Harmur er að
oss öllum kveðinn!
Samstarfskonunni var sérstak-
lega brugðið í ljósi þess að Matthew
hafði fyrr þennan sama dag eignast
son. Aumingja barnið!
x x x
Þar sem Víkverji er vel upp alinnkom ekki annað til greina en að
virða tilmæli samstarfskonunnar
enda var henni bersýnilega brugðið.
Þegar tveir galgopar byrjuðu svo
blaðskellandi að fagna nýjustu af-
rekum Manchester United svo und-
ir tók í veggjum reis Víkverji upp á
afturlappirnar og hastaði á þá. Að-
gát skyldi höfð í nærveru sálar,
Andrew væri allur.
Við þetta dýpkaði sorg samstarfs-
konunnar, ekki vegna yfirgangs og
tillitsleysis United-mannanna held-
ur vegna þess að Víkverja urðu á
þau heiðarlegu mistök að kalla
Matthew Andrew. Þar með sá sam-
starfskonan nefnilega í hendi sér að
hluttekning Víkverja væri tilgerð.
Hann gæti ekki mögulega vitað
nokkurn skapaðan hlut um málið
fyrst hann uppnefndi Matthew And-
rew.
x x x
Já, það verður að viðurkennast aðVíkverji veit ekkert um Down-
ton Abbey, hefur ekki séð einn ein-
asta þátt. Veitti því þó athygli að
spúsa hans var eitthvað niðurdregin
á sunnudagskvöldið og áttaði sig
umsvifalaust á samhenginu er hon-
um bárust til eyrna fregnir af and-
láti Andrews – fyrirgefið, Matthews.
Og hvers vegna skyldi Matthew
nú hafa hrokkið upp af? Jú, leikar-
inn fékk tilboð frá Hollywood.
Allt drepur nú það auma hyski.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að
þér elskið hver annan, eins og ég hef
elskað yður. (Jh. 12, 50.)
Vesturhraun 5
Garðabæ
Mán.–fös.: 08:00–17:00
Sími: 530 2000
Bíldshöfði 16
Reykjavík
Mán.–fim.: 08:00–18:00
Föstudaga: 08:00–17:00
Laugardag: 10:00–14:00
Sími: 530 2002
Smiðjuvegi 11e, gul gata
Kópavogi
Mán.–fös.: 08:00–17:00
Sími: 530 2028
Freyjunes 4
Akureyri
Mán.–fös.: 08:00–12:00
13:00–17:00
Sími: 461 4800
VIÐ
ERUM
WÜRTH
www.wurth.is
Aðalsteinn Jóhannsson
Söluráðgjafi