Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 35
menningsþjónustu og alþjóðlegra
samskipta og er nú deildarstjóri al-
þjóðlegra samskipta stofnunar-
innar. Hún er nú m.a. að vinna að
EESSI-verkefninu á Íslandi en
skammstöfunin stendur fyrir
Electronic Exchange of Social
Security Informations.
Tryggingastofnun ríkisins hlaut
Evrópustyrk til að innleiða þetta
verkefni sem gengur út á það að
allar upplýsingar um almanna-
tryggingar verði sendar rafrænt á
milli Evrópulandanna.
Anna Margrét hefur starfað í
ýmsum nefndum og vinnuhópum á
vegum stofnunarinnar, hér á landi
og erlendis.
Klarinett, djassinn og ferðalög
Áhugamál Önnu Margrétar snú-
ast einkum um tónlist, ferðalög og
sumarbústað fjölskyldunnar:
„Tónlistaráhuginn kom svolítið
af sjálfu sér. Ég lærði á klarinett
og lék með Lúðrasveitinni Svani á
unglingsárunum. Þetta hafði óneit-
anlega áhrif á tónlistaráhugann.
Það ýtti undir tónlistaráhuga sem
slíkan og hafði auk þess áhrif á
það hvers konar tónlist maður
hlustaði á. Ég man að þegar ég var
að komast á unglingsárin hlustaði
ég töluvert á klassískan djass. Á
meðan vinkonurnar hlustuðu á nýj-
ustu popplögin var ég að hlusta á
Benny Goodman og Ellu Fitzger-
ald. Það þótti svolítið sérstakt. En
svo fór ég nú auðvitað líka að á
hlusta á popp eins og aðrir ung-
lingar.
Hins vegar hefur áhuginn á
djassinum ekkert dvínað. Ég hef
alltaf gaman af góðum djass og þá
ekki síst gömlu meisturunum.
Að öðru leyti sinnir fjölskyldan
útivist af kappi eins og ég held að
flestir geri núorðið sem hafa tök á
því á annað borð. Við hjónin höfum
ferðast töluvert, innanlands og ut-
an.
Þá má geta þess að við höfum
átt sumarbústað í Bláskógabyggð í
nokkur ár. Við höfum verið mjög
dugleg að drífa okkur þangað og
njóta þar náttúrunnar allan ársins
hring.“
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu Margrétar er
Sturla Orri Arinbjarnarson, f. 3.5.
1961, læknir og ónæmisfræðingur.
Hann er sonur Arinbjörns Kol-
beinssonar, f. 29.4. 1915, d. 19.11.
2002, yfirlæknis og dósents í
Reykjavík, og Sigþrúðar Friðriks-
dóttur, f. 1.12. 1918, d. 9.6. 2008,
húsfreyju.
Börn Önnu Margrétar og Sturlu
eru Ólafur Orri Sturluson, f. 24.12.
1995, nemi við MR; Andri Elvar
Sturluson, f. 4.8. 1998, nemi við
Rimaskóla, og Íris Margrét Sturlu-
dóttir, f. 16.8. 2004, í 3-FB í Rima-
skóla.
Systur Önnu Margrétar eru
Steinunn Ólafsdóttir, f. 29.4. 1955,
hjúkrunarfræðingur, búsett í Mos-
fellsbæ; Hertha Ólafsdóttir, f. 5.8.
1960, sjálfstætt starfandi hönn-
uður, búsett í Reykjavík, og Guð-
rún Birna Ólafsdóttir, f. 24.7. 1966,
sagnfræðingur, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Önnu Margrétar voru
Ólafur H. Jónsson, f. 20.10. 1932,
d. 2.10. 1995, flugumferðarstjóri í
Reykjavík, og Guðríður Björns-
dóttir, f. 10.9. 1930, d. 26.2. 1982,
húsfreyja.
Úr frændgarði Önnu Margrétar Ólafsdóttur
Anna Margrét
Ólafsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir
húsfr.
Páll Jónsson
b. á Litla-Hofi í Öræfum
Steinunn Pálsdóttir
húsfr. í Rvík
Björn Jónatansson
húsv. og verkam. í Rvík
Guðríður Björnsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðríður Ólafsdóttir
húsfr.
Jónatan Sefánsson
b. á Hofi
Guðrún Nikkelína Guðbjartsdóttir
verkak. á Þingeyrum og víðar
Heinrik Júlíus
HermannWendel
málari og ljósmyndari
á Þingeyrum
Herþrúður Hermannsdóttir
húsfr.
Sigursteinn Jón Ólafsson
forstöðum. Bifreiðaeftirlits ríkisins
Ólafur Hermann Jónsson
flugumferðarstj. í Rvík
Anna Margrét Jónsdóttir
húsfr.
Ólafur Tryggvi Jónsson
b. og kennari í Stóra-Dunhaga
Í skógarferð Afmælisbarnið í
Aspen í Bandaríkjunum.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013
Ert þú frjáls?
Handfrjáls höfuðtól
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Dasan
Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er
að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma-
tengi við borðsíma.
Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust
Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum
gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m
drægni. Falleg og stílhrein hönnun.
USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr.
Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og
þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við
tökum vel á móti þér.
Ævar Harðarson hefur varið doktors-
ritgerð sína „Nútímaarkitektúr þolir
illa veður og vinda“, við arkitektúr-
deild Tækniháskólans í Þrándheimi,
NTNU.
Rannsókn Ævars beindist að hönn-
unartengdum byggingargöllum í ný-
stárlegum nútímalegum húsum, sem
eiga það sameiginlegt að þjást af
raka, leka og niðurbroti á veðurhjúp,
veggjum, þökum og gluggum. Í rit-
gerðinni kemur fram að mörg af
frægustu verkum í nútímaarkitektúr
hafi þessa galla.
Gallana megi oft rekja til forgangs-
röðunar þeirra sem byggja. Helsta or-
sök gallanna sé þó form og útlit, sem
byggist á fagurfræðilegum viðmiðum,
um hreina og slétta fleti og naum-
hyggju í hönnun, án nægilegs tillits til
veðurfars. Slík formhönnun afhjúpi
viðkvæm samskeyti og lausnir, sem
ættu að vera tryggilega varðar. Ævar
segir þetta búa í haginn fyrir bygging-
argalla, sem með tímanum valdi
skemmdum á útliti húsa, dragi úr
notagildi, séu skaðlegir heilsufari og
öryggi notenda og geti reynst eig-
endum húsa afar kostnaðarsamir.
Svo virðist sem hönnuður einbeiti
sér að útliti á kostnað almennrar
þekkingar á traustum byggingar-
aðferðum. Þessar rannsóknir hafa
mikla þýðingu fyrir starfandi arki-
tekta og þá sem starfa í byggingar-
iðnaði og ekki síst fyrir námsfólk í
byggingarlist.
Ævar fæddist 1957 og er sonur
hjónanna Harðar Jónssonar efna-
verkfræðings og Þorgerðar Brynjólfs-
dóttur hjúkrunarkonu. Hann er
kvæntur Gerði Tómasdóttur kennara
og eiga þau saman dæturnar Þor-
gerði Þórönnu og Gerði. Auk þess á
Gerður börnin Tómas Hrafn, Helga
Þóri og Eddu Maríu. Ævar lauk meist-
araprófi í arkitektúr frá Arkitektahá-
skólanum í Osló 1986. Hann hefur
starfað sem arkitekt í Noregi og Ís-
landi, rekið eigin arkitektastofu,
sinnt kennslu og rannsóknum við
NTNU i Noregi og verið stundakenn-
ari í byggingartækni við Listaháskóla
Íslands.
Doktor
Doktor í arkitektúr
90 ára
Sólveig Aðalheiður Hjarðar
85 ára
Gísli Guðbrandsson
Svanlaug Jónsdóttir
80 ára
Friðbjörn Gunnlaugsson
Gunnhildur Pálsdóttir
Ingi Sigurjón
Guðmundsson
Karl Ásgeirsson
Óli Jóhannsson
Sverrir Bjarnason
75 ára
Gígja Árnadóttir
Guðjón Guðlaugsson
70 ára
Árný M. Guðmundsdóttir
Guðmundína Ingadóttir
Guðrún H. Arndal
Ingibjörg Friðbertsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Pablo Diaz Ulloa
Sigríður F. Sigurðardóttir
60 ára
Brynja Guðbjörg
Valgeirsdóttir
Guðmundur Karl Björnsson
Gunnar Geirsson
Gunnar Þór Grétarsson
Haraldur Jónsson
Héðinn Heiðar Baldursson
Kolbrún Halldórsdóttir
Kristján B. Garðarsson
Sigríður Eddý
Jóhannesdóttir
Þorsteinn H. Sigurjónsson
50 ára
Arnljótur Jóhannesson
Axel Ingi Eiríksson
Bjarni Pétur Arnaldsson
Guðrún Jóna
Björgvinsdóttir
Helga Alberta Ásgeirsdóttir
Helgi Magnússon
Hildur Skúladóttir
Kolbeinn Konráðsson
Sæmundur Ásgeirsson
Vilborg Edda Jóhannsdóttir
Þorleifur Konráðsson
40 ára
Björn Ófeigsson
Elín Sigurðardóttir
Elín Þóra Guðmundsdóttir
Erna Rún Friðfinnsdóttir
Gyða Gunnarsdóttir
Jóhannes Bjarni
Sigtryggsson
Jóhann Kristján Arnarson
Kaleb Joshua Her-
mannsson
Karl Júlíusson
Luis Filipe da Silva
Sampaio
Lukás Káza
María Gísladóttir
Tómas Þorsteinn
Halldórsson
Vilhjálmur Jónsson
30 ára
Ásrún Eva Harðardóttir
Elzbieta Maria Terczynska
Stefana Kristín Ólafsdóttir
Sævar Már Reynisson
Þór Þórsson
Til hamingju með daginn
30 ára Róbert ólst upp í
Keflavík og stundar nám í
viðskiptafræði við Háskól-
ann á Bifröst.
Systkini: Kolbrún Jóna
Pétursdóttir, f. 1968, nemi
í lögfræði við HR, og Sig-
urður Pétursson, f. 1973,
tölvunarfræðingur við há-
skólann á Maiami.
Foreldrar: Pétur Sigurðs-
son, f. 1948, útgerð-
armaður í Reykjanesbæ,
og Stefanía Jónsdóttir, f.
1950, skrifstofumaður.
Róbert Freyr
Pétursson
40 ára Þórunn ólst upp á
Hvanneyri, lauk prófum í
umhverfisskipulagi við
Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Hvanneyri og er
deildarfulltrúi við skólann.
Systur: Ásdís Helga
Bjarnadóttir, f. 1969,
starfar við endurmenntun
skólans, og Sólrún Halla
Bjarnadóttir, f. 1978, leik-
skóla- og íþróttakennari.
Foreldrar: Bjarni Guð-
mundsson, og Ásdís B.
Geirdal.
Þórunn Edda
Bjarnadóttir
30 ára Hinrik ólst upp í
Vogum í Mývatnssveit,
lauk prófum frá Lögreglu-
skóla ríkisins og er nú lög-
reglumaður í Reykjavík.
Maki: Heiða Halldórs-
dóttir, f. 1987, nemi og
flugfreyja.
Sonur: Halldór Ingi, f.
2010.
Foreldrar: Jón Ingi Hin-
riksson, f. 1963, bóndi og
verktaki í Vogum, og
Hrafnhildur Geirsdóttir, f.
1963, bóndi.
Hinrik Geir
Jónsson
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is