Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 11
Náttúrufegurð Leifur Örn kleif fjallið Cho Oyu á landamærum Tíbets og Nepals árið 2007 en það er sjötta hæsta fjall jarðar. „Þarna ríkir nú viss gullaldar- stemning þar sem menn keppast við að ná klifurleiðum og fjöllum sem ekki hafa verið klifin áður. Almennt séð var hagstætt veður fyrir pólfara síðastliðið ár og í okkar ferð var frost- ið nokkuð stöðugt frá -20 en kaldast 26-28, hægur vindur og heiðskírt. Líkaminn venst lítið kuldanum og í gegnum árin finnur maður að blóð- rásin í fingrum versnar og maður þarf að passa sig betur. En í sjálfu sér er merkilegt að þegar maður fer hér yfir Sprengisand á veturna eða Vatnajökul að vori þá er maður nán- ast eins klæddur nema á pólnum er maður með meiri einangrun á hönd- um og fótum og talsvert með andlits- grímu til að fá ekki kal í andlitið,“ seg- ir Leifur Örn og bætir við að einkafyrirtæki sem sjái um allan að- flutning á pólinn sjái einnig um að fylgjast vel með göngufólki, t.d. með föstu vaktakerfi. Öll hreyfing af hinu góða Næst stefnir Leifur Örn á að ganga á Mount Everest í apríl og seg- ir hann bestu æfinguna fyrir fjall- göngu vera fjallgöngur. Reynslu- bankinn geymi líka það sem fólk hafi gert en um leið verði að viðhalda líkamlegu formi og stunda fjall- göngur. Hluti af æfingarferli Leifs Arnar á næstunni er leiðsögumanna- starf í verkefninu Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum fjallaleið- sögumönnum en hann er einn af stofnendum fyrirtækisins. Dagskráin miðar að því að undirbúa fólk fyrir göngu á Hvannadalshnúk með stig- mögnuðum fjallgöngum. „Miðað við hæstu fjöllin í ná- grannalöndum okkar er Hvannadals- hnúkur mjög erfitt verkefni og sjald- an sem maður sér svo mikla hækkun, 2.000 metra, án þess að það séu skál- ar í miðjum hlíðum. Þetta er því krefjandi verkefni sem nauðsynlegt er að æfa sig fyrir en hingað til hefur þeim sem tekið hafa þetta alvarlega og tekið þátt í öllum æfingum gengið vel. Það er allt annað að ganga á ósléttu landi miðað við að æfa inni í líkamsræktarstöð þó að öll hreyfing sé auðvitað af hinu góða. Hvað varðar mataræði er hóf best í öllu og al- mennt mataræði finnst mér best en dagana fyrir Hnúkinn borgar sig að borða vel og líka að hvíla sig vel,“ seg- ir Leifur Örn. Hann segir ferðirnar hingað til hafa gengið vel og margir hafi haldið áfram að ganga allt árið um kring í föstum gönguhópum. Sjálfur segist hann vera orðinn heil- mikið spenntur fyrir Mount Everest þó hann hafi vissulega lítið leitt hug- ann að þeirri ferð síðastliðinn mánuð á pólnum. Hann sé því enn frekar af- slappaður en fari þó að huga að ferð- inni fljótlega enda að mörgu að huga en auk þess er Leifur Örn ekki viss um að geta gengið norðanmegin á fjallið líkt og hann ætlar sér. „Gengið er norðanmegin á fjallið frá Tíbet sem er nú hluti af Kína og þar er pólitískt ástand fremur óstöð- ugt. Kínverjar vilja fjölga Kínverjum í Tíbet og tíbetska þjóðin er því orðin í minnihluta. Tíbetar hafa reynt að malda í móinn og munkar m.a. kveikt í sér í mótmælaskyni. Þessu vilja Kín- verjar ekki að almenningur komist að og hafa því við og við lokað landa- mærunum fyrirvaralaust eins og t.d. síðastliðið sumar. Þetta gerir því allt skipulag mun erfiðara en nú er verið að ganga frá tilskildum leyfum og greiðslum og ekki þægileg staða að vita að þeir gætu fyrirvaralaust dreg- ið það til baka. Ég hef því þann var- nagla að klífa fjallið hugsanlega sunn- anmegin,“ segir Leifur Örn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. Quality, Design and Innovation SÉRVERÐ Nr. litur Hæð Stærð í ltr. Orkufl. Sérverð CUsl 3503 grár 181,7 cm K 232 F 91 A+ 183.440 CPesf 3523 stál 181,7 cm K 230 F 91 A++ 209.995 CP 3523 hvítur 181,7 cm K 230 F 91 A++ 190.045 Ces 4023 stál 201,1 cm K 281 F 91 A+ 204.745 C 4023 hvítur 201,1 cm K 281 F 91 A+ 164.845 vil bo rg a@ ce nt ru m .is Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir mánaðarlegum Flandraspretti þriðja fimmtudags- kvöld í hverjum mánuði frá október til mars. Nú er komið að fjórða sprettinum næstkomandi fimmtudag 17. janúar en vegalengdin verður 5 km með upphaf og endi við Íþrótta- miðstöðina í Borgarnesi. Í Borgar- nesi er hlaupið á upplýstum götum og gangstéttum frá íþróttamiðstöð- inni, áleiðis norður nesið og svipaða leið til baka. Leiðin er mishæðótt en alveg laus við fjöll. Mesta hæð er um 40 m.y.s. og á leiðinni eru m.a. 2-4 stuttar brekkur með u.þ.b. 20 m hækkun. Merkingar og brautarvarsla verða í lágmarki og því æskilegt að sem flestir kynni sér leiðina sem best áður en lagt er af stað. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef- síðunni www. hlaup.is. Flandrasprettur í Borgarnesi Hlauparar Flandrasprettur verður farinn í Borgarnesi á fimmtudaginn. Hlaupið áleiðis norður nesið Toppaðu með 66°NORÐUR og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum er nú haldið í sjötta skipti en verkefnið veitir fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2110 m), sem er á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. Þjálfunin hefst í janúar og nær há- marki með ferð á Hvannadalshnúk, en þátttakendur geta valið um tvær dagsetningar, 25. maí eða 1. júní. Áætlun verkefnisins er í tveimur þátt- um. Annars vegar eru sextán göngur, m.a. á Fimmvörðuháls, sem ætlað er að efla kunnáttu, líkamlegt form og reynslu þátttakenda áður en haldið er á Hvannadalshnúk. Hins vegar eru fyrirlestrar og námskeið, þar sem þátttakendur eru fræddir um næringu, klæðnað, búnað, öryggi og um- hverfislega ábyrgð. Í fyrra náðu hátt í 100 manns að standa á hæsta tindi Íslands en dagskráin er hugsuð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Undirbúningsgöngum er hraðaskipt og getur fólk flakkað á milli hópa ef vill. Dagskráin hefst með kynningarfundi annað kvöld, miðvikudaginn 16. janúar, í verslun 66°Norður í Faxafeni og hefst klukkan 20. TOPPAÐU MEÐ 66°NORÐUR OG ÍSLENSKUM FJALLALEIÐSÖGUMÖNNUM Hraðaskiptar göngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.