Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Laus við augnþurrk og pirring
eftir að ég kynntist BELLAVISTA
BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið
á markaðnum fyrir sjónina. Mjög hátt lútein
innihald ásamt vítamínum og steinefnum sem
gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri
og skarpri sjón.
Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af
bláberjaþykkni og lúteini. www.gengurvel.is
"Ég heyrði í útvarpsþætti um fæðubótarefni
sem ætti að vera gott fyrir augun en ég hef
lengi þjáðst af augnþurrki, kláða og sviða.
Ég hef verið háð augndropum í 8-10 ár og
hugsaði með mér að ekki sakaði að prófa
þessar pillur sem byggjast upp á bláberjum
og mörgu góðu úr náttúrinni.
Ég nota nú BELLAVISTA að staðaldri 2 töflur
á dag og finn gífurlegan mun og þarf ekki
augndropa lengur! Þetta gerir mér mjög
gott og er mun ódýrara en að kaupa
dropana".
Edda Snorradóttir
79 ára heldriborgari
BELLAVISTA
- gott við augnþurrki og náttblindu
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
Hestamennsku fylgir alls konar stúss. Þessa dagana er ég álausum kili og nota tímann í endurbætur á hesthúsinu okk-ar í Víðidal. Vonandi verður því lokið um mánaðamótin og
þá getum við sótt hrossin úr vetrarbeit og tekið á hús,“ segir Guð-
mann Ingjaldsson húsasmíðameistari, sem er 63 ára í dag. Hann er
Reykvíkingur að uppruna og hefur búið í borgina alla tíð. Á þó ræt-
ur austur í Rangárvallasýslu. Þar eru bæði ættmenni og tengda-
fjölskylda, en eiginkona Guðmanns er Eygló Guðmundsdóttir hjúkr-
unarfræðingur frá Hólmi í Austur-Landeyjum.
Guðmann segist um dagana hafa verið í skemmtilegu starfi.
„Maður er að skapa og sér afrakstur af starfi sínu. Það er góð til-
finning,“ segir Guðmann sem var lengi verkstjóri hjá Ístaki en er
nýlega hættur störfum þar. „Verkefnin hjá Ístaki voru mörg og sum
eru eftirminnileg. Þar get ég m.a. nefnt endurgerð Hallgrímskirkju.
Þá voru stallar, syllur og súlur kirkjuturnsins brotnar niður og
steyptar upp aftur,“ segir Guðmann sem nú starfar sjálfstætt.
„Hestamennskan er rauður þráður í lífi fjölskyldunnar,“ segir
Guðmann og nefnir í því sambandi ferðir t.d. yfir Kjöl, um Syðra-
Fjallabak og víðar. Er þá ýmislegt ónefnt en í vitund hestmanna er
veturinn óskastund þegar skipulagðar eru ferðir upp til heiða og
dala. sbs@mbl.is
Guðmann Ingjaldsson er 63 ára í dag
Morgunblaðið/Ómar
Verkefni Afmælisbarnið Guðmann Ingjaldsson, til vinstri, og Tómas
Tómasson verkfræðingur leggja á ráðin í viðgerð á Hallgrímskirkju.
Húsasmiðurinn
lagar hesthúsið
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjanesbær
Olivia Sóley fædd-
ist 5. mars kl.
17.31. Hún vó
3.771 g og var
49,53 cm löng.
Foreldrar hennar
eru Elísabet Diane
Gunnarsdóttir og
Þórólfur Julian
Dagsson.
Nýr borgari
A
nna Margrét fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp í Háaleitishverf-
inu. Hún var í Álfta-
mýrarskóla, stundaði
nám við MH og lauk þaðan stúd-
etnsprófi 1982, stundaði nám í lög-
fræði við HÍ og lauk þaðan emb-
ættisprófi í lögfræði 1993. Þá
öðlaðist hún hdl.-réttindi nokkrum
árum síðar.
Anna Margrét lærði á klarinett í
tónlistarskóla Lúðrasveitarinnar
Svans og var síðan í einkatímum
hjá Vilhjálmi Guðjónssyni í Hljóm-
skálanum í Reykjavík.
Anna Margrét hóf störf hjá
Tryggingastofnun ríkisins að námi
loknu og hefur starfað þar síðan,
sinnt almennum lögfræðistörfum á
sviði sjúkra- og slysatrygginga,
verið lögfræðingur á sviði al-
þjóðlegra samskipta, á sviði al-
Anna Margrét Ólafsdóttir, lögfr. hjá Tryggingastofnun – 50 ára
Við Dettifoss Fjölsyldan frá vinstri: Ólafur Orri, Anna Margrét með Írisi Margréti, Andri Elvar og Sturla.
Lögfræðingur hjá TR
sem leikur á klarinett
Í Bandaríkjunum Fjölskyldan við Shoshone Lake í Yellowstonegarðinum.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón