Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Heiddi
Þing Ásta Ragnheiður segir mikil-
vægt að bæta vinnubrögð þingsins.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, gagnrýndi vinnu-
brögð á þinginu við upphaf þingfund-
ar eftir jólahlé í gær og sagði einnig
að þingfrestun væri gömul arfleifð
sem passaði ekki vel við þróun þings-
ins. Brýnt væri að færa til nútíma-
horfs mörg ákvæði um Alþingi, bæði
í stjórnarskrá og lögum. „Jafnframt
þarf að kynna störf Alþingis og al-
þingismanna betur og eyða alls kon-
ar gömlum og röngum hugmyndum
sem eru á kreiki og jafnvel er alið á.
Þær eru sumar til þess fallnar að
rýra álit þingsins og þingmanna í
augum þjóðarinnar,“ sagði hún.
Minnti hún á að nýr samkomudag-
ur þingsins í fyrri hluta september
sl. var hugsaður til þess að létta á
tímapressu þegar nær dregur jólum
og til þess að gefa þinginu rýmri
tíma til að afgreiða fjárlög. „Mér
virðist að þetta áform hafi brugðist
og aðeins hafi sannast gamalt lög-
mál, að hlutirnir taki þann tíma sem
þeim er skammtaður. Það er dapur-
leg niðurstaða fyrir okkur.“
Sagði hún það hafa vakið góðar
vonir að allmörg stjórnarfrumvörp
komu fram á fyrstu dögum þingsins í
september. „En síðan fór í gamalt
far og mikilvæg stjórnarfrumvörp
sem voru tengd fjárlagaafgreiðslu og
vitað var að afgreiða þyrfti fyrir árs-
lok, komu ekki fram fyrr en í lok nóv-
ember. Þetta eru vinnubrögð sem
verður að laga. Og síðan gerðist það
sem orðinn er nær fastur liður hér,
að stjórnarandstaðan hefji langar
umræður þegar líður á haustþingið
og spyrja má nú hverju það hafi skil-
að,“ sagði hún. omfr@mbl.is
„Dapurleg niðurstaða“
Forseti Alþingis segir áform virðast hafa brugðist um að þingið fengi rýmri tíma
með breyttum samkomudegi Brýnt að færa ákvæði um Alþingi til nútímahorfs
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
VIÐTAL
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Á síðustu 25 til 30 árum hefur
sænska módelinu í raun og veru ver-
ið gjörbreytt með fjölmörgum um-
bótum í átt til frelsisvæðingar,“ seg-
ir dr. Nils Karlson, forstöðumaður
Ratio-stofnunarinnar í Stokkhólmi,
en hann hélt fyrirlestur um nýju
sænsku leiðina í Öskju, náttúru-
fræðahúsi Háskóla Íslands, í hádeg-
inu gær. Fundurinn var haldinn á
vegum Rannsóknarseturs um ný-
sköpun og hagvöxt og Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands. „Eitt
af því sem er athyglisvert við þetta
er það að jafnaðarmenn hafa verið
við völd tvo þriðju hluta þessa um-
bótatímabils. Þannig að báðar hliðar
hins pólitíska litrófs hafa tekið þátt í
að koma á frelsisvæðandi umbót-
um,“ bætir Karlson við.
Að sögn hans hófst umbótaferlið
árið 1985 þegar jafnaðarstjórnin
sem þá var við völd í Svíþjóð hóf að
vinda ofan af regluverkinu í kringum
gjaldmiðlaviðskipti. Þá bendir hann
á að eftir svo langt umbótatímabil sé
réttmætt að segja að nýtt
sænskt módel hafi myndast
sem er í eðli sínu frábrugðið því
kerfi sem fólk hefur í huga þeg-
ar það talar um sænska
velferðarkerfið eða hið svo-
kallaða sænska módel.
Fjórar meginreglur
„Mín röksemd er því sú
að við höfum í raun og veru
nýtt módel í dag sem byggist á
Ásta Ragnheiður minnti þingmenn
við upphaf þingfundar í gær á að
þeir væru kjörnir á þingið til þess að
fara með vald þess og taka verði al-
varlega þær aðfinnslur og mælingar
sem vinnubrögð á Alþingi fá. „Í þeim
efnum felst skýr áskorun um að láta
langtímahugsun, ábyrgð og hófsemi
ráða meira í störfum þingsins en
ekki skammvinna, pólitíska sigra
hér í þessum sal,“ sagði hún. Þá hét
hún á þingmenn að ljúka endur-
skoðun þingskapa sem staðið hefur
yfir á þessu kjörtímabili. Þannig
mætti afhenda nýju þingi og nýjum
þingmönnum betra regluverk með
fyrirheitum um að bæta eigi vinnu-
brögð þingsins.
Skoraði á þingmenn
að ljúka endur-
skoðun þingskapa
„Það sem er áhugavert við þetta er það að allar þessar fjölmörgu ákvarð-
anir um umbætur, sem teknar hafa verið síðan árið 1985 af bæði jafn-
aðar- sem og miðju-hægristjórnum, voru á sínum tíma umdeildar en í dag
myndi ég segja að það væri víðtæk sátt um að margar af þessum umbót-
um myndi hluta af nýju módeli sem nýtur stuðnings helstu þingflokk-
anna,“ segir Karlson. Aðspurður hvernig á því stóð að umbæturnar kom-
ust á bæði í stjórnartíðum jafnaðarmanna sem og hægrimanna
segir Karlson að hann telji að fyrir jafnaðarmennina hafi þetta ver-
ið spurning um raunsæi, þeir hafi áttað sig á því að þeir þyrftu að
gera umbætur á velferðarríkinu til að tryggja hagvöxt og velferð
til langs tíma. Hinsvegar hafi málið snúist um hugmyndafræði
hjá miðju- og hægristjórnum. „En lokaniðurstaðan er nokkurn
veginn sú sama, þetta er ferli sjálfbærrar frelsisvæðingar,“ seg-
ir Karlson.
Víðtæk sátt um umbætur
MISMUNANDI AÐFERÐAFRÆÐI EN SAMA NIÐURSTAÐA
að minnsta kosti fjórum nýjum meg-
inreglum. Sú fyrsta er að ábyrgð og
valfrelsi einstaklinga hefur aukist og
dregið hefur verið úr hlutverki
stjórnmála og hins opinbera með
raunar frekar róttækum hætti,“ seg-
ir Karlson og bendir á að til dæmis
hafi skattar áður verið um 55% af
vergri landsframleiðslu en í dag séu
þeir hinsvegar um 43% af vergri
landsframleiðslu.
Undið ofan af regluverkinu
Að sögn hans er meginregla núm-
er tvö sú að skattar hafi verið lækk-
aðir, dregið hefur verið úr velferðar-
kerfinu og bótaréttur takmarkaður,
undið hefur verið ofan af regluverk-
inu í kringum markaðinn, ýmis opin-
ber fyrirtæki hafa verið einkavædd,
og stór hluti af þjónustu hins opin-
bera, á borð við t.d. heilbrigðisþjón-
ustu, skóla og þjónustu við aldraða,
hefur verið boðinn út til einkaaðila.
Þá segir hann þriðju meginregluna
vera þá að ýmsar takmarkanir hafi
verið settar á almannatrygginga-
kerfið og það gert líkara raunveru-
legu tryggingakerfi.
„Fjórða nýja meginreglan er sú að
frá miðjum tíunda áratug síðustu
aldar hefur nýrri umgjörð utan um
stjórn efnahagsmála verið komið á á
trúverðugan máta,“ segir Karlson
og bendir á að fjárlög sænska ríkis-
ins hafi síðustu 15 til 20 ár verið rek-
in með afgangi. Þá segir Karlson að í
kringum 1994 til 1995 hafi verið sett
ný lög í Svíþjóð sem gerðu það að
verkum að afgangur af fjárlögum
þurfi að vera að minnsta kosti 2% af
landsframleiðslu.
Morgunblaðið/RAX
Sænska leiðin Nils Karlson fjallaði um nýju sænsku leiðina á fundi sem haldinn var í Öskju í hádeginu í gær.
Svíar hafa frelsisvætt
eigið kerfi í nær 30 ár
Nils Karlson segir rétt að tala um nýtt sænskt módel
Reykjavíkurborg hefur auglýst eft-
ir umsóknum í starf umboðsmanns
borgarbúa. Um nýtt embætti er að
ræða en ráðið er í starfið til eins
árs.
Í starfslýsingu segir að umboðs-
manni borgarbúa sé ætlað að leið-
beina íbúum í samskiptum þeirra
við embætti og stofnanir borg-
arinnar og veita þeim upplýsingar
um rétt sinn. Markmiðið sé að
opna leið og betrumbæta aðkomu
borgarbúa að stjórnsýslunni. Þá á
umboðsmaður að leiðbeina og að-
stoða íbúa borgarinnar og fyrir-
tæki ef þau telja að einhverju sé
ábótavant í málsmeðferð Reykja-
víkurborgar. Þess utan mun um-
boðsmaður sinna almennum kvört-
unum og ábendingum er varða
þjónustu.
Umboðsmaðurinn mun bæði hafa
eftirlit með stjórnsýslunni í umboði
forsætisnefndar auk þess að hafa
rétt til að rannsaka mál að eigin
frumkvæði. Umboðsmaður á einnig
að veita ráðgjöf um endurupptöku-
heimildir og vera leiðbeinandi um
kæruleiðir vegna mála sem koma
inn á borð hans. Krafa er gerð um
að umboðsmaður hafi embættis-
eða meistarapróf í lögfræði.
Embætti umboðsmanns borgarbúa stofnað
Nils Karlson