Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is V ið töldum okkur hafa leyfi frá Reykjavíkur- borg til að fara í malbik- unina og vorum með leyfi frá 2007 til fram- kvæmda. Við fórum af stað en þá kom bréf frá Isavia þar sem þeir báðu okkur um að stöðva fram- kvæmdina,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, um framkvæmdir félagsins við malbikun á bílastæðum við flug- stöðina á Reykjavíkurflugvelli. Borgin lét stöðva framkvæmd- irnar síðasta sumar að kröfu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins og Isavia, sem fer með reksturinn á flugvellinum. Landið er í ríkiseigu. Leitað var svara um stöðu máls- ins hjá borginni. Í svari frá yfirlög- fræðingi skipulags- og byggingar- sviðs borgarinnar kemur fram að fátt standi í vegi fyrir veitingu bygg- ingarleyfis fyrir framkvæmdinni annað en samþykki landeigenda. Lítil hreyfing í langan tíma „Við erum búin að sækja um byggingarleyfi og höfum lagt fram allt sem þarf en ekki samþykki land- eigenda því Isavia eða ráðuneytið hafa ekki viljað gefa okkur slíkt leyfi,“ segir Árni um stöðuna. Hann segir málið lítið þokast áfram. „Nokkur símtöl fyrir jól, en nánast engin hreyfing á þessu máli í þó nokkuð langan tíma.“ Svo virðist sem langt sé í land með að málið leysist, miðað við sjón- armið þeirra sem að því koma. Í svari Isavia um stöðu málsins segir: „Stefna Isavia er að félagið annist sjálft endurbætur á slíkum lóðum, m.a. með tilliti til jafnræðis með not- endum Reykjavíkurflugvallar. Stjórn Isavia hefur lýst áhyggjum af því að aðalflugbraut Reykjavíkur- flugvallar fellur út af skipulagi Reykjavíkurborgar árið 2016 en það mun jafngilda lokun flugvallarins í þeirri mynd sem nú er. Hefur stjórn félagsins af þeim sökum ákveðið að ekki skuli ráðist í kostnaðarsamar endurbætur á flugvallarsvæðinu fyrr en stefna ríkis og borgar liggur skýr fyrir um framtíð flugvallarins.“ Málið á sér nokkurn aðdrag- anda. Árið 2007 sótti FÍ um leyfi til að taka land undir malarborið bíla- plan. Veitt var vilyrði og sú fram- kvæmd kláruð. Aldrei var þó sótt um byggingarleyfi og það voru meðal annars rök borgarinnar fyrir stöðv- un framkvæmda. Síðasta sumar hóf- ust svo framkvæmdir við enn viða- meira bílaplan sem til stóð að malbika. Bréfaskipti fóru af stað á milli lögmanna ríkis og flugfélagsins og endaði með því að framkvæmdin var formlega stöðvuð af borginni. Í október svaraði fjármála- ráðherra fyrirspurn Kristjáns L. Möller, alþingismanns, á Alþingi. Þar sagði ráðherra meðal annars frá því að flugfélagið hefði hafnað boði Isavia um að ríkið tæki að sér verk- ið. En það boð mun hafa verið sett fram til að gæta jafnræðis gagnvart rekstraraðilum á flugvellinum. Jafn- fram kom fram í svari ráðherra að landið við flugvöllinn væri mjög tak- markað og því mikilvægt fyrir starf- semi hans. Flugfélagið telur sig hafa rétt á umræddu svæði. Þar stendur í dag húsgrunnur flugskýlis sem brann árið 1975 og er bílum lagt inn- an hans að sögn Árna. „Við höfum sett þessa möl sem þar er og séð um lýsingu, snjómokstur og haldið utan um þau bílastæði þannig að það hefur verið inni á okkar um- ráðasvæði í tugi ára. Við töldum okkur hafa ákveðinn rétt til að framkvæma þetta […] Við höfum verið til viðræðna við Isavia um að þeir kæmu að þessu verki,“ segir Árni. Engin lausn á bíla- stæðum flugvallarins Morgunblaðið/Ernir Reykjavíkurflugvöllur Frá því framkvæmdir við malbikun bílastæða við flugvöllinn voru stöðvaðar síðasta sumar virðist lítið hafa gerst til lausna. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það beraststundumskrítnar fréttir frá núver- andi ríkisstjórn. Í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir að Samfylkingin útilokaði samstarf eftir kosn- ingar við flokk sem ekki héldi áfram að ganga í ESB. Látum eins og hún hafi eitthvert um- boð til að setja fram slík skilyrði fyrir hönd flokksins sem er loks að losna við hana úr formanns- stólnum og þá felur yfirlýsingin ekki annað í sér en tilraun Jó- hönnu til að útiloka Samfylk- inguna frá stjórnarráðinu. Hún hefur haft frumkvæði að verri málum en það. Kannski vill hún að virkum valdaferli þessa flokks ljúki með sér. Það er vissulega ánægjuleg tilbreyting að mega fagna því verði Jó- hönnu að ósk sinni. Önnur skrýtin frétt úr sömu átt var um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að „hægja á aðildviðræðunum við ESB“. Fulltrúar Samfylking- arinnar fullyrtu í upphafi að þessum viðræðum myndi ljúka í ársbyrjun 2012. Margoft hefur verið farið fram á að „samninganefnd“ Össurar Skarphéðinssonar upp- lýsti hvort hún hefði „samið“ um eitthvað sl. þrjú ár. Enginn samningamanna hefur treyst sér til að benda opinberlega á eitt einasta atriði sem rís undir því að teljast afurð beinharðra samninga á milli aðila. „Samn- ingaviðræðurnar“ hafa falist í því að „samninganefnd“ Íslands mætir til stækkunarstjóra ESB með skýrslur um hvaða reglur sambandsins ríkis- stjórnin eða Al- þingi hafi innleitt síðan hist var síð- ast. Þetta minnir helst á þegar litla barnið kemur heim úr skólanum og sýnir foreldrinu spjaldið sitt. En þrátt fyrir allar þessar skýrslur, sem enda með því að „kaflar eru opnaðir og lokaðir“, þá kannast enginn við, hvorki í ráðuneytum né á þinginu, að nokkur innleiðing hafi farið fram í tilefni „samninga- viðræðnanna“! Þegar menn furða sig á slíkri þverstæðu er gefið undarlegt svar og næsta ótrúlegt. Mestu ómerkingarnir í „samninganefndinni“ segja: Það er ekki verið að aðlaga neitt vegna umsóknarinnar. (Og ekki er verið að semja um neitt.) Á hinn bóginn hefur stjórnkerfið verið að hraða innleiðingu reglna sem dregist hafði að inn- leiða vegna EES! En þegar svikulir „samningamenn“ eru spurðir um hvað það verk hafi með „samningamennina“ að gera vefst þeim tunga um tönn, svo sem vonlegt er. Fréttin sem gefur til kynna að í því felist undanlátssemi við Steingrím að „hægja á“ samn- ingaviðræðunum núna er hlægileg. Steingrímur er að biðja um frið fram yfir kosn- ingar og að honum verði hlíft við óhjákvæmilegri umræðu um einstakasta svikaferil íslenskra stjórnmála. Svo ætlar hann að taka upp sama þráðinn eftir kosningar, fái hann tækifæri til. Forráðamenn ríkis- stjórnarinnar virð- ast veruleikafirrtir} Lokar sig úti og hendir lyklinum Rétt er það semumhverfis- ráðherra sagði á þingi í gær að rammaáætlunin byggist á langri vinnu. Hugsunin á bak við rammaáætl- unina var að sem mest samstaða mætti nást um nýtingu og vernd náttúru landsins og að horft yrði á landið og náttúru þess heild- stætt. Meðal annars þess vegna hefur vinnan tekið langan tíma og þess vegna voru vonir bundn- ar við að hægt yrði að leggja nið- ur deilur um einstakar virkjanir. En allt fór á annan veg. Ríkis- stjórnin gerði áralanga vinnu að engu með því að grípa inn í á lokasprettinum og rjúfa friðinn sem ríkt hafði. Í hrossakaupum voru ákveðnir kostir settir til hliðar og rammaáætlunin er þar með ekki lengur heildstætt verk heldur brotakennt og háð duttl- ungum núverandi stjórnvalda. Málið var að lokum keyrt í gegn- um þingið í fullum ágreiningi og án þess að nokkurt til- lit væri tekið til stjórnarandstöð- unnar. Stjórnarliðar höfðu verið varaðir við því hvaða afleiðingar þessi vinnubrögð myndu hafa en þeir létu sér ekki segjast. Þeir neyttu aflsmunar í stað þess að fara leið sátta og samræðu sem þeir á tyllidögum segjast aðhyll- ast. Niðurstaðan af þessu er ein- föld: Sú rammaáætlun sem Al- þingi samþykkti í gær hefur ekkert gildi nema fram að næstu kosningum. Næsta þing hefur engar skyldur gagnvart ramma- áætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og ákvarðanir um vernd og nýtingu auðlinda Íslands verða ekki byggðar á þingsályktun gærdagsins – nema ef til vill fram að næstu kosningum. Rammaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur gildir aðeins fram í apríl} Friðurinn rofinn M egrun er orð sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér, það er ofnotað og hefur enga inni- stæðu fyrir þeim áhrifum sem það hefur á fjölmarga. Öfgarnar í kringum orðið megrun eru líka miklar en orðið hefur víða borið á góma undan- farnar vikur. Janúar er sá mánuður sem allir ætla að reyna að bæta líf sitt á ýmsa vegu enda virðist það óhjákvæmilegt miðað við það sem margir fjölmiðlar setja fram sem skyldu- hegðun um þessar mundir. Fjölmiðlar hafa nokkur áhrif á líkamsímynd fólks og sjaldnast á jákvæðan hátt. Í byrjun janúar hófu þeir strax að fjalla um líkamann, hvernig það væri hægt að megra hann með tíu góðum ráðum á tíu dögum, eða hvað ætti að gera til að líta út eins og þessi eða hinn. Bestar eru þó fréttirnar af Kim Kardashian Hollywoodstjörnu sem er þunguð, þó aðeins komin nokkrar vikur á leið og strax eru farnar að berast fréttir af því hvernig hún ætlar að berjast við þau áhrif sem meðgangan mun hafa á lík- ama hennar. Fréttir um hvernig hún ætlar að æfa á með- göngunni til að fitna ekki, hvernig hún ætlar að komast hjá væntanlegu sliti og hvernig hún ætlar að fá „fyrri“ lík- ama aftur eftir fæðinguna. Þessi fréttaflutningur þykir sjálfsagður án þess að hugsað sé út í þær afleiðingar sem hann getur haft. Megr- unarfréttum er yfirleitt beint að konum og þær skrifaðar af konum. Skilaboðin eru að við skulum ekki voga okkur að vera sáttar við líkama okkar, normalhegð- unin er að vera í megrun. Í því samhengi má velta fyrir sér hver græðir á því að moka út megrunarfréttum; hafa auglýsendur kannski áhrif á miðlana, er þetta það sem konur vilja lesa eða er það bara orðið viðurkennt í sam- félaginu að við eigum alltaf að vera ósáttar við eigið útlit og leitandi að „betra“ lífi? Jo Swinson, jafnréttisráðherra Bretlands, vakti athygli á megrunar-öfgunum í lok des- ember þegar hún ritaði opið bréf til ritstjóra breskra tímarita. Þar benti hún þeim á að ef að þeir auglýstu „töfralausnir“ eftir jól gætu þeir verið að stofna heilsu lesenda sinna í hættu. Hún sagðist skrifa ritstjórum bréf til að benda þeim á að megrunarkúrarnir sem þeir væru að lofa væru oft hættulegir og að þeir ættu frekar að kynna lesendum sínum heilbrigðan lífsstíl. Í grein um málið í Guardian segir Swinson að hin óraunsæa mynd af grannri konu sé of út- breidd í auglýsingum og fjölmiðlum. Swinson sagði að konur gætu gert meira til að hjálpa hver annarri við að hunsa þrýstinginn frá fjölmiðlum um að vera mjög grannar. Konur ættu að standa saman í að byggja upp sjálfsmynd hver annarrar, ekki vera svona sjálfsgagnrýnar á eigið útlit og ekki svo tilbúnar til að gagnrýna holdafar annarra. Hún sagði að sú mynd sem fjölmiðlar drægju upp af konum sýndi ekki hina sönnu mynd af þeirri fjölbreyttu fegurð sem væri þarna úti. Amen. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Heilsuspillandi töfralausnir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Að sjálfsögðu er þetta svæði sem við erum búin að nota í ára- tugi og okkur finnst það vera nokkuð sérstakt að koma fram með það núna að gera til þess kröfu að þetta svæði sé ekki okkar umráðasvæði. Í sjálfu sér má líka segja að við höfum oft og tíðum verið að leita eftir því að Isavia sjái um ýmsar fram- kvæmdir hér innan girðingar á því svæði sem við höfum talið að þeir séu skilgreindir rekstr- araðilar á,“ segir Árni Gunnars- son, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, og nefnir lýsingu fyrir farþega til og frá flugvél, sópun á hlaði og fleira. „Okkur fannst skjóta svolítið skökku við að þeir hefðu allt í einu áhuga á því að taka að sér framkvæmd sem er utan girð- ingar,“ segir Árni. Hafa notað svæðið í áratugi FLUGFÉLAG ÍSLANDS Árni Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.