Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Óverðtryggð ríkisskuldabréfaeign ís- lensku lífeyrissjóðanna, sem nemur um þessar mundir tæplega 160 millj- örðum króna, er að öllum líkindum bókuð á of háu verði í trygginga- fræðilegum útreikningi. Áhrifin eru þau að réttindi flytjast frá þeim sem nú að greiða í sjóðina til þeirra sem eru að taka út lífeyri í dag. Lífeyrissjóðir færa eign sína í óverðtryggðum ríkisbréfum til bókar miðað við 2,5% verðbólgu, sem er í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, þrátt fyrir að tólf mánaða verðbólga hafi verið um 5% að meðaltali síðustu tvo áratugi. Verðbólguvæntingar á skuldabréfa- markaði, til fimm og tíu ára, gefa ennfremur til kynna að verðbólga verði umfram 4% á næstu árum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið leitaði til benda á að sökum þessa hafi sjóðsstjórar hjá lífeyrissjóðum mun meiri hvata en ella til að fjárfesta í óverðtryggðum bréfum. Ávöxtunin í tryggingafræði- legum útreikningi um þessar mundir verði meiri borið saman við verð- tryggð skuldabréf þar sem ávöxtun- arkrafan sé undir 3,5% við núverandi aðstæður á mörkuðum. Sumir viðmælendur blaðsins segja að lífeyrissjóðirnir ættu að sýna var- úð í þessum efnum og miða ekki við 2,5% verðbólgumarkmið sem nánast aldrei hefur náðst. Að öðrum kosti séu sjóðirnir í raun að bóka lífeyr- isréttindi í dag sem reynast minna virði síðar meir samfara meiri verð- bólgu en gert var ráð fyrir þegar óverðtryggð ríkisskuldabréf sjóð- anna voru færð til bókar. Niðurstað- an sé sú að lífeyrisþegar í dag fá greitt í samræmi við bókfært virði eignanna á meðan þeir sem eru að greiða til sjóðanna um þessar mundir gætu borið skarðan hlut frá borði. Slíkt gæti því orðið til þess að sjóð- irnir muni eiga erfiðara um vik að standa undir lífeyrisskuldbindingum sínum í framtíðinni. Þótt ekki sé hægt að segja fyrir um það með vissu hversu mikið þurfi að endurmeta þessar eignir lífeyrissjóðanna, verði verðbólgan yfir 2,5% næstu árin, þá telja sérfræðingar ljóst að sú upphæð muni hlaupa á milljörðum króna. Stærstur hluti verðbréfaútgáfu ríkissjóðs frá bankahruni hefur verið óverðtryggður. Í desember 2012 nam markaðsverð óverðtryggðra skulda- bréfa ríkisins 639 milljörðum. Eig- endur bréfanna eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, en eign þeirra nam 160 milljörðum í árslok 2012. Óverðtryggð ríkisbréf bókuð á of háu verði  Lífeyrissjóðir bókfæra eignina miðað við 2,5% verðbólgu Lífeyrissjóðir sækja í óverðtryggð ríkisbréf Upphæðir eru í milljörðum frá því í desember 2012 Heimild: Lánamál ríkisins. Heildarskuldir ríkissjóðs Óverðtryggðar skuldir ríkisins Óverðtryggð ríkisbréfaeign lífeyrissjóða 1.509 ma. kr. 639 ma. kr. 160 ma. kr. Réttindi færast til » Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga um 160 milljarða króna í óverðtryggðum ríkisskulda- bréfum. Sú eign er bókuð mið- að við 2,5% verðbólgu í trygg- ingafræðilegum útreikningi. » Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði gefa hins vegar til kynna að verðbólga verði yfir 4% næstu tíu árin. » Sérfræðingar segja að nið- urstaðan sé sú að lífeyrisrétt- indi flytjast frá þeim sem nú greiða í sjóðina til þeirra sem eru að taka út lífeyri í dag. Þýski bílafram- leiðandinn Volkswagen greindi frá því í gær að fyr- irtækið hefði sett met í sölu nýrra Volkswagen- bifreiða í fyrra, en þá seldust 9,07 milljónir bíla, sem var aukning um 11% frá því árið 2011. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Sala fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og Kanada jókst á árinu um 26,2% og í Asíu um 23,3%, sem hjálpaði fyrirtækinu til þess að mæta 6,5% samdrætti í sölu í Evr- ópu á árinu, en þar varð alls staðar samdráttur í sölu, nema í heima- landinu, Þýskalandi, þar sem salan jókst um 1,9%. Forráðamenn Volkswagen sögð- ust í gær vera bjartsýnir á söluhorf- ur fyrirtækisins á nýhöfnu ári, þrátt fyrir efnahagsörðugleika á evrusvæðinu. „Okkar bíða erfiðar áskoranir, en Volkswagen býr yfir öllum þeim tækjum sem til þarf, til þess að tak- ast á við þær og vera í fararbroddi á mörkuðum heims,“ sagði stjórn- arformaður Volkswagen, dr. Mart- in Winterkorn, á fundi með frétta- mönnum. Þrátt fyrir gott gengi Volks- wagen í sölu nýrra bíla í fyrra, er búist við að japanski bílaframleið- andinn Toyota verði í fyrsta sæti með sölu á nýjum bílum. Fyrirtækið hefur áætlað að sala þess hafi í fyrra aukist um 22% og jafngildir það því að 9,7 milljónir nýrra Toyota hafi verið seldar. Metsala hjá Volks- wagen  Seldu liðlega 9 milljónir bíla 2012 Volkswagen Sal- an jókst um 11%. Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í nýsköpun og frum- kvöðlafræðum hlaut nýverið styrk að jafnvirði um 230 milljóna króna úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og er hann hluti áætlunar sem styð- ur sérstaklega við samstarf háskóla og atvinnulífs. Dr. Marina Candi, dósent við viðskiptadeild HR, leiðir verkefnið sem er til fjögurra ára, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá HR. „Viðskiptalíkön þurfa í dag að taka til þátta eins og aukinnar sam- keppni frá láglaunasvæðum, vaxtar rafrænna viðskiptahátta og nýrra tækifæra til hagkvæmrar fram- leiðslu í smáum stíl. Styrkurinn er veittur til rannsókna á því hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki í skap- andi atvinnugreinum geta endur- bætt viðskiptalíkön sín til að ná auknum árangri í breyttu umhverfi. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Viðskiptahá- skólans í Nowy Sacz í Póllandi og þriggja fyrirtækja í skapandi at- vinnugreinum,“ segir í tilkynningu. Fær 230 milljóna kr. styrk frá ESB  Eflir samstarf háskóla og atvinnulífs Morgunblaðið/Ómar HR Styrkurinn er veittur til eflingar samstarfs háskóla og atvinnulífs. ● Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði í gær kröfum tveggja erlendra banka, þýska bank- ans Deutsche Bank og hollenska bankans Coop- aratieve Centrale Raiffeisen banka um að kröfum Glitnis á hendur þeim verði vísað frá dómi. Glitnir fer fram á að rift verði yfirlýs- ingu þýska bankans Deutsce Bank og hollenska bankans Cooparatieve Cent- rale Raiffeisen um skuldajöfnuð frá því í desember 2008 og janúar 2009 þar sem bankarnir skuldajöfnuðu kröfum Glitnis á hendur þeim. Frávísunarkröfu hafnað ● Landsbankinn keypti fyrir helgi hlutabréf í Nýherja af Einari Sveinssyni. Þetta kemur fram í flöggunum til Kaup- hallarinnar. Einar átti fyrir viðskiptin um 11,5% hlut í Nýherja gegnum félögin Áningu-fjárfestingar ehf., Gildrukletta ehf. og Hrómund ehf. Eftir söluna eiga þau um 6,36% hlut og fóru því undir 10% flöggunarskylduna. Fyrir átti Landsbankinn 0,78% í Ný- herja. Með kaupunum er hlutur Lands- bankans kominn í 5,92%. Eykur hlut í Nýherja Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,10./2 +,3.-, ,,.2- ,4.+42 +3.-/ +43.12 +.5,23 +3/.0 +-1.-+ +,-.30 ,1/.+2 +41.+ ,,.34- ,4.,1/ +3.2+2 +43.5- +.544+ +3-.13 +-+.+3 ,44.,034 +,2.,0 ,1/./2 +41.52 ,4.115 ,4.,-5 +3.2-/ +43.2/ +.54-4 +3-./2 +-+./- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is LA PRIMAVERA dagar í janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.2013)
https://timarit.is/issue/370835

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.2013)

Aðgerðir: