Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Dómstóll í Mílanó synjaði í gær
beiðni verjenda Silvios Berlusconi,
fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,
um að fresta réttarhöldum í máli
hans fram yfir þingkosningar sem
fara fram 24.-25. febrúar.
Ákærurnar í málinu er tvíþættar.
Berlusconi er í fyrsta lagi sakaður
um að hafa greitt stúlku undir lög-
aldri fyrir kynmök og verði hann
fundinn sekur um það á hann
þriggja ára fangelsi yfir höfði sér.
Hann hefur einnig verið ákærður
fyrir að hafa misnotað opinber völd
sín með því að beita sér fyrir því að
lögreglan leysti sömu stúlku, Kar-
imu El-Mahroug, úr haldi eftir að
hún var handtekin fyrir þjófnað. Há-
marksrefsingin fyrir slíka valdamis-
notkun er tólf ára fangelsi.
Karima El-Mahroug, sem kallar
sig „rúbínrauða hjartaþjófinn“ og er
nú tvítug, var viðstödd réttarhöldin í
gær. Verjendur Berlusconis ákváðu
þó að hætta við að kalla hana til vitn-
is í málinu.
Berlusconi hyggst bjóða sig fram í
þingkosningunum. Saksóknarar
hafa sakað verjendur hans um að
reyna að tefja réttarhöldin til að
koma í veg fyrir að dómur verði
kveðinn upp fyrir kosningarnar.
AFP
Umkringd Fjölmiðlamenn flykktust að Karimu El-Mahroug, sem kallar sig
„rúbínrauða hjartaþjófinn“, þegar hún mætti í dómhús í Mílanó í gær.
Hjartaþjófurinn
ber ekki vitni
Máli Silvios Berlusconi ekki frestað
fram yfir þingkosningar í febrúar
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Sérfræðingar í líkamstjónarétti
Átt þú rétt á
slysabótum?
raestivorur.is
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Við erum grænni
og elskum að þjónusta
Rétt magn af hreinlætisvörum sparar
pening – láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð