Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 39
Ferðasögur Á Stefnumótakaffinu
má heyra ferðasögur frá Marokkó.
Einar Torfi Finnsson ferðagarpur
segir frá kynnum sínum af Mar-
okkó á Stefnumótakaffi í Gerðu-
bergi annað kvöld kl. 20-22. Hann
hyggst gefa innsýn í hvernig arab-
ísk og berbnesk menning koma
vestrænum ferðamönnum fyrir
sjónir. „Hann mun leiða okkur um
Atlasfjöll og segja frá gönguferðum
á fjallið Toubkal 4.160 m sem hann
gekk fyrst á fyrir 5 árum,“ segir
m.a. í tilkynningu. Einar Torfi hef-
ur stundað fjallamennsku og ferða-
lög í meira en 30 ár. Hann er einn af
fjórum stofnendum Íslenskra fjalla-
leiðsögumanna sem voru stofnaðir í
desember 1993. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Ræðir arabíska og berbneska menningu
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Árið 2011 sendi Úlfar Þor-móðsson frá sér bókinaFarandskugga og vaktihún verðskuldaða athygli.
Þar ávarpar sögumaður látna móður
sína og velti lífi hennar fyrir sér á
meitlaðan en
jafnframt opinn
og einlægan hátt.
Ekki fer á milli
mála að skrifað
er um raunveru-
lega móður höf-
undarins. Glögg-
lega kemur fram
hvað tengsl ná-
inna ættingja
geta verið flókin og líf þeirra jafnvel
fullt af leyndarmálum sem þeir nán-
ustu vita ekki um.
Ári síðar hefur Úlfar sent frá sér
bók sem hann kallar Boxarann og
fjallar um föður höfundar. Undirtitill
beggja er „Saga“, ekki skáldsaga, og
eins og í fyrra verkinu leitar sögu-
maður svara, reynir að tengja saman
megindrætti í lífi foreldranna og um
leið skýra út fyrir sjálfum sér, og les-
endum, hvað gerðist í lífi þessa al-
þýðufólks sem átti erfiða æsku,
tengdist, baslaði, eignaðist börn,
skildi og er nú látið. En lifir í einlæg-
um og fallega stíluðum endurminn-
ingum sonarins.
Nálgun höfundar við sögu móður
og föður er nokkuð ólík. Treginn sem
ríkir í Farandskuggum er ekki jafn-
áberandi í Boxaranum, fjarlægðin er
meiri, en hins vegar er frásögnin
knúin áfram af þörf til að skilja og
skýra þennan mann, ákvarðanir
hans og sögu; mann sem höfundur
segir hafa stjórnast af ákveðinni
óeirð, og þrá til kvenna litar líf hans
og fjölskyldunar. „Hann var maður
sinnar tíðar og staðfestulítill í
mörgu,“ segir í upphafi bókar; hann
var „félagsvera og töfrandi á margan
hátt“ en þrátt fyrir góða kosti „var
margur ljóður á ráði hans og jafnvel
má segja að lestirnir hafi brennt
hann upp …“
Þetta er saga um erfiða lífsbar-
áttu. Foreldrar mannsins skildu og
heimilið var leyst upp þegar hann
var ungur; höfundur leitar ættingja
uppi í frásögninni og bregður upp af
nokkrum þeirra athyglisverðum og á
stundum skoplegum skyndimynd-
um. En líf föðurins hefur verið erfitt;
alinn upp hjá vandalausum, lenti í
hremmingum, og þegar hann varð
ástfanginn af stúlku „af embættisaðli
langt aftur í ættir“ var þeim stíað
sundur. En á efri hluta ævinnar náðu
maðurinn og konan aftur saman.
Svo er það það samlíf foreldranna,
baslið, börnin, svikin. Framhjáhald
og launbörn. Höfundur spyrst fyrir,
leitar svara, er furðu sanngjarn og
reynir að skýra gerðir mannsins þótt
þær hafi verið grimmar. Og grimmd-
in er í fjölskyldunni; frændur eru of-
beldismenn, misþyrma eiginkonum,
en faðirinn, sem æfir hnefaleika um
tíma, gerir það hins vegar ekki. Titill
er sóttur í þessar skammvinnu
boxæfingar en er því miður misvís-
andi, hann á ekki vel við manninn
sem sagan fjallar um.
Þetta er einlæg og falleg frásögn,
og vel stíluð, þótt hún fjalli á köflum
um erfiða sögu, erfitt líf. Höfundur
segir að líf föður síns hafi verið „sam-
tvinnuð neyð og þjáning í frjálsum
unaði“. Og hann saknar föður síns en
það „er þó bót í máli að þú ert stöð-
ugt innra með mér. Þar er blóðið úr
þér og það geymast myndirnar af
þér“, skrifar hann og deilir þessum
persónulegu myndum með okkur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Þetta er einlæg og
falleg frásögn, og vel stíluð…“ segir
um Boxara Úlfars Þormóðssonar.
„Samtvinnuð neyð og
þjáning í frjálsum unaði“
Saga
Boxarinn bbbbn
Eftir Úlfar Þormóðsson.
Veröld 2012. 213 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas.
25.000 hafa komið á Dýrin í Hálsaskógi! Febrúarsýningar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Mið 23/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 1/2 kl. 19:00 12.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Aðeins sýnt út janúar! Athugið - strobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 29.sýn
Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/1 kl. 19:30 30.sýn
Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 19/1 kl. 13:30 13.sýn Sun 27/1 kl. 13:30 19.sýn Sun 3/2 kl. 16:30 Aukas.
Lau 19/1 kl. 15:00 14.sýn Sun 27/1 kl. 15:00 20.sýn Lau 9/2 kl. 13:30 25.sýn
Sun 20/1 kl. 13:30 15.sýn Lau 2/2 kl. 13:30 21.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 26.sýn
Sun 20/1 kl. 15:00 16.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 22.sýn Lau 9/2 kl. 16:30 Aukas.
Lau 26/1 kl. 13:30 17.sýn Lau 2/2 kl. 16:30 Aukas. Sun 10/2 kl. 13:30 27.sýn
Lau 26/1 kl. 15:00 18.sýn Sun 3/2 kl. 13:30 23.sýn Sun 10/2 kl. 15:00 28.sýn
Lau 26/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 3/2 kl. 15:00 24.sýn
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn
Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 19/1 kl. 23:00 Fim 31/1 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00
Sýningar á Akureyri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Sun 24/2 kl. 20:00 aukas
Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Þri 26/2 kl. 20:00 aukas
Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00
Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00
Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas Fös 1/3 kl. 20:00
Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur 1. mars
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 20/1 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Síðustu sýningar
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Fös 8/3 kl. 20:00
Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/3 kl. 20:00
Mið 23/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré. Flyst a Stóra sviðið í febrúar
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Fim 14/2 kl. 20:00
Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 Frums Fös 8/2 kl. 20:00 3.k Fös 15/2 kl. 20:00 5.k
Lau 2/2 kl. 20:00 2.k Lau 9/2 kl. 20:00 4.k Lau 16/2 kl. 20:00 6.k
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k Þri 22/1 kl. 20:00 lokas
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 19/1 kl. 11:00 4.k Sun 20/1 kl. 13:00 Sun 27/1 kl. 11:00
Lau 19/1 kl. 13:00 5.k Lau 26/1 kl. 11:00 Sun 27/1 kl. 13:00
Sun 20/1 kl. 11:00 Lau 26/1 kl. 13:00
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Gullregn á Stóra sviðið í febrúar
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
með Sinfóníunni 15. janúar
Á þessum einstöku tónleikum koma fram sigurveg-
arar í árlegri keppni ungra einleikara sem Sinfóníu-
hljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við
Listaháskóla Íslands. Komdu og upplifðu kraftinn
sem býr í ungu og efnilegu tónlistarfólki.
Þri. 15. jan. » 19:30
Bernharður Wilkinson stjórnandi
Einar Bjartur Egilsson, Geirþrúður Anna
Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir
og Unnsteinn Árnason einleikarar
NÁMSMENN FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI