Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Ég bý í frjálsu landi ennþá, svo að
ég nýti mér rétt minn til að gagn-
rýna og tjá mig. Það þarf því enginn
að samþykkja né
hafa sömu skoð-
anir, svo að hér
kemur. Ég ætla
að byrja á kirkj-
unni. Borgum
við ekki skatta
sem aldrei fyrr
og eiga þeir ekki
að renna til sam-
eiginlegrar þjón-
ustu, og þar með
talið til tækja-
kaupa á sjúkrahúsum, eða fer allur
peningurinn í að halda uppi elít-
unni? Hvað á það að þýða að kirkjan
ætli að hringla baukum til söfn-
unar? Er ykkur ekki ljóst að stór
hluti fólks hefur ekki í sig og á. Og
já, því voru prestarnir ekki á meðal
fátækra á jólunum og buðu til mat-
ar, samanber Hjálpræðisherinn.
„Sælir eru fátækir því að þeirra er
himnaríki.“ Spurning er hvort
prestarir komist þangað. Því miður,
í mínum huga er kirkjan á rangri
leið.
Hátíðarræðan þín, Jóhanna Sig-
urðardóttir, sannaði enn og aftur
veruleikafirringu og því miður eru
fleiri á þingi haldnir þessum sjúk-
dómi. Hvers vegna snýst hugarfar
ykkar um það hverju þið getið náð
af ríkisjötunni til handa ykkur og
ykkar ættingjum, því er óhæft
ágirndarfólk í forsvari fyrir stofn-
unum og sjóðum? Það hljóta allir
sjóðir að vera tómir og allt að
hrynja sem við byggðum upp, og
það er ekki „hruninu“ að kenna.
Ekki koma með þá tuggu. Þið eruð
öll eitt stórt „ég, ég, ég“, og þessi
fámenna þjóð þarf að greiða laun, –
ég hugsa tvöföld ef ekki þreföld
þingi, þar sem sérfræðingar setjast
að vegna vangetu þingmanna.
Í lokin til feminista, sem búa í
frjálsu landi, fyrst þið eruð að ræða
ofbeldi, því takið þið ekki um-
ræðuna alla og talið líka um ofbeldið
sem konur gjarna beita, en það er
kúgun og andlegt ofbeldi. Takið það
með og þá verður umræðan kannski
heilsteypt.
Og svona að lokum, eitt er starfið
sem þið eigið eftir að yfirtaka, en
það eru jólasveinarnir. – Mátti til.
Gleðilegt ár til handa ykkur öllum.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR
Sauðárkróki.
Kirkjan, þing,
feministar
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía Jónsdóttir
Bréf til blaðsins
Verslun, Skútuvogi 11 • www.las.is • 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00
og hurðapumpur
Komum á staðinn og stillum
hurðapumpur gegn vægu gjaldi
Læsingar
Inni/úti Læsingar
▪ húnar
▪ skrár
▪ rósettur
▪ sílindrar
▪ Hurðapumpur
ersl , k t vo i .las.is ið al a virka a a : - :
Við erum flutt í Skútuvog 11
Á undanförnum ár-
um og áratugum hefur
mikið og margt verið
vel gert fyrir gamalt
fólk. Þó er einn þáttur
sem mig langar að
ræða um sem varðar
gamalt fólk en hefur
ekki að mínu mati feng-
ið verðskuldaða um-
ræðu og aðgerðir.
Það er staðreynd að
fjöldi gamalla ein-
staklinga neyðist til að dvelja í hús-
næði sem er óhentugt, alltof stórt og
dýrt í rekstri vegna skorts á 30-40 fm
hentugum íbúðum á dvalarheimili
fyrir eldra fólk.
Þetta fólk er oft mjög einmana,
hrætt, áhyggjufullt og óöruggt yfir
getuleysi sínu til dvalar, viðhalds og
eftirlits á þessu heimili sínu.
Þetta fólk þráir öryggi, samskipti
og snertingu við annað eldra fólk á
dvalarheimili fyrir aldraða eins og
þau voru upphaflega hugsuð, en nú
hefur þeim að stórum hluta verið
breytt í hjúkrunarheimili fyrir dauð-
vona gamalmenni.
Þó andlegt ástand þess sé bágbor-
ið, en líkamlegt ástand ekki mjög
slæmt; það getur klætt sig (skeint
sig, eins og góður vinur minn sagði),
þá verður það að hírast heima, þar
sem annað er ekki í boði.
Það hlýtur að vera dýrara að þjón-
usta eina manneskju í 100 til 200 fm
íbúð út um alla borg og bæ, heldur en
einstakling í 30 til 40 fm íbúð í sam-
býli. Heimkeyrsla matar, eftirlit með
lyfjagjöf og þrif stórrar íbúðar, þætt-
ir sem eldra fólk á rétt á að fá, er
mjög kostnaðarsamt og hið opinbera,
greiðir stóran hluta þess kostnaðar.
Í því breytta þjóðfélagsformi sem
átt hefur sér stað á síðustu áratug-
um, þar sem báðir foreldrar stunda
vinnu utan heimilis, var sú krafa
gerð að börn þeirra fengju gæslu á
barnaheimilum þar til þau yrðu svo
þroskuð að þau gætu bjargað sér
sjálf.
Eða frá vöggu til sjálfsbjargar.
Samfara þessari þróun hefur orðið
mikil fjölgun á eldra fólki, sem ekki
hefur verið tekið tillit til.
Það er til gamalt máltækið sem
segir: Tvisvar verður
gamall maður barn.
Þarna er kúrfan öf-
ug, þ.e. ungt barn þarf
aðstöðu og eftirlit frá
vöggu til sjálfsbjargar,
en gamalt barn, 70 ára
og eldra, þarf aðstöðu
og eftirlit frá því það
var sjálfbjarga til
ósjálfsbjargar þegar
ellin eykst og endalokin
nálgast. Þarna hallast
mikið á, sem gleymst
hefur að taka tillit til.
Ég sem gamall mað-
ur hef mikið hugsað um þessi mál og
veit að þessu verður ekki breytt 1, 2
og 3. Tómarúmið sem skapast í lífi
hvers manns, þegar ástvinur hverfur
á braut, er og verður alltaf mikið og
því meira eftir því hve lengi sam-
búðin hefur staðið.
Þetta tómarúm og einsemd skapar
oft ótrúlega mikla óhamingju, allt frá
miklu þunglyndi að sjálfsvígi.
Andlegt ástand þessa fólks getur
kostað heilbrigðiskerfið mjög mikið í
formi lyfja, innlagna og annarra at-
riða, fyrir utan það hvað sá ein-
staklingur þarf að líða vegna þessara
aðstæðna sinna.
Það er vítavert að búa gömlu fólki
þá aðstöðu, sem að framan er lýst.
Heimkeyrsla matar, hjúkr-
unarfræðings til eftirlits með lyfja-
gjöf eða þrif á íbúðinni leysir ekki
þennan vanda.
En ég er með hugmynd sem ég tel
að geti að hluta komið til móts við
þannan margþætta vanda sem hér er
við að glíma og snýst að stórum hluta
um ekkla og ekkjur.
Hugmyndin er sú að hið opinbera
hlutist til um að kanna hvað stór
hluti einstaklinga væri tilbúinn að
fara í sambýli með öðrum ein-
staklingi í íbúð annars hvors þeirra.
Þessi opinberi aðili væri bundinn
algerri þagnarskyldu, kynnti þessa
hugmynd meðal eldri einstæðinga og
miðlaði þekkingu milli þeirra sem
áhuga hefðu á að reyna þetta.
Ég er nokkuð viss um að margir
vildu skoða þennan möguleika og
kynna sér hvort ekki væri annar aðili
á svipuðum aldri með svipaða lífssýn
sem vildi prófa þetta.
Þessu fylgdu engin skilyrði önnur
en vilji til að reyna að minnka þá
margþættu erfiðleika sem einstæð-
ingar glíma við og með því möguleiki
til að njóta betur lífsins.
Þetta gæti skapað fjölgun íbúða á
leigumarkaði, gefið einstæðingum
tækifæri til að létta á rekstrarkostn-
aði íbúðar sinnar, aukið öryggi
þeirra ef fleiri en einn búa í íbúð ef
óhapp hendir þá heima við, einstæð-
ingurinn deilir jafnvel áhyggjum sín-
um með nýjum félaga og síðast en
ekki síst eyðir þetta því tómarúmi og
einsemd sem skapast þegar náinn
sambýlisaðili hverfur á braut.
Samtök eldri borgara hafa unnið
stórvirki fyrir eldra fólk, með alls-
konar afþreyingarmöguleikum til
samskipta með því að koma saman
og spila, syngja, ferðast og fleira, en
ég veit ekki til að þau hafi unnið neitt
í anda þeirrar hugmyndar sem ég
hef sett hér fram.
Rauði krossinn hefur eitthvað
unnið að því að fá sjálfboðaliða til að
heimsækja einstæðinga sem þess
hafa óskað.
Þessi humynd þyrfti ekki að kosta
hið opinbera mikið, aðeins eina
manneskju til að kanna málið. Komi í
ljós að áhugi sé fyrir þessu meðal
eldri borgara þá þyrfti sjálfsagt að
finna í framtíðinni eitthvert form fyr-
ir sambúð af þessu tagi.
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
»Um einstæðinga sem
búa í óhentugum
íbúðum og þá erfiðleika
sem þeir búa við og hug-
mynd um leið til að
hjálpa þeim.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
Einstæðingar