Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Styrmir Kári Hugsuður Enginn veit hvað kettir hugsa, en allar líkur eru á að fuglar himinsins hafi fangað hug þess gula. Uppbygging og þróun menntakerfis er verkefni sem lýkur aldrei. Á meðal þess sem bent hefur verið á að megi bæta er samfella í námi og tengsl skólastiga. Ein leiðin til þess er að sami aðilinn haldi utan um rekstur skóla á ólíkum skólastigum. Garðabær hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um að taka að sér rekstur framhaldsskólans í sveitarfélaginu, sem þróunarverkefni sem önnur sveit- arfélög gætu síðar dregið lærdóm af. Stytting náms til stúdentsprófs Umræða hérlendis um mikilvægi tengsla allra skólastiga, sveigjanleika á skilum þeirra og samfellu í námi hef- ur aukist á undanförnum árum. Sam- hliða hefur umræða um nauðsyn á styttingu náms til stúdentsprófs verið viðvarandi m.a. með þeim rökum að fjármagn nýtist betur, ungt fólk kom- ist fyrr út á vinnumarkaðinn og að framleiðni aukist. Jafnframt má benda á að nemendur flestra viðmið- unarþjóða okkar teljast hafa fengið nægan undirbúning til náms á há- skólastigi við átján ára aldur. Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrver- andi fræðslustjóri Reykjavíkur og menntarannsakandi, hefur í sínum rannsóknum bent á að með rekstri allra skólastiga af einum aðila skapist betri grunnur að stefnumótun og um- bótastarfi. Það snýr m.a. að samstarfi um starfshætti og inntak á milli skóla- stiga, upplýsingamiðlun og skiptingu skóla á skólastig. Þróunarverkefni Í skólastefnu Garðabæjar er m.a. lögð áhersla á samfellu í námi barna og ungmenna um leið og boðið er upp á margbreytilegt, metnaðarfullt og sveigjanlegt starf. Garðabær hefur óskað eftir viðræðum við mennta- málaráðuneytið um hvort og með hvaða hætti Garðabær geti tekið að sér rekstur Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem tilrauna- og þróun- arverkefni til 3-5 ára. Meginmark- miðið með þeirri ósk er að styrkja enn frekar „skólakerfi Garðabæjar“ og ná betur fram framangreindum áherslum í skólastefnunni. Við viljum gjarnan halda utan um okkar nem- endur frá leikskólastigi til háskólastigs. Slíkt þróunarverkefni nýtist væntanlega fleiri sveit- arfélögum sem áhuga hafa á að annast rekst- urs allra skólastiganna. Í starfsáætlun Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga er einmitt lögð áhersla á að sveit- arfélög taki að sér rekstur framhalds- skóla. Mikilvægt er að horft sé til slíkra þróunarverkefna sem innlegg í frekari þróun íslenska mennta- kerfisins. Það er von okkar í Garðabæ að menntamálaráðherra taki vel í þessa málaleitan okkar og sjái ávinn- inginn fyrir menntakerfið í heild. Málþing Föstudaginn 18. janúar verður haldið opið málþing um skóla- samfélagið í Garðabæ þar sem ofan- greind hugmynd um rekstur allra skólastiga verður m.a. rædd. Tveir fyrrverandi farsælir skólastjórar í Garðabæ, þeir Gunnlaugur Sigurðs- son og Þorsteinn Þorsteinsson, hafa unnið greinargerð fyrir Garðabæ um ávinning af samfellu í námi barna og ungmenna og munu kynna nið- urstöður sínar á þinginu. Það er von okkar að aukin umræða allra hags- munaaðila um þessi mál færi okkur nær því markmiði að bæta mennta- kerfi okkar. Færa má rök fyrir því að afkoma og jafnvel hamingja ein- staklinga byggist að miklu leyti á því að menntakerfið sé skilvirkt og komi til móts við þarfir einstaklingsins og atvinnulífsins í heild. Það er því meg- inverkefni allra sem láta sig mennta- mál varða að leita stöðugt leiða til að bæta menntakerfið. Því verkefni lýkur aldrei. Eftir Gunnar Einarsson »Bent hefur verið á að með rekstri allra skóla- stiga af einum aðila skapist betri grunnur að stefnu- mótun og umbótastarfi. Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Samfella í námi barna og ungmenna Geir Haarde fv. forsætisráðherra hefði líklegast þurft að vera í hópi þriggja bestu hagfræðinga í heimi til að geta séð bankahrunið fyrir. Alls staðar í heim- inum hafa hagfræð- ingar og forráðamenn fjármálafyrirtækja þvegið hendur sínar og sagt, að þeir hafi engan veginn getað séð fyrir stærsta efnahags- hrun, sem skollið hefur á heiminn á eftir Kreppunni miklu. OECD, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, seðla- bankar og matsfyrirtæki víða um heim, hagfræðingar og stjórn- málamenn spáðu allir þess í stað áframhaldandi góðum hagvexti, þegar Lehman Brothers féll haustið 2008. Í þætti sænska stjónvarpsins, Vetenskapens värld, var leitað skýringa og niðurstaðan er sláandi og sýnir að heimurinn hefur verið blekktur af „hagfræðingum“ fjár- málaelítunnar. Þeir sköpuðu nýtt reiknimódel, sem útilokaði banka, peninga og skuldir. Þar með voru fengnar fram tölur, sem földu vöxt fjármálafyrirtækja og stækkun skuldafjalla. Þeir sem hreyfðu andmælum voru um- svifalaust útilokaðir sem ómarktækir dómsdagsboðendur. Svo settu menn upp spurningarmerki og ypptu öxlum, þegar píramídinn hrundi. „Í eyrum annarra en hagfræðinga hljómar það sem brjálæði að taka banka, skuldir og pen- inga út úr myndinni. Það er sorglegt, hversu brjálæðislegt það er,“ segir ástralski hagfræðingurinn Steve Keen, sem ítrekað varaði við hvert stefndi haustið 2008. Hann bar saman einkaskuldir við þjóð- arframleiðslu ríkja og sá, að heim- urinn var að endurtaka sömu mis- tök og orsökuðu Kreppuna miklu. Davíð Oddsson, fv. seðla- bankastjóri, sá að heimskreppu þyrfti til að fella íslenska banka- kerfið, sem seinna kom svo á dag- inn. Í upphafi árs 2008 varaði hann við hættuástandi og lagði síðar til myndun þjóðstjórnar til að takast á við vandann. Ekki var frekar á Íslandi en annars staðar hlustað á þá, sem vöruðu við kreppunni. Í staðinn æstu fjár- málaelítan og stjórnmálavinir þeirra upp almenning gegn hverj- um þeim, sem hreyfðu varnaðar- orðum og kenndu þeim jafnframt um kreppuna. Það skýrir sósíal- isma fjármála- og vinstrielítunnar, að þessir aðilar velta eigin mistök- um yfir á almenning og nota völd- in til að taka efnahag ríkja í gísl- ingu. Hvergi annars staðar í heiminum en á Íslandi voru skuld- ir óreiðumanna aðskildar frá skattatekjum ríkisins og bankarnir látnir taka ábyrgð á gjörðum sín- um. Það má þakka fyrrverandi leiðtogum Sjálfstæðisflokksins fyr- ir, að ekki var farin sú leið að þjóðnýta tap fjármálafyrirtækj- anna, sem eftirá hefur sýnt sig að bjargaði Íslandi frá gjaldþroti. Eftir þetta hefur einokunarelíta fjármála-, jafnaðar- og vinstri- manna ráðist í froðufellandi hatri á Sjálfstæðisflokkinn og íslensku þjóðina með Icesave, hryðjuverka- lögum, ESB-aðlögun, vanhelgun Alþingis, Hæstaréttar og forseta Íslands, niðurrifi stjórnarskrár og þjóðnýtingu atvinnuvega svo eitt- hvað sé nefnt. Fjármála- og vinstrielíta nútímans er í engu eft- irbátur fyrirrennara sinna, sem sköpuðu Kreppuna miklu. Árang- urinn er mannleg eymd í formi hungurs og fátæktar, lýðskrum og sköpun möguleika fyrir nasista að komast til valda enn á ný. Sósíalismi fjármálaelítunnar hef- ur hvergi náð meiri útbreiðslu en innan Evrópusambandsins. Þar er búið er að tæma ríkissjóði fjölda aðildarríkja og binda hendur þeirra til langframa til þess að bjarga bönkum og evrunni. Steve Keen er ekki náðugur í gagnrýni sinni: „Að láta lönd hafa peninga til þess að borga bönkunum mun ekki leiða til þess, að skuldir, sem ekki er hægt að borga, verði borg- aðar Elítan, sem græddi á fjár- málabólunni, segir við fólk, að það verði að gjalda mistakanna, sem elítan hefur gert. Þannig verður lýðskrum til og þannig komst Hit- ler til valda.“ Þess í stað leggur Steve Keen til, að skuldir heimila verði afskrifaðar, þar sem „sú leið mun endurræsa kerfið og vinna gegn mistökum fjármálageirans.“ Íslendingar eiga sérstakt tæki- færi á að endurbæta peningakerfið með því að endurheimta útgáfurétt peninga úr höndum fjármálafyr- irtækja, sem oftar en einu sinni hafa komist í hendur óreiðumanna. Það var aldrei meiningin, að pen- ingaútgáfan væri í annarra hönd- um en Seðlabankans sbr. lög um gjaldmiðil og peningafölsun. Að fjármálafyrirtækjum hefur verið leyft að vaxa í risavöxnu píramída- spili vegna eigin peningasköpunar í formi skulda eru mistök, sem eru að kollvarpa efnahag hins vest- ræna heims. Sósíalismi fjármála- og vinstrielítunnar þjóðnýtir tapið og áfram er haldið áfram á sömu braut með stefnu á norður-kóreskt ástand, þar sem almenningur er skilinn eftir í brunarústum at- vinnuleysis og hungursneyðar. Íslendingar hafa engu að tapa en allt að vinna að halda áfram á þeirri braut, sem Sjálfstæðisflokk- urinn markaði með því að gera óreiðumenn ábyrga fyrir eigin gjörðum. Þetta er markmið al- mennings um allan hinn vestræna heim og margir líta til Íslands sem fyrirmyndar að þessu leyti. Næsta skref á þessari braut er að lag- færa peningamálin og bankakerfið. Þá munu fjárglæframenn framtíð- arinnar ekki geta stolið sjóðum þjóðarinnar og notað í píramída- spil, þar sem fólki er breytt í „brúður“ eins og einn bankastjóri Goldman Sachs svo pent kallar viðskiptavini bankans. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Hvergi annars stað- ar en á Íslandi voru skuldir óreiðumanna að- skildar frá skattatekjum ríkisins og bankarnir látnir taka ábyrgð á gjörðum sínum. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Sósíalismi elítunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.2013)
https://timarit.is/issue/370835

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.2013)

Aðgerðir: