Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 ✝ Gunnlaug Sig-urbjörg Sig- urðardóttir fæddist á Geirmundar- stöðum í Sæmund- arhlíð 7. október 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 7. janúar 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urður Sigurðsson yngri, bóndi þar, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Bogga naut föður síns ekki lengi því hann lést úr krabbameini 23. desember 1922. Guðlaug móðir hennar hélt áfram búskap með aðstoð tengdaforeldra sinna. Einnig fluttu foreldrar hennar til hennar ásamt yngri bróður. Með þessu fólki ólst Sigur- björg upp. Þegar Guðlaug fór að vinna á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki var Bogga eins og hún var alltaf kölluð, hjá henni á vet- urna og gekk þá í skóla á Króknum. Hún var m.a. í vist eins og það kallaðist 2 sumur og var kaupið fæði yfir veturinn. Guðlaug móðir hennar dó úr krabbameini 15. ágúst 1950. 20. desember 1942 gengu svo í hjónaband Guðmundur Svavar dætur. Þær eru: 1) Margrét Nýbjörg, f. 23. des. 1944, lengi kennari á Akureyri, en nú búsett í Danmörku, gift Rafni Benediktssyni stálsmið. Sonur þeirra Guðmundur Valdimar, f. 20 des. 1974. Málari og leið- sögumaður, kvæntur Svanhildi Snæbjörnsdóttur, f. 17. jan. 1980. Dóttir þeirra Elín Mar- grét, f. 19. nóv. 2009. 2) Guðlaug Ingibjörg, f. 4 júní 1954, banka- starfsmaður á Siglufirði, gift Steini Elmari Árnasyni húsa- smíðameistara. Þeirra börn eru: 1.) Fanney, f. 28. jan. 1979, við- skiptalögfræðingur, hennar maki er Kristinn Þórir Ingi- björnsson, f. 11. maí 1979, smið- ur, þeirra dætur eru: 1) Katrín Ósk, f. 7. maí 1999, 2) Thelma Rut, f. 3. apríl 2003, 3) Tinna, f. 9. sept. 2007. 4) Júlía Guðlaug, f. 3. febrúar 2012. 2.) Grétar Rafn, f. 9. janúar 1982, knattspyrnu- maður í Tyrklandi, í sambúð með Frankie Bamber, f. 20. feb. 1988, kennara. Dóttir hans er Elma Rós, f. 28. apríl 2010. 3.) Sigurbjörg Hildur, f. 17. ágúst 1988, í sambúð með Hjálmari Guðmundssyni, f. 1. okt. 1987. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju í dag, 15. febrúar, kl. 14. Valdimarsson og Sigurbjörg. Mundi Valda Garðs eins og hann var kall- aður var fæddur 28. maí 1920, sonur hjónanna Mar- grétar Gísladóttur, f. 22. júlí 1896, d. 19. jan.1978 og Valdimars Guð- mundssonar, f. 26. nóvember 1895, d. 29. apríl 1970. Þau fluttu á Krókinn frá Garði í Hegranesi og voru alltaf kennd við þann bæ. Mundi Valda Garðs vann alla sína starfsævi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Meðfram vinnunni á bílaverkstæði K.S. sýndi hann bíó í Bifröst. Sá hann um rekstur Sauðárkróksbíós um langt árabil. Frá haustinu 1961 vann Bogga með honum í bíóinu, sá um miðasöluna o.fl. Mundi andaðist 11 október 1991. Bogga bjó áfram í húsinu þeirra á Bárustígnum allt þar til hún, 2008, varð fyrir því óhappi að detta illa. Þurfti að skipta um mjaðmalið og bjó hún eftir það á Heilbrigðisstofnuninni Sauðár- króki. Bogga og Mundi eignuðust 2 Það er alveg einstök amma sem mig langar að kveðja hér með því að pára nokkrar línur á blað. Amma Bogga, eins og hún var kölluð, var eiginlega hin full- komna amma sem bakaði pönnu- kökur og sagði sögur. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta hana, það vissi á gott. Henni á ég svo margt að þakka. Óþreytandi var hún að leika við mig, tala við mig og ekki síst segja mér sögur og ævintýri þegar ég dvaldi hjá henni og afa á Króknum. Í minningunni er sem sá brunnur hafi verið ótæm- andi. Grettissögu sagði hún mér í köflum, oft, svo oft að ég hef ekki tölu á, enda fannst mér Grettir alltaf mestur kappa. Þetta var arfur hennar kynslóðar, kynslóð- ar sem ólst upp í torfbæ. Þegar ég varð eldri var hjálpsemin og góðvildin sem áður án takmark- ana og naut ég góðs af fram á hennar síðasta dag. Hennar mun ég njóta áfram þar sem þessi hlýja sem hún veitti er eitthvað sem mun fylgja mér um alla ei- lífð. Núna þegar ég kveð ömmu Boggu er söknuður í hjarta mínu en einnig mikið þakklæti fyrir að hafa átt svo einstaka konu að svona lengi. Það er ekki sjálfgef- ið. Ég veit að á himnum er alveg óskaplega glaður bifvélavirki sem tekur nú loks á móti þér. Far í friði, amma mín. Þinn Guðmundur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin frá mér hellast yfir mig allar yndislegu minningarnar sem við eigum saman. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hversu grimmur og harður þessi heimur varð fyr- ir litla stelpu, þá var alltaf öm- mufaðmlag. Þar var allt betra og ekkert illt náði til okkar. Þú varst minn besti vinur þá og verður alltaf. Þú varst undraverð mann- eskja, þvílík manngæska, kær- leikur og góðvild í garð allra sem á vegi þínum urðu er mér alltaf efst í huga. Það var alltaf hægt að leita til þín. Þú tókst mér vel- komnum örmum á hverju sumri, hverjum páskum og öllum þeim helgum sem ég kom til þín. Að koma til þín í litla fallega húsið á Bárustígnum var alltaf hápunktur fríanna minna, þar gat ég allt. Það er erfitt að setja niður á blað einhverja sérstaka tíma sem voru einstakir fyrir mér, því satt að segja voru allar þær stundir sem ég eyddi með þér einstakar. Þú hjúkraðir mér þegar ég fékk hlaupabóluna, þú leyfðir mér að gráta í kjöltu þinni ef eitthvað bjátaði á. Þú leyfðir mér að koma öll þau sumur sem mig langaði að komast á hest- anámskeið á Króknum og þú opnaðir heimili þitt fyrir mér þegar ég hóf fjölbrautaskóla- göngu mína. Það er margt sem ég er þakklát fyrir í lífi mínu í dag, en eitt af því sem ég er þakklátust fyrir er að hafa átt þig að, því það var sannarlega ein besta gjöf sem mér hefur verið gefin. Þú passaðir alltaf upp á að við fengjum aldrei að gleyma hon- um afa, sérstaklega ég þar sem ég var svo ung þegar hann fór frá okkur. Og vil ég lofa þér hér með að þegar ég mun eignast mín börn, þá munu þau aldrei fá að gleyma því hversu yndisleg og góð hún amma Bogga mín var mér. Ég mun alltaf elska þig. Að lokum vil ég enda þessa minningargrein með bæn sem við amma fórum með öll þau kvöld sem við vorum saman frá því ég man eftir mér. Við skulum vera góðar og ekki tala ljótt. Þá verðum við svo stórar og döfnum svo fljótt. Við skulum lesa bænirnar þá kemur ekkert ljótt. Því Guð og allir englarnir þeir vaka dag og nótt. Þín ömmustelpa, Sigurbjörg Hildur (Litla Bogga). Mig langar til að skrifa fáeinar línur til frænku minnar, hennar Boggu Munda Valda Garðs. Fullt nafn hennar var Gunnlaug Sig- urbjörg Sigurðardóttir, Sigurðs- sonar frá Geirmundarstöðum, bróður Péturs Sigurðssonar tón- skálds. Bogga lést hinn 7. janúar sl. á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár- króki. Minningar koma í hugann frá barnæsku á Geirmundarstöðum þegar Bogga, Mundi, Valdimar og Margrét voru að heyja á grundinni fyrir ofan hliðið niðri við veg. Þau bjuggu þá í stóru tólf manna tjaldi og gaman var að koma til þeirra og fá heitt súkkulaði og kökur. Síðan liðu árin og við Gulli bróðir fórum að vinna á slátur- húsinu á Króknum. Gulli keyrði fólkið á stórum vörubíl en ég vann í gæruskúrnum. Við gistum á Bárustígnum hjá Munda og Boggu sem var okkar annað heimili eftir það. Bogga og Mundi sáu um rekstur á Sauðárkróksbíói til margra ára. Mundi var sýning- arstjóri og Bogga sá um miða- pantanir og miðasölu, allt í topp- lagi þar. Bogga og Mundi voru mjög samrýnd hjón. Fóru alltaf á rúnt- inn bæði saman. Svona gekk lífið. En samt kom að starfslokum hjá Munda á bílaverkstæðinu og þá átti að fara að ferðast og hafa gaman. En þá kom krabbinn til Munda og ekki varð við neitt ráð- ið og hann féll frá um sjötugt. Bogga saknaði Munda mjög mik- ið og sætti sig í rauninni aldrei við að hann væri farinn. Bogga var mikill tónlistarunnandi og eyddi miklum tíma í að hlusta á tónlist á kassettum, hljómplötum og síðast diskum. Hún bjó ein á Bárustígnum eftir að Mundi dó þar til fyrir fimm árum að hún flutti á Dvalarheimilið á Krókn- um sem var hennar heimili til loka. Bogga og Mundi eignuðust tvær dætur, Margréti og Guð- laugu. Nú ertu komin til Munda í sumarlandið og þið getið farið út að keyra aftur. Bið að heilsa Munda. Bogga mín, takk fyrir allar samverustundirnar. Þær eru all- ar ógleymanlegar. Mína hugsar alltaf til þín, þið voruð svo miklar vinkonur og sérstakur strengur á milli ykkar. Við vottum Möggu og Laugu, tengdasonum, börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Geirmundur og Mínverva. Þá er hún Bogga frænka okk- ar látin á 92. aldursári. Hún kvaddi 7. janúar sl. á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki þar sem hún hafði dvalist undanfarin ár. Þegar við lítum til baka koma margar minningar upp í hugann. Þú varst í rauninni eins og amma og langamma okkar og við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar þegar þú heimsóttir okkur á af- mælum og við önnur tilefni, einn- ig var gaman að geta haft þig hjá okkur á jólunum undanfarin ár þó að heilsa þín leyfði það ekki sl. jól. En Anna Karen fór með ömmu sinni og heimsótti þig ann- an dag jóla og söng öll jólalögin sem hún kunni fyrir þig og því hafðir þú virkilega gaman af enda átti tónlistin alltaf stóran sess í lífi þínu. Við vorum líka alltaf velkomin á Bárustíginn meðan þú bjóst þar og þar var oft glatt á hjalla. Ég man sérstak- lega eftir veislunum á nýársdag þegar öll fjölskyldan mætti og þá var nú aldeilis spilað og yfirleitt var það púkk með flotkrónur. Það var sko stemning þá og þið Mundi skemmtuð ykkur ekki síð- ur en við. Þú og Mundi voruð líka alveg sérstaklega samrýnd í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hend- ur enda var alltaf talað um ykkur saman sem eitt – Bogga og Mundi. Þið rákuð saman Sauð- árkróksbíó til fjölda ára af mikl- um myndarskap. Ég man sér- staklega eftir sæluvikunum þegar þið voruð kannski með tvær eða þrjár sýningar á dag og þá var hægt að hringja heim til þín og panta miða. Þá voru líka alltaf seld prógrömm með mynd- unum og það var nú ekki ónýtt fyrir ungan dreng með söfnunar- áráttu að komast á háaloftið á Bárustígnum og gramsa í göml- um bíóprógrömmum. Það var líka alltaf gaman þegar þið Mundi komuð í Geirmundarstaði en sveitin skipaði alltaf stóran sess hjá þér enda uppalin þar. En nú er komið að leiðarlokum og þú hittir hann Munda þinn og þá verða fagnaðarfundir trúum við enda saknaðir þú hans mikið. Við viljum votta Laugu, Möggu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, en minn- ingin um Boggu lifir í hjörtum okkar að eilífu og við erum þakk- lát fyrir að hafa þekkt hana. Hjörtur, Katrín, Arnar Geir, Elvar Ingi og Anna Karen. Ég man ekki eftir samhentari hjónum á Króknum en Munda Valda Garðs og Boggu Munda Valda Garðs. Hann sýslaði við bíla á daginn á verkstæði kaup- félagsins, en hún sá um heimilis- hald og uppeldi, en þau eignuð- ust tvær dætur, Möggu og Laugu. Á sunnudögum og síðar þriðjudögum og fimmtudögum sýndu þau bíómyndir í Sauðár- króksbíói. Bogga seldi inn, Mundi sýndi og oft var líflegt í sýningarklefanum þar sem hann spólaði filmur fram og til baka og skrafaði við gesti. Utan vinnu- tíma voru þau jafnan saman og ávallt var ástúðlegt milli þeirra. Bogga var greind kona og stál- minnug. Hún kunni alla afmæl- isdaga og enginn komst inn á bannaðar myndir nema hafa ald- ur til. Hún mundi vel gamla tíð og ræddi um fátækt og basl genginna kynslóða af samúð og hreinskilni og undanskildi engan í þeim efnum, var glöggskyggn á fólk og einkenni þess. Hún var kvik á fæti, gekk rösklega og glaðværð var henni í blóð borin, gestrisni og rausnarskapur. Það var gott að heimsækja hana og spjalla í ró í stofunni; þangað komu ýmsir og síðustu ár dag- lega þau hjón Mínerva og Geir- mundur og eiga sóma skilinn fyr- ir það. Síðustu misserin dvaldist hún á Heilbrigðisstofnun Skag- firðinga og naut þar góðrar umönnunar. Þar lézt hún, komin á tíræðisaldur, líklega södd líf- daga þótt mörgum eðliskostum sínum héldi hún til lokadægurs. Tengdamóðir hennar, hún Magga Valda Garðs, var sérstök kona og ekki alltaf auðvelt að gera henni til geðs. Bogga reynd- ist henni tryggðatröll, heimsótti oft á dag og gerði hvað hún gat til þess að létta henni lífið. Sama máli gegndi með Munda, sem lézt úr krabbameini langt fyrir aldur fram. Ég fór nokkrum sinnum með Boggu í sunnudagsbíltúra fram í sveit eða yfirum, heim í Hóla, út á Hofsós. Það voru ánægjulegar ferðir og margt vissi hún um bú- endur, var vel að sér í ættvísi og ýmsum þjóðlegum fræðum. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina og alla góð- vildina sem ég naut af hennar hálfu. Dætrum hennar og öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðju. Sölvi Sveinsson. Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir Þeir eru fáir eftir frumbyggj- arnir við Bugðulækinn, sem byggðu í Laugardalnum í Reykjavík á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Í dag kveðjum við Guðrúnu Þórhalls- dóttur, vinkonu mína og fyrr- verandi nágranna. Við Guðrún kynntumst haustið 1959 þegar ég og fjölskylda mín fluttum í austurbæinn, á Bugðulækinn í Reykjavík. Við María Elín, dóttir Guðrúnar og Frímanns, urðum bernskuvinkonur liðlega þriggja og fjögurra ára gamlar og vorum við í æsku heima- gangar á heimili hvor annarrar. Ég laðaðist strax að Guðrúnu sem barn enda geislaði hún af fegurð, glaðværð og hlýju. Þessi gestrisni nágranni minn, sem kom fram við börn sem jafningja, er í aðalhlutverki í bernskuminningum mínum. Ég man að ég reyndi alltaf að vera í eldhúsinu heima þegar Guð- rún leit inn í tíu dropa eins og það hét í þá daga og hóf ég Guðrún Þórhallsdóttir ✝ Guðrún Þór-hallsdóttir fæddist í Laufási í Bakkadal í Ketil- dalahreppi hinn 18. janúar árið 1927. Hún lést á Land- spítalanum 3. jan- úar 2013. Útför Guðrúnar fór fram frá Selja- kirkju 14. janúar 2013. snemma kaffi- drykkju til að mega njóta fé- lagsskapar þessar- ar skemmtilegu konu. Þetta var á þeim tíma þegar flestar mæður störfuðu heima og menn spariklædd- ust á sunnudögum. Það lék allt í hönd- unum á Guðrúnu, bæði matreiðsla og hannyrðir og einnig voru félagsleg sam- skipti henni hugleikin. Árin liðu og Guðrún og Frímann fluttu úr Laugardalnum og samveru- stundir urðu færri eins og gengur. Í safni minninganna er mér alltaf hugstætt eitt sum- arkvöld á vestursvölum Bugð- ulækjar 4 í lok áttunda áratug- arins. Kvöldverður með Guðrúnu og Frímanni, þar sem við nutum sólarinnar langt fram eftir kvöldi við spjall og nota- legheit. Á síðustu árum hef ég átt góðar stundir með Guðrúnu á aðventunni, í skötuveislum hennar og fjölskyldu hennar. Guðrún var nýlega aftur komin heim í Laugardalinn og hafði búið sér sem ávallt fallegt heimili á Hrafnistu, þegar kallið kom. Á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgd og vináttu í liðlega hálfa öld. Börnum og öðrum aðstand- endum votta ég samúð mína. Vertu kært kvödd, vinkona. Birna Salóme Björnsdóttir. ✝ Kær bróðir, mágur og frændi, ÁGÚST HALLDÓRSSON frá Hróarsholti í Flóa, Háengi 4, Selfossi, lést á sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 13. janúar. Rannveig Halldórsdóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson, Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, og frændsystkini. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÞÓRARINSSON, Sunnuflöt 25, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Vífilstöðum, föstudaginn 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Brynjar Árnason og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞÓRDÍS ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, áður húsfreyja á Melum í Hrútafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 12. janúar. Elsa, Ína, Þóra og Birna Jónasdætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.